Fréttablaðið - 26.11.2019, Síða 119

Fréttablaðið - 26.11.2019, Síða 119
10 miðlungsstórar eða stórar gulrætur 10 nori-blöð Vel af salti Stillið ofninn á 150°C og hreinsaðu gulræturnar á meðan hann hitnar, það þarf ekki að f lysja þær. Bleytið nori-blað og vefjið því utan um gulrót, eitt blað á hverja gulrót. Stráið salti yfir eldfast mót, raðið gulrótunum ofan á og saltið meira. Þetta dregur fram bragðið sem minnir svo á graf lax. Bakið í 1-1½ klukkutíma, eftir því hvernig ofn er notaður. Gulræturnar eru til- búnar þegar hnífur sker í gegnum þær eins og mjúkt vegansmjör. Látið kólna á meðan marineringin er útbúin. Marinering 1 dl heitt vatn ½ dl sesamolía (hægt að nota ólífuolíu í staðinn en sesamolían dýpkar bragðið) 2 msk. tamari- eða sojasósa 2 msk. agavesíróp 1 msk. eplaedik 1 msk. hrísgrjónaedik 1 tsk. reykt paprikukrydd 1 tsk. hvítlauksduft 1/8 tsk. malaður svartur pipar 1 tsk. liquid smoke (ekki nauð- synlegt en gefur gott bragð) Sjávarsalt Sjóðið vatnið og hrærið því svo saman við öll innihaldsefnin í skál og smakkið til með salti. Marineringin verður mjög bragð- mikil áður en gulræturnar draga hana í sig svo ekki hafa áhyggjur af því að hún sé of sterk. Núna kemur sóðalegi hlutinn, notið beittan hníf til þess að fjarlægja nori-blaðið og f lysjið þær svo nokkurn veginn eins og soðnar kartöf lur. Því mjúk- hentari sem þú ert, því betur munu þær líta út en þær verða samt alltaf bragðgóðar. Skerið gulræt- urnar í þunnar sneiðar og raðið þeim í breitt box eða djúpan disk sem hægt er að hylja. Hellið marin- eringunni yfir og látið marinerast þar til daginn eftir. Því lengur sem þær marinerast, því bragðmeiri verða þær. Líkt og með eggaldin- síldina þá er hægt að leggja nori- blað ofan á gulræturnar til þess að ná fram enn þá meira fiskbragði. Berið fram eins og grafinn lax, til dæmis með veganrjómaosti eða hverju sem hugurinn girnist. Vegan brún sósa („gravy“) Hérna er ein af mörgum vegan- sósum sem eru einfaldar í fram- kvæmd og auðvelt að laga til eftir eigin óskum. Sósan hentar með f lestum hátíðarmat. 3 msk. smjörlíki eða jurtaolía 2 msk. hveiti 3-4 dl grænmetissoð 1 dl jurtarjómi 2 msk. soja- eða tamarísósa 1 msk. Dijon-sinnep Skvetta af sítrónusafa Smá næringarger (má sleppa en bragðast vel) Möluð svört eða hvít piparkorn (eða bæði), svo er líka gaman að nota græn og rauð piparkorn á jólunum Salt og malaður hvítur pipar eftir smekk Ég myndi segja að hann væri frekar svipaður, það er meira að innihaldsefnin breytist fremur en að um sé að ræða til- teknar hefðir, venjur eða óskir,“ svarar Linnea þegar hún er spurð að því hvort hún telji vegan jólamat svipaðan eða ólíkan á milli landa. Linnea er frá Svíþjóð en hefur búið hér á landi í nokkur ár. „Ég hef dvalið einu sinni yfir jólin í Banda- ríkjunum þar sem helsti munurinn var sólskinið og hitinn, fyrir utan meira úrval af valmöguleikum, en þetta var fyrir tíu árum og í Kali- forníu. Það hafa orðið verulegar framfarir síðan þá, þar, hér, í Sví- þjóð og alls staðar. Ég bjó á Spáni í nokkur ár og líka í Mexíkó áður en ég flutti hingað. Ég varði auðvitað miklum tíma með þarlendum dýraréttinda- samtökum, vann á vegan veitinga- stöðum og fékk því að prófa mig áfram og læra að útbúa alls konar hefðbundna spænska og kata- lónska hátíðarrétti án dýraafurða. Þetta var allt mjög frábrugðið sænskum jólamat og afskaplega bragðgott.“ Svipaðar hefðir „Eftir að hafa búið hér um skeið finnst mér margt líkt með íslenskum og sænskum mat, bæði hvað varðar hátíðar- og hvers- dagslega rétti. Aðferðirnar sem við notum til þess að grafa, gerja, sýra og þurrka mat og það hvernig við ræktum, uppskerum og geymum mat eru í takti við söguna og veðurfarið sem er svipað á milli Svíþjóðar og Íslands,“ segir Linnea. „Þetta hefur mér alltaf þótt svo töfrandi við það að rækta og útbúa mat. Það tekur tíma að útbúa marga af þessum réttum svo að þetta er ekki eitthvað sem þú býrð til daglega, sem ég tel að geri þá vitaskuld hátíðlegri og meira heillandi. Ég kann að meta hefðir, sér- staklega þær sem maður skapar sjálfur og endurtekur vegna þess að þær eru skemmtilegar og það er ánægjulegt að sækja í ákveðið bragð sem er sjálfkrafa tengt við gæðastundir með ástvinum. Sjálfri þykir mér gaman að breyta til og prófa mig áfram með nýjum hráefnum, uppgötvunum og til- raunum. Það eru vissir réttir sem ég geri árlega, eins og þeir sem birtast hér, og svo bæti ég líka við nýjum. Ég hugsa að ég hafi það frá foreldrum mínum. Við Krummi erum búin að skapa okkar eigin hefð sem felst í því að útbúa vegan jólamat ásamt foreldrum hans, heima hjá þeim. Þetta er sígildur jólamatur með smávegis breytingum á milli ára. Við komum með mat, búum saman til mat, allir eru glaðir og allt vegan. Fjölskyldan er kannski ekki öll á þessari vegferð en þau hafa alltaf verið mjög víðsýn og styðja okkur Krumma. Við Krummi rekum saman veit- ingastaðinn Veganæs og borðum því mikið af matnum sem við erum að búa til daglega þannig að á sunnudögum, þegar við erum í fríi, fáum við okkur oft eitthvað gjörólíkt. Við erum til dæmis mjög hrifin af taílenskri matargerð og Krummi býr til frábært spagettí,“ segir Linnea. „Mikið af matnum sem við framreiðum er byggður á uppáhalds sunnudagsmatnum okkar, við njótum þess að borða huggunarmat (e. comfort food). Þá verðum við með jólahlaðborð þann 18. desember þar sem fólk getur komið og notið þess að smakka dæmigerða vegan jólarétti. Við munum fljótlega birta nánari upplýsingar um bókanir á Facebook. Komið endilega og njótið. Ég ætla klárlega að búa til sinn- epsgljáðu seitansteikina okkar og jólaskinku í raspi,“ svarar Linnea þegar hún er spurð að því hvað hún ætli að útbúa þessi jólin. „Ég mun líka búa til takmarkað magn af seitansteik sem verður hægt að kaupa fyrir jólin og fá afhenta á Þorláksmessu. Seitan- steikin er kjörin fyrir þau sem eru ýmist vegan nú þegar, þau sem eru forvitin og í raun bara fyrir alla.“ Vegan meðlæti og smáréttir um jólin Linnea Hellström rekur veitingastaðinn Veganæs ásamt manni sínum Krumma Björgvinssyni. Hún hefur verið vegan um árabil og þykir vera með einstaka náðargáfu þegar kemur að því að útbúa gómsætan vegan mat. Linnea Hellström er afbragðskokkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hægt er að útbúa ólíkar gerðir egg- aldinsíldar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is EGGALDINSÍLD AÐ HÆTTI LINNEU „Sígildur sænskur jóla- og sumarréttur. Ég geri alltaf nokkrar útgáfur á hverju ári en þegar þú nærð grunntökunum á þessari aðferð er auðvelt að halda áfram að þróa hana eftir eigin höfði. Það fara um það bil 1-2 eggaldin í hverja krukku, ágætt að hafa það í huga eftir því hversu mikið þú vilt útbúa. Það er tilvalið að færa gestgjöfum svona krukku ef þér er boðið í matarboð og rétturinn geymist vel í ísskápnum.“ Fjarlægðu grænu endana en leyfðu hýðinu að vera. Skerðu eggaldinið í þunnar sneiðar og svo í svipað stóra bita og eru yfirleitt í jólasíld. Sjóðið bitana hæfilega lengi í söltu vatni. Þeir eiga að vera eldaðir en samt þéttir undir tönn. Tínið bitana upp úr pottinum, setjið þá til hliðar og látið þá kólna á meðan kryddlögurinn er útbúinn. Sýrður kryddlögur 1 dl edik 2 dl sykur að eigin vali 3 dl vatn 4 lárviðarlauf Ferskt timjan eða rósmarín ½ rauður eða gulur laukur 1 tsk. þurrkuð sinnepsfræ Þetta er grunnlögurinn, sjóðið, kælið og blandið svo saman við eggaldinbitana. Leyfið bitunum að draga í sig bragðið, yfir nóttu í það minnsta. Fyrir meira fiskibragð er hægt að bæta við einu blaði af þara, til dæmis nori-þara eða íslenskan. Ef hann er efstur í krukkunni er auðvelt að tína hann úr eftir fyrstu nóttina svo að bragðið verði ekki yfirþyrmandi. Hægt er að bæta við piparkornum, hvítlauksgeirum, engiferi, appels- ínuberki, anís, negul, kardimommu eða bara hverju sem er jólalegast. Munið bara að fjarlægja bitana sem þið viljið ekki borða áður en þið fáið ykkur. Sæt sinnepssósa með dilli 1 dl veganrjómi 1 msk. veganmajónes (hægt að gera sjálf/ur eða kaupa tilbúið í flestum búðum) ½ dl gult sinnep 1-2 msk. Dijon-sinnep, meira ef þú vilt meiri hita 2 msk. agave-síróp 1 msk. eplaedik 2 msk. ólífuolía 1 pakki af fersku, fínt söxuðu dilli Líka gott að bæta við hálfum smátt söxuðum blaðlauk eða teskeið af mísó- eða tahinimauki sem gefur umami bragð. Hrærið öllu saman í skál og smakkið til með salti. Rétturinn er betri bragðsterkur þar sem hann blandast saman við eggaldinið. Geymið í ísskáp fram að kvöldmat. GULRÓTARLAX Þennan rétt er gaman að útbúa og hann geymist líka lengi í ísskápn- um. Pakkarnir með nori-blöðum sem fást í helstu búðum eru oft með tíu blöðum svo að ég miða við tíu gulrætur. Grafna gulrótin er mikið lostæti. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR LJÓ SAHÁTÍÐ JÓLATÓNLEIKAR 2019 SÖNGFJELAGIÐ Langholtskirkja Sunnudagur 8. desember kl. 16 og 20 Miðasala á tix.is JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 998
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.