Fréttablaðið - 26.11.2019, Page 137

Fréttablaðið - 26.11.2019, Page 137
ÞETTA ER 50 MÍNÚTNA KVIKMYND SEM FJALLAR UM KAFLA Í LÍFI KJARVALS SEM FÆSTIR ÞEKKJA. Jóhannes Kjarval listmálari kom í tuttugu sumur austur í Hjaltastaðaþinghá á Fljóts-dalshéraði til að mála. Fyrstu tvö sumurin bjó hann í tjaldi en svo lét hann byggja lítið sumarhús í fallegum hvammi sem síðan nefnist Kjarvals- hvammur. Nú hefur Héraðsbúinn Ásgeir Þórhallsson gert heimildar- mynd um meistarann. Kjarval og Dyrfjöllin nefnist hún og verður frumsýnd 28. nóvember í Bíói Para- dís og svo þann 30. á Egilsstöðum. „Þetta er 50 mínútna kvikmynd sem fjallar um kafla í lífi Kjarvals sem fæstir þekkja,“ segir Ásgeir. „Hún segir frá veru hans í sumar- húsinu og samskiptum hans við fólkið í sveitinni. Í myndinni eru leikin atriði sem sýna enn betur Kjarval sem lifandi persónu með til- finningar og mannlega gæsku. Jón Hjartarson, gamli góði leikarinn úr Iðnó, leikur meistarann með til- þrifum og er mjög sannfærandi. Svo var ég með fólk úr Leikfélagi Fljóts- dalshéraðs kringum mig, það stóð sig mjög vel.“ Ásgeir býr á Egilsstöðum og starf- ar hjá Ríkisskattstjóra en skáldar í frítímanum. Ásgeir hvítaskáld er helgarnafnið! Hann hefur gert ell- efu kvikmyndir, bæði heimildar- og leiknar myndir, meðal annars eina leikna í fullri lengd sem var tekin upp á Eiðum 2011. „Hún er költ,“ segir hann. „Önnur þekkt er um hreindýrin á Austurlandi.“ Hann kveðst hafa tekið Kjarval og Dyrfjöllin í sumar en aðdrag- andinn hafi verið langur. „Ég hef verið í mörg ár að brjóta heilann um myndina, sækja um styrki og tala við fólk sem man eftir Kjarval, þar á meðal eru tvær systur sem áttu heima á Ketilsstöðum, rétt við hvamminn.“ En hvernig ber fólk meistaranum söguna? „Vel, hann gat leikið ein- hverja fígúru þegar sá gállinn var á honum, þannig að það eru ýmsar furðusögur sem koma fram. En fólk ber mikla virðingu fyrir honum og það tengdist honum vinaböndum. Hann gaf krökkum Kaliforníu- sveskjur að smakka og eins bauð hann þeim „túmotör frá Spáníá“. Þau höfðu aldrei smakkað svona. Ein kýr heilsaði líka upp á hann, hún var eitthvað forvitin svo hann bauð henni bara inn, segir sagan.“ Það er gífurlega fallegt í Kjar- valshvammi, að sögn Ásgeirs. „Sel- f ljótið liðast um grösugar lendur Bauð krökkum upp á túmotör frá Spáníá Kaflar sem fæstir þekkja úr lífi meistara Kjarvals lifna við í nýrri leikinni heimildarmynd eftir Ásgeir hvítaskáld Þórhallsson. Myndin verður frumsýnd í næstu viku í Bíói Paradís. Ásgeir hvítaskáld heldur á einum af mörgum höttum Kjarvals sem Minjasafn Austurlands geymir. Jón Hjartarson í hlutverki Kjarvals á fínum veitingastað. Sumarhúsið í Kjarvalshvammi, með klettana á bak við sem álfarnir bjuggu í. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Hvað? Hvenær? Hvar? Þriðjudagur hvar@frettabladid.is 26. NÓVEMBER 2019 Orðsins list Hvað? Beinarannsóknir Hvenær? 12.00 Hvar? Þjóðminjasafnið Joe Walsher mannabeinafræðing- ur flytur erindi um einkenni sjald- gæfra sjúkdóma í mannabeinum. Hvað? Hádegisfundur Hvenær? 12.00-13.00 Hvar? 101, Ingjaldsstofa HÍ Hugmyndafræðin bak við heima- stjórnir í sameinuðum sveitar- félögum til umræðu. Hvað? Reykholtsverkefnið kvatt eftir 20 ár Hvenær? 19.30 Hvar? Snorrastofa, Reykholti Guðrún Sveinbjarnardóttir forn- leifafræðingur, Benedikt Eyþórs- son sagnfræðingur, landfræðing- arnir Egill Erlendsson og Guðrún Gísladóttir, Guðrún Nordal for- stöðumaður og Helgi Þorláksson sagnfræðingur ræða saman undir stjórn Bjarna Guðmundssonar safnvarðar. Kaffiveitingar. Enginn aðgangseyrir. Hvað? Liggur okkur lífið á? Hvenær? 20.00 Hvar? Kjarvalsstaðir Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar heldur fund um ferðamáta. Tónlist og dans Hvað? Íhugun og kyrrð Hvenær? 12.15 -12.45 Hvar? Hafnarfjarðarkirkja Guðmundur Sigurðsson leikur á orgel kirkjunnar. Aðgangur ókeypis. Hvað? Örlagaþræðir Hvenær? 20.00 Hvar? Kaldalón Hörpu Söngur og dans renna saman í túlkun Auðar Gunnarsdóttur sópransöngkonu og Láru Stefáns- dóttur dansara. Á flygilinn leikur Snorri Sigfús Birgisson, um leik- mynd og búninga sér Ásta Guð- mundsdóttir. Guðrún Gísladóttir kveður Reyk- holtsverkefnið í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN þar neðan við og svo eru fjöllin yfir. Kjarval málaði mikið umhverfið og álfana í klettunum. Í sveitinni eru málverk eftir hann á öðrum hverjum bæ því hann borg- aði gjarnan fyrir sig með myndum ef fólk gerði honum greiða. Honum var oft fært eitthvað í svanginn, kjötsúpa, saltfiskur og kökur, svo hefur hann ef laust látið keyra sig í kaupstað. Hann fór ekki vel með peninga, þegar hann birtist upp- haflega þá kom hann í leigubíl frá Reykjavík, var á leið á æskuslóð- irnar á Borgarfirði eystra, tjaldaði í hvamminum og tók ástfóstri við staðinn. Hann var með sterka tengingu við náttúruna og málaði hvenær sem var sólarhringsins. Gat ekki hætt. Það eru sögusagnir um að hann hafi verið að mála þrjú mál- verk um nótt í roki og rigningu. Var með einhverjar aðferðir til að láta málninguna festast við strigann, þrátt fyrir vætuna.“ Minjasafn Austurlands sér um húsið í hvamminum, að sögn Ásgeirs. „Það á líka marga muni eftir Kjarval, meðal annars hattasafn.“ 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.