Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.04.2016, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 27.04.2016, Qupperneq 8
Ársfundur EFÍA 2016 Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA verður haldinn miðvikudaginn 11. maí 2016 kl. 14 í Hlíðasmára 8, Kópavogi. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á árs- fundinum með umræðu- og tillögurétti. Hægt er að nálgast ársfundargögn á heimasíðu sjóðsins www.efia.is Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar 2. Ársreikningur kynntur 3. Tryggingafræðileg úekt 4. Fjárfestingarstefna 5. Skipun stjórnar og laun stjórnarmanna 6. Val endurskoðanda 7. Önnur mál orkumál Þess verður freistað að bora allt að fimm kílómetra djúpa háhitaholu á Reykjanesi síðar á þessu ári. Stefnt er að því að holan verði dýpsta og heitasta vinnslu- hola jarðvarma á Íslandi. Slík háhitahola gefur fræðilega tífalda orku á við hefðbundna háhitaholu. HS Orka og Jarðboranir undir- rituðu samning um borun háhita- holunnar í gær. Verkefnið er hluti af Íslenska djúpborunarverkefninu (IDDP) sem fékk nýlega styrk upp á 1,3 milljarða króna frá rann- sóknaráætlun Evrópusambands- ins (Horizon 2020). HS Orka leiðir verkefnið í samstarfi við norska olíufélagið Statoil, auk annarra fyrirtækja innan IDDP-samstarfs- ins. Auk HS Orku eru Ísor, Lands- virkjun, Georg-rannsóknaklasi í jarðhita ásamt evrópskum fyrir- tækjum þátttakendur í verkefninu. Tilgangur verkefnisins er að sýna fram á að framleiða megi orku úr djúplægum jarðhitakerfum sem gæti aukið orkuframleiðslu háhita- svæða umtalsvert og þar með dregið úr landrýmisþörf orku- vinnslunnar. Vonir þeirra sem að verkefninu standa, ef allt gengur að óskum, eru þær sömu og þegar reynt var við djúpborun á Kröflusvæðinu, staðfestir yfirverkfræðingur hjá HS Orku, Guðmundur Ó. Friðleifsson. Litið er til þess að fræðilega geti djúpborun gefið háhitaholu sem gefur allt að því tífalt meiri orku en hefðbundin háhitahola sem nýtt er til vinnslu jarðhita hér á landi í dag. Slík borhola gefur þetta fimm megavött svo 50 megavött rafafls eru talin möguleg, ef besti árangur næst. Til samanburðar er uppsett afl Kröfluvirkjunar um 60 mega- vött. Vinnslutækni verkefnisins ræðst af því hvernig jarðhitavökvi finnst á fjögurra til fimm kílómetra dýpi. Ef efnasamsetningin reynist við- ráðanleg og unnt verður að vinna yfirhitaða orkuríka gufu beint upp úr djúpu borholunni er það fyrsti valkostur. Ef efnasamsetning vökvans reynist hins vegar of erfið, verður vatni frá yfirborði dælt ofan í holuna til að efla orkuvinnslu úr grynnri nærliggjandi holum. Við borun holunnar, prófanir, mæl- ingar og vinnslu verður prófuð ný tækni og búnaður í samstarfi við bæði innlenda og erlenda aðila. HS Orka leggur til verksins holu 15 á Reykjanesi sem er 2,5 kíló- metra djúp og er ætlunin að dýpka holuna allt niður að fimm kíló- metrum. Samningurinn er hluti af öðrum áfanga íslenska djúpbor- unarverkefnisins (IDDP-2). svavar@ frettabladid.is Gæti gefið tífalt meiri orku HS Orka leiðir verkefni þar sem borað verður niður á fimm kílómetra dýpi á Reykjanesi. Verður dýpsta og heitasta vinnsluhola jarðvarma á Íslandi ef allt gengur að óskum. Styrkfé nýtt frá Evrópusambandinu. Til verksins munu Jarðboranir nota stærsta bor landsins, jarðborinn Þór. Holan verður stutt frá Reykjanesvirkjun. FRéTTablaðið/GVa Boruðu í kvikuhólf l Íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP) hefur verið starfrækt í um 15 ár. l Að IDDP standa íslensku orku- fyrirtækin HS Orka, Landsvirkj- un og Orkuveita Reykjavíkur, ásamt Orkustofnun og norska olíufélaginu Statoil. l Á árunum 2008-2009 var fyrsta djúpborunarholan, IDDP-1, boruð við Kröflu og lenti hún í 900°C heitri kviku á 2,1 kíló- metra dýpi. Þar tókst að sýna fram á að vinna mætti mikla orku úr yfirhitaðri gufu úr berginu rétt ofan við bráðna bergkviku, og áformar Lands- virkjun að halda áfram til- raunum með slíka orkuvinnslu þar á næstu árum. Efnahagsmál Tekjur ríkissjóðs á árinu 2016 aukast í heild um tæpa 72 milljarða króna frá fjárlögum ársins samkvæmt uppfærðri tekju- áætlun sem gerð var í tengslum við útgáfu ríkisfjármálaáætlunar fyrir árin 2017-2021. Um helmingur aukningarinnar er vegna stöðugleikaframlaga. Hinn helmingurinn eða 36 milljarðar króna er að mestu til kominn vegna tekna af arði, en hluti aukningarinn- ar er vegna styrkingar tekjustofna í ljósi batnandi efnahags. Þetta er fyrsta endurmat á tekju- áætlun ársins 2016. Endurmatið er byggt á nýjum upplýsingum sem hafa komið til síðan fjárlagaáætl- unin var gerð undir lok síðasta árs. – jhh Tekjur aukast um 72 milljarða laundromat er nú þegar rekinn á tveimur stöðum. FRéTTablaðið/PJeTuR Viðskipti Eigandi kaffihússins Laundromat við Austurstræti hefur fest kaup á húsnæði á Laugarásvegi í Reykjavík. Til stendur að opna nýjan veitingastað þar. Athygli vekur að húsnæðið hýsti áður efnalaugina Kötlu til margra ára en Laundromat-keðjan, sem í eru þrír staðir í Kaupmannahöfn og einn í Reykjavík, er þekkt fyrir að bjóða upp á aðstöðu fyrir viðskiptavini til að þvo af sér föt. „Það er svo sem skemmtilegt að halda áfram með þannig starfsemi í húsinu, það er svona ákveðin teng- ing,“ segir Jóhann Friðrik Haralds- son, eigandi staðarins á Íslandi. „En við erum samt sem áður að koma með nýjar vélar.“ Búið er að sækja um fram- kvæmdaleyfi og vonast Jóhann til þess að hægt verði að opna í júní. – bá Laundromat á Laugarásveg 5 kílómetra djúp háhitahola verður grafin á Reykjanesi síðar á árinu Athygli vekur að hús- næðið hýsti áður efnalaug- ina Kötlu 2 7 . a p r í l 2 0 1 6 m i ð V i k u D a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.