Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 10
ÚTBOÐ Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is Útboð 20191 - Ljósbúnaður fyrir Þjóðleikhúsið Ríkiskaup fyrir hönd Þjóðleikhússins óska eftir tilboðum í eftirfarandi ljósbúnað: • Hreyfiljós Spot/Profile • Hreyfiljós Wash • Fastljós Wash • Upphengjur fyrir ofangreint Samið verður við einn aðila um viðskipti þessi. Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum, sem verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa ( www.rikiskaup.is ), miðvikudaginn 18. nóvember nk. Tilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík þar sem þau verða opnuð 22. desember 2015, kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. ÚTBOÐ Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is Útboð 20191 - Ljósbúnaður fyrir Þjóðleikhúsið Ríkiskaup fyrir hönd Þjóðleikhús ins óska eftir tilboðum í eftirfarandi ljósbúnað: • Hreyfiljós Spot/Profile • Hreyfiljós Wash • Fastljós Wash • Upphengjur fyrir ofangreint Samið verður við einn aðila um viðskipti þessi. Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum, sem verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa ( www.rikiskaup.is ), miðvikudaginn 18. nóvember nk. Tilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík þar sem þau verða opnuð 22. desember 2015, kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Snjóflóðavarnir á Ísafirði - Uppsetning stoðvirkja í Kubba Útboð 20316 Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Ísafjarðarbæjar og Ofanflóða- sjóðs, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við uppsetningu stoðvirkja úr stáli (snow bridges), einnig kallaðar stálgrindur eða grindur, til snjóflóðavarna á upptakasvæðum snjóflóða í Bröttuhlíð í Kubba ofan Holtahverfis á Ísafirði. Verkaupi leggur til efni til verksins, til uppbyggingar á stálgrindum, skv. samningi við efnissala. Áformað er að koma fyrir um 1.890 m af stálgrindum en hæð þeirra mælt þvert á halla fjallshlíðar (Dk) er 3,0 m, 3,5 m g 4,0 m. Helstu magntölu : Stoðvirki (Dk 3,0 m) 1.396 m Stoðvirki (Dk 3,5 m) 434 m Stoðvirki (Dk 4,0 m) 58 m Fótplötur 657 stk. Vettvangsskoðun verður haldin 3. maí 2016 kl. 13:00 að við- stöddum fulltrúa verkkaupa. Verkinu skal vera ð fullu lokið eigi síðar en í september 2018. Nánari upplýsingar er að finna í útboðs ögnum á vef hjá Ríkiskaupum á vefslóðinni http://rikiskaup.is/utbod/utb/20316 Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 24. maí 2016, kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Aðalfundur Fella- og Hólabrekkusókna verður haldinn í safnaðarsal Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 10. maí nk og hefst hann kl 19.30. Venjuleg aðalfundarstöf. Á fundinum liggur fyrir tillaga til ákvörðunar um sameiningu Fella- og Hólabrekkusókna. Tillöguna má kynna sér á heimasíðu kirkjunnar www.fellaogholakirkja.is Íbúar í Efra Breiðholti, þ.e. Fella- og Hólahverfum eru hvattir til að mæta á fundinn Sóknarnefndir Fella- og Hólabrekkusókna Matráður Læknasetrið óskað eftir að ráða matráð í afleysingar í u.þ.b. 3 – 3 ½ mánuði. Þarf að geta byrjað strax. Umsóknir óskast sendar á solrun@setrid.is. Upplýsingar í síma 535 7777. Læknasetrið Þönglabakka 1 og 6 109 Reykjavík Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Noregur Norska ríkið hefur ákveðið að áfrýja úrskurði héraðsdómstóls í máli Anders Behring Breiviks. Ríkið fellst ekki á að þær aðstæður, sem Breivik hefur búið við í fang- elsinu, geti fallið undir ómannúðlega eða vanvirðandi meðferð eins og það er skilgreint í Mannréttindasáttmála Evrópu. Í síðustu viku komst dómstóll í Ósló að þeirri niðurstöðu að ríkið hafi brotið gegn mannréttindum Breiviks. Dómstóllinn sagðist ekki sjá að í fang- elsinu stafi það mikil hætta af Brei- vik að það réttlæti þá einangrun og líkamsleit sem hann hefur þolað. – gb Breivik-dómnum verður áfrýjað Anders Behring Breivik myrti 77 manns í Útey og Ósló árið 2011. FréttABlAðið/EPA BretlaNd Heilum 27 árum eftir að nærri hundrað manns létu lífið í troðningi á fótboltavelli hefur ítarleg rannsókn leitt í ljós að lögreglan beri meginábyrgðina. Aðstandendur hinna látnu fögn- uðu niðurstöðunni. David Cameron forsætisráðherra segir að þarna hafi fengist opinber staðfesting á því að fótboltaaðdáendurnir, sem voru á vellinum í Sheffield þann 15. apríl árið 1989, hafi verið alsaklausir. David Cuckenfield var yfirmaður í lögreglunni þegar harmleikurinn á Hillsborough-vellinum varð. Alls létu 96 manns lífið og 766 meiddust. Cuckenfeld er í úrskurði rann- sóknarkviðdóms sagður hafa brugð- ist skyldu sinni og sýnt af sér vítaverða vanrækslu. Þar með hafi hann gerst sekur um manndráp. Lögreglan hafi gert margvísleg mis- tök sem hafi gert ástandið á vellinum hættulegra en ella hefði orðið. Meðal annars hafi lögreglunni ekki tekist að hafa stjórn á mannfjöldanum sem streymdi inn á völlinn. Þá hafi við- brögð lögreglu og sjúkraliðs verið allt- of hæg, ekki síst vegna þess að of seint hafi verið lýst yfir neyðarástandi. Þá hafi verið gerð alvarleg mistök með því að fresta ekki upphafi leiks- ins þegar í ljós kom að alvarlegur troðningur var að myndast. Gagnrýnt er að lögreglan hafi ekki dregið neinn lærdóm af fyrri atburðum, en hættuástand hafi nokkrum sinnum áður myndast á þessum sama leikvangi. Athygli lög- reglu og fjölmiðla beindist eingöngu að áhorfendum og sökin sögð liggja hjá fótboltabullum, sem hafi hagað sér með vítaverðum hætti. „Fólk var á móti okkur. Við höfðum fjölmiðlana á móti okkur og stjórn- völd líka,“ er haft eftir Margaret Aspinall á fréttavef breska ríkisút- varpsins, BBC. „Allt var á móti okkur.“ Aspinall missti átján ára son sinn í troðningnum við Hillsborough-völl- inn. Aðstandendur hinna látnu hafa lengi barist fyrir því að atburðurinn yrði rannsakaður ofan í kjölinn. Á endanum var ákveðið að leggja fjórtán spurningar fyrir níu manna kviðdóm, sem skýrði frá niðurstöð- um sínum í gær. Við öllum spurn- ingunum nema einni komst kvið- dómurinn að einróma niðurstöðu. gudsteinn@frettabladid.is Ábyrgðin var ekki hjá fótboltaaðdáendunum Harmleikurinn á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield árið 1989, þegar 96 manns tróðust undir og hundruð urðu fyrir meiðslum, var ekki brjáluðum fót- boltabullum að kenna. Niðurstöður rannsóknar á slysinu voru birtar í gær. Aðstandendur hinna látnu fagna innilega niðurstöðum rannsóknarinnar, sem lengi hefur verið beðið eftir. FréttABlAðið/EPA Stórslys á leikvöngum 1982: Meira en 300 manns létu lífið í troðningi í þröngum stiga- gangi á leikvangi í Moskvu. 1985: 56 létu lífið í eldsvoða á leik- vanginum í Bradford á Englandi. 1985: 39 létu lífið þegar veggur hrundi á Heysel-leikvanginum í Brussel. 1988: 92 létu lífið í troðningi eftir að fólk flúði haglél á leikvangi í Katmandú í Nepal. 1989: 96 létu lífið á Hillsborough- leikvanginum í Sheffield. 1991: 40 manns létu lífið í troðningi í kjölfar óeirða á kapp- leik í Orkney í Suður-Afríku. 1996: Um 80 manns létu lífið í troðningi áður en landsleikur hófst í Gvatemala-borg. 2001: Yfir 40 manns létu lífið í troðningi á Ellis Park-leikvanginum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. 2001: 126 manns létust í troðningi á Accra-leikvanginum í Gana. 2012: Að minnsta kosti 74 létu lífið í óeirðum sem brutust út á leikvangi í Port Said í Egyptalandi. 2 7 . a p r í l 2 0 1 6 M I Ð V I K u d a g u r10 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.