Fréttablaðið - 27.04.2016, Page 22

Fréttablaðið - 27.04.2016, Page 22
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarmaðUr aUglýSinga Jón Ívar Vilhelmsson| jonivar@365.is | s. 512-5429 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is Er flókið að rækta eigið útsæði? Útsæði er einfaldlega kartafla sem ræktuð var sumarið áður af viður­ kenndum útsæðisframleiðanda, stærðarflokkuð og heilbrigð kart­ afla. Við notum útsæði þar sem við viljum fjölga því yrki sem um ræðir svo sem eins og gullauga. Þegar við notum útsæði fáum við sömu tegund kartöflu og við settum niður. Þegar ræktaðar eru kartöflur frá fræi fáum við mjög mismunandi plöntur og uppskeru. Það er þekkt að rækta kartöflur frá fræi en þar sem það gefur ekki uppskeru fyrsta árið, heldur myndar það útsæði fyrir næsta ár, er það fyrir gallharða kartöfluræktendur og mikið áhuga­ fólk um kartöflurækt! Æskilegast er að kaupa sér­ framleitt útsæði frá viðurkennd­ um framleiðanda. Ef rækta á eigið útsæði þarf fyrst og fremst að hafa í huga að kartöflugarðurinn verður að vera heilbrigður og sjúkdóma­ laus. Ef sýkt útsæði fer í garðinn getur reynst þrautin þyngri að snúa því vandamáli við. Þegar uppskorið er að hausti er æskilegt að stærðar­ flokka kartöflurnar og þær sem eru um 40­70 grömm eru vænleg­ ar í útsæði árið eftir. Geyma skal útsæðið í góðri geymslu yfir vetur­ inn við 4­6°C hita og hátt rakastig eða um 95%. Hægt er að velja útsæði af öllum stærðum og gerðum frá framleið­ endum. Það er fáanlegt í verslun­ um sem eru með garðyrkjuvörur en einnig hefur Garðyrkjufélag Ís­ lands verið með til sölu minni ein­ ingar og ýmsar sjaldgæfar tegund­ ir fyrir félagsmenn sína. Ýmis yrki eru fáanleg og eru þessi algengustu Gullauga, Premier, Helga og Íslensk rauð en svo eru til aðrar sjaldgæfari teg­ undir eins og Blálandsdrottning, Kóngablá, möndlukartöflur, rauð­ ar möndlukartöflur, norskar rauð­ ar, Akureyrar gul og Ben Lomond. Yrkin eru mismunandi að því leyti að kartöflurnar hafa mismun­ andi lögun og stærð, eru mismun­ andi að lit, með misdjúp augu, hafa mislangan vaxtartíma og gefa mis­ mikla uppskeru. Hvenær á að setja kartöflurnar niður? Yfirleitt er byrjað á því að láta út­ sæðið forspíra áður en það er sett niður. Það er gert til að stytta rækt­ un kartöflunnar þar sem oftar en ekki verða sumrin okkar frekar stutt. Við forspírun eru kartöfl­ urnar settar í grunnar grindur eða grunna pappakassa og geymdar á björtum stað, þó ekki í beinu sól­ arljósi, og við um 15°C í um það bil fjórar vikur. Spírurnar eiga að vera stuttar og dökkar og passa þarf að þær brotni ekki af þegar kartöfl­ urnar eru settar niður. Hægt er að setja niður kart­ öflur frá apríllokum og út maí en þegar kartöflurnar eru settar mjög snemma niður er æskilegt að setja akrýldúk yfir beðin fyrstu vikurn­ ar til að hita og halda raka á jarð­ veginum og vernda plöntuna fyrir frostum og vindum Beðin geta verið mismunandi, beð eða hraukar, en æskilegt er að hafa um 60 cm á milli raða og 25­30 cm á milli kartaflanna. Þær eru settar niður á 4­8 cm dýpt, fer eftir jarðvegsgerðum. Í sendinn jarðveg er hún sett dýpra niður en ef jarð­ vegurinn er þungur með miklu af lífrænu efni í. Hvernig á að undirbúa jarðveginn? Þegar frost er farið úr jarðvegi og hann orðinn nokkuð hlýr og mesta bleytan farin úr honum er óhætt að stinga hann upp. Því næst eru búin til beð eða hraukar með rásum á milli til að tryggja gott frárennsli frá beðunum þar sem kartaflan þrífst ekki vel í mikilli bleytu. Ef borið hefur á kláða á kartöflum úr garðinum árinu áður þarf mögulega að lækka sýrustig jarðvegsins (gera hann súrari) með brennisteini en sjúkdómar sem herja á kartöfluna þrífast síður í lágu sýrustigi. Æski­ legt er að hafa sýrustig í jarðvegi um pH 5,0­5,5. Ekki er æskilegt að kalka kartöflugarða en það hækkar sýrustig í jarðvegi (gerir hann bas­ ískari). Hægt er að strekkja svartan dúk yfir beðin, gata hann og setja kartöflurnar niður í gegnum götin. Þetta tryggir hlýjan vaxtar stað fyrir kartöfluna og við fáum upp­ skeruna fyrr en ella. Hvenær koma grösin upp? Reikna má með að grösin kíki upp 3­4 vikum eftir að kartöflurnar hafa verið settar niður. Passið að halda garðinum illgresishreinum til að koma í veg fyrir samkeppni á milli nytjaplantna og illgresis um ljós, vatn og áburð. Kartaflan vill frekar sendinn jarðveg sem er hlýr og ekki of blautur. Ef nota á tilbúinn áburð á garðinn skal forð­ ast að nota of mikið af áburði og þá sér í lagi köfnunarefni þar sem það eykur blaðvöxt plöntunnar á kostn­ að kartöflunnar. Fáið leiðbeining­ ar hjá seljendum áburðar. Vökv­ ið frekar oft og lítið en sjaldan og mikið. Leitist við að hafa jarðveg frekar rakan en blautan. Hvenær má taka upp? Kíkja má undir grös um miðjan júlí ef sett hefur verið niður snemma. Annars má reikna með 70­90 dögum í vaxtartíma á kartöflum. Hvað geta komið margar kartöflur undan einu grasi? Mjög misjafnt. Frá fimm upp í 15­20 stykki, mismunandi að stærð. Fer oftar en ekki eftir því hvern­ ig veður hefur verið yfir sumar­ ið. Blautt og kalt sumar gefur ekki fyrirheit um hámarksuppskeru. Hvernig á að geyma uppskeruna yfir veturinn? Flokka grænu kartöflurnar frá, mögulega stærðarflokka gróflega. Ef flokkað er eftir stærð ertu með sama eldunartíma á hollinu. Áður en kartöflurnar fara í geymslu þarf hýðið að vera þurrt til að minnka hættu á sveppasjúk­ dómum í geymslunni. Í geymslu þarf hitastig að vera um 4°C og hátt rakastig, um 95%, og dimma. gómsæt uppskera eftir 90 daga Apríl- og maímánuðir eru tíminn sem grænfingraðir sælkerar setja niður kartöflurnar. Það tekur um fjórar vikur að forspíra útsæðið og því ekki eftir neinu að bíða. bryndís björk reynisdóttir garðyrkjufræðingur útlistar hér fyrir byrjendum hvernig á að bera sig að við kartöflurækt. bryndís björk reynisdóttir garðyrkjufræðingur. mynd/ernir Áður en kartöfl- urnar fara í geymslu þarf hýðið að vera þurrt til að minnka hættu á sveppasjúk- dómum. Bryndís Björk Reynisdóttir garðar og hellUlagnir Kynningarblað 27. apríl 20162 Hvellur • Smiðjuveg 30, 200 Kópavogur • www.hvellur.com • s: 577 6400 Opið virka daga 9:00 - 18:00 og 12:00 - 16:00 á laugardögum. Murray sláttuvélar frá Hvelli Loksins eru gæða sláttuvélarnar aftur fáanlegar á Íslandi, allar vélarnar eru framleiddar í Evrópu með nýjustu umhverfisvænum gæðamótorum frá Briggs og Stratton. Varist eftilíkingar!! Heimilisvélin. Verð kr. 69.739,- Murray EQ400 Briggs & Stratton 450E Series 125cc OHV bensínmótor. Sláttubreidd 46 cm Afturkast með 60 l poka og möguleika á “Mulching” 6 hæðarstillingar, klippir 28 - 92 cm 18 cm hjól Tvær saþátta hæðarstillingar Stóra heimilisvélin með drifi. Verð kr. 89.362,- Murray EQ500X Ready Start Briggs & Stratton 575EX Series 140cc OHV bensínmótor. Sláttubreidd 46 cm Sjálfkeyrandi drif 3.6 km/t. Afturkast með 60 l poka og “Mulching” (hökkun) 6 hæðarstillingar, klippir 28 - 92 cm 18 og 28 cm hjól Ein saþátta hæðarstilling fyrir öll hjól. Fyrir Atvinnumannin og Sveitarfélög. Verð kr. 125.771,- Murray EQ700X Ready Start Briggs & Stratton 750EX Series 161cc DOV bensínmótor. Sláttubreidd 53 cm Sjálfkeyrandi drif 3.6 km/t. Afturkast með 70 l poka og “Mulching” (hökkun) 6 hæðarstillingar, klippir 28 - 92 cm 20 og 28 cm hjól Ein saþátta hæðarstilling fyrir öll hjól.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.