Fréttablaðið - 27.04.2016, Síða 24
Axel Birgir Knútsson, garðyrkju-
meistari í Laugardal, segir að í
raun sé alltaf hægt að fella tré,
betra sé þó að gera það áður en
þau laufgast. „Ef maður ætlar að
snyrta tré þarf að gera það á viss-
um tíma. Þegar á að fella tréð
skiptir tíminn ekki öllu máli en
auðveldast er að gera það þegar
tréð er lauflaust. Barrtré má til
dæmis fella hvenær sem er,“ segir
hann. „Reglan er sú að ef tréð er
hærra en 8 metrar og eldra en 40
ára þarf leyfi til að fella það. Al-
mennt er aldrei sagt nei þegar fólk
biður um leyfi til að fella algengar
tegundir eins og ösp og sitka greni.
Leyfið er hins vegar nauðsynlegt
svo fólk sé ekki að fella einstök
tré eins og silfurreyni, gullregn
eða hlyn.“
Tré veita skjól
Axel segir að best sé að fá fagfólk
til að fella tré. „Að minnsta kosti
þarf að ráðfæra sig við fagfólk.
Það er betra að gera ekki neitt í
fljótfærni. Trén skyggja fyrir sól-
ina en það má ekki gleyma því að
stærstan hluta ársins er engin
sól hvort eð er. Trén brjóta vind
og veita skjól svo fólk ætti ekki
bara að horfa á þau með tilliti til
skugga. Síðan geta trén auðvitað
varpað skugga á garð nágranna
og þá þarf fólk að gera með sér
samkomulag ef fella þarf tréð.
Garðeigandinn sem á tréð hefur
allan rétt nema ef tréð er farið
að vaxa yfir í næsta garð. Svona
mál geta verið flókin og erfið. Ef
tré á opnum svæðum skyggja á
einkagarða þarf fólk að leita til
garðyrkjumeistara í viðkomandi
sveitar félagi og ræða hvort ekki
sé hægt að fella þau.“
Vorverkin í garðinum
„Þessa dagana ætti fólk að byrja
á því að taka til og hreinsa í görð-
um sínum. Það er gott að ráðast á
illgresi snemma en þá verður öll
vinnan í sumar auðveldari. Einn-
ig ætti fólk að kanna hvort kal sé
í runnum en þá þarf að hreinsa
það og klára klippingar. Einnig
má fjarlægja vetrarskjól ef það
er í görðum, undirbúa beðin fyrir
gróðursetningu og gefa áburð
eða skít. Ef tjörn er í garðinum
þarf að hreinsa hana,“ segir Axel
þegar hann er spurður um helstu
verkefnin í garðinum þessa dag-
ana.
Þegar Axel er spurður um
mosa í grasi, svarar hann: „Það
þarf að bera vel á og slá síðan
neðarlega og reglulega. Það
kemur mosi fyrstu þrjá slætt-
ina en síðan nær grasið yfirhönd-
inni.“
Þegar fella
þarf tré í
garðinum
Þeir sem hyggjast fella tré í görðum sínum ættu að
huga að því áður en trén laufgast. Góður tími til þess
er núna. Stundum þarf leyfi til að fella tré.
Það eru mörg falleg, gömul tré í borginni. Hér er garðahlynur frá 1917.
garðar og Hellulagnir Kynningarblað
27. apríl 20164
HLUTI AF BYGMA
ALLT FYRIR SUMARHÚSIÐ
ræktunina og garðinn þinn
Endalaust
ENDALAUS
GSM
1817 365.is