Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 27.04.2016, Blaðsíða 27
Kynningarblað garðar og hellulagningar 27. apríl 2016 7 „Við erum alhliða garðaþjónusta með öflugar viðhaldsdeildir. Við sjáum um allt sem viðkemur garð- inum, slátt, beðahreinsun, trjá- klippingar og fleira, fyrir einstak- linga, húsfélög og fyrirtæki. Þá erum við einnig öflugt verktaka- fyrirtæki og tökum að okkur lóða- breytingar og meiriháttar hellu- lagnir og smíðavinnu,“ segir Hjör- leifur Björnsson, annar eigandi Garðaþjónustunnar, en fyrirtæk- ið rekur hann ásamt bróður sínum, Róberti Bjargarsyni. „Við erum fyrst og fremst á einstaklingsmarkaðnum og ein- beitum okkur að því að þjónusta einkagarða. Í viðhaldsþjónustu hjá okkur allt árið er einnig mikið af húsfélögum í bland við einstak- linga. Þá sjáum við um allt frá A til Ö sem viðkemur garðinum og bílaplani. Á veturna felst þjónust- an í hálkueyðingu, söndun og snjó- mokstri. Á vorin og sumrin tekur svo við hefðbundin garðyrkja, s.s. klippingar, sláttur o.s.frv. Persónuleg þjónusta „Garðaþjónusta Íslands er ekki stórt fyrirtæki og við viljum ekki vera það, einfaldlega vegna þess að við viljum gera hlutina vel og hafa yfirsýn yfir starfsemi okkar,“ segir Hjörleifur. „Við viljum taka að okkur minna og gera það þá betur og leggjum okkur fram um að veita persónulega þjónustu. Við erum ekki í færibandavinnu.“ Fagmenn „Við höfum fagmenntað fólk í okkar hópi og hjá okkur starfar meðal annars skrúðgarðyrkju- fræðingur. Þar að auki búum við yfir gríðarlegri reynslu, sem að hluta til er komin til vegna þess að við stofnuðum fyrirtækið 2008 þegar lítið var um stærri fram- kvæmdir og við þurftum því að taka að okkur öll verk sem buðust. Þess vegna hefur fyrirtækið þró- ast út í að vera mjög sterk alhliða garðaþjónusta og mjög vel tækj- um búið í alla garðyrkju og fram- kvæmdir.“ Skipulag fram í tímann Hjörleifur segir sprengingu hafa orðið á markaðnum á síðasta ári og fyrirspurnum og verkefnum fjölg- aði svo um munaði. Því þurfi fólk að skipuleggja framkvæmdir vel fram í tímann. „Nú er sá tími árs að ganga í garð þar sem eftirspurnin verð- ur mikil. Á síðasta ári varð al- gjör sprenging og við lentum í því í fyrsta skipti að geta ekki einu sinni svarað öllum fyrirspurn- um. Það er liðin sú tíð að hægt sé að hringja í garðyrkjumann og hann er kominn eftir viku. Fólk þarf að hugsa fram í tímann varð- andi framkvæmdir sem á að fara í, hellulagnir, pallasmíði og annað; hafa samband og skipuleggja fram í tímann,“ segir Hjörleifur. nánari upplýsingar er að finna á www.garda.is. alhliða garðaþjónusta allan ársins hring Bræðurnir hjörleifur Björnsson og róbert Bjargarson reka garðyrkjufyrirtækið Garðaþjónustu Íslands. Fyrirtækið tekur að sér alhliða garðvinnu og viðhald allan ársins hring fyrir einstaklinga, húsfélög og fyrirtæki. hjörleifur Björnsson og róbert Bjargarson reka garðyrkjuþjónustu Íslands. mynd/hanna andrésdóttir garðaþjónusta Íslands er ekki stórt fyrirtæki og við viljum ekki vera það, einfaldlega vegna þess að við viljum gera hlut- ina vel og hafa yfirsýn yfir starfsemi okkar. Við viljum taka að okkur minna og gera það þá betur og leggjum okkur fram um að veita pers- ónulega þjónustu. Hjörleifur Björnsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.