Fréttablaðið - 27.04.2016, Qupperneq 28
Rabarbari er upphaflega frá Asíu
en hefur verið ræktaður hér á
landi í um það bil 130 ár. Rabar-
bari er fjölær, gróskumikil og pláss-
frek planta sem getur orðið allt að
60-70 sentimetrar á hæð. Blöð-
in geta orðið allt að 50 til 60 senti-
metrar í þvermál. Rabarbari sprett-
ur snemma sumars og er hægt að
taka upp stilka af sömu plöntunni
nokkrum sinnum yfir sumarið.
Hægt er að nýta rabarbara á
ýmsa vegu; jafnt stilka og blöð. Úr
stilkunum má vinna sultur, grauta,
saft, sósur, vín, bakkelsi og margt
fleira. Úr laufblöðunum er búið til
eitur til að eitra fyrir lús og maðki
í trjám. Þau er líka hægt að nota til
að lita ull og lopa. Áður fyrr voru
ræturnar notaðar til lækninga.
Rabarbari er frábær í pæ. Hér er
uppskrift í hollari kantinum.
400 g rabarbari
2 msk. kartöflumjöl
2 tsk. kanill
100 g dökkt súkkulaði (a.m.k.
75%)
3 dl hveiti
1 dl kókosmjöl
½ dl strásæta
100-150 g smjör (lint)
Skerið rabarbarann í hæfilega
bita og dreifið í eldfast mót. Strá-
ið kartöflumjöli, kanil og brytjuðu
súkkulaði yfir.
Blandið hveiti, kókosmjöli og
strásætu saman í skál. Sker-
ið smjörið í nokkra bita og hnoðið
það inn í þurrefnin þar til myndast
gróf mylsna. Dreifið henni yfir rab-
arbarann. Bakið við 200 gráður í
20 mínútur eða þar til bakan hefur
fengið gylltan lit.
www.gardheimar.is
Kröftug planta
AnAnAsjArðArber í sAlAtið
Ananasjarðarber eða pineberry er ræktunarafbrigði af jarðarberjum, sem varð til við víxl-
frjóvgun Fragaria chiloensis frá Suður-Ameríku og Fragaria virginiana frá Norður-Ameríku.
Plantan líkist jarðarberjaplöntunni og berin rauðu jarðarberjunum sem við þekkjum, að því
undanskildu að berin eru hvít eða ljósbleik með rauðum fræjum og bragðast eins og blanda af
ananas og jarðarberjum.
Plantan var sett á markað í Þýskalandi árið 2009 og hefur verið fáanleg á Íslandi um nokk-
urra ára skeið. Hún er ræktuð eins og jarðarber og þrífst best í skjóli og á sólríkum stað.
Nauðsynlegt er að skýla henni yfir veturinn.
Plöntuna má gróðursetja í maí og vænta má uppskeru sama sumar. Ekki er mælt með að
planta mjög djúpt. Þá getur það tekið nýjar plöntur 1-2 ár að festa sig og skjóta rótum áður en
þær fara að gefa af sér.
Fyrst verða berin græn og síðan hvít með rauðum fræjum. Einn af kostum þessarar tegund-
ar er sá að fuglar halda að berin séu óþroskuð og láta þau því vera. Berin má borða beint af
plöntunum og þau eru sömuleiðis góð í sumarsalatið eða deserta.
Heimild: bbl.is, gardheimar.is
Moltun lífræns úrgangs úr eldhús-
inu, laufa, grass og gróðurafklippa
hefur marga jákvæða þætti í för
með sér. Auk þess að minnka sorp-
ið þá styður jarðgerð úr lífrænum
úrgangi við náttúrulega hringrás
og nýtist sem verðmætur áburður í
garðræktina.
Þroskuð molta er einn besti
áburður sem fæst, hún er rík af
næringarefnum og gróðurinn verð-
ur kröftugri með henni og verst
betur skaðlegum dýrum og sjúk-
dómum.
Við jarðgerð þarf að varast að
setja of mikið af sama úrganginum í
einu í moltuna því það getur gert ör-
verum erfitt fyrir. Því þarf að blanda
matarleifum og grasi saman við
þurrefni og garðaúrgang.
Ýmislegt úr garðinum má nota í
moltugerðina svo sem gras, mosa,
visnaðan gróður, lauf, börk, barr,
greina, kvisti og hey. Grófari garð-
úrgang er betra að kurla og
miða þá við um tíu senti-
metra. Þann-
ig nýtist plássið
betur og rotn-
un geng-
ur hraðar
fyrir
sig.
Lífrænt er besti
áburðurinn
Kurlarar
Model SDL 2800 EVO
Einfasa rafmótor 2800 W
Sjálfbrýnandi kurlaravals
Koma með safnkassa
Meðfærilegir
Auðveldir í allri notkun
Hljóðlátir
Öfllugir greinakurlarar - taka allt að 45 mm stofna
Klippur
Trjáklippur - Greinaklippur - Limgerðisklippur - Rósaklippur
Model VA 389 B
B&S 750 Bensínmótor
Vinnslubreidd 38 cm
Safnpoki 50 lítra
Hentar í stærri garða
Mosatætarar
Model VA 302 E
Rafmótor 1600 W
Vinnslubreidd 30 cm
Safnpoki 45 lítra
Hentar í minni garða
Vandaðir mosatætarar á hagstæðu verði
Áburðardreifarar
Model WE-B
Rafhlöðuknúinn kastdreifari
Vinnslubreidd allt að 2,5 m
Hentugur fyrir minni garða
Grasið verður grænna með góðri og jafnri áburðargjöf
Model WE-330
Áburðardreifari
Vinnslubreidd 41 cm
Rúmtak 15 lítrar
Model WE-430
Áburðardreifari
Vinnslubreidd 43 cm
Rúmtak 20 lítrar
ÞÓR FH
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
garðar og heLLuLagnir Kynningarblað
27. apríl 20168