Fréttablaðið - 27.04.2016, Síða 44
Ég er mjög heppinn með að konan mín er sér-lega góður kokkur,“ segir Tómas Jónsson tónlistar-maður sem sendir frá sér
sína fyrstu plötu um þessar mundir.
Hann gengur reyndar svipaðan veg
og býsna margir tónlistarmenn í
dag og safnar fyrir útgáfu plötunnar
á Karolina Fund. Hann fer nokkuð
óvænta leið og býður upp á þann
valmöguleika að fólk geti keypt af
honum heimboð fyrir allt að fjóra
í Vesturbæinn, þar sem hann ætlar
ásamt Ásu Berglind Hjálmarsdóttur,
kærustunni sinni að matreiða ofan í
þá og bjóða upp á tónleika í leiðinni.
Verðmiðinn á slíku boði er um níu-
tíu þúsund krónur, en vissulega getur
fólk stutt við bakið á honum fyrir
lægri upphæðir og fengið tveggja
klukkustunda einkatónleika hvar
sem er á höfuðborgarsvæðinu fyrir
litlar sjötíu og fimm þúsund krónur,
tryggt sér eintak af væntanlegri plötu
og margt fleira.
„Okkur þótti matarboð sniðugt
og að það gæti orðið gaman að fá
einhvern heim, þetta yrði svolítið
forvitnilegt jafnvel,“ segir Tómas og
heldur áfram: „Hún er miklu betri
kokkur en ég svo hún tekur elda-
mennskuna að sér. Við vitum ekkert
hve margir koma, hvort við eldum
fyrir einn eða fjóra.“
Tómas segist ganga að því vísu að
matseldin verði einkar vönduð þar
sem heimboðið kostar níutíu þúsund
krónur. „Þetta er auðvitað stuðningur
við útgáfu plötunnar svo þannig rétt-
læti ég þennan verðmiða,“ segir hann
og hlær. „Við spilum yfirleitt mikið af
fingrum fram í eldhúsinu og fylgjum
sjaldnast uppskriftum,“ skýtur Ása að
og heldur áfram: „En útkoman er nær
undantekningalaust sérdeilis fín. Við
Býst við að enda
með eldhúsið fullt
af bláókunnugum
Tónlistarmaðurinn Tómas Jónsson gefur út sína fyrstu plötu og
fjármagnar útgáfuna með matarboðum heima hjá sér.
Tómas sameinar áhugamálin þegar hann býður í matarboðið, en hann er mikill sælkeri sjálfur. FréTTablaðið/anTon brink
Spriklandi fersk blálanga úr
fiskborðinu í Melabúðinni
Íslenskt smjör
Hvítlaukur
Hvítur pipar
Salt
Eftirlæti haf-
meyjunnar frá
Pottagöldrum
Skera blálönguna í steikarbita.
Bræða saman fullt af hvítlauk og
smjöri og sjóða í smá tíma
Pensla fiskinn með hvítlauks-
smjörinu og strá kryddinu yfir.
Gott að pensla smjörinu áður og
láta hvítlaukinn vinna aðeins með
fiskinum.
Fiskurinn fer ekki á grillið fyrr en
allt hitt er að verða tilbúið því
hann þarf svo lítinn tíma.
Sætar kartöflur, reikna með hálfri
á mann.
Góð ólífuolía
Salt og pipar
Skera sætu kartöflurnar til
helminga, á lengdina, og láta olíu
á þá hlið sem var skorin og salt
og pipar.
Þetta þarf að grilla í svona 45-60
mínútur, eftir stærð kartaflanna.
Rauðlaukur skorinn í tvennt,
penslaður með ólífuolíu,
stundum hef ég líka penslað hann
með hlynsírópi og það er geggjað!
Skella honum á grillið.
Músíkölsk Máltíð
erum bæði miklir matgæðingar en
ég hugsa að við myndum vinna mat-
seðilinn í samstarfi við það fólk sem
væri að koma hverju sinni og elda allt
frá gómsætum grænmetisréttum yfir
í grillaðar steikur.“
Platan sem Tómas ætlar sér að
fjármagna meðal annars með matar-
boðum er sú fyrsta sem hann sendir
frá sér í sínu eigin nafni. Hann hefur
þó verið ansi iðinn við að leika með
einhverjum vinsælustu tónlistar-
mönnum landsins, svo sem Ásgeiri
Trausta, Hjálmum, Fjallabræðrum,
Helga Björnssyni, Sigríði Thorlacius,
Memfis Mafíunni og Una Stefson. Þá
tekur Tómas þátt í uppfærslu Vestur-
ports á Í hjarta Hróa hattar sem hefur
notið mikilla vinsælda. „Þetta hefur
allt verið að gerjast í mér í smá tíma,
en ég hef einmitt haft nóg að gera
og því ekki fyrr en nú gert eitthvað í
mínu nafni. Mér fannst nauðsynlegt
að láta verða af þessu núna,“ segir
hann spenntur. Hann segist vona
að söfnunin fari á flug og matgæð-
ingarnir láti nú til sín taka, en hann
vantar aðeins herslumuninn upp á
að koma plötunni í gegnum fram-
leiðslu og svo út í kosmósið.
„Þetta verður líklega bara gaman
og kannski endum við með blá-
ókunnugt fólk heima í eldhúsinu,
dálítið skrítið og skemmtilegt en
maður má ekki búast við neinu öðru
en góðu,“ segir hann að lokum.
gudrun@frettabladid.is
Okkur þótti Matar-
BOð sniðugt Og að
það gæti Orðið gaMan að fá
einhvern heiM, þetta yrði
svOlítið fOrvitnilegt
jafnvel.
VERTU VINUR BYKO Á FACEBOOK OG TAKTU ÞÁTT!
Götureiðhjól 26”, 6 gíra
með brettum, bögglabera
og körfu
29.695kr.
49620201
skoðaðu úrvalið á www.byko.is
Hjólað á daginn, grillað á kvöldin!
109.995kr.
506600032
TRIUMPH 410 3B
gasgrill, 14,4 kW,4 brennarar,
JETFIRE™ kveikjukerfi, WAVE™
grillgrindur úr pottjárni, ACCU
PROBE™ hitamælir.
Lagið Panda með rapparanum
Desiigner skaust óvænt á topp
Billboard-listans núna á mánudag-
inn. Þetta er óvenjulegt fyrir margar
sakir; rapparinn er nær óþekktur og
Panda er aðeins annað lagið
hans. Laginu fylgir ekki
myndband en samt
e r m e i r i h l u t i
h l u st u n a r á
YouTube, eða
tveir þriðju
h e i l d a r -
hlustunar.
Þ e k k t
n ö f n ú r
rappheim-
inum, eins
og Drake og
Future, hefur
enn ekki tekist
að toppa listann
– Drake náði öðru
sæti með smellinum
sínum Hotline Bling en
hann náði ekki að slá út ofurhittar-
ann hennar Adele, Hello.
Vinsældir Panda má líklega rekja
beint til nýbakaða Íslandsvinarins
Kanye West, en í laginu Pt. II af nýj-
ustu plötu hans, The Life of Pablo,
var Panda notað nánast óbreytt og
þar var Desiigner skráður sem gest-
ur. Desiigner er
þar með kominn í
hóp listamanna
s e m h a f a
n o t i ð g ó ð s
a f á h r i f u m
Kanye West,
en hann hefur
t.d. aukið vin-
sældir tónlistar-
mannsins Travis
Scott og rapparans
Big Seans með svip-
uðum hætti.
Panda er einnig fyrsta
bandaríska lagið sem kemst á
lista í 41 viku, en það er nýtt met. Á
toppi listans hafa kanadískir lista-
menn trónað mest allan þennan
tíma en Justin Bieber og The Weeknd
hafa verið áberandi og lagið Work
með barbadosku söngkonunni
Rihönnu hefur verið á listanum í
alls níu vikur.
Panda kemst óvænt á
topp Billboard-listans
raPParinn er nær
óþekktur Og Panda
er aðeins annað lagið hans.
2 7 . a p r í l 2 0 1 6 M I Ð V I K U D a G U r24 l í f I Ð ∙ f r É T T a B l a Ð I Ð
Lífið