Fréttablaðið - 29.08.2015, Page 8
Reykjavíkurborg
Reykjavík City grants
Granty Miasta Reykjavík
Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum
um styrki vegna starfsemi á árinu 2016. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til
samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í
samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir
til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka:
• félags- og velferðarmála
• skóla- og frístundamála
• íþrótta- og æskulýðsmála
• mannréttindamála
• menningarmála
• markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé að þeim verði náð
• hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf
• hvort unnt sé að meta framvindu verksins
• hvort skilagreinar og fyrri verkefni sem styrk hafa hlotið uppfylli lágmarkskröfur
• væntanlegum árangri og ávinningi fyrir umrædda starfsemi
• fjárhagsáætlun og greinargerð um aðra fjármögnun sem einnig skal fylgja umsókn
Styrkumsókn felur í sér að umsækjendur undirgangast ákvæði reglna Reykjavíkurborgar um
styrki. Gert er ráð fyrir að úthlutun nefnda og ráða verði lokið í ársbyrjun 2016.
Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar má
senda á netfangið: styrkir@reykjavik.is
More information: styrkir@reykjavik.is
Wiecej informacji: styrkir@reykjavik.is
Styrkir
Reykjavíkurborgar
www.reykjavik.is/styrkir
www.reykjavik.is
Á www.reykjavik.is/styrkir er hægt að sækja um og finna leiðbeiningar um umsóknarferli. Einnig er
þar að finna reglur um styrkveitingar og nánari upplýsingar um áherslur borgarinnar í einstökum
málaflokkum. Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á hádegi 1. október nk. og eru einungis teknar til
greina umsóknir sem berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur
Reykjavíkurborgar kveða á um. Við mat á umsóknum munu reglur Reykjavíkurborgar um styrki og
mannréttindastefna Reykjavíkurborgar vera höfð til hliðsjónar. Viðburðir eða verkefni eru ekki
styrkt eftir á. Þá eru styrkir allajafna hvorki veittir til kaupa á húsnæði né til greiðslu
fasteignagjalda. Umsóknir verða metnar með hliðsjón af eftirfarandi:
1
hreindýr
135.000 kr 8.000 kr 50.000 kr
16,8
hrefnur
2,7
langreyðar
✿ Kostnaður við veiðar
bandaríKin Þessa dagana minnast
margir þess að tíu ár eru liðin frá því að
fellibylurinn Katrín skall með fullum
þunga á New Orleans í Bandaríkj
unum. Fellibylurinn sjálfur olli gífur
legum skemmdum þegar hann kom á
land þann 29. ágúst 2005, en ástandið
versnaði snögglega þegar varnarveggir
gáfu sig undan afli sjávar.
Barack Obama kom til New Orleans
síðastliðinn fimmtudag og ræddi við
borgarbúa af þessu tilefni. Obama
sagði í ræðu sinni að fellibylurinn
hefði opinberað misréttið sem hafði
gerjast í áratugi. „New Orleans hefur
í áratugi verið illa haldin af ójöfnuði,“
sagði forsetinn. „Ójöfnuði sem hefur
skilið of margt fólk, sérstaklega fátækt
fólk og svarta, eftir atvinnulaust eða
án heilsugæslu eða góðs húsnæðis. Of
mörg börn hafa alist upp umkringd
ofbeldisglæpum þar sem þeim hefur
boðist slæm menntun og fá þeirra hafa
haft tækifæri til að brjótast úr viðjum
fátæktar.“
Bandarísk stjórnvöld voru harð
lega gagnrýnd fyrir aðstoðina sem var
veitt þegar fellibylurinn fór yfir New
Orleans. Neyðaraðstoð og hjálpar
gögn bárust seint og illa, gripdeildir,
þjófnaðir og óeirðir blossuðu upp eftir
fellibylinn og skálmöld ríkti á götum
borgarinnar. Endurbygging borgarinn
ar varð einnig mjög kostnaðarsöm og
mörgum íbúum New Orleans fannst
hún ganga of hægt. Rétt eins hefur
gagnrýnin verið á þá leið að uppbygg
ing borgarinnar hafi að mestu leyti
verið í þágu hvítra íbúa á kostnað
svartra.
Ójöfn staða kynþátta í New
Orleans eftir fellibylinn hefur verið í
umræðunni um nokkurt skeið og að
mörgu leyti varpað ljósi á skuggahliðar
bandarísks samfélags. Bandarískt þjóð
félag hefur á síðustu misserum þurft að
takast á við vandamál kynþáttahyggju
sem öllum virðast vera ljós. Lögregluof
beldi gegn svörtum drengjum og aftaka
lögreglumanns á Michael Brown, þel
dökkum unglingi í Ferguson, vakti
bandarískt samfélag svo um munaði.
Um 80 prósent borgarinnar urðu
sjónum að bráð og voru götur borgar
innar sums staðar á sex metra dýpi. Alls
létu 1.883 lífið af völdum fellibylsins,
þar af langflestir í New Orleans. Talið
er að tjón vegna Katrínar hafi numið
um 150 milljörðum dala, sem samsvar
ar um 19.500 milljörðum króna. – sa
Forseti Bandaríkjanna segir Katrínu hafa opinberað ójöfnuðinn
Barack Obama og Mitch Landrieu,
borgarstjóri New Orleans, heimsóttu
íbúa á meðan á dvöl Obama stóð. Nor-
dicPhotos/AFP
Veiði Veiðigjöld verða sett á veiddan
hval í fyrsta skipti á næsta fiskveiðiári.
8.000 krónur mun kosta að veiða hrefnu
og veiðigjöld á hverja langreyði verða
50.000 krónur. Að sama skapi kostar
það íslenska veiðimenn 135.000 krónur
að veiða hreindýrstarf á yfirstandandi
hreindýraveiðitímabili.
Því geta hvalveiðimenn veitt sem
samsvarar nærri 17 hrefnum fyrir and
virði hreindýrstarfs og tæplega þrjár
langreyðar þarf að veiða til að ná upp
í veiðileyfið. Dúi Landmark, formaður
Skotvís, segir þennan samanburð sýna
að heildrænnar stefnu í nýtingu og
veiðistýringu nytjastofna á Íslandi sé
þörf. „Í þessu tilfelli hallar verulega á
skotveiðimenn í þessum samanburði og
það er ekkert nýtt. Það er eitthvað sem
við höfum fengið að kynnast á síðustu
árum. Stjórnvöld virðast vilja líta svo á
að hægt sé að leggja hærri og hærri gjöld
á veiðimenn því þeir eru í þessu sem
áhugamáli,“ segir Dúi. „Það sem þessi
verðlagning sýnir er að það er gríðarlegt
misræmi yfirhöfuð hjá stjórnvöldum
þegar kemur að veiðistýringu. Það er
engin heildræn stefna stjórnvalda til í
nýtingu nytjastofna og við hjá Skotvís
höfum kallað eftir slíkri stefnu.“
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður
VG, telur veiðarnar á hval við Íslands
strendur tímaskekkju og telur mikil
vægt að þeim verði hætt án tafar þar
sem þær skaði aðra ríkari hagsmuni.
„Í greinargerð með frumvarpi sjávar
útvegsráðherra segir að ekki sé unnt að
reikna veiðigjöld á hval með sama hætti
og gjöld á aðra nytjastofna vegna þess
að ekkert markaðsverð er fyrir hendi
um verðmæti hvals við löndun. Virðis
aukaskattur af hvalaskoðun er umtals
verð tekjulind fyrir ríkissjóð og væri
nær að líta til þess sem tekjulindar af
hval á Íslandi. Þessar tölur sem hér eru
ræddar ýta enn frekar stoðum undir
þá skoðun að hvalveiðar við Ísland
séu tímaskekkja og beri að leggja af,“
segir Svandís. „Samanburðurinn við
hvalveiðar sýnir enn fremur fáránleika
veiðigjaldanna."
Jón Gunnarsson, formaður atvinnu
veganefndar Alþingis, telur hins vegar
ekki hægt að bera þessar veiðar saman.
„Það eru til verðmæti fyrir flestallar teg
undir sem við nýtum úr sjó við löndun
í gegnum fiskmarkaði. Þar verður
verðmætið til. Hvalur hefur ekki verið
á fiskmörkuðum heldur fer til vinnslu
hjá þeim aðilum sem eru að veiða og því
erfitt að gera sér grein fyrir verðmæt
unum. Erfitt er að bera þetta saman við
hreindýraveiðar. Eins má segja að veiði
leyfi á laxi séu dýr,“ segir Jón.
sveinn@frettabladid.is
Sautján hvalir
fyrir sama verð
og eitt hreindýr
Veiðigjald á hverja veidda hrefnu nemur átta þúsund
krónum en skotveiðimenn greiða 135.000 krónur
fyrir hvern hreindýrstarf. Formaður Skotvís kallar
eftir heildrænni stefnu stjórnvalda.
Það kostar átta þúsund krónur að veiða hrefnu.
Jón Gunnarsson
þingmaður
Sjálfstæðisflokks
2 9 . á g ú s t 2 0 1 5 L a U g a r d a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð