Fréttablaðið - 29.08.2015, Síða 16
Í dag
11.35 Newcastle - Arsenal Sport 2
13.50 Liverpool - West Ham Sport 2
13.50 Chelsea - Crystal Palace Sport 3
16.00 Stjarnan - Selfoss Sport
16.20 Tottenham - Everton Sport 2
18.20 Barcelona - Malaga Sport
20.20 Real Madrid - Real Betis Sport
16.00 Stjarnan - Selfoss Laugardalsvöllur
Nýjast
Ásdís var í kastinu eftir að
hún komst ekki áfram.
Guðmundur Benediktsson
@GummiBen
SlakaSta Sæti ÁSdíSar í Sjö Ár
Ásdís Hjálmsdóttir gerði ógilt í
tveimur af þremur köstum sínum í
undankeppninni í spjótkasti kvenna
á HM í frjálsum í Peking í gær. Ásdís
kastaði lengst 56,72 metra í fyrsta
kasti sem skilaði henni í 29. sæti af
32 keppendum. Ásdís hefði þurft að
kasta yfir 62,21 metra til að komast
í úrslit en hún hefur lengst kastað
62,14 metra í ár. Fuglahreiðrið hefur
ekki verið góður staður fyrir Ásdísi.
Ásdís hefur ekki verið neðar á stór-
móti í sjö ár eða síðan
hún endaði í 50. sæti á
sama stað á Ólympíu-
leikunum 2008. Aníta
Hinriksdóttir náði því
bestum árangri á þessu
heimsmeistaramóti
með því að enda í 26.
sæti í 800 metra
hlaupi kvenna en
hún var með 20.
besta tímann í
undanrásum.
Fyrirliðarnir með bikarinn, Ásgerður
Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörn-
unnar, og Guðmunda Brynja Óladóttir,
fyrirliði Selfoss.
1981-82
Breiðablik og Valur
1981 Breiðablik vann 4-0
1982 Breiðablik vann í víta-
keppni
1984-1985
Valur og ÍA
1984 Valur vann í vítakeppni
1985 Valur vann 1-0
1987-1988
Valur og ÍA
1987 Valur vann 2-1
1988 Valur vann 1-0
1996-1997
Breiðablik og Valur
1996 Breiðablik vann 3-0
1997 Breiðablik vann 2-1
1998-1999
Breiðablik og KR
1998 Breiðablik vann 3-2
1999 KR vann 3-1
1999-2000
KR og Breiðablik
1999 KR vann 3-1
2000 Breiðablik vann 1-0
2003-2004
Valur og ÍBV
2003 Valur vann 3-1
2004 ÍBV vann 2-0
2014-2015
Stjarnan og Selfoss
2014 Stjarnan vann 4-0
2015 Í dag klukkan 16.00
8.
skiptið
sem lið mætast tvö ár
í röð í bikarúrslitum
365.is Sími 1817
ÚRSLITIN RÁÐAST
Í BORGUNARBIKAR KVENNA
Selfoss og Stjarnan mætast í úrslitaleik Borgunarbikarsins kl. 15:45
á Stöð 2 Sport í dag. Ekki missa af einum stærsta leik ársins!.
Í DAG KL. 15:45
fóTBoLTi „Við eigum tvo erfiða leiki
fyrir höndum, getum lítið æft og
sáum í raun enga ástæðu til að breyta
núna,“ segir Lars Lagerbäck, annar
landsliðsþjálfara Íslands, en hann og
Heimir Hallgrímsson völdu nákvæm-
lega sama landsliðshóp og síðast.
Þann 3. september á liðið leik gegn
Hollandi ytra í undankeppni EM og
þremur dögum síðar tekur
Ísland á móti Kasakstan
á Laugardalsvelli. Strák-
arnir eru í efsta sæti
síns riðils og margir
Íslendingar sjá EM í
hillingum.
„Ég skil vel að fólkið
hafi væntingar. Ég
kynntist því líka í Sví-
þjóð. Við í liðinu eigum
ekki að hugsa um
það. Við eigum
aðeins að hugsa
um okkur og
okkar undir-
búning fyrir hvern leik. Andlegi þátt-
urinn skiptir gríðarlegu máli. Það er
undir okkur komið hvort við vinnum
leiki.“ Svíinn segir að það verði ekki
breytt út af í neinu. Þeir Heimir
munu halda áfram að heilaþvo leik-
menn sína.
„Það er ákveðinn heilaþvottur í
gangi hjá okkur því við erum mikið
að tala um sömu hlutina. Við verðum
að sjá til þess að allir þekki sitt hlut-
verk og við náum ákveðnu frum-
kvæði með því að hafa allt okkar á
hreinu,“ segir Lars en hefur hann
aldrei áhyggjur af því að leikmenn
verði þreyttir á heilaþvottinum?
„Ég vona ekki. Það er í fínu
lagi mín vegna ef leikmenn eru
búnir að fá nóg af mér svo
lengi sem við spilum
vel og vinnum
leiki,“ segir Sví-
inn geðþekki
og glottir við
tönn. – hbg
Munum halda áfram að
heilaþvo landsliðsmenn
reynir aftur Á Óla-Álögin
KR tekur á morgun á móti Val í
sjónvarpsleik 18. umferðar Pepsi-
deildarinnar en þá fer fram heil
umferð (sjá fyrir neðan). Valur vann
KR sannfærandi í fyrstu tveimur
leikjum liðanna í sumar (3-0 í deild
og 2-0 í bikarúrslitum) og KR-ingar
hafa ekki unnið lið undir stjórn
Ólafs Jóhannessonar í þrettán
deildar- og bikarleikjum og tólf ár
(1 jafntefli og 12 töp). Lið Ólafs hafa
enn fremur unnið fimm síðustu
leiki sína á KR-velli og það með
markatölunni 10-1.
Á morgun
14.50 Swansea - Man. United Sport 2
15.55 AS Roma - Juventus Sport 3
11.35 Newcastle - Arsenal Sport 2
17.30 KR - Valur Sport
17.30 Genoa - Hellas Verona Sport 3
22.00 Pepsimörkin Sport
17.00 ÍBV - Keflavík Hásteinsvöllur
18.00 fylkir - ÍA Fylkisvöllur
18.00 fjölnir - Stjarnan Fjölnisvöllur
18.00 Breiðablik - Leiknir Kópavogsvöllur
18.00 fH - Víkingur Kaplakrikavöllur
18.00 KR - Valur Alvogenvöllurinn
fimmtÁn Stiga tap í pÓllandi
Ísland tapaði fyrir Póllandi, 80-65, í
fyrsta leik sínum á móti þar í landi
í gær. Pólska liðið var með undir-
tökin allan leikinn og leiddi með
átta stigum, 20-12,
eftir 1. leikhluta.
Íslenska liðið beit
í skjaldarrendur
í 2. leikhluta og
aðeins munaði
einu stigi, 36-35, á
liðum í hálfleik. Pól-
verjar reyndust svo sterkari í seinni
hálfleik og unnu á endanum fimm-
tán stiga sigur. Logi Gunnarsson var
stigahæstur í íslenska liðinu með
nítján stig. Ísland mætir Líbanon
í dag og leikur svo gegn Belgíu á
morgun áður en liðið heldur til
Berlínar á EM.
fóTBoLTi Stjarnan vann 4-0 sigur á
Selfossi í bikarúrslitum í fyrra en
það var fyrsti bikarúrslitaleikur Sel-
fyssinga frá upphafi. Að sögn Guð-
mundu Brynju Óladóttur, fyrirliða
liðsins, eru Selfosskonur reynslunni
ríkari og tilbúnari í slaginn en fyrir
ári.
„Já, algjörlega. Við vorum í fyrsta
sinn í bikarúrslitum í fyrra og það
var mikil reynsla fyrir okkur. Nú vita
stelpurnar út á hvað þetta gengur,“
sagði Guðmunda.
Selfosskonur búa líka að því að
hafa unnið Stjörnuna í sumar, en
Guðmunda og stöllur hennar unnu
fyrri leik liðanna í Pepsi-deildinni
með tveimur mörkum gegn einu
en það var fyrsta tap Stjörnunnar
í deildar- eða bikarleik í rúmt ár.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir,
fyrirliði Stjörnunnar, viðurkennir að
Garðbæingar hafi spilað undir getu í
fyrri leiknum.
„Við vorum skugginn af sjálfum
okkur í fyrri leiknum og varla
byrjaðar þetta mót. Við bættum
okkur mikið milli leikjanna og mér
fannst við spila góðan leik á Selfossi,“
sagði Ásgerður en Stjarnan vann
seinni leik liðanna 1-3.
Ásgerður er að taka þátt í sínum
fjórða bikarúrslitaleik með Stjörn-
unni. Liðið tapaði fyrir Val 2010 en
vann bikarinn 2012 og 2014. Ásgerð-
ur segir að reynsla Stjörnunnar í
leikjum sem þessum skipti máli þótt
hún hafi ekki úrslitaáhrif: „Vonandi
hjálpar þetta okkur eitthvað en það
gefur okkur ekkert forskot á laugar-
daginn.“
Á meðan Stjarnan hefur sópað að
sér titlum síðustu ár á Selfoss enn eftir
að vinna sinn fyrsta stóra titil. En er
pressa á liðinu að landa þessum fyrsta
titli? „Þú ferð ekki í bikarúrslitaleik til
að tapa og það er kannski smá pressa
á okkur að vinna hann. En það er
meiri pressa á þeim. Það er aðallega
pressa frá okkur sjálfum að vinna
leikinn,“ sagði Guðmunda að lokum.
ingvithor@365.is
Stjarnan – Selfoss, taka tvö
Stjarnan og Selfoss mætast annað árið í bikarúrslitum. Stjörnukonur fóru illa með reynslulítið lið Selfoss í
fyrra en í ár eru Selfyssingar reynslunni ríkari og stefna að því að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/A
nt
on
2 9 . á G ú S T 2 0 1 5 L A U G A R D A G U R16 S P o R T ∙ f R É T T A B L A ð i ðSPORT