Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.08.2015, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 29.08.2015, Qupperneq 16
Í dag 11.35 Newcastle - Arsenal Sport 2 13.50 Liverpool - West Ham Sport 2 13.50 Chelsea - Crystal Palace Sport 3 16.00 Stjarnan - Selfoss Sport 16.20 Tottenham - Everton Sport 2 18.20 Barcelona - Malaga Sport 20.20 Real Madrid - Real Betis Sport 16.00 Stjarnan - Selfoss Laugardalsvöllur Nýjast Ásdís var í kastinu eftir að hún komst ekki áfram. Guðmundur Benediktsson @GummiBen SlakaSta Sæti ÁSdíSar í Sjö Ár Ásdís Hjálmsdóttir gerði ógilt í tveimur af þremur köstum sínum í undankeppninni í spjótkasti kvenna á HM í frjálsum í Peking í gær. Ásdís kastaði lengst 56,72 metra í fyrsta kasti sem skilaði henni í 29. sæti af 32 keppendum. Ásdís hefði þurft að kasta yfir 62,21 metra til að komast í úrslit en hún hefur lengst kastað 62,14 metra í ár. Fuglahreiðrið hefur ekki verið góður staður fyrir Ásdísi. Ásdís hefur ekki verið neðar á stór- móti í sjö ár eða síðan hún endaði í 50. sæti á sama stað á Ólympíu- leikunum 2008. Aníta Hinriksdóttir náði því bestum árangri á þessu heimsmeistaramóti með því að enda í 26. sæti í 800 metra hlaupi kvenna en hún var með 20. besta tímann í undanrásum. Fyrirliðarnir með bikarinn, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörn- unnar, og Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss. 1981-82 Breiðablik og Valur 1981 Breiðablik vann 4-0 1982 Breiðablik vann í víta- keppni 1984-1985 Valur og ÍA 1984 Valur vann í vítakeppni 1985 Valur vann 1-0 1987-1988 Valur og ÍA 1987 Valur vann 2-1 1988 Valur vann 1-0 1996-1997 Breiðablik og Valur 1996 Breiðablik vann 3-0 1997 Breiðablik vann 2-1 1998-1999 Breiðablik og KR 1998 Breiðablik vann 3-2 1999 KR vann 3-1 1999-2000 KR og Breiðablik 1999 KR vann 3-1 2000 Breiðablik vann 1-0 2003-2004 Valur og ÍBV 2003 Valur vann 3-1 2004 ÍBV vann 2-0 2014-2015 Stjarnan og Selfoss 2014 Stjarnan vann 4-0 2015 Í dag klukkan 16.00 8. skiptið sem lið mætast tvö ár í röð í bikarúrslitum 365.is Sími 1817 ÚRSLITIN RÁÐAST Í BORGUNARBIKAR KVENNA Selfoss og Stjarnan mætast í úrslitaleik Borgunarbikarsins kl. 15:45 á Stöð 2 Sport í dag. Ekki missa af einum stærsta leik ársins!. Í DAG KL. 15:45 fóTBoLTi „Við eigum tvo erfiða leiki fyrir höndum, getum lítið æft og sáum í raun enga ástæðu til að breyta núna,“ segir Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, en hann og Heimir Hallgrímsson völdu nákvæm- lega sama landsliðshóp og síðast. Þann 3. september á liðið leik gegn Hollandi ytra í undankeppni EM og þremur dögum síðar tekur Ísland á móti Kasakstan á Laugardalsvelli. Strák- arnir eru í efsta sæti síns riðils og margir Íslendingar sjá EM í hillingum. „Ég skil vel að fólkið hafi væntingar. Ég kynntist því líka í Sví- þjóð. Við í liðinu eigum ekki að hugsa um það. Við eigum aðeins að hugsa um okkur og okkar undir- búning fyrir hvern leik. Andlegi þátt- urinn skiptir gríðarlegu máli. Það er undir okkur komið hvort við vinnum leiki.“ Svíinn segir að það verði ekki breytt út af í neinu. Þeir Heimir munu halda áfram að heilaþvo leik- menn sína. „Það er ákveðinn heilaþvottur í gangi hjá okkur því við erum mikið að tala um sömu hlutina. Við verðum að sjá til þess að allir þekki sitt hlut- verk og við náum ákveðnu frum- kvæði með því að hafa allt okkar á hreinu,“ segir Lars en hefur hann aldrei áhyggjur af því að leikmenn verði þreyttir á heilaþvottinum? „Ég vona ekki. Það er í fínu lagi mín vegna ef leikmenn eru búnir að fá nóg af mér svo lengi sem við spilum vel og vinnum leiki,“ segir Sví- inn geðþekki og glottir við tönn. – hbg Munum halda áfram að heilaþvo landsliðsmenn reynir aftur Á Óla-Álögin KR tekur á morgun á móti Val í sjónvarpsleik 18. umferðar Pepsi- deildarinnar en þá fer fram heil umferð (sjá fyrir neðan). Valur vann KR sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum liðanna í sumar (3-0 í deild og 2-0 í bikarúrslitum) og KR-ingar hafa ekki unnið lið undir stjórn Ólafs Jóhannessonar í þrettán deildar- og bikarleikjum og tólf ár (1 jafntefli og 12 töp). Lið Ólafs hafa enn fremur unnið fimm síðustu leiki sína á KR-velli og það með markatölunni 10-1. Á morgun 14.50 Swansea - Man. United Sport 2 15.55 AS Roma - Juventus Sport 3 11.35 Newcastle - Arsenal Sport 2 17.30 KR - Valur Sport 17.30 Genoa - Hellas Verona Sport 3 22.00 Pepsimörkin Sport 17.00 ÍBV - Keflavík Hásteinsvöllur 18.00 fylkir - ÍA Fylkisvöllur 18.00 fjölnir - Stjarnan Fjölnisvöllur 18.00 Breiðablik - Leiknir Kópavogsvöllur 18.00 fH - Víkingur Kaplakrikavöllur 18.00 KR - Valur Alvogenvöllurinn fimmtÁn Stiga tap í pÓllandi Ísland tapaði fyrir Póllandi, 80-65, í fyrsta leik sínum á móti þar í landi í gær. Pólska liðið var með undir- tökin allan leikinn og leiddi með átta stigum, 20-12, eftir 1. leikhluta. Íslenska liðið beit í skjaldarrendur í 2. leikhluta og aðeins munaði einu stigi, 36-35, á liðum í hálfleik. Pól- verjar reyndust svo sterkari í seinni hálfleik og unnu á endanum fimm- tán stiga sigur. Logi Gunnarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með nítján stig. Ísland mætir Líbanon í dag og leikur svo gegn Belgíu á morgun áður en liðið heldur til Berlínar á EM. fóTBoLTi Stjarnan vann 4-0 sigur á Selfossi í bikarúrslitum í fyrra en það var fyrsti bikarúrslitaleikur Sel- fyssinga frá upphafi. Að sögn Guð- mundu Brynju Óladóttur, fyrirliða liðsins, eru Selfosskonur reynslunni ríkari og tilbúnari í slaginn en fyrir ári. „Já, algjörlega. Við vorum í fyrsta sinn í bikarúrslitum í fyrra og það var mikil reynsla fyrir okkur. Nú vita stelpurnar út á hvað þetta gengur,“ sagði Guðmunda. Selfosskonur búa líka að því að hafa unnið Stjörnuna í sumar, en Guðmunda og stöllur hennar unnu fyrri leik liðanna í Pepsi-deildinni með tveimur mörkum gegn einu en það var fyrsta tap Stjörnunnar í deildar- eða bikarleik í rúmt ár. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, viðurkennir að Garðbæingar hafi spilað undir getu í fyrri leiknum. „Við vorum skugginn af sjálfum okkur í fyrri leiknum og varla byrjaðar þetta mót. Við bættum okkur mikið milli leikjanna og mér fannst við spila góðan leik á Selfossi,“ sagði Ásgerður en Stjarnan vann seinni leik liðanna 1-3. Ásgerður er að taka þátt í sínum fjórða bikarúrslitaleik með Stjörn- unni. Liðið tapaði fyrir Val 2010 en vann bikarinn 2012 og 2014. Ásgerð- ur segir að reynsla Stjörnunnar í leikjum sem þessum skipti máli þótt hún hafi ekki úrslitaáhrif: „Vonandi hjálpar þetta okkur eitthvað en það gefur okkur ekkert forskot á laugar- daginn.“ Á meðan Stjarnan hefur sópað að sér titlum síðustu ár á Selfoss enn eftir að vinna sinn fyrsta stóra titil. En er pressa á liðinu að landa þessum fyrsta titli? „Þú ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa og það er kannski smá pressa á okkur að vinna hann. En það er meiri pressa á þeim. Það er aðallega pressa frá okkur sjálfum að vinna leikinn,“ sagði Guðmunda að lokum. ingvithor@365.is Stjarnan – Selfoss, taka tvö Stjarnan og Selfoss mætast annað árið í bikarúrslitum. Stjörnukonur fóru illa með reynslulítið lið Selfoss í fyrra en í ár eru Selfyssingar reynslunni ríkari og stefna að því að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. Fr ét ta bl að ið /A nt on 2 9 . á G ú S T 2 0 1 5 L A U G A R D A G U R16 S P o R T ∙ f R É T T A B L A ð i ðSPORT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.