Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.08.2015, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 29.08.2015, Qupperneq 38
Fólk| Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 förum út í þetta algerlega samstiga og kaffihúsið yrði staðsett í götunni okkar, þetta gæti ekki verið þægilegra,“ segir Andri. Tónleikar Fram undan og nýjar plöTur Tónlistin leikur þó enn sem komið er stærsta hlutverkið í daglegu lífi Andra. Hljómsveit hans, Moses Hightower, æfir stíft þessa dagana fyrir tónleika sem fram undan eru í september, fimmtudaginn 3. september á Húrra og þann 4. á Græna hattinum, og á Karolina Fund hefur hann sett í gang söfnun fyrir plötuútgáfu annarrar hljómsveitar sem hann spilar í, hinni fjölþjóðlegu Secret Swing Society. „Við í Secret Swing Society tókum upp plötu í febrúar með að meirihluta frum- sömdu efni og einu lagi á íslensku, Glans, sem Björgvin Halldórsson syngur og er búið að vera í spilun í útvarpi. Fyrr í vikunni ýttum við af stað söfnun á Kar- olina Fund fyrir útgáfu plötunnar, og hún kemur vonandi út fyrir jólin. Núna um helgina gröfum við félagarnir í Moses Hightower okkur niður í Orgelsmiðjunni að vinna í okkar plötu. Við erum að klára nokkur lög, en það er þó næg vinna eftir enn. Þetta er langhlaup hjá okkur þar sem meðlimir hljómsveitarinnar eru ekki allir búsettir á landinu, og við verðum fram á næsta ár að klára plötuna. Steini er heima núna í fríi frá Of Monsters and Men túr og við reynum að nýta tímann vel meðan hann er heima. Þeir eru samt að verða al- veg brjálaðir á mér því ég er með hugann við kaffihúsið allan daginn,“ segir Andri. bakrödd hjá STuðmönnum Andri lærði á klarínett og píanó sem barn og segist alltaf hafa verið á kafi í tónlist. Á menntaskólaárunum færðist meiri al- vara í leikinn, hann söng í Hamrahlíðar- kórunum, leiddist út í bassaleik gegnum djassspilamennsku kórfélaga sinna og fáum árum síðar varð Moses Hightower til. Bassinn er hans aðalhljóðfæri en hann stundaði tónlistarnám úti í Amsterdam í fjögur ár, þar sem hann lærði á kontra- bassa. „Ég vinn við tónlist alla daga og fyrir utan Moses og Secret Swing hef ég verið að spila alls konar lausaleiksgigg með hinum og þessum. Núna síðast tók ég, merkilegt nokk, mitt fyrsta bakraddagigg með Stuðmönnum á tónleikum í Eld- borg og aftur á Menningarnótt. Það var skemmtilegt. Ég gef mig ekki sérstaklega út fyrir að vera bakraddasöngvari en það er hægt að plata mig út í ýmislegt,“ segir Andri. Áttu þér uppáhaldstónlistarmann? „Í raun ekki, þetta er ekki svo einfalt mál. Ég hlusta á alls konar tónlist og sumt af því sem ég hlusta á heyrist í tónlistinni sem ég tek þátt í að skapa í dag en annað ekki. Núna hlusta ég helst á dóttur mína syngja. Ég reyni að ala hana upp á trefja- ríkri tónlist.“ Flúði FjóSalykTina Andri er Rangæingur, ólst upp á kúabúi í Austur-Landeyjum ásamt þremur bræðrum og gekk í skóla á Hvolsvelli. Hann yfirgaf þó sveitina snemma og flutti til Reykjavíkur. „Ég flutti í bæinn 14 ára og hef verið þar síðan. Móðir mín er enn þá kúabóndi, núna á Skeiðunum, og ég fer reglulega í sveitina. Það er þó of djúpt í árinni tekið að kalla mig sveitamann. Bústörf eiga ekkert sérstaklega vel við mig og það var alveg ástæða fyrir því að ég flutti til Reykjavíkur,“ segir hann og hlær. „Það er frábært að hafa aðgang að sveitinni til að slaka á. En ég er voða feginn að þurfa ekki að vera skítugur upp að öxlum úti í fjósi. En ég mun vissulega vinna áfram með mjólkurafurðir, á kaffihúsinu.“  n heida@365.is á kaFi í TónliST Andri lærði á kontrabassa í fjögur ár úti í Amsterdam og bassinn er hans aðalhljóðfæri. Hann spreytti sig á bakraddasöng með Stuð- mönnum á Menningarnótt. Mynd/GVA borgar- barn „Bústörf eiga ekkert sérstak- lega vel við mig og það var alveg ástæða fyrir því að ég flutti til Reykjavíkur.” Vörurnar frá Sólgæti eru hollar og góðar fyrir sælkera á öllum aldri sem vilja gera vel við sig. Líttu í kringum þig í næstu verslun. Þú kemur eaust auga á eitthvað ljómandi gott. H E I L N Æ M T O G N Á T T Ú R U L E G T LJÓMANDI GOTT solgaeti.isheilsa.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.