Fréttablaðið - 29.08.2015, Side 80

Fréttablaðið - 29.08.2015, Side 80
Fallegt og vel með farið parket getur haft áhrif á verðgildi eignar og er oft ofarlega á lista þeirra sem eru að leita sér að fasteign. Það er því alltaf góð fjárfesting að leggja nýtt parket á heimilið – nema ef vitlaus litur er valinn. Parket er ekki eitt í heimili, það þarf að tóna við veggina, innréttingar, skápa, arkitektúr og litasam- setningu. Ef þú velur bara ein- hvern lit sem þér finnst f lott- astur án þess að taka afganginn af heimilinu með í reikninginn er óvíst að parketið hafi tilætl- uð áhrif. Hér eru nokkrar ráð- leggingar af vefsíðunni http:// homeguides.sfgate.com/ um hvernig á að velja rétta viðar- tóninn í parketið. Taktu með þér sýni úr her- berginu sem þú ætlar að leggja parketið í; púða, málningu eða skúffu úr innréttingunni. Það er ómögulegt að átta sig á því hvernig litir tóna saman nema með því að bera þá saman. At- hugaðu að það er ekki nóg að taka myndir því lýsingin á myndavélinni gæti breytt lita- tónum. Veldu nokkur sýni til að taka með þér heim og bera við hús- gögnin. Parket er stór fjárfest- ing og ekkert endilega víst að það sé mögulegt að skipta út skápum og innréttingum til að passa við parketið svo það borgar sig að velja vel. Og svo fer það líka eftir því eftir hverju er sóst. Hlýir tónar skapa notalega stemmingu en kaldari litir opna og stækka rýmið. Veldu þrjú sýni til að taka með heim. Fleiri sýni rugla þig bara í ríminu (og rýminu líka). Veldu sýnin eftir fjárhag en líka nota- gildi. Skoðaðu viðinn bæði í dags- birtu og að kvöldi til í því ljósi sem þú ert með í herberginu þar sem parketið á að leggja. Próf- aðu marga staði til að sjá hvernig viðurinn tónar við veggi og lista, þröskulda, sófasett, skápa og skenka og svo fram vegis. Farðu út úr herberginu í smá stund og komdu svo aftur inn til að upplifa ferska sýn á gólf- ið. Það er góð mælistika á hvað þér mun finnast þegar allt gólf- ið er undir lagt af einmitt þessu parketi. Byrjaðu að velja það sýnis- horn af þessum þremur sem þér finnst passa síst og taktu þér svo góðan tíma með hinum tveimur þar til hið eina rétta blasir við. Gólf þarf að passa við hólf Það skiptir máli að vanda valið á viðargólfi. Best er að skoða það við góð birtuskilyrði og gæta þess að það tóni við annað á heimilinu. Einnig er mikilvægt að huga að slitþoli og öðru því sem parketið gæti þurft að ganga í gegnum í hverju herbergi fyrir sig. Mikilvægt er að skoða parketprufur í sem bestu ljósi, bæði dagsbirtu og að kvöldi til í þeirri birtu sem mest er þar sem parketið skal lagt. Miklu máli skiptir að parketið passi við húsgögnin því ekki hafa allir efni eða áhuga á því að endurnýja allt heimilið um leið og þeir láta leggja nýtt parket. PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET... ÚTSALA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Revestimiento Ace Negro 33,3x100 cm Ace Blanco 33,3x100 cm Pavimento Crystal Floor White 33,3x33,3 cm Crystal Floor Dark 33,3x33,3 cm Verðdæmi: Harðparket eikarplanki 8mm kr. 1990.- m2 Tarkett viðarparket eik 3 stafa kr. 3990.- m2 Teppi og dúkar 25-70% afsláttur Gólfflísar 30 x 60 frá kr. 1990.- m2 Þúsundir fermetra af flísum með 20%-70% afslætti Kynning − auglýsing 29. ágúst 2015 LAUgARDAgUR10 Parket
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.