Fréttablaðið - 29.08.2015, Síða 80
Fallegt og vel með farið parket getur haft áhrif á verðgildi eignar og er oft
ofarlega á lista þeirra sem eru að
leita sér að fasteign. Það er því
alltaf góð fjárfesting að leggja
nýtt parket á heimilið – nema
ef vitlaus litur er valinn. Parket
er ekki eitt í heimili, það þarf að
tóna við veggina, innréttingar,
skápa, arkitektúr og litasam-
setningu. Ef þú velur bara ein-
hvern lit sem þér finnst f lott-
astur án þess að taka afganginn
af heimilinu með í reikninginn
er óvíst að parketið hafi tilætl-
uð áhrif. Hér eru nokkrar ráð-
leggingar af vefsíðunni http://
homeguides.sfgate.com/ um
hvernig á að velja rétta viðar-
tóninn í parketið.
Taktu með þér sýni úr her-
berginu sem þú ætlar að leggja
parketið í; púða, málningu eða
skúffu úr innréttingunni. Það
er ómögulegt að átta sig á því
hvernig litir tóna saman nema
með því að bera þá saman. At-
hugaðu að það er ekki nóg að
taka myndir því lýsingin á
myndavélinni gæti breytt lita-
tónum.
Veldu nokkur sýni til að taka
með þér heim og bera við hús-
gögnin. Parket er stór fjárfest-
ing og ekkert endilega víst að
það sé mögulegt að skipta út
skápum og innréttingum til
að passa við parketið svo það
borgar sig að velja vel. Og svo fer
það líka eftir því eftir hverju er
sóst. Hlýir tónar skapa notalega
stemmingu en kaldari litir opna
og stækka rýmið.
Veldu þrjú sýni til að taka með
heim. Fleiri sýni rugla þig bara
í ríminu (og rýminu líka). Veldu
sýnin eftir fjárhag en líka nota-
gildi.
Skoðaðu viðinn bæði í dags-
birtu og að kvöldi til í því ljósi
sem þú ert með í herberginu þar
sem parketið á að leggja. Próf-
aðu marga staði til að sjá hvernig
viðurinn tónar við veggi og
lista, þröskulda, sófasett, skápa
og skenka og svo fram vegis.
Farðu út úr herberginu í smá
stund og komdu svo aftur inn
til að upplifa ferska sýn á gólf-
ið. Það er góð mælistika á hvað
þér mun finnast þegar allt gólf-
ið er undir lagt af einmitt þessu
parketi.
Byrjaðu að velja það sýnis-
horn af þessum þremur sem þér
finnst passa síst og taktu þér svo
góðan tíma með hinum tveimur
þar til hið eina rétta blasir við.
Gólf þarf að passa við hólf
Það skiptir máli að vanda valið á viðargólfi. Best er að skoða það við góð birtuskilyrði og gæta þess að það tóni við annað á heimilinu.
Einnig er mikilvægt að huga að slitþoli
og öðru því sem parketið gæti þurft að
ganga í gegnum í hverju herbergi fyrir sig.
Mikilvægt er að skoða parketprufur í sem bestu ljósi, bæði dagsbirtu og að kvöldi til í þeirri birtu sem mest er þar sem parketið skal lagt.
Miklu máli skiptir að parketið passi við húsgögnin því ekki hafa allir efni eða áhuga á því að endurnýja allt heimilið um leið og þeir láta leggja nýtt parket.
PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...
ÚTSALA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Revestimiento
Ace Negro 33,3x100 cm
Ace Blanco 33,3x100 cm
Pavimento
Crystal Floor White 33,3x33,3 cm
Crystal Floor Dark 33,3x33,3 cm
Verðdæmi: Harðparket eikarplanki 8mm kr. 1990.- m2
Tarkett viðarparket eik 3 stafa kr. 3990.- m2
Teppi og dúkar 25-70% afsláttur
Gólfflísar 30 x 60 frá kr. 1990.- m2
Þúsundir fermetra af flísum með
20%-70% afslætti
Kynning − auglýsing 29. ágúst 2015 LAUgARDAgUR10 Parket