Fréttablaðið - 29.08.2015, Side 96

Fréttablaðið - 29.08.2015, Side 96
Bragi Halldórsson 163 A A Á S S I R R Æ Getur þú raðað þessum stöfum þannig, að fram komi, þriggjastafa kvenmannsnafn, karlmannsnafn og orð yfir haf, hvort sem lesið er lóðrétt eða lárétt? „Nú segi ég bara eins og Róbert, hvaða stafasúpa er nú þetta?“ sagði Kata þegar hún sá næstu þraut. Lísaloppa horfði á þrautina drykklanga stund. „Ég skil þetta núna,“ sagði hún sigri hrósandi. „Það á að raða þessum stöfum, þremur í þrjár línur eins og sýnt er, nema að stafirnir verða að vera í annarri röð svo hægt sé að lesa út úr þeim lausnarorðin.“ „ Nú, nú,“ var það eina sem Kata sagði. Svo bætti hún við, „blíant og blað!“ Það vantar ekki keppnisskapið í Kötu. Krakkar, getið þið sagt okkur frá einhverjum ævintýrum sem þið hafið lent í, í sveitinni í sumar? Arney og Ísak Már: „Já, við fórum til dæmis í dagsferð út í Árnesey að tína dún með bænd- unum og fjölskyldum okkar. Þar fundum við fullt af dóti á rekanum sem við tókum með okkur í land og settum í kofann okkar sem er eiginlega líka hellir. Í þessari ferð fundum við flösku með skeyti í.“ Sáuð þið strax að eitthvað var í flöskunni? „Já, við sáum strax að það var upprúllað blað í flösk- unni og fórum að rannsaka það.“ Var erfitt að ná því úr? „Nei, skítlétt!“ Vitið þið hver sendi það? „Það var frá einhverjum Niels sem hafði grafið fjársjóð í sandkassa í „fjöldaborg“. Hann sagði reyndar ekkert hvar hann væri eða hve- nær hann sendi skeytið.“ Hvað gerðuð þið svo…? „Tókum skeytið með okkur heim og reyndum að leita að staðnum á netinu. Okkur langar svo að finna fjársjóðinn og þess vegna erum við að leita að Niels.“ Hafið þið oft farið á sjó? „Já, mörgum sinnum.“ En hafið þið prófað að senda flöskuskeyti? „Já, við höfum prófað það en við höfum aldrei fengið neitt svar til baka.“ Ísak Már og Arney úti í Árneseyju á Ströndum með flösku sem inniheldur spennandi upplýsingar. Mynd/Davíð Már Bjarnason Hvað er skemmtilegast við bækur? Þegar þær eru spenn- andi og maður festist í sögunni og getur ekki hætt að lesa. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Me and my brothers, hún er um 14 ára stelpu sem missti mömmu sína og stjúppabba í bílslysi þegar hún var lítil. Hún býr með fjórum hálfbræðrum sínum sem eru allir mjög ólíkir og hjálpa henni að takast á við tilfinningar sínar á unglingsárunum og einmana- leikann vegna þess að hún á enga foreldra og man lítið eftir þeim. Hvaða bók lastu á undan? Öddu eftir Jennu og Hreiðar. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Tell me something happy before I go to sleep. Hvernig bækur þykja þér skemmtilegastar? Spenn- andi bækur, þar sem fólk hittir geimverur og eitthvað hræðilegt gerist. Í hvaða skóla gengur þú? Fella- skóla. Ferðu oft á bókasafnið? Já, frekar oft. Hver eru þín helstu áhugamál? Að horfa á skemmtilega þætti, fara í sund, lesa, teikna og margt fleira. Ertu búin að lesa Skutlubók- ina? Nei. Lestrarhestur vikunnar Sonja María Canada Sonja María Canada hlakkar til að lesa nýju bókina. Miðjupúki er spennandi boltaleikur fyrir þrjá þátttakendur sem standa í röð með dálitlu millibili. Þeir sem eru á endanum snúa hvor á móti öðrum og kasta bolta á milli sín en sá sem er á milli þeirra er miðjupúkinn og á að reyna að ná boltanum. Þegar miðjupúkanum tekst að slá niður boltann eða ná honum með öðrum hætti skiptir hann um pláss við þann sem kastaði boltanum síðast. Miðjupúki Að venju efna Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið til sumarlesturs meðal barna. Fyrir hverja lesna bók skrá lesendur nafn sitt og titil bókarinnar á þar til gerða miða, búa til úr þeim skutlur og skutla þeim í net sem eru í öllum söfnum Borgarbóka- safns. Vikulega er einn þátttakenda útnefndur lestrarhestur vikunnar og sá eða sú hlýtur bók að launum frá Forlaginu.  Fjársjóðsskilaboð fundust í flösku Þau Arney Ingvarsdóttir, fimm ára, og Ísak Már Davíðsson, sex ára, sem eiga heima í Árneshreppi á Ströndum fóru í ævintýraferð út í Árnesey og fundu þar dularfullt flöskuskeyti. 2 9 . á g ú s t 2 0 1 5 L A U g A R D A g U R44 H e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð Yoga alla leið Yogib.is Yogib á Fb.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.