Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019
www.apotekarinn.is
- lægra verð
Nýtt
Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr
einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp
að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari
upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
ERT ÞÚ MEÐ
HÁLSBÓLGU?
Bólgueyðandi og
verkjastillandi munnúði
við særindum í hálsi
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Neðri deild þingsins í Bretlandi sam-
þykkti í gær frumvarp til laga um að
Boris Johnson forsætisráðherra
bæri að óska eftir því að útgöngu
landsins úr Evrópusambandinu yrði
frestað um þrjá mánuði ef ekki næst
nýtt samkomulag um hana við leið-
toga ESB. Tillaga Johnsons um að
boða til kosninga 15. október fékk
ekki tilskilinn meirihluta.
Brexit-frumvarpið var samþykkt
með 327 atkvæðum gegn 299 í neðri
deildinni og gert er ráð fyrir því að
lávarðadeildin afgreiði það á næstu
dögum. Talið er að meirihluti lá-
varðadeildarinnar styðji frumvarpið
en andstæðingar þess geta tafið af-
greiðsluna. Samþykki lávarðadeildin
breytingar á frumvarpinu þarf neðri
deildin að taka það fyrir aftur.
Tveir þriðju allra þingmanna neðri
deildarinnar, eða 434 þingmenn,
þurftu að samþykkja tillögu forsætis-
ráðherrans um að flýta kosningum
en hún fékk aðeins 298 atkvæði. 56
þingmenn greiddu atkvæði gegn
henni. Niðurstaðan kom ekki á óvart
þar sem Jeremy Corbyn, leiðtogi
Verkamannaflokksins, og Jo Swin-
son, leiðtogi Frjálslyndra demó-
krata, höfðu sagt að flokkarnir
myndu ekki styðja tillöguna fyrr en
nýja frumvarpið yrði að lögum. Talið
er að það geti í fyrsta lagi gerst á
mánudaginn kemur, að sögn The
Telegraph.
Lýst sem uppgjöf fyrir ESB
Samkvæmt gildandi lögum á Bret-
land að ganga úr ESB 31. október og
Johnson hafði sagt að útgöngunni
yrði ekki frestað ef leiðtogar sam-
bandsins höfnuðu kröfu hans um
breytingar á brexit-samningi sem
þingið hefur fellt þrisvar. Nýja frum-
varpið kveður hins vegar á um að for-
sætisráðherranum beri að óska eftir
því að útgöngunni verði frestað til 31.
janúar hafi ekki nýtt samkomulag
náðst 19. október, daginn eftir
tveggja daga leiðtogafund ESB-
ríkjanna. Tekið er þó fram að þingið
geti afnumið þetta ákvæði fyrir 19.
október með því að samþykkja brexit
án samnings en ólíklegt er að það
gerist. Ennfremur segir í frumvarp-
inu að hægt verði að flýta útgöngunni
úr ESB ef nýtt samkomulag næst um
hana fyrir 31. janúar.
Johnson hafði sagt að hótun sín um
að knýja fram útgöngu án samnings
yrði til þess að leiðtogar ESB-
ríkjanna samþykktu á síðustu stundu
að verða við kröfu bresku stjórnar-
innar um að breyta brexit-samningn-
um. Hann lýsti því frumvarpinu sem
„uppgjöf“ fyrir ESB. Andstæðingar
hans telja hins vegar engar líkur á að
leiðtogar ESB-ríkjanna samþykki
kröfuna og segja að útganga án
samnings myndi stórskaða efnahag
Bretlands.
Brexit frestað árum saman?
Frumvarpið kveður á um að ef
leiðtogar ESB-ríkjanna bjóðast til að
fresta brexit til 31. desember beri
Johnson að samþykkja það tafar-
laust. Leggi þeir til aðra dagsetningu
eigi forsætisráðherrann að sam-
þykkja tillögu þeirra innan tveggja
daga, hafi þingið ekki hafnað henni.
Samþykki leiðtogar ESB-ríkjanna
að fresta brexit á breska stjórnin að
birta skýrslu ekki síðar en 30. nóv-
ember um stöðuna í samningavið-
ræðum um tengsl Bretlands við Evr-
ópusambandið. Stjórnin á síðan að
birta aðra skýrslu 10. janúar um
brexit-stefnu sína. Náist ekki sam-
komulag um útgönguna fyrir 31. jan-
úar er gert ráð fyrir því að henni
verði frestað aftur. Samkvæmt frum-
varpinu á stjórnin að birta skýrslu
um brexit á a.m.k. 28 daga fresti frá
7. febrúar þangið til nýtt brexit-sam-
komulag næst við leiðtoga ESB-
ríkjanna eða þar til breska þingið
samþykkir annað með sérstakri
ályktun, að sögn fréttaveitunnar
AFP. Johnson hefur sagt að frum-
varpið geti orðið til þess að útgöng-
unni verði frestað árum saman.
Útgöngunni hafði verið frestað
tvisvar áður en Johnson varð for-
sætisráðherra í júlí, þremur árum
eftir að útgangan úr ESB var sam-
þykkt í þjóðaratkvæði með 52% at-
kvæða. Hann hefur sagt að það
myndi grafa undan trausti kjósenda
á lýðræðinu í Bretlandi verði niður-
staða þjóðaratkvæðisins ekki virt.
Neðri deildin samþykkti í fyrra-
kvöld að setja frumvarpið á dagskrá
þingsins með 328 atkvæðum gegn
301. Fyrr um daginn hafði stjórn
Íhaldsflokksins misst meirihluta sinn
í deildinni þegar einn þingmanna
hans, Phillip Lee, gekk til liðs við
Frjálslynda demókrata sem eru
hlynntir því að Bretland verði áfram í
Evrópusambandinu.
Verður „þöngulhaus“
stjórninni að falli?
21 þingmaður Íhaldsflokksins
greiddi atkvæði með því að frum-
varpið yrði tekið til afgreiðslu þótt
Johnson hefði hótað því að víkja þeim
úr þingflokki íhaldsmanna og sjá til
þess að þeir yrðu ekki í framboði fyr-
ir flokkinn í næstu kosningum. Í
þingflokki hans eru því nú aðeins 298
þingmenn sem greiða atkvæði, en
auk þeirra nýtur stjórnin stuðnings
tíu þingmanna DUP, flokks sam-
bandssinna á Norður-Írlandi.
Á meðal þeirra sem var vikið úr
þingflokknum voru nokkrir fyrrver-
andi ráðherrar, svo sem Philip
Hammond, sem var fjármálaráð-
herra í þrjú ár þar til í júlí. Þingflokk-
urinn missti ennfremur Kenneth
Clarke, sem hefur setið lengst allra
þingmanna neðri deildarinnar, og
Nicholas Soames, dótturson Win-
stons Churchills, forsætisráðherra
Bretlands á árunum 1940-45 og 1951-
55.
Rory Stewart, sem var í framboði í
leiðtogakjöri Íhaldsflokksins, er
einnig á meðal þeirra sem var vikið
úr þingflokknum. Hann sagði að það
væri ekki hlutverk leiðtoga flokksins,
heldur félaga Íhaldsflokksins í kjör-
dæmunum, að ákveða hverjir eigi að
vera í framboði til þings og ákvörðun
forsætisráðherrans væri því óeðlileg.
Nokkrir þingmenn Íhaldsflokks-
ins, sem hafa stutt Johnson, eru
óánægðir með brottvikningu upp-
reisnarmannanna úr þingflokknum
og einnig með þá ákvörðun að senda
þingið heim í næstu viku til 14. októ-
ber. Einn þingmannanna, sir Roger
Gale, sagði í viðtali við BBC að Dom-
inic Cummings, einn helsti ráðgjafi
Johnsons, hefði hrakyrt uppreisnar-
mennina, bölvað þeim í sand og ösku,
og ruddaleg framkoma hans gagn-
vart kjörnum þingmönnum flokksins
væri ólíðandi. „Það er algerlega óvið-
unandi að í innsta hring forsætis-
ráðuneytisins skuli vera orðljótur
þöngulhaus, sem gerir sig breiðan án
þess að hafa verið kjörinn í embætti,“
sagði hann. „Ef forsætisráðherrann
lætur ekki bera hann út úr ráðuneyt-
inu er líklegt að það verði ekki upp-
reisnarmenn í Íhaldsflokknum eða
Jeremy Corbyn heldur Cummings
sem felli stjórnina.“
Vilja að brexit verði frestað á ný
Neðri deild breska þingsins samþykkti frumvarp sem á að hindra brexit án samnings Tillaga Boris
Johnsons um að flýta kosningum felld Brottvikning uppreisnarmanna umdeild í Íhaldsflokknum
AFP
Beið ósigur Boris Johnson forsætisráðherra lét í minni pokann í neðri deild þingsins í Bretlandi í gær þegar hún
samþykkti frumvarp um að skylda hann til að óska eftir því að útgöngu landsins úr ESB yrði frestað í þriðja sinn.
Breska stjórnin missti þingmeirihlutann
* Að meðtöldum 21 þingmanni sem var vikið úr þingflokki Íhaldsflokksins Heimild: parliament.uk
Græni flokkurinn
Íhaldsflokkurinn
Frjálslyndir demókratar
Verkamannaflokkurinn
Skoski þjóðarflokkurinn
Plaid Cymru
í Wales
DUP, flokkur sambandssinna
á Norður-Írlandi
Change UK
Óháðir
Stjórn Íhaldsflokksins: 319 atkvæði *
Stjórnarandstaðan 320 atkvæði
11Greiða ekki
atkvæði
3
71
Sinn FeinForsetinn
Varaforsetar
: