Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 5. S E P T E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  208. tölublað  107. árgangur  ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS NÝ LAXELDISSTÖÐ UPPBYGGING FERÐAÞJÓNUSTU Í LANDSVEIT ARCTIC FISH Í TÁLKNAFIRÐI 28 LOO ER STÓRHUGA 26FINNA VINNU 8 SÍÐUR Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Íslandsheimsókn Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þótti heppnast með miklum ágætum í gær, en heimsóknin setti mikinn svip á höfuðborgina. Pence ræddi samskipti Íslands og Bandaríkjanna við íslenska ráðamenn, bæði á sviði viðskipta sem og öryggis- og varnar- mála. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráð- herra segir fundinn hafa verið vel heppnaðan og að Pence hafi verið einstaklega viðkunn- anlegur. „Þá var hann mjög áhugasamur um Ísland og íslensku fyrirtækin sem þarna áttu full- trúa,“ segir Guðlaugur Þór, en hann og Pence sóttu sérstakt viðskiptaþing í Höfða, þar sem fulltrúar íslensks efnahagslífs gátu fundað með Bandaríkjamönnum og rætt helstu mál er sneru að viðskiptum ríkjanna. Nokkra athygli vakti að varaforsetinn þakk- aði íslenskum stjórnvöldum sérstaklega fyrir að hafa hafnað umleitan kínverskra stjórn- valda um þátttöku í samgönguinnviðaverkefni sínu, „Belti og brautar-átakinu“ svonefnda. Guðlaugur Þór sagði hins vegar í samtali við Morgunblaðið að engin endanleg afstaða hefði verið tekin til þess máls hér á landi, en að stjórnvöld hefðu lagt áherslu á við Kínverja að fyrirliggjandi samningar kæmu að fullu til framkvæmda fyrst. Nánar er rætt við Guðlaug Þór um heimsóknina í blaðinu í dag. Bauð Höfða undir afvopnunarfund „Mér fannst mjög mikilvægt að þessi fundur færi fram í Höfða og tók því mjög vel í hug- myndina þegar bandaríska sendiráðið lagði það til,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri Reykjavíkur, um heimsókn Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna, en Dagur var með- al þeirra sem tóku á móti varaforsetanum í gær. Dagur segir húsið auðvitað vera nátengt leiðtogafundinum 1986 og Pence sé mikill aðdáandi Ronalds Reagan, sem þá var forseti Bandaríkjanna. Sér hafi því þótt mikilvægt um leið að minna á inntak leiðtogafundarins, sem og INF-samn- inginn sem leiddi af honum, en sá samningur varð til þess að risaveldin létu eyða öllum með- aldrægum kjarnorkuflaugum sínum. Bæði Bandaríkin og Rússland hafa hins vegar ný- verið sagt sig frá samkomulaginu. „Ég hafði því orð á því að mér þætti það hryggilegt og bauð um leið Höfða sem fundarstað, til að taka upp þann þráð, því mér finnst of lítið talað um nauðsyn afvopnunar í alþjóðlegri umræðu.“ Dagur segir að Pence hafi tekið vel í boðið en sagt að afstaða Bandaríkjanna væri sú að Kín- verjar og jafnvel Indverjar þyrftu einnig að koma að borðinu ef gera ætti nýjan samning. „Ég ítrekaði þá bara boðið því aðalatriðið er að þoka málum í þessa átt,“ segir Dagur.  Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti Ísland Morgunblaðið/Hari Keflavíkurflugvöllur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittust á stuttum fundi í Keflavík. Myndin er tekin er þau kvöddu hóp fjölmiðlamanna þar.  Segir Ísland hafa neitað Kín- verjum um „Belti og braut“  Borgarstjóri bauð Höfða sem fundarstað um afvopnunarmál RÆDDU VARNIR OG VIÐSKIPTI MHeimsókn Mikes Pence »4, 6 og 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.