Morgunblaðið - 05.09.2019, Page 1
F I M M T U D A G U R 5. S E P T E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 208. tölublað 107. árgangur
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS NÝ LAXELDISSTÖÐ
UPPBYGGING
FERÐAÞJÓNUSTU
Í LANDSVEIT
ARCTIC FISH Í TÁLKNAFIRÐI 28 LOO ER STÓRHUGA 26FINNA VINNU 8 SÍÐUR
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Íslandsheimsókn Mikes Pence, varaforseta
Bandaríkjanna, þótti heppnast með miklum
ágætum í gær, en heimsóknin setti mikinn svip
á höfuðborgina. Pence ræddi samskipti Íslands
og Bandaríkjanna við íslenska ráðamenn, bæði
á sviði viðskipta sem og öryggis- og varnar-
mála. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráð-
herra segir fundinn hafa verið vel heppnaðan
og að Pence hafi verið einstaklega viðkunn-
anlegur.
„Þá var hann mjög áhugasamur um Ísland
og íslensku fyrirtækin sem þarna áttu full-
trúa,“ segir Guðlaugur Þór, en hann og Pence
sóttu sérstakt viðskiptaþing í Höfða, þar sem
fulltrúar íslensks efnahagslífs gátu fundað með
Bandaríkjamönnum og rætt helstu mál er
sneru að viðskiptum ríkjanna.
Nokkra athygli vakti að varaforsetinn þakk-
aði íslenskum stjórnvöldum sérstaklega fyrir
að hafa hafnað umleitan kínverskra stjórn-
valda um þátttöku í samgönguinnviðaverkefni
sínu, „Belti og brautar-átakinu“ svonefnda.
Guðlaugur Þór sagði hins vegar í samtali við
Morgunblaðið að engin endanleg afstaða hefði
verið tekin til þess máls hér á landi, en að
stjórnvöld hefðu lagt áherslu á við Kínverja að
fyrirliggjandi samningar kæmu að fullu til
framkvæmda fyrst. Nánar er rætt við Guðlaug
Þór um heimsóknina í blaðinu í dag.
Bauð Höfða undir afvopnunarfund
„Mér fannst mjög mikilvægt að þessi fundur
færi fram í Höfða og tók því mjög vel í hug-
myndina þegar bandaríska sendiráðið lagði
það til,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgar-
stjóri Reykjavíkur, um heimsókn Mikes Pence,
varaforseta Bandaríkjanna, en Dagur var með-
al þeirra sem tóku á móti varaforsetanum í
gær. Dagur segir húsið auðvitað vera nátengt
leiðtogafundinum 1986 og Pence sé mikill
aðdáandi Ronalds Reagan, sem þá var forseti
Bandaríkjanna.
Sér hafi því þótt mikilvægt um leið að minna
á inntak leiðtogafundarins, sem og INF-samn-
inginn sem leiddi af honum, en sá samningur
varð til þess að risaveldin létu eyða öllum með-
aldrægum kjarnorkuflaugum sínum. Bæði
Bandaríkin og Rússland hafa hins vegar ný-
verið sagt sig frá samkomulaginu. „Ég hafði
því orð á því að mér þætti það hryggilegt og
bauð um leið Höfða sem fundarstað, til að taka
upp þann þráð, því mér finnst of lítið talað um
nauðsyn afvopnunar í alþjóðlegri umræðu.“
Dagur segir að Pence hafi tekið vel í boðið en
sagt að afstaða Bandaríkjanna væri sú að Kín-
verjar og jafnvel Indverjar þyrftu einnig að
koma að borðinu ef gera ætti nýjan samning.
„Ég ítrekaði þá bara boðið því aðalatriðið er að
þoka málum í þessa átt,“ segir Dagur.
Mike Pence, varaforseti
Bandaríkjanna, heimsótti Ísland
Morgunblaðið/Hari
Keflavíkurflugvöllur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittust á stuttum fundi í Keflavík. Myndin er tekin er þau kvöddu hóp fjölmiðlamanna þar.
Segir Ísland hafa neitað Kín-
verjum um „Belti og braut“
Borgarstjóri bauð Höfða sem
fundarstað um afvopnunarmál
RÆDDU VARNIR OG VIÐSKIPTI
MHeimsókn Mikes Pence »4, 6 og 10