Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 KRÍT 9. SEPTEMBERÍ 10 NÆTUR Verð frá kr. 115.195 Verð frá kr. 87.945 Gríska eyjan Síðustu sætin! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Flestir nemendur í Hofsstaðaskóla í Garðabæ komu gangandi eða hjól- andi í skólann í gærmorgun, en þar var átakið Göngum í skólann sett. Því er ætlað að hvetja nemendur og foreldra til að hjóla, ganga eða nota annan ferðamáta en bíl til og frá skóla. Þá er tilgangurinn að hvetja til aukinnar hreyfingar og fræða börn um heilsusamlegt líferni. Að auki er markmiðið að draga úr um- ferð við skóla og stuðla að betra og hreinna lofti. Göngum í skólann mun standa til 2. október og meðan á átakinu stendur verður leitast við að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og kenna reglur um öryggi á göngu og hjóli. Á alþjóðlega vísu er október helgaður Göngum í skólann og dag- ur átaksins er 2. október. Vegna birtuskilyrða og veðuraðstæðna er verkefnið jafnan haldið hér á landi í septembermánuði. Við setningarathöfnina fluttu þau Hafdís Bára Kristmundsdóttir, skólastjóri Hofsstaðaskóla, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Sam- göngustofu, Sigríður Björk Guð- jónsdóttir lögreglustjóri, Þráinn Hafsteinsson, varaforseti ÍSÍ, og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, ávörp. Nemendur Hofsstaðaskóla komu með eitt skópar hver til að setja á gangstéttirnar að skólanum sem nokkurs konar gjörning. Skórnir verða síðan gefnir til góðgerðarmála. Allir gangi Morgunblaðið/Árni Sæberg Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Verð á amfetamíni hefur lækkað um 60% á síðustu 19 árum miðað við fast verðlag í janúar 2019. Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi. Hann er einn þeirra sem hafa staðið fyrir mánaðarlegri könnun á verð- lagi ólöglegra fíkniefna í um 20 ár sem lögð er fyrir sjúklinga á sjúkra- húsinu Vogi. Er þar spurt hve marg- ir þeirra hafi keypt slík efni og hvað þeir greiddu fyrir þau. Segir hann erfitt að segja til um hvað valdi verðlækkun efnisins en getur sér til um að auknar vinsældir kókaíns hafi áhrif á markaðinn en að hans sögn hefur kókaínneysla stór- aukist á síðustu árum. Þórarinn segir að gríðarleg fjölg- un hafi orðið á síðustu árum í hópi þeirra sjúklinga á Vogi sem háðir séu örvandi fíkniefnum. 51% háðir örvandi efnum „Tölurnar segja okkur að við höf- um aldrei, hvorki tölu- né hlutfalls- lega, fengið fleiri fíkla sem háðir eru örvandi vímuefnum síðan við byrj- uðum. 51% sjúklinganna greinist með slíkan vanda,“ segir Þórarinn. Hann segir að slíkur vandi skilgrein- ist yfirleitt af því að vera háður am- fetamíni eða öðrum skyldum efnum, kókaíni og/eða e-pillum. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ er birtingarmynd örvandi vímuefna- fíknar afar alvarleg og batahorfur slíkra sjúklinga eru verri en kanna- bis- og áfengissjúklinga. Vandinn herjar auk þess mest á ungt fólk á aldrinum 20-39 ára. Þórarinn segir sérstaka hættu steðja að ungu fólki sem skemmti sér um helgar og byrji að nota örvandi efni með áfengi. Segir hann að margt bendi til að sá árangur, sem hafi orð- ið í baráttu sveitarfélaganna gegn vímuefnanotkun ungs fólks rétt eftir aldamót, sé í hættu. Það sé algengur misskilningur að aðeins illa sett börn eða þau sem séu utangarðs leiti í vímuefni. Meðferð mikilvægasta vopnið „Við eigum engin götubörn. Við eigum bara vel stadda framhalds- skólanema sem eru að skemmta sér í Reykjavík. Það eru þeir sem eru út- settir fyrir þessi örvandi efni,“ segir hann. „Þetta eru bara heilbrigðir krakkar sem eru að skemmta sér og búa við gott atlæti með nóg af pen- ingum.“ Þórarinn segir að geðrænir og lík- amlegir fylgikvillar fíknar í örvandi fíkniefni séu afar algengir og kalli á aukinn viðbúnað þegar í meðferð sé komið. Segir hann jafnframt áber- andi að neytendur slíkra efna sæki oft í róandi og verkjadeyfandi lyf til að slá á aukaverkanir og fylgikvilla sem fylgi örvandi neyslu, svo sem svefntruflanir, kvíða og óróleika. Þórarinn segir að viðbúnaður sem sé til staðar í meðferð vímuefnasjúk- linga hafi nánast ekkert aukist frá aldamótum þrátt fyrir mikla fólks- fjölgun. Margt bendi til þess að jafn- vel hafi dregið úr honum vegna skerðingar á þjónustu ríkisspítal- anna á síðustu árum. Segist hann telja að meðferðarúr- ræði sé mikilvægasta vopnið gegn vímuefnafíkn enda sé sjúkdómurinn „smitandi“. Forvarnir segir hann að fylgi þar fast á eftir en slíkar aðgerð- ir skorti oft skýr markmið. „Það sem líklega borgar sig er að meðhöndla þá sem eru verst staddir í vímuefnaneyslu og eru tannhjólin í vímuefnamarkaðnum. Það er fólkið sem er mjög veikt og þarf að selja ungum neytendum sem eru að skemmta sér vímuefni til þess að geta haldið áfram að lifa sínu lífi og taka sín vímuefni,“ segir Þórarinn. 51% sjúklinga á Vogi háð örvandi efnum  Verð á amfetamíni hefur lækkað um 60% á 19 árum Verð og notkun ólöglegra fíkniefna og lyfja Samkvæmt könnun meðal innritaðra sjúklinga á sjúkrahúsinu Vogi Verð á amfetamíni 2000-2019 Á verðlagi í janúar 2019 miðað við vísitölu neysluverðs* Kr./gramm 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 42% 41% 37% 28% ’00 ’01 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 Verð á amfetamíni hefur lækkað um 60% síðan árið 2000 ef miðað er við vísitölu neysluverðs 853 sjúklingar sem neyttu örvandi vímuefna komu á Vog árið 2018 Meira en helmingur sjúklinga á Vogi greinist með vanda tengdan örvandi vímuefnum, þ.e. amfetamíni, kókaíni eða e-töfl um Vandinn herjar mest á ungt fólk á aldrinum 20-39 ára 51% -60% 62% höfðu keypt ólögleg fíkniefni eða lyf* 62% Tæp 53% höfðu keypt örvandi vímuefni* 53% *Skv. könnun sem gerð var frá mars-júní 2019 Kókaín og/eða amfetamín Kanna- bisefni (aðallega gras) Lyfseðils- skyld lyf á svörtum markaði Notuðu kanna- bisefni í rafrettur Algengustu fíkniefni sem aðspurðir höfðu keypt/notað skv. könnun sem gerð var frá mars-júní 2019 8.963 kr./g 3.448 kr./g *Skv. könnun meðal innritaðra sjúklinga á sjúkrahúsinu Vogi. Heimild: SÁÁ. Stjórnendur Landspítalans og fulltrúar úr heilbrigðisráðuneytinu komu á fund fjárlaganefndar í gær til að fara yfir hallarekstur spít- alans. Willum Þór Þórsson, for- maður fjárlaganefndar, segir að fengist hafi skýrari mynd af þeim kostnaðarfrávikum sem hafa átt sér stað í rekstrinum. Hann segir ljóst að meginuppistaða þessa vanda sé launaliðurinn. „Uppsafn- aður halli í þessum tölum frá fyrra ári er upp á 1,3 milljarða og síðan má segja að meginuppistaða þess sem bætist við er launaliður og dýrar vaktir á tilteknum sviðum Landspítalans,“ segir Willum Þór. Þá er talin þörf á ákveðnum launabótum til spítalans sem byggjast á samningum sem eruu nú til umræðu á milli ráðuneyta heilbrigðis og fjármála. Willum segir að menn verði að sjá hvað út úr því kemur en vandi spítal- ans verður áfram til mikillar umfjöllunar í fjárlaganefnd á næstunni til að fá sem gleggsta mynd. Stjórnendur hans fóru yfir boðaðar hagræðingaraðgerðir á fundinum. Stærðarumfang spítalans er mikið og breytingar á einstökum sviðum geta hlaupið á tugum eða hundruðum milljóna kr. Meðal þess sem kom fram er að samn- ingur sem gerður var við Microsoft um breytta skráningu í hverri tölvu spítalans gæti kostað um 200 milljónir. Launin meginuppi- staða vanda spítalans  Microsoft-samningur kostar 200 millj. Maðurinn sem lést í köfunarslysi í Eyjafirði í gær var bandarískur ferðamaður, 63 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra var maðurinn vanur kafari. Átti slysið sér stað þegar verið var að ljúka köfun að hverastrýtum sem finna má í Eyjafirði. Maðurinn var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsinu á Akureyri. Ekki fengust í gær nánari upp- lýsingar um tildrög slyssins en það mun enn vera í rannsókn hjá lögreglu. Í fyrradag unnu björg- unaraðilar að því að endurheimta köfunarbúnað mannsins. Er það liður í rannsókn lögreglu á slys- inu. Hinn látni tilheyrði hópi fólks sem var við köfun á svæðinu. Fjöl- mennt lið björgunarmanna var kallað út eftir að tilkynnt var um slysið, meðal annars varðskip sem þá var í nágrenninu. Var með hópi að kafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.