Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 Hin árlega sveitasöngvahátíð Ice- land Country Music Festival verður haldin í þriðja skipti í Hvíta húsinu á Selfossi næstkomandi laugardags- kvöld. Axel Ó. er frumkvöðull hátíðarinn- ar og einn listamannanna sem koma fram á tónleikunum. Hann sagði að aðsóknin hefði vaxið ár frá ári og nú væri m.a. von á gestum frá Banda- ríkjunum. Þeir hafi drifið sig í Ís- landsferð í tilefni hátíðarinnar. Auk Axels Ó. koma fram Stefanía Svavars, sem hefur getið sér gott orð fyrir flutning sveitatónlistar, og Sar- ah Hobbs, sem er rísandi kántrí- stjarna í Texas. Hljómsveitina skipa Magnús Kjartansson, píanó- og hljómborðsleikari, Dan Cassidy fiðluleikari, Sigurgeir Sigmundsson, gítar- og slædgítarleikari, Finnbogi Kjartansson bassaleikari og Birgir Nielsen trommuleikari. Húsið verður opnað kl. 18 fyrir matargesti og tónlistardagskráin hefst klukkan 20. gudni@mbl.is Sveitasöngva- hátíðin á Selfossi  Söngvararnir Axel Ó., Stefanía Svavars og Sarah Hobbs koma fram ásamt hljómsveit Sarah Hobbs söngkona frá Texas Axel Ó. sveitatónlistarmaður Stefanía Svavars söngkona Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fornleifarannsókn á lóð Stjórnar- ráðsins er að hefjast og verður væntanlega byrjað undir lok næstu viku, að sögn Völu Garðars- dóttur fornleifafræðings. Fyrir- tæki hennar, VG-fornleifarann- sóknir, hefur fengið leyfi Minjastofnunar Íslands til rann- sóknarinnar. Eins og fram hefur komið kærði Fornleifastofnun Íslands ses. út- boð Framkvæmdasýslu ríkisins vegna forn- leifauppgraftar á lóð við Stjórn- arráðshúsið. Kærunefnd út- boðsmála hafn- aði kröfunni. Hellur og lagnir ehf. buðu lægst í verkefnið en VG-fornleifa- rannsóknir eru undirverktaki hjá þeim. „Við erum komin á svæðið, er- um að koma okkur fyrir og að opna svæðið,“ sagði Vala. Svæðið sem á að rannsaka er 1.100 til 1.200 fermetrar að flatarmáli. Reiknað er með að um tíu manns samtals vinni við rannsóknina. Verkinu verður skipt í tvo áfanga. Byrjað verður á áfanga 1 næst Bankastræti og unnið þar a.m.k. fram í janúar. Síðan verður byrjað á áfanga 2 næst Hverfisgötu í apr- íl 2020. Gert er ráð fyrir að því að fornleifauppgreftrinum ljúki fyrir næsta haust. Fyrr verður ekki hægt að hefja framkvæmdir á lóð- inni. Vala kvaðst búast við að þarna fyndist margt, sérstaklega frá því eftir 1750. Til eru kort og heim- ildir um byggingar sem þarna hafa staðið eftir 1750. Bygging Tukthússins hófst 1765 en það er nú þekkt sem Stjórnarráðshúsið og hýsir forsætisráðuneytið. „Við eigum von á að finna hluta af 20- 25 byggingum frá ýmsum tímum,“ sagði Vala. „Svo eru heimildir um eldri minjar frá því að Stjórn- arráðshúsið var tekið í gegn að innan árið 1997. Þá fundust leifar af torfvegg undir gólfinu og í hon- um var gjóska frá 1226. Það er því ekki ólíklegt að upp komi minjar frá 12.-13. öld og jafnvel eldri.“ Teikning/Framkvæmdasýsla ríkisins Stjórnarráðsreitur Fornleifarannsókn fer fram á lóðinni þar sem nýbygg- ingin mun rísa. Svæðið er um 1.100 til 1.200 fermetrar.Vala Garðarsdóttir Leita fornleifa við Stjórnarráðshúsið  Verkefninu lýkur næsta haust m. Lítil og létt loftpressa. Kemur með fjórum stútum sem passa á dekk, bolta, vindsængur og fleira. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu Verð 16.900 kr. (án rafhlöðu) M12 Inflator Alvöru loftpressa fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 Veðrið á höfuðborgarsvæðinu síð- astliðnar vikur hefur veitt vinnu- flokkum færi á að sinna nauðsyn- legu viðhaldi á götum og gangstígum. Hafa þessir hópar því verið nokkuð áberandi undanfarið. Þessir vösku menn sem ljósmynd- ari Morgunblaðsins rakst á við Kauptún í Garðabæ voru önnum kafnir við vegmerkingar. Skýrar veglínur og sebrabrautir geta skipt sköpum þegar kemur að umferðar- öryggi. Götumálun hefur einnig farið fram í íbúðahverfum í borginni í sumar. Þannig mátti t.a.m. nýverið sjá vinnuhóp í Hlíðahverfi í Reykja- vík. Vann sá að því að merkja bíla- stæði, gangbrautir og miðlínur. Útlit er fyrir að viðhald þetta stöðvist tímabundið næstu daga en Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir fremur vætusömu veðri á suðvest- urhorni landsins. Hugað að mikilvægum öryggisatriðum í umferðinni Merkingar gerðar sýnilegar Morgunblaðið/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.