Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019
✝ Óli FreyrKristjánsson
fædd-ist í Árósum
6. júlí 1978. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 25.
ágúst 2019. For-
eldrar hans eru
Þuríður R. Sigurð-
ardóttir, f. 10. mars
1955, og Kristján
A. Ólason, f. 13.
júní 1954.
Foreldrar Kristjáns eru
Soffía A. Haraldsdóttir, f. 24.
maí 1931, og Óli Kristjánsson, f.
22. febrúar 1926.
Systkini Óla Freys eru: Árni
Snær, f. 4. september 1984,
maki Edda Rós Skúladóttir, f.
12. mars 1987. Börn hans eru
Jóhann Grétar og Hilma Rakel;
Soffía Rún, f. 16. febrúar 1988,
maki Elías Jóhann, f. 10. mars
1985. Börn hennar eru Viktoría
Karla, f. 21. ágúst 2015, d. 21.
ágúst 2015, Hinrik Karl og
Harpa Stefanía.
Óli Freyr kvæntist 17. maí
2014 Ágústu Amalíu Sig-
urbjörnsdóttur, f.
15. janúar 1974.
Foreldrar hennar
eru Katrín K.
Karlsdóttir, f. 23.
september 1946, og
Sigurbjörn Víðir
Eggertsson, f. 19.
júlí 1948.
Börn Óla Freys
og Ágústu Amalíu
eru: Vigdís Karla, f.
29. ágúst 2004,
Kristján Karl, f. 12. júní 2008,
og Katrín Kristjana, f. 27. febr-
úar 2010.
Óli Freyr lauk stúdentsprófi
frá Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ, útskrifaðist sem iðn-
tæknifræðingur frá Háskól-
anum í Reykjavík 2008 og með
MBA-gráðu 2016 frá sama
skóla.
Síðustu ár starfaði Óli Freyr
hjá Arion banka sem sérfræð-
ingur á sviði eignastýringar.
Útför Óla Freys fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 5. sept-
ember 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Það er þungbærara en orð fá
lýst að kveðja þig elsku stóri
bróðir okkar, Óli.
Lífið getur verið svo ósann-
gjarnt og það er erfitt að skilja
hvers vegna þú ert tekinn frá okk-
ur svona alltof fljótt. Það eina sem
býðst er að fylgja með og taka því
sem koma skal. Lítil skref dag
fyrir dag því þessi ganga verður
löng.
Þetta er búið að vera erfiður
tími og verður það áfram. Það er
svo sárt að vita til þess að nær-
veru þinnar verður ekki lengur
við notið. Það er huggun í því sem
eftir situr, svo margt gott sem við
erum þér þakklát fyrir og allar
þær góðu minningar og samveru-
stundir sem við áttum saman.
Missir okkar sem eftir lifum er
mikill.
Óli var sterkur persónuleiki;
hjartahlýr, hugrakkur, yfirvegað-
ur, traustur, hógvær, með yndis-
lega nærveru, góðan húmor og
bjó yfir stóískri ró. Hann hafði
alla þá mannkosti sem eldri bróð-
ir þarf að hafa. Hann var alltaf til
staðar fyrir okkur, tilbúinn að
hlusta, veita ráð og hjálpa. Þú
hafðir mikinn metnað fyrir hönd
okkar systkina og má þar nefna
ófá kvöldin sem við sátum með
þér og þú aðstoðaðir okkur með
námið. Þú vísaðir okkur veginn og
aðstoðaðir við að ná þangað sem
við ætluðum með því að hvetja
okkur áfram og hafa trú á sjálfum
okkur. Þú varst og ert fyrirmynd
okkar í einu og öllu og verður það
alltaf.
Við vorum virkilega lánsöm
fjölskyldan að hafa farið saman til
Flórída yfir jólin 2014. Þar gerðir
þú, Óli, ferðina ógleymanlega með
því að eiga það til að vera svolítið
utan við þig með því að panta bíla-
leigubílinn á rangan flugvöll með
tilheyrandi umstangi sem fólst í
bíltúr á milli flugvalla í Orlando. Í
lok ferðar á leið á flugvöllinn átt-
aðir þú þig á því að þú hafðir
gleymt tösku með vegabréfum
ykkar Ágústu og krakkanna í
húsinu sem við dvöldum í fríinu.
Með mikilli samheldni fjölskyld-
unnar út um alla Orlando í jóla-
umferðinni tókst að koma vega-
bréfunum til ykkar í tæka tíð af
því að flugmaðurinn ákvað að bíða
eftir ykkur, svo þið kæmust heim.
Við eigum eftir að ylja okkur
við allar góðu minningarnar með
þér; öll grillin í Kjarrmóunum,
steikti fiskurinn í Löngumýrinni
og stundirnar við Meðalfellsvatn.
Þín verður sárt saknað elsku
bróðir okkar.
Minningarnar lifa og eigum við
svo fallegar minningar með þér
sem við munum halda á lofti og
heiðra minningu þína alla tíð.
Söknuðurinn er sár og líf okkar
mun ekki verða samt eftir fráfall
þitt. Þú munt lifa í hjörtum okkar
að eilífu.
Elsku Óli stóri bróðir okkar,
við kveðjum þig með trega og
sorg í hjarta. Við munum halda
þétt utan um hvert annað þangað
til leiðir okkar liggja saman á ný.
Árni Snær og Soffía Rún.
Elskulegi og fallegi bróðurson-
ur okkar Óli Freyr Kristjánsson
er látinn eftir erfið veikindi, langt
fyrir aldur fram aðeins 41 árs
gamall.
Óli Freyr var þriðji í röðinni af
fjórtán barnabörnum foreldra
okkar og var stoð og stytta systk-
ina sinna og fyrirmynd yngri
frændsystkina.
Hann var traustur ungur mað-
ur sem lagði stund á vinnu sína
fram á síðasta dag og fylgdi börn-
um sínum eftir í öllu sem þau tóku
sér fyrir hendur.
Hann mætti með bros á vör í
allar fjölskyldusamkomur og bar
sig ávallt vel, þannig að oft trúð-
um við því að hann myndi sigrast
á sjúkdómnum, sem hann ætlaði
sér svo sannarlega að gera.
Við færum nánustu fjölskyldu
Óla Freys okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur, Ágústu, Vigdísi,
Kristjáni, Katrínu, Þurý, Krist-
jáni, Árna, Eddu, Soffíu og Ella.
Minningin um góðan dreng lifir
í hjarta okkar allra.
Börnin okkar
eru ljóð sem lifa,
ort af okkur saman,
vitnisburður ástar,
óður til lífsins,
lífs sem við getum kveikt
saman, með Guðs hjálp,
lífs sem heldur áfram
og verður ekki afmáð.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Haraldur, Kristín,
Stella og Ingibjörg.
Það er með miklum söknuði í
hjarta að ég kveð æskuvin minn,
Óla Frey.
Vinátta okkar Óla hefur varað
frá blautu barnsbeini. Við erum
báðir fæddir á Jótlandi sumarið
1978, þar sem foreldrar okkar
voru við nám. Það var mikill sam-
gangur á milli fjölskyldna okkar í
Danmörku og urðum við miklir
vinir.
Seinna hófum við skólagöngu
okkar saman í fyrsta bekk í Hofs-
staðaskóla. Eftir 1. bekk flutti ég
aftur til Danmerkur en ávallt var
vinskapur okkar sem áður fyrr.
Við allar heimkomur var farið í
heimsókn til Óla í Hrísmóunum.
Ótal minningar vakna um túttu-
byssusmíðar, handbolta í kjallar-
anum, rjúkandi heitt banana-
brauð og endalausa hlustun á
„The Final Countdown“ í kass-
ettutækinu hans Óla.
Eftir að ég flutti heim styrkt-
ust vináttuböndin enn frekar.
Garðaskóli var næsti áfangastað-
ur þar sem tónlist átti hug okkar
allan, bæði sem plötusnúðar í há-
degishléinu eða sem hljómsveit-
armeðlimir í Rajah. Óli spilaði á
bassann, og var hið rólega og yfir-
vegaða akkeri í bandinu.
Á sama tíma byrjuðum við að
æfa blak í Stjörnunni. Hæfileikar
hans á vellinum gáfu honum tæki-
færi á að spila með landsliðum Ís-
lands. Með liðunum ferðuðumst
við mikið innanlands sem utan.
Ótal minningar um þau ferðalög
mun ég geyma.
Síðastliðin 20 ár höfum við fjöl-
skyldan verið búsett erlendis.
Minnist ég heimsókna Óla og
Ágústu til Danmerkur og þá sér-
staklega í brúðkaup okkar Krist-
ínar.
Við fjölskyldan höfum verið bú-
sett í Ósló síðastliðin ár, heimsókn
vinanna þangað fyrir þremur ár-
um er mér sérstaklega minnis-
stæð. Þar áttum við frábæra
daga, allt var eins og það átti að
vera. Frábært veður, góður mat-
ur og heitar umræður um pólitík
og eru þær umræður oft líflegar í
okkar vinahópi. Í alla staði ferð
sem við vinirnir munum lifa á um
ókomna tíð.
Veiðiferðir okkar félaganna
eru álíka minnisstæðar. Minnis-
stæðar fyrir þær sakir að við höf-
um aldrei veitt fisk í sameiginleg-
um ferðum okkar fjögurra. Ég er
þakklátur fyrir okkar síðustu
veiðiferð fyrir rúmum mánuði
sem sýndi áhuga, vilja og styrk
Óla þrátt fyrir veikindi sín.
Við höfum verið nokkuð sam-
stiga í barneignum og höfum við
átt margar góðar samverustundir
með fjölskyldum okkar í gegnum
árin.
Á síðustu árum hef ég notið
þess að heimsækja Óla og fjöl-
skyldu í tengslum við tíðar ferðir
mínar til landsins. Óli var með
einstaklega þægilega nærveru og
lét manni alltaf líða vel. Góðar
minningar um spjall um stjórn-
mál, „boltann“ og Stjörnuna sitja
eftir.
Það verður erfitt að vera án
Óla, við áttum eftir að gera svo
margt saman. Minningarnar sem
eftir standa verða dýrmætari af
þeim sökum og það verða mörg
tilefni í framtíðinni þar sem ég
mun minnast Óla Freys með
hlýju.
Nú þegar ég kveð Óla Frey
kemur einungis eitt orð upp í hug-
ann, þakklæti. Þakklæti fyrir að
hafa átt svona traustan og góðan
vin sem hefur fylgt mér frá fæð-
ingu.
Elsku Ágústa, Vigdís, Krist-
ján, Katrín, Þurí, Kiddi, Árni,
Soffía og fjölskylda. Við Kristín
og börnin vottum ykkur okkar
dýpstu samúð. Guð veri með ykk-
ur og gefi ykkur styrk á þessum
erfiðu tímum.
Hvíl þú í friði, elsku Óli Freyr.
Hallgrímur Þór Sigurðsson.
Sumarið var skyndilega á brott
með lit sinn og ljóma, og svartir
bólstrar huldu sólu, þegar and-
látsfregnin barst 25. ágúst sl. Svo
lifandi var þessi bjarti og heil-
steypti félagi í hugum okkar, að
lát hans er sem ógnargjá á lífsins
vegi.
Ekki fer á milli mála að vini
mínum var búið gott veganesti úr
foreldrahúsum. Með lífi sínu og
störfum hefur hann sýnt og sann-
að, hvert það veganesti var. Slík-
ur eðalmaður sem hann sprettur
ekki úr harðhnjóskumold, heldur
aðeins af traustum og sterkum
stofni. Það er sannarlega gæfa að
verða aðnjótandi slíkra erfða og
eðliskosta og bera þeim vitni ævi-
langt. Það eru fegurstu eftirmæli,
sem flytja má foreldrum sínum.
Oft hefur það hvarflað að
manni hvílík gæfa það er að hafa
átt þess kost að njóta vináttu Óla
Freys frá unglingsaldri. Tíminn
sem við höfum átt með honum
varð alltof stuttur, en þrátt fyrir
það eru svo ótalmargar ánægju-
stundir sem rifjast nú upp, enda
margt brallað og víða í gegnum
tíðina. Vinahópurinn, jafn ólíkur
og hann er, hefur haft margt á
prjónunum, og margir hafa
hlaupið hratt og klifið hátt. Kapp
Óla vinar okkar var alltaf með
mikilli forsjá. Hann var ávallt
trausti bakhjarlinn, sem hægt var
að reiða sig á, og þar kom hans
stóíska ró og einstaka yfirvegun
ótalsinnum til góða.
Margs er að minnast: Sumarið
eftir níunda bekk kemur einna
fyrst í hugann, þegar körfubol-
tamanían yfirtók allt og við spil-
uðum alla daga með græjurnar í
botni; ökuferðin á Laugarvatn
með Kristjáni, pabba Óla, vel fyr-
ir verslunarmannahelgi til þess að
koma okkur í örugga höfn, svo
sollurinn gripi okkur ekki á fjör-
ugustu skemmtanahelgi ársins;
heimkoman eftir páskana ’95,
himinlifandi og þakklátir fyrir að
komast heilir heim eftir ævintýra-
lega óveðursferð í Skaftafell;
menntaskólaárin með ærslum og
áskorunum og vinnan í félagsmið-
stöðinni Garðalundi. Allar þessar
og fleiri ógleymanlegar minning-
ar brjótast nú fram hver af ann-
arri.
Hæst ber þó ferð okkar félag-
anna til Nepal, þegar Óli Freyr
ákvað að skella sér með skömmu
fyrir brottför. Hann kynnti sig til
leiks sem hirðmyndasmiður ferð-
arinnar. Sá grunur læddist að
okkur að foreldrar okkar hinna
hefðu fengið Óla til þess að slást í
för í því skyni að hafa stjórn á
hópnum. Í öllu falli var það ljóst
að það sefaði foreldrana verulega
að vita af því að Óli Freyr færi
með í þá ævintýraferð. Þarna vor-
um við áhyggjulausir ungir menn
og allt lífið var framundan.
Að heimdraganum hleyptum
og ríkari af þeirri reynslu að æv-
intýrin gátu orðið grá og tekið
sinn toll, þá hófu menn að und-
irbúa þann kafla í lífinu sem fólst í
því að festa sitt ráð. Það man ég
sem það hefði gerst í gær þegar
Óli Freyr glaður í bragði og með
sólskinsbros í andlitinu öllu tjáði
okkur félögunum að hann væri að
byrja að slá sér upp með henni
Ágústu sinni. Og það hefur svo
sannarlega sýnt sig og sannað að
þar höndlaði hann stóra vinning-
inn í lífinu.
Það syrtir að. Svo mjög að vart
sér handa skil. Þá er gott að eiga
góða að, því það er víst að lífið
heldur áfram og dagur birtir á ný.
Á sárri skilnaðarstund er efst í
huga þakklæti fyrir björt og glöð
æskuár, falslausa vináttu og sam-
fylgdina alla. Elsku Ágústu, börn-
um og öðrum ástvinum sendum
við Elísabet okkar dýpstu samúð-
arkveðjur með ósk um að þeim
veitist huggun og styrkur í þung-
um harmi. Megi bjartar og kærar
minningar lýsa veginn úr dimm-
um dal.
Hilmar Ingimundarson.
Þegar maður hitti eða ræddi
við Óla Frey leið manni vel því
nærvera hans og framkoma var
alltaf svo ekta og frá honum
runnu jákvæðir og innilegir
straumar sem spruttu fram sem
tær lind úr hans hreina og góða
hjarta. Hans fallega og hlýja bros
kemur upp í hugann þegar maður
hugsar til ýmissa samverustunda
og hann sýndi alltaf svo mikinn
velvilja til allra sem hann átti
samskipti við. Það er hægt að
skrifa doðrant um þennan frá-
bæra dreng sem nú hefur kvatt
okkur, a.m.k. tímabundið. Óli
Freyr var alveg einstakur og svo
gegnheil og góð manneskja. Það
sem t.d. kemur upp í hugann er
þáttur sem er svo verðmætur en
það er að hann var framúrskar-
andi fyrirmynd. Þess vegna var
hann boðberi birtu í líf okkar allra
og hann mun sannarlega lýsa
okkur áfram, og fyrir það er ég
svo þakklátur þegar ég minnist
elsku frænda míns.
Mér er minnisstætt þegar ég
fór með fjölskyldu minni til Dan-
merkur árið 1978, aðeins 10 ára
gamall, og Óli Freyr var nýfædd-
ur. Ég var afar stoltur af þessum
nýja frænda mínum og ég var svo
ánægður að ég var sá fyrsti sem
gaf honum leikfangabíl. Mér þótti
þetta svakalega merkilegt og mér
fannst við þarna tengjast vina-
böndum.
Krafturinn og dugnaðurinn í
frænda mínum var með ólíkindum
og hann kláraði ýmis verkefni á
síðustu árum, t.d. lauk hann
MBA-námi og skrifaði bók sem ég
naut að heyra hann lýsa fyrir mér.
En þrátt fyrir alla sína mannkosti
og afrek var Óli Freyr samt hóg-
vær og lítillátur. Þegar ég hugsa
til baka þá held ég að það lýsi
hæfileikum hans einna best að
honum tókst að leiðbeina mér í
gegnum síma að lagfæra hitakerf-
ið heima hjá mér. Ég sagði honum
sem var að ég kynni ekkert á
þetta. Hann bað mig bara að lýsa
því sem ég sá og sagði svo „farðu
og kauptu þetta ... og hringdu svo
aftur í mig“. Það var síðan krafta-
verk í mínum huga að ég náði að
lagfæra kerfið með leiðsögn Óla
Freys í símanum því ekki er hægt
að finna mann með fleiri þumal-
putta en mig, og að vera handlag-
inn er eins fjarri mér og tunglið
sjálft.
Elsku Ágústa, Vigdís Karla,
Kristján Karl, Katrín Kristjana,
Þurý, Kristján, Árni Snær, Soffía
Rún, fjölskylda og vinir; söknuð-
urinn og hryggðin er miklu meiri
en orð fá lýst. Ég bið þess að Jes-
ús og englarnir umvefji ykkur,
blessi og gefi ykkur styrk á þess-
um ólýsanlega erfiðum tímum.
Jesús sagði: „Sannlega, sannlega
segi ég yður: Sá sem trúir hefur
eilíft líf.“ Tími okkar á jörðinni er
bara brot af lífinu og ferðalag
okkar er því rétt að hefjast og ég
trúi því innilega að við hittum Óla
Frey aftur. Ég veit hann bíður
eftir okkur spenntur og þá fær
maður aftur að sjá fallega brosið
hans og njóta innilega og hlýja
faðmlagsins hans sem yljar um
ókomna tíð. Guð geymi þig elsku
frændi minn og sjáumst.
Sigurður Ragnarsson.
Elsku Óli minn. Það er ólýsan-
lega sárt að þurfa að kveðja mann
eins einstakan og þig. Fyrir mig
sem hafði ekki þekkt þig það lengi
í árum þótti mér samt tengingin á
milli okkar vera eins og við hefð-
um þekkst um árabil. Ég fann
strax þegar ég kom í fyrstu heim-
sóknina til ykkar Ágústu með
Soffíu að heima hjá ykkur var
gott að vera. Þannig hafði verið
búið um heimilið, alveg eins og þú
vildir hafa það. Við tengdum strax
með ljósdökkum húmor og svo
hjálpaði að Man. Utd. var okkar
lið, þó að síðustu ár hafi ekki verið
mjög blessunarleg sem aðdáend-
ur þeirra. Þessi stóíska ró og
hlýja nærvera sem umlék þig er
ekki að finna hvar sem er og
hvernig þú tókst öllu með svo
mikilli yfirvegun er klárlega eitt-
hvað sem hefur kennt okkur hin-
um, eitthvað sem við munum taka
með okkur í gegnum lífið.
Ég mun sakna þess mikið að
hafa þig ekki í matarboðum í
Löngumýri, því þegar kom til
heitrar umræðu við matarborðið
var alltaf gott að hafa Óla í horni
til að annaðhvort bakka sig upp
Óli Freyr
Kristjánsson
HINSTA KVEÐJA
Við komum til að kveðja hann í dag,
sem kvaddi löngu fyrir sólarlag.
Frá manndómsstarfi á miðri
þroskabraut,
hann má nú hverfa í jarðarinnar
skaut,
sem börnum átti að búa vernd og
skjól
er burtu kippt af lífsins sjónarhól.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Afi og amma,
Óli og Soffía.
Stjúpmóðir okkar og frænka,
MAJ-LIS TÓMASSON,
María Karlsdóttir,
hjúkrunarfræðingur,
Víðimel 42, Reykjavík,
lést föstudaginn 16. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu
föstudaginn 6. september klukkan 15.
Ragnhildur Benediktsdóttir
Þorgerður Benediktsdóttir
Leena Täubler
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
EINARA MAGNÚSDÓTTIR,
Hörðukórum 5,
Kópavogi,
áður búsett í Bandaríkjunum,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn
29. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
6. september klukkan 15.
Einar Ásgeirsson
Ásgeir Einarsson Ásgeirsson Patricia Ásgeirsson
Valur Magnús Valtýsson Inga Dóra Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
SÍMON SIGURMONSSON
ferðaþjónustubóndi,
Görðum í Staðarsveit,
lést á Brákarhlíð í Borgarnesi laugardaginn
24. ágúst.
Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju
föstudaginn 6. september klukkan 14.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á að styrkja Neistann, styrktarfélag hjartveikra
barna: 0546-26-5810, kt. 581096-2329.
Svava Svandís Guðmundsdóttir
og fjölskylda hins látna