Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 Nágrannar Staksteina í 101 láguí heitu pottunum og bölvuðu „hlýnun jarðar“ fyrir að ágústmán- uður hafði orðið skítsæmilegur, allt annar og betri en í fyrra. En þá komu þessi boð frá Veðurstofunni um tíðarfar í ágúst:    Ágústmánuðurhefur ekki verið jafn kaldur og nú síðan 1993! Mánuðurinn var fremur kaldur um land allt, sér- staklega um land- ið norðan- og austanvert. Þurrt og bjart var um landið sunnan- og vestanvert en blautara norðaust- anlands. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi.    Meðalhiti í Reykjavík var 10,8stig, eða 0,5 stigum yfir með- allagi áranna 1961 til 1990, en 0,5 stigum undir meðallagi síðustu tíu ár. Á Akureyri var meðalhitinn 9,3 stig, -0,7 stigum undir meðallagi ár- in 1961 til 1990 en -1,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ár. Í Stykkis- hólmi var meðalhitinn 9,5 stig og 10,3 stig á Höfn í Hornafirði.    Meðalhiti mánaðarins var hæst-ur á Steinum undir Eyjafjöll- um, 11,2 stig, en lægstur 3,1 stig á Gagnheiði. Í byggð var meðalhitinn lægstur 6,5 stig á Gjögurvelli. Hæsti hiti mánaðarins mældist 23,4 stig á Torfum í Eyjafirði. Mesta frost -3,6 stig á Brúsastöðum.“    Frægðarfólk hafði varla náð hitaí kroppinn aftur eftir fagn- aðinn yfir að Okið væri orðið jafn ísað og það var fyrir 60 árum, svo að Mogginn gat notað gömlu mynd- ina óbreytta.    Stýrir Pence Veðurstofunni? Ha? Meira ok? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Tjarnarbíó - Listasafn Íslands - Ráðhús Reykjavíkur - Hard Rock Cafe - Borgarbókasafn 4.-8. SEPTEMBER www.reykjavikjazz.is facebook.com/Rvk.jazz miðasala á tix.is Dregið hefur verulega úr aukningu umferðar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt mælingum Vegagerðar- innar í nýliðnum mánuði. Umferðin jókst þó lítið eitt í ágúst, eða um 0,4 prósent yfir þrjú lykilsmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgar- svæðinu miðað við sama mánuð í fyrra skv. yfirliti sem Vegagerðin birti í gær. ,,Þessi litla heildaraukn- ing er borin uppi af 1,5% aukningu í mælisniði ofan Ártúnsbrekku því umferð í hinum tveimur sniðunum dróst saman um 0,4% og 0,2%,“ segir þar. Umferðin um götur höfuðborg- arsvæðisins hefur vaxið mikið á síð- ustu árum og var meðalumferðin 176.614 ökutæki á sólarhring í ný- liðnum ágústmánuði við þrjár lyk- ilmælistöðvar Vegagerðarinnar, sem er rúmlega 600 fleiri ökutæki á sólarhring en í sama mánuði í fyrra. 28 þúsund fleiri ökutæki voru á ferðinni á sólarhring í seinasta mánuði en í ágúst árið 2015 að því er lesa má úr tölum Vegagerðarinn- ar. Í frétt Vegagerðarinnar segir að umferðin frá áramótum hafi ein- ungis aukist um 1,2 prósent og útlit sé nú fyrir að heildaraukningin í ár geti numið 2,4 prósentum. Það yrði þá minnsta aukning síðan árið 2012. Hægir á aukningu bílaumferðar  28 þúsund fleiri ökutæki á ferð en fyr- ir fjórum árum á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/Ómar Bílaumferð Mest var ekið á fimmtu- dögum en minnst á sunnudögum. Baggalútur býður sem fyrr upp á jólatónleika í ár og að þessu sinni verða haldnir 18 tónleikar í Há- skólabíói. Miðasala hófst á þriðjudag- inn og samkvæmt upplýsingum frá Tix.is, sem sér um miðasöluna, eru 948 miðar í boði á hverja tónleika. Í fyrra seldist upp á alla tónleika Baggalúts og ef árið er í ár verður með svipuðu sniði munu alls 17.064 manns sjá Baggalút spila. Það gerir um 4,7% af þjóðinni. Miðasala fer mjög vel af stað „Það er ekki alveg uppselt en miða- salan fór mjög vel af stað,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Tix.is. Nú þegar er uppselt á nokkra tónleika. „Þetta er mjög svipað og í fyrra. Þeir ákváðu í ár að setja alla tónleikana í sölu strax. Í fyrra byrjuðu þeir á 10 tónleikum og bættu svo við. En það var svo mikil eftirspurn að þeir hentu þessu öllu inn. Það voru líka 18 tónleikar í fyrra þannig að það verður svipað,“segir Hrefna. Hún telur líklegt að seljast muni upp á tónleikana aftur í ár. „Fólk fær ekki nóg af þessu,“ segir hún og hlær. Þetta er fjórtánda árið sem hljóm- sveitin Baggalútur kemur saman og heldur jólatónleika. Bragi Valdimar Skúlason, einn liðsmanna Baggalúts og hirðskáld hljómsveitarinnar, sagði í samtali við mbl.is í vikunni að hljómsveitin hefði komið sér upp kojum í Háskólabíói á meðan á „vertíðinni“ stóð í fyrra. „Þetta var eins og að vera á góðum togara,“ sagði Bragi. Fyrstu tónleikar sveitarinnar í ár verða kl. 17 föstudaginn 6. desember. Vertíðinni lýkur síðan með loka- tónleikum kl. 21 hinn 21. desember. Um 4,7% þjóðar býðst að sjá Baggalút  Baggalútur heldur 18 jólatónleika í ár  Miðasala hafin Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson Baggalútur Hljómsveitin var í stuði á tónleikum sínum í Hofi í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.