Morgunblaðið - 05.09.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019
Nágrannar Staksteina í 101 láguí heitu pottunum og bölvuðu
„hlýnun jarðar“ fyrir að ágústmán-
uður hafði orðið skítsæmilegur, allt
annar og betri en í fyrra. En þá
komu þessi boð frá Veðurstofunni
um tíðarfar í ágúst:
Ágústmánuðurhefur ekki
verið jafn kaldur
og nú síðan 1993!
Mánuðurinn var
fremur kaldur um
land allt, sér-
staklega um land-
ið norðan- og
austanvert. Þurrt
og bjart var um landið sunnan- og
vestanvert en blautara norðaust-
anlands. Norðaustlægar áttir voru
ríkjandi.
Meðalhiti í Reykjavík var 10,8stig, eða 0,5 stigum yfir með-
allagi áranna 1961 til 1990, en 0,5
stigum undir meðallagi síðustu tíu
ár. Á Akureyri var meðalhitinn 9,3
stig, -0,7 stigum undir meðallagi ár-
in 1961 til 1990 en -1,3 stigum undir
meðallagi síðustu tíu ár. Í Stykkis-
hólmi var meðalhitinn 9,5 stig og
10,3 stig á Höfn í Hornafirði.
Meðalhiti mánaðarins var hæst-ur á Steinum undir Eyjafjöll-
um, 11,2 stig, en lægstur 3,1 stig á
Gagnheiði. Í byggð var meðalhitinn
lægstur 6,5 stig á Gjögurvelli.
Hæsti hiti mánaðarins mældist 23,4
stig á Torfum í Eyjafirði. Mesta
frost -3,6 stig á Brúsastöðum.“
Frægðarfólk hafði varla náð hitaí kroppinn aftur eftir fagn-
aðinn yfir að Okið væri orðið jafn
ísað og það var fyrir 60 árum, svo
að Mogginn gat notað gömlu mynd-
ina óbreytta.
Stýrir Pence Veðurstofunni?
Ha? Meira ok?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Tjarnarbíó - Listasafn Íslands - Ráðhús Reykjavíkur - Hard Rock Cafe - Borgarbókasafn
4.-8. SEPTEMBER
www.reykjavikjazz.is
facebook.com/Rvk.jazz
miðasala á tix.is
Dregið hefur verulega úr aukningu
umferðar á höfuðborgarsvæðinu
samkvæmt mælingum Vegagerðar-
innar í nýliðnum mánuði. Umferðin
jókst þó lítið eitt í ágúst, eða um 0,4
prósent yfir þrjú lykilsmælisnið
Vegagerðarinnar á höfuðborgar-
svæðinu miðað við sama mánuð í
fyrra skv. yfirliti sem Vegagerðin
birti í gær. ,,Þessi litla heildaraukn-
ing er borin uppi af 1,5% aukningu í
mælisniði ofan Ártúnsbrekku því
umferð í hinum tveimur sniðunum
dróst saman um 0,4% og 0,2%,“
segir þar.
Umferðin um götur höfuðborg-
arsvæðisins hefur vaxið mikið á síð-
ustu árum og var meðalumferðin
176.614 ökutæki á sólarhring í ný-
liðnum ágústmánuði við þrjár lyk-
ilmælistöðvar Vegagerðarinnar,
sem er rúmlega 600 fleiri ökutæki á
sólarhring en í sama mánuði í fyrra.
28 þúsund fleiri ökutæki voru á
ferðinni á sólarhring í seinasta
mánuði en í ágúst árið 2015 að því
er lesa má úr tölum Vegagerðarinn-
ar.
Í frétt Vegagerðarinnar segir að
umferðin frá áramótum hafi ein-
ungis aukist um 1,2 prósent og útlit
sé nú fyrir að heildaraukningin í ár
geti numið 2,4 prósentum. Það yrði
þá minnsta aukning síðan árið 2012.
Hægir á aukningu bílaumferðar
28 þúsund fleiri ökutæki á ferð en fyr-
ir fjórum árum á höfuðborgarsvæðinu
Morgunblaðið/Ómar
Bílaumferð Mest var ekið á fimmtu-
dögum en minnst á sunnudögum.
Baggalútur býður sem fyrr upp á
jólatónleika í ár og að þessu sinni
verða haldnir 18 tónleikar í Há-
skólabíói. Miðasala hófst á þriðjudag-
inn og samkvæmt upplýsingum frá
Tix.is, sem sér um miðasöluna, eru
948 miðar í boði á hverja tónleika.
Í fyrra seldist upp á alla tónleika
Baggalúts og ef árið er í ár verður
með svipuðu sniði munu alls 17.064
manns sjá Baggalút spila. Það gerir
um 4,7% af þjóðinni.
Miðasala fer mjög vel af stað
„Það er ekki alveg uppselt en miða-
salan fór mjög vel af stað,“ segir
Hrefna Sif Jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Tix.is. Nú þegar er
uppselt á nokkra tónleika. „Þetta er
mjög svipað og í fyrra. Þeir ákváðu í
ár að setja alla tónleikana í sölu strax.
Í fyrra byrjuðu þeir á 10 tónleikum
og bættu svo við. En það var svo mikil
eftirspurn að þeir hentu þessu öllu
inn. Það voru líka 18 tónleikar í fyrra
þannig að það verður svipað,“segir
Hrefna.
Hún telur líklegt að seljast muni
upp á tónleikana aftur í ár. „Fólk fær
ekki nóg af þessu,“ segir hún og hlær.
Þetta er fjórtánda árið sem hljóm-
sveitin Baggalútur kemur saman og
heldur jólatónleika.
Bragi Valdimar Skúlason, einn
liðsmanna Baggalúts og hirðskáld
hljómsveitarinnar, sagði í samtali við
mbl.is í vikunni að hljómsveitin hefði
komið sér upp kojum í Háskólabíói á
meðan á „vertíðinni“ stóð í fyrra.
„Þetta var eins og að vera á góðum
togara,“ sagði Bragi.
Fyrstu tónleikar sveitarinnar í ár
verða kl. 17 föstudaginn 6. desember.
Vertíðinni lýkur síðan með loka-
tónleikum kl. 21 hinn 21. desember.
Um 4,7% þjóðar
býðst að sjá Baggalút
Baggalútur heldur
18 jólatónleika í ár
Miðasala hafin
Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson
Baggalútur Hljómsveitin var í stuði
á tónleikum sínum í Hofi í fyrra.