Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 58
Tilefni útsendingarinnar var það að Akureyri fagnaði afmælinu sínu með hinni árlegu Akureyrarvöku sem er menningarhátíð þeirra. Það er ekki ofsögum sagt að menningarlífið á Akureyri sé öflugt og fengu hlust- endur K100 að kynnast því. Meðal gesta Sigga voru t.d. Hilda Jana Gísladóttir sem sjónvarps- áhorfendur kannast við af N4 en hún söðlaði um og fór í pólitíkina og er í dag oddiviti Samfylkingarinnar á Akureyri sem er í meirihluta. „Há- tíðin er menningarafmælishátíð okk- ar sem endurspeglar Akureyri á svo fallegan hátt,“ sagði hún um hátíð- ina. Gellur sem mála í bílskúr komu einnig í heimsókn. Þetta er hópur sem fór á myndlistarnámskeið sam- an og hefur haldið hópinn síðan þá og hittist einu sinni í viku og málar sam- an, í bílskúr. Að vísu er einn karl- maður í hópnum, en í þessum hópi eru allir gellur! Hópurinn stendur reglulega fyrir sýningum og hægt er að fylgjast með Gellum sem mála í bílskúr á Facebook og Instagram. Magni Ásgeirsson hefur búið á Ak- ureyri í sex ár og kann því vel. Hann sagði hlustendum m.a. frá lífinu á Akureyri. Annar tónlistarmaður sem fluttist norður til Akureyrar úr skarkalanum í Reykjavík er Þorvald- ur Bjarni. Hann starfar sem fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Sinfonia Nord. Hann sagði okkur m.a. frá því að sveitin hefði unnið að mörgum spennandi verkefnum í kvikmyndum og sjón- varpi í Hollywood. Stefán Elí er ungur og upprenn- andi tónlistarmaður frá Akureyri sem sagði okkur frá sjálfum sér og öflugu tónlistarlífi á Akureyri. Kraft- inn í tónlistarlífinu megi rekja til deildar innan Tónlistarskólans á Ak- ureyri sem sérhæfir sig í skapandi tónlist. Loks kom Jóhanna Björg lista- kona og sagði frá listalífinu á Akur- eyri sem er öflugt. Bæði eru bæj- arbúar móttækilegir fyrir listinni og listamennirnir standa saman og styrkja hver annan. K100 heldur áfram að setja Akur- eyri í fókus og mun næstu helgi setja fyrirtæki í bænum á oddinn en Heið- ar Austmann verður í beinni útsend- ingu frá Glerártorgi, verslunar- miðstöð bæjarins, á laugardag. Upptökur frá þætti Sigga Gunnars um síðustu helgi, ásamt fullt af öðru skemmtilegu efni er hægt að finna á k100.is Akureyri var í brennidepli á K100 sl. föstudag þegar Siggi Gunnars færði þáttinn sinn norður yfir heiðar og sendi beint út frá Múlabergi á Hótel KEA. Akureyringur Pétur Guðjóns stýrir þætti á K100 alla sunnudaga frá Akureyri, okkar maður á staðnum! Sveitastrákur Magni er alinn upp í fámenn- inu á Borgafirði eystri og unir sér vel í róleg- heitunum á Akureyri. Framkvæmdastjóri Þorvaldur Bjarni starfar í dag sem framkvæmdastjóri Sinfonia Nord og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Ljósmyndir (Stefán Valmundar Gellur Jóhanna Bára Þórisdóttir og Anna María Hjálmarsdóttir eru gellur sem mála í bílskúr. Oddviti Hilda Jana Gísladóttir söðlaði um og fór úr sjónvarpinu í pólitíkina. Akureyri í brennidepli MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 Sérstakur K100-dagur verður í Sporthúsinu í dag, fimmtudaginn 5.september milli 16.00 og 19.00. K100 verður í beinni út- sendingu, plötusnúður frá K100 hækkar að- eins í græjunum og býr til stemningu og auk þess verður Ás- geir Páll á svæðinu í beinni útsendingu. Hin ýmsu fyrirtæki verða á svæðinu að kynna vörur og þjón- ustu. Perform.is kynna vörurnar sínar og gefa smakk, Kíróprak- torstofa Íslands kynnir starfsemi sína ásamt fleirum. Allir sem koma fá K100-passa sem gildir í heila viku. Með passanum getur þú æft í Sport- húsinu eða Sporthús Gull eða farið í þá hóptíma sem eru í boði. Þeir sem skrá sig og fá viku- passa geta átt von á því að verða dregnir úr potti sem inniheldur:  Áróra Joga námskeið  Grunnnámskeið í Bootcamp  Grunnnámskeið í Crossfit  Ólympískar lyftingar hjá Jens  ISR- neyðarvarnarnámskeið  ISR-neyðarvarnarnámskeið fyr- ir konur  Power pilates námskeið  Mánuð í einkaþjálfun  Gjafabréf frá Kírópraktorstofu Íslands Það er um að gera fyrir þá sem hyggjast taka á því í vetur að koma og kynna sér starfsemi Sporthússins með K100 í dag. Sporthúsið opnar dyrnar fyrir öllum í samstarfi við K100 Sporthúsið, í samstarfi við K100, opnar dyrnar sínar og býður alla velkomna í heimsókn í dag frá 16 til 19. Samstarf Sporthúsið opnar dyrnar fyrir öllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.