Morgunblaðið - 05.09.2019, Síða 58

Morgunblaðið - 05.09.2019, Síða 58
Tilefni útsendingarinnar var það að Akureyri fagnaði afmælinu sínu með hinni árlegu Akureyrarvöku sem er menningarhátíð þeirra. Það er ekki ofsögum sagt að menningarlífið á Akureyri sé öflugt og fengu hlust- endur K100 að kynnast því. Meðal gesta Sigga voru t.d. Hilda Jana Gísladóttir sem sjónvarps- áhorfendur kannast við af N4 en hún söðlaði um og fór í pólitíkina og er í dag oddiviti Samfylkingarinnar á Akureyri sem er í meirihluta. „Há- tíðin er menningarafmælishátíð okk- ar sem endurspeglar Akureyri á svo fallegan hátt,“ sagði hún um hátíð- ina. Gellur sem mála í bílskúr komu einnig í heimsókn. Þetta er hópur sem fór á myndlistarnámskeið sam- an og hefur haldið hópinn síðan þá og hittist einu sinni í viku og málar sam- an, í bílskúr. Að vísu er einn karl- maður í hópnum, en í þessum hópi eru allir gellur! Hópurinn stendur reglulega fyrir sýningum og hægt er að fylgjast með Gellum sem mála í bílskúr á Facebook og Instagram. Magni Ásgeirsson hefur búið á Ak- ureyri í sex ár og kann því vel. Hann sagði hlustendum m.a. frá lífinu á Akureyri. Annar tónlistarmaður sem fluttist norður til Akureyrar úr skarkalanum í Reykjavík er Þorvald- ur Bjarni. Hann starfar sem fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Sinfonia Nord. Hann sagði okkur m.a. frá því að sveitin hefði unnið að mörgum spennandi verkefnum í kvikmyndum og sjón- varpi í Hollywood. Stefán Elí er ungur og upprenn- andi tónlistarmaður frá Akureyri sem sagði okkur frá sjálfum sér og öflugu tónlistarlífi á Akureyri. Kraft- inn í tónlistarlífinu megi rekja til deildar innan Tónlistarskólans á Ak- ureyri sem sérhæfir sig í skapandi tónlist. Loks kom Jóhanna Björg lista- kona og sagði frá listalífinu á Akur- eyri sem er öflugt. Bæði eru bæj- arbúar móttækilegir fyrir listinni og listamennirnir standa saman og styrkja hver annan. K100 heldur áfram að setja Akur- eyri í fókus og mun næstu helgi setja fyrirtæki í bænum á oddinn en Heið- ar Austmann verður í beinni útsend- ingu frá Glerártorgi, verslunar- miðstöð bæjarins, á laugardag. Upptökur frá þætti Sigga Gunnars um síðustu helgi, ásamt fullt af öðru skemmtilegu efni er hægt að finna á k100.is Akureyri var í brennidepli á K100 sl. föstudag þegar Siggi Gunnars færði þáttinn sinn norður yfir heiðar og sendi beint út frá Múlabergi á Hótel KEA. Akureyringur Pétur Guðjóns stýrir þætti á K100 alla sunnudaga frá Akureyri, okkar maður á staðnum! Sveitastrákur Magni er alinn upp í fámenn- inu á Borgafirði eystri og unir sér vel í róleg- heitunum á Akureyri. Framkvæmdastjóri Þorvaldur Bjarni starfar í dag sem framkvæmdastjóri Sinfonia Nord og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Ljósmyndir (Stefán Valmundar Gellur Jóhanna Bára Þórisdóttir og Anna María Hjálmarsdóttir eru gellur sem mála í bílskúr. Oddviti Hilda Jana Gísladóttir söðlaði um og fór úr sjónvarpinu í pólitíkina. Akureyri í brennidepli MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 Sérstakur K100-dagur verður í Sporthúsinu í dag, fimmtudaginn 5.september milli 16.00 og 19.00. K100 verður í beinni út- sendingu, plötusnúður frá K100 hækkar að- eins í græjunum og býr til stemningu og auk þess verður Ás- geir Páll á svæðinu í beinni útsendingu. Hin ýmsu fyrirtæki verða á svæðinu að kynna vörur og þjón- ustu. Perform.is kynna vörurnar sínar og gefa smakk, Kíróprak- torstofa Íslands kynnir starfsemi sína ásamt fleirum. Allir sem koma fá K100-passa sem gildir í heila viku. Með passanum getur þú æft í Sport- húsinu eða Sporthús Gull eða farið í þá hóptíma sem eru í boði. Þeir sem skrá sig og fá viku- passa geta átt von á því að verða dregnir úr potti sem inniheldur:  Áróra Joga námskeið  Grunnnámskeið í Bootcamp  Grunnnámskeið í Crossfit  Ólympískar lyftingar hjá Jens  ISR- neyðarvarnarnámskeið  ISR-neyðarvarnarnámskeið fyr- ir konur  Power pilates námskeið  Mánuð í einkaþjálfun  Gjafabréf frá Kírópraktorstofu Íslands Það er um að gera fyrir þá sem hyggjast taka á því í vetur að koma og kynna sér starfsemi Sporthússins með K100 í dag. Sporthúsið opnar dyrnar fyrir öllum í samstarfi við K100 Sporthúsið, í samstarfi við K100, opnar dyrnar sínar og býður alla velkomna í heimsókn í dag frá 16 til 19. Samstarf Sporthúsið opnar dyrnar fyrir öllum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.