Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 50 ára Ingibjörg er Reykvíkingur, hún er fé- lagsfræðingur frá HÍ og er í doktorsnámi í um- hverfis- og auðlinda- fræði. Hún er í skólaráði Háaleitisskóla og slysa- varnaráði og samráðs- hópi áfallahjálpar höfuðborgarsvæðisins fyrir hönd Reykjavíkurdeildar Rauða kross- ins. Maki: Gunnar Alexander Ólafsson, f. 1969, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnum. Börn: Hekla Bjarnadóttir, f. 1994, Hákon Gunnarsson, f. 2002, og Hinrik Dagur Gunnarsson, f. 2007. Foreldrar: Ómar Óskarsson, f. 1949, ljós- myndari, og Ólafía Kristín Sigur- garðsdóttir, f. 1948, fyrrverandi aðal- féhirðir hjá Lögreglunni í Reykjavík. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Reyndu að forðast rifrildi um sam- eiginlegar eigur og fasteignir. Leggðu þitt af mörkum með því að sýna skilning og umburðarlyndi. 20. apríl - 20. maí  Naut Þig þyrstir í tilbreytingu en getur með engu móti gert upp á milli þeirra möguleika sem fyrir hendi eru. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ræddu fjárhagsáætlanir og við- skiptahugmyndir við félaga. Talaðu við alla og reyndu að tengja almennilega, það gef- ur þér meira en þig grunar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Til að slá í gegn á einni nóttu þarf margra ára undirbúning, ekki bara nokkrar klukkustundir. Nú sérðu hvort gjörðir þínar færa þér árangur eður eigi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú setur þér markmið að nýju en það krefst einbeitingar, forgangsröðunar og áætlana. Sumir halda dagbók yfir drauma sína og þú ættir að velta þeim möguleika fyrir þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Annríki er lykilorð dagsins. Hlutirnir munu að öllum líkindum fara á allt annan veg en þú gerir ráð fyrir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Forðastu þá sem eru stöðugt að etja mönnum saman til þess að skapa sam- keppni á vinnustað. Forðastu að ræða mikilvæg málefni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Fylgdu þínum innri manni til að koma betra skipulagi á líf þitt. Þú átt svo auðvelt með að fara þínu fram að þú þarft að gæta þess að ganga ekki of nærri öðrum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vinur þinn mun ekki bregðast eins við og þú býst við af honum. Finndu út úr því hverju eða hverjum er um að kenna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er góður tími til þess að leggja síðustu hönd á rannsóknir sem þú hefur lagt stund á að undanförnu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vertu óspar á að sýna öðrum hæfileika þína því það þjónar þínum til- gangi best. Vinir þínir dá þig og dýrka, og elska að vera með þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Óvænt tækifæri mun bjóðast þér og það ríður á miklu að þú kunnir að bregðast rétt við. Ekki þrasa um það hvernig á að deila einhverju niður. ólíkir, en goðið mitt sem hefur keypt úr hér er Ian Anderson úr Jethro Tull. Hann hefur keypt þau nokkur og hefur sent helling af fólki í búðina fékk gefins úr frá Vinum Tíbets á Ís- landi. Svo var gaman að hitta Viggo Mortensen leikara og Quentin Tar- antino, þeir eru mjög sérstakir en G ilbert Ólafur Guðjónsson er fæddur 5. september 1949 í Reykjavík. Hann bjó fyrstu æviárin í Eskihlíð í Hlíðunum en fluttist síðar á Dunhaga og gekk í Melaskóla til 12 ára aldurs. Hann fluttist síðar í Stóragerði í Reykjavík og stundaði þá nám í Réttarholts- skóla. Eftir grunnskólanám fór Gilbert í úrsmíðanám í Iðnskólanum í Reykja- vík. Í verklega hluta námsins gerðist hann, 16 ára gamall, nemi í úrsmíði hjá Hermanni Jónssyni úr- smíðameistara á Lækjargötu 2. Gil- bert lauk úrsmíðanámi frá Iðnskól- anum árið 1966 og var síðasti neminn til að útskrifast sem úrsmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík, þar sem námið var síðan lagt niður hérlendis. Þegar Gilbert er inntur eftir því hvaða störfum hann hafi gegnt öðr- um en úrsmíði minnist hann þess þegar hann starfaði sem ungur drengur í fiskbúðinni hjá Dóra fisk- sala á Grímsstaðaholti í Vestur- bænum í Reykjavík. Að því starfi slepptu hefur hann starfað sem úr- smiður alla sína starfsævi og segist hafa hlakkað til hvers vinnudags, starfið sé einfaldlega svo skemmti- legt. Hann hóf starfsferillinn sem úr- smiður í verslun á Laugavegi 3 hjá Ásgeiri Bolla Kristinssyni versl- unarmanni en opnaði síðan sína eigin verslun árið 1974 að Austurstræti 3. Gilbert færði síðan verslun sína árið 1980 upp á Laugaveg 62, þar sem hann hefur rekið verslun sína og verkstæði allar götur síðan. Verslun Gilberts hlaut Njarðar- skjöldinn árið 2013 fyrir framúrskar- andi verslunarhætti, en verslunin var talin hafa skapað sér ákveðna sér- stöðu hvað varðar sölu til erlendra ferðamanna á helsta vörumerki fyrir- tækisins, JS Watch co. Reykjavík. „Sumir eru úrasafnarar og koma sér- staklega til landsins til að kaupa úr hjá mér. Við bjóðum upp á að fylgjast með því hvernig úrin eru búin til.“ Margt frægðarmennið hefur komið við hjá Gilberti til að kaupa sér úr. „Ætli aðalpersónan sem hingað hef- ur komið sé ekki Dalai Lama, sem til mín. Hann gaf mér flautu sem hann notaði á tónleikaferðum og plötum 1976-1977 og áritaði nafn mitt á flautuna, sem ég er með í búðinni.“ Armbandsúrin byggja á íslensku hugviti og hönnun sem er innblásin af íslenskri náttúru og eru sett sam- an af honum sjálfum og syni hans Sigurði Birni, en þeir feðgar hafa starfað saman allt frá árinu 1991, þegar Sigurður gerðist úrsmíðanemi hjá föður sínum. Það er gaman að segja frá því að nú hefur Gilbert Arn- ar, sonur Sigurðar og barnabarn Gil- berts, nýlega hafið verknám á verk- stæðinu hjá afa sínum. Þrátt fyrir að úrsmíðin sé eitt helsta hugðarefni og ástríða Gilberts stundar hann áhugamál sín af kappi í frístundum. Gilbert gerðist með- limur í Sjóstangveiðifélagi Reykja- víkur árið 2000 og er mjög virkur þátttakandi í öllum þeim sjóstang- veiðimótum sem haldin eru á ári hverju í helstu sjávarplássum á Ís- landi. Hann hefur unnið til ýmissa Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmíðameistari – 70 ára Úrsmíðameistarinn „Það skemmtilegasta við úrsmíðina er að ég hef aldrei þurft að vinna, þetta hefur alltaf verið hobbí hjá mér og ég kem oft hingað niður í bæ á sunnudögum til að gera við úr,“ segir Gilbert. Dalai Lama á úr frá Gilberti Nýlegur viðskiptavinur Ed Sheeran keypti úr handa móður sinni en með honum og Gilberti á myndinni eru vinstra megin Grímkell Sigurþórsson, hönnuður fyrirtækisins, og Sigurður Björn, sonur Gilberts, hægra megin. 30 ára Albert er Reyk- víkingur og er mennt- aður tónsmiður frá Listaháskóla Íslands og er með MPM gráðu í verkefnastjórnun frá HR. Hann er hugbúnaðarhönnuður hjá Meniga. Maki: Sigrún Erla Ólafsdóttir, f. 1987, kennari að mennt með meistaragráðu í sálfræði uppeldis og menntunar og er deildarstjóri verkefna hjá Álfhólsskóla. Börn: Guðmundur Kári Albertsson, f. 2012, Elísabet Anna Albertsdóttir, f. 2013, og Margrét María Albertsdóttir, f. 2017. Foreldrar: Haukur Oddsson, f. 1959, fv. forstjóri Borgunar, og Margrét Gunnars- dóttir, f. 1957, hjúkrunarfræðingur og fast- eignasali, bús. í Reykjavík. Albert Hauksson Til hamingju með daginn Ólafsvík Heiða Dís fæddist á Akranesi hinn 27. desember 2018. Hún vó 3.322 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir og Grímur Sveinn Erlendsson. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.