Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 51
eða koma með nýja sýn á málið,
eitthvað sem „meikaði sens“. Þú
varst og verður alltaf frábær fyr-
irmynd í öllu sem þú tókst þér
fyrir hendur, allt gerðirðu 100%
sama hvað gekk á. Þakka þér fyr-
ir allt sem þú gafst okkur, þín
verður sárt saknað og hugur okk-
ar verður alltaf hjá þér.
Hvíldu í friði elsku vinur minn.
Elías (Elli).
Yndislegu sumri virðist lokið
og það haustaði skyndilega
sunnudaginn 25. ágúst. Það var
þann dag sem himnarnir grétu og
við mannfólkið líka. Það var þann
dag sem vágesturinn vondi lagði
góðan vin okkar, Óla Frey, eftir
hetjulega baráttu hans allt fram
til hinstu stundar. Sú barátta var
erfið og ósanngjörn og úrslitin
fyrirfram ráðin. Það er barátta
sem enginn ætti að þurfa að
heyja.
Óli Freyr var sterkur hlekkur í
keðju samfélagsins í Garðabæ –
foreldrasamfélags, vinasamfélags
og íþróttasamfélags. Hann var vel
liðinn af öllum sem hann umgeng-
ust. Undir erfiðum kringumstæð-
um sem þeim að kveðja mann í
blóma lífsins, þá snúa þessi sam-
félög saman bökum – aðstoða eft-
ir mætti, sýna samhug, stuðning
og halda minningunni á lofti.
Kynni okkar við Óla Frey og
hans yndislegu fjölskyldu voru
fyrst og fremst í gegnum þessi
samfélög. Þessi samfélög eru
samofin í Garðabæ – allt frá því að
við kynntumst sum Óla Frey
fyrsta sinni í gegnum leikskóla-
göngu dætra okkar til þess að
standa saman á hliðarlínunni og
hvetja stelpurnar til dáða í leikj-
um Stjörnunnar. Alltaf var nær-
vera Óla Freys jafn notaleg. Í
einu samkvæminu mætti Óli
Freyr með bók sína um umboðs-
skyldu og gaf viðstöddum. Það
var gert á hans hátt. Engar ræður
heldur bókin afhent hverjum og
einum persónulega. Blik í augum
og þétt handaband. Allt innihald
kversins, eins og hann vildi kalla
það, lýsir höfundinum vel. Þéttur
og lipurlega skrifaður texti á að-
gengilegu máli fyrir alla. Í for-
mála er öllum sem skrifuðu með
honum og studdu verkið hampað
en höfundur settur í annað sæti.
Það var hluti af okkar lífsins
láni að fá að kynnast Óla Frey –
hvort heldur var í leik, starfi eða í
gegnum dætur okkar. Hann var
heilsteyptur maður, yfirvegaður,
kurteis, bar virðingu fyrir öðrum
og bauð af sér einstaklega góðan
þokka.
Það er undarlegt hvað örlögin
geta verið grimm þegar lífsins
spilum er úthlutað. Sú var staðan
með Óla Frey og Ágústu og fjöl-
skyldur þeirra. Örlögin hafa ekki
farið um þau mjúkum höndum og
á ekki þann veg sem þau hefðu átt
skilið.
Stórt skarð hefur verið höggvið
í foreldrahópinn okkar, en ekkert
á við það skarð sem fjölskyldan
berst nú við að fylla. Skarðið mun
aldrei fyllt, en fallegar minningar
munu hins vegar minnka það er
fram líða stundir. Af þeim skildi
Óli Freyr mikið eftir.
Horfið er nú sumarið og sólin,
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin;
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Elsku Ágústa, Vigdís, Kristján
og Katrín. Orð fá ekki megnað að
sefa þann harm sem að ykkur
sækir.
Foreldra-, vina- og íþróttasam-
félögin standa þétt að baki ykkur
og biðja Guð og góða vætti að
fylgja ykkur alla tíð.
Farðu í friði kæri vinur Óli
Freyr. Blessuð sé minning þín.
Fyrir hönd foreldra vinkvenna
Vigdísar Körlu,
Lúðvík Örn Steinarsson.
Í dag kveð ég góðan vin. Við
unnum saman um árabil en urð-
um ekki vinir fyrr en síðar. Dæt-
ur okkar leiddu okkur saman
þegar við fylgdum þeim í leik-
skólann. Kennararnir sögu mér
síðar að það væri sjaldgæft að lítil
börn yrðu jafn traustir vinir og
dætur okkar Óla Freys urðu.
Samhliða vináttu dætra okkar
treystust bönd okkar í gegnum
vinnuna. Sá vinskapur var mér
verðmætur.
Óli hafði meiri áhuga á skóg-
inum en trjánum. Hann skildi
mikilvægi þess að fjármálafyrir-
tæki legðu áherslu á samfélags-
lega ábyrgð og tók forystu í þeim
efnum. Hann skrifaði kver sem
gefið var út í fallegu og vönduðu
bandi. Í ritinu Umboðsskylda
fjallaði hann um hvaða skyldur
fólk undirgengst þegar það starf-
ar fyrir einhvern annan. Hann
velti upp spurningum um hvaða
skyldum kennarar bera gagnvart
börnum og fjölskyldum þeirra.
Braut heilann um hvaða skyldur
fjármálafyrirtæki eða starfs-
menn þess bera gagnvart við-
skiptavinum. Boðskapurinn var
skýr og fallegur: Fólk verður að
treysta en forsenda þess er að
menn séu traustsins verðir. Fyrir
mér var einstakt að fylgjast með
Óla sökkva sér ofan í viðfangs-
efnið og brjóta það til mergjar.
Brennandi áhugi hans var smit-
andi og skrif hans vöktu áhuga
margra á samfélagslegri ábyrgð.
Bókin hans Óla á erindi við
marga og ber skýrri hugsun hans
fagurt vitni.
Óli var vakinn og sofinn yfir
velferð fjölskyldu sinnar fram að
kveðjustund. Hann sýndi aðdá-
unarvert æðruleysi gagnvart því
erfiða verkefni sem hann stóð
frammi fyrir. Hann blés á ráð-
leggingar mínar um að draga úr
vinnu. Hann sagðist njóta þess að
vinna enda fengju verkefnin hann
til að gleyma veikindum um
stund.
Við fjölskyldan heimsóttum
nýlega rómversk böð í borginni
Bath á Englandi. Þar var hægt að
kasta peningum í óskabrunn og
allar okkar óskir voru tengdar
Óla og fjölskyldu hans. Þær óskir
munu ekki allar rætast en ég
treysti því og trúi að margar
þeirra muni gera það. Ég kveð
góðan vin minn sem hafði mikla
nærveru og hafði mótandi áhrif á
mig. Hugur minn er hjá fjöl-
skyldu Óla. Minning um góðan
dreng mun lifa.
Marinó Örn Tryggvason.
Orð mega sín lítils þegar ungt
fólk í blóma lífsins fellur frá fjöl-
skyldu sinni. Samt nagar tilfinn-
ingin um að svo margt sé einmitt
ósagt og svo margt sé ógert. Óli
Freyr heillaði alla sem hann hittu
í lífinu með hæglátu fasi, gáfum
og hlýju.
Það er óskiljanleg rökleysa að
jafn vel gerður maður og Óli
Freyr fái svo skamman tíma til að
láta til sín taka í heiminum, sem
einmitt virðist helst vanta fleira
fólk eins og hann, sem aldrei virt-
ist taka sér eitthvað fyrir hendur
nema tilgangurinn væri góður og
úthugsaður.
Þegar lítið barn kemur í heim-
inn er oft talað um að ævi þess sé
óskrifað blað, ævin verði svo not-
uð til að skrifa söguna. Þegar
maður horfir yfir lífshlaup Óla
Freys er sárt að sjá að engu er
líkara en honum hafi verið kippt
frá ókláruðu verki. Þó ber einnig
að fagna því að allt það sem skráð
var á síðurnar í lífi Óla Freys er
fallegt og innihaldsríkt.
Minningar um góðan mann,
vin og liðsfélaga streyma fram.
Við félagar Óla Freys úr Garða-
bænum og blakliði Stjörnunnar
þökkum fyrir að hafa fengið að
verja tíma og gleðistundum með
honum.
Ágústu eiginkonu hans, börn-
um og öðrum aðstandendum
sendum við okkar dýpstu samúð-
arkveðjur.
Hannes Ingi, Ingvar
og Róbert Karl.
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019
✝ Sigurd SteinarFarestveit
fæddist 5. maí 1935
á Hvammstanga.
Hann lést 6. ágúst
2019 á heimili fyrir
parkinsons-sjúk-
linga í Stokkhólmi.
Steinar var elsta
barn hjónanna Ein-
ars Farestveit for-
stj., f. 9.4. 1911, d.
4.8. 1994, sem ætt-
aður var frá Modalen í Hörða-
landi í Noregi, og Guðrúnar Sig-
urðardóttur Farestveit hús-
freyju,f. 7.12. 1913, d. 11.12.
1996, frá Æsustöðum í Langa-
dal, A-Hún. Systkin Steinars:
andvana fædd stúlka 1939; Arth-
ur Knut framkvstj., f. 13.7. 1941,
kvæntur Dröfn H. Farestveit
hússtj.kennara, f. 27.6. 1941;
Edda snyrtisérfr., f. 31.8. 1947,
d. 22.3. 2012, gift Gunnsteini
Gíslasyni myndl.manni, f. 13.9.
1947; Gerda sérkennari, f. 6.3.
1949, gift Þórði G. Guðmunds-
syni raforkuverkfr., f. 2.10.
1949; Hákon Einar framkv.stj., f.
20.9. 1957, kvæntur Guðrúnu A.
Farestveit sölufulltr., f. 13.7.
1953.
Steinar kvæntist 29.3. 1958
Karin Bersås, f. 4.4. 1938 í
Þrándheimi. Þau slitu sam-
vistum.
Börn Steinars og Karinar eru:
fræðideild. Um haustið hóf hann
nám við Norges tekniske høg-
skole
í Þrándheimi. Þaðan lauk
hann verkfræðinámi (MSc) 1959
með vega- og mannvirkjahönn-
un sem sérgrein. Eftir útskrift
réðst hann sem sérfræðingur til
vegahönnunardeildar Stokk-
hólmsborgar. Fljótt veitti hann
þeirri deild forstöðu og annaðist
jafnframt um hönnun á neðan-
jarðarlestarkerfi borgarinnar.
Árið 1964 réð Steinar sig til
verkfræðistofunnar AB Samu-
elsson og Bonnier til að hafa yf-
irumsjón með gerð flókinna
gatnamannvirkja. Árið 1967
hvarf hann aftur til starfa hjá
gatna og vegamálad. Stokk-
hólms og hafði þá yfirumsjón
með uppbyggingu neðanjarð-
arlestarkerfisins. Árið 1990 var
Steinar skipaður yfirverkfræð-
ingur mannvirkjadeildar Stokk-
hólmsborgar ásamt hönnun neð-
anjarðarlestarkerfisins. Árið
1992 var þessari deild breytt í
einkahlutafélagið Stockholm
Konsult AB og varð þá Steinar
yfirmaður mannvirkjadeild-
arinnar. Þegar Steinar komst á
eftirlaun stofnaði hann verk-
fræðistofu og starfaði lengi sem
ráðgjafi fyrir Stokkhólmsborg
varðandi hönnun og útboð á
stærri mannvirkjum borgarinn-
ar.
Steinar bjó lengst af á Ekerö í
Stokkhólmi og verður útför hans
gerð frá Ekerö-kirkju í dag, 5.
september 2019, klukkan 11.
Stefan, f. 28.2.
1962, brunav.,
barnsmóðir Ann-
ette Mannersstedt,
dóttir Emely;
Tómas, f. 4.8. 1966,
tæknifr., kvæntur
Margarete Söder-
lund, f. 24.12.
1971. Dætur
Fanny og Sofia;
Jessica, f. 22.1.
1971, kírópraktor,
gift Petter Paulin, börn Bianca
og Joseph; Hanna, f. 2.12. 1976,
hárgreiðslum., gift Frederik
Hallbrink, f. 15.10. 1970, börn
Tyra og Disa; Conny Lavin upp-
eldissonur, f. 14.8. 1968, mat-
reiðslum, kvæntur Lenu, f.
21.2. 1966, dóttir Annette. Sam-
býliskona Steinars var Cecilia
Wenner.
Steinar fæddist og ólst upp á
Hvammstanga í húsi afa síns
Sigurðar Pálmasonar og ömmu
Steinvarar Benónýsdóttur. Ein-
ar faðir Steinars starfaði í
Reykjavík þar til foreldrar
hans fengu íbúð árið 1943 á
Hringbraut. Unglingsárin hans
voru hins vegar á Hraunteigi 30
en þangað fluttist fjölskyldan
1947.
Steinar var í Laugarnes-
skóla, tók landspróf frá Ingi-
marsskóla og útskrifaðist frá
MR 1955 sem dúx úr stærð-
Haustið 1933 stendur ungur
maður á hafnarbakkanum í
Bergen. Hann hefur ráðið sig
til að koma nokkrum silfurref-
um til bóndans á Ósi í V-Hún.
Eftir tveggja vikna ferðalag
með ms. Lyru og flutningabíl
til Hvammstanga er kominn
bullandi vetur. Unga mannin-
um er bent á Sigurð Pálmason
kaupmann sem tali norsku.
Hann fær leigt herbergi hjá
Sigurði því ein dóttirin er í
Flensborgarskóla yfir vetur-
inn. Refirnir fá inni í hesthúsi
til vorsins.
Á náttborðinu í herberginu
hans er mynd af bráðfallegri
ungri stúlku. Hann horfir á
hana allan veturinn. Um vorið
birtist hún svo og um sumarið
trúlofast þau. Í október gifta
þau sig og 5. maí fæðist þeim
sonur, skírður Sigurd Steinar.
Þetta er engillinn hennar
ömmu sinnar. Sumarið 1943
flyst Steinar með foreldrum
sínum og bróður til Reykjavik-
ur. Skólagangan hefst í Mið-
bæjarskólanum. Mamman er
að þvo drengnum um andlitið.
Steinar! hvað er að sjá eyrun á
þér? Þau eru alsett stungum.
Ekkert, mamma, segir dreng-
urinn. Ekkert? Jú, sko
kennslukonan stingur blýant-
inum í eyrun á mér ef ég er
ekki þægur. Það er svo vont.
Það er skipt um bekk. Árið
1947 er svo flutt á Hraunteig
30 og hann sest í Skeggjabekk
í Laugarnesskólanum. Þar
verður hann ásamt fjórum
drengjum uppáhaldsnemandi.
Þá tók við landspóf í Ingi-
marsskólanum. Pabbi, ég ætla
í Sjómannaskólann segir hann
og ræður sig í verksmiðjuna í
Djúpuvík.
Í júlí hringir hann í föður
sinn. Pabbi skráðu mig í MR.
Nú, ætlarðu ekki í sjómanna-
skólann? Nei, MR, ég er allur
stunginn og bólginn, ég vil í
MR.
Sumarvinnan var svo hjá
Aðalverktökum á Keflavíkur-
flugvelli. Árið 1955 útskrifast
Steinar úr MR og upplifir
ljúfa nýstúdentalífið sumar-
langt. Steinar innritaðist um
haustið í NTH í Þrándheimi,
fær inni á stúdentagörðum.
Þar kynnist hann indælis hjón-
um, Sigurjóni Sveinssyni arki-
tekt síðar byggingafulltrúa
Reykjavíkur, og konu hans.
Hún annaðist Steinar fyrstu
árin eins og móðir, þar til
hann fann sér kærustu,
Karinu, sem var að læra ung-
barnaumönnun. Þau giftu sig.
Hann lýkur námi 1959 og ræð-
ur sig til verkfræðistofu
Stokkhólmsborgar. Hjónin
leigðu sér hús á Ekerö og
fljótlega byggja þau sér sitt
eigið. Karin fór að taka veg-
laus börn í fóstur fyrir félags-
málayfirvöld á staðnum ásamt
uppeldi eigin barna. Heimilið
verður því oft eins og félags-
málastofnun. Starfið á hug
Steinars allan.
Metnaðarfyllsta verkefni
hans sem yfirverkfræðings
Stokkhólmsborgar var að lyfta
neðanjarðarbrautarstöðinni
Slussen, sem var að sökkva,
upp úr jörðinni. Stöðin var
byggð á gömlum ruslahaug
rétt við konungshöllina. Um
stöðina fóru 60 þúsund manns
á sólarhring. Verkfræðilausnin
gekk út á að saga stöðina frá
umhverfi sínu, reka niður á
fast 3.000 70 metra langa
steinstólpa og tékka hana síð-
an upp ásamt byggingum með
vökvatjökkum. Verkið tók
fjögur ár. Þegar börnin fóru af
heimilinu slitu Steinar og Kar-
in samvistum í vinsemd. Börn
Steinars og Karinar hafa
reynst Steinari frábærlega í
veikindum hans síðustu tvö ár-
in
Að lokum kveðjum við þig,
kæri bróðir, með besta þakk-
læti fyrir einstaka vinsemd.
Guð blessi þig
Dröfn og Arthur
Farestveit.
Árið 1989 tókumst við unga
parið á við miklar breytingar í
lífi okkar þegar við fluttumst
til Svíþjóðar til náms, en valið
var Svíþjóð þar sem Steinar
föðurbróðir minn bjó með
sinni fjölskyldu. Steinar var
okkur unga fólkinu innan
handar með því að taka á móti
okkur og veita okkur leiðsögn
um borgina. Það var mjög
framandi að koma í stóra borg
sem Stokkhólmur var fyrir
okkur og ekki með reynslu af
slíku.
Steinar þekkti borgina mjög
vel og kenndi okkur á leiða-
kerfi borgarinnar ofan- og
neðanjarðar enda var hann yf-
irverkfræðingur gatnamála-
deildar Stokkhólmsborgar og
þekkti gatnakerfið mjög vel.
Steinar kenndi okkur fljótt
hvernig ætti að snúa sér í borg
eins og Stokkhólmi og hvað
bæri að varast og hvað væri
gaman að gera. Hann var
ávallt tilbúinn að leiðbeina
okkur og gott var að leita til
hans ef á þufti að halda eða
eitthvað kom upp á. Mikið ör-
yggi var að hafa hann innan
handar fyrstu mánuðina þar
sem við höfðum ekki fullt vald
á tungumálinu. Við fundum
einnig að Steinari fannst gam-
an að geta talað íslenskuna við
okkur enda gafst honum sjald-
an tækifæri til þess að tala
móðurmál sitt.
Við kynntumst Steinari vel
á þeim tæpu fimm árum sem
við bjuggum í Svíþjóð.
Skemmtilegasta upplifunin var
þegar hann bauð okkur í Osc-
artheatern á „Phantom of the
Opera“ en það var gríðarlega
falleg bygging í miðri Stokk-
hólmsborg.
Eitt af þeim stóru verkefn-
um sem Steinar tók að sér sem
yfirmaður gatnakerfis Stokk-
hólmsborgar var að leysa risa-
stórt vandamál sem kom upp í
Gamla Stan í Stokkhólmi þar
sem miðstöð neðanjarðarlest-
arinnar og almenningsvagn-
anna hafði tekið að síga. Hann
fékk það hlutverk að stoppa og
leiðrétta sig lestarstöðvarinn-
ar. Engin lausn var í sjónmáli
en undir hans leiðsögn var far-
ið í það að tjakka upp mjög
stórt svæði og er því enn hald-
ið í þeirri stöðu með því að
tjakka það upp með reglulegu
millibili. Leystist þetta gríð-
arlega stóra verkefni af mikilli
snilld. Hann fór með okkur í
skoðunarferð um svæðið og
sagði okkur frá í smáatriðum
hvað hefði þurft að gera.
Steinar var hávaxinn og
spengilegur eins og afi Einar
var ávallt. Hann var rólegur
og ekkert sérstaklega málgef-
inn en við lögðum við hlustir
þegar hann sagði eitthvað.
Þegar rætt var um Ísland
sáum við að Steinari var mjög
hlýtt til heimahaganna en
hann hafði búið meirihluta ævi
sinnar í Svíþjóð fyrir utan
námsárin sín í Noregi. Hann
var stoltur af börnunum sínum
og bauð okkur heim til sín á
Östermalm ásamt því að okkur
var boðið á Yxland þar sem
hann var með fallegt, gamalt
sumarhús sem hann undi sér
vel í.
Við minnumst Steinars með
hlýju og alúð og vottum Ce-
cilia, börnum hans og fjöl-
skyldu innilega samúð.
Ólöf Ásta og
Þráinn Farestveit.
Fyrstu raunverulegu kynni
mín af Steinari Farestveit
urðu þegar ég og kona mín
Edda, systir Steinars, fluttum
til Stokkhólms með fjögurra
ára dóttur okkar til námsdval-
ar haustið 1972. Árin þar á
undan bjuggum við í Skotlandi
og ég hafði aðeins hitt Steinar
og fjölskyldu hans í stuttri
jólaheimsókn þeirra til Íslands
nokkru áður.
Í Stokkhólmi fundum við
strax hvað fjölskyldutengsl
skipta miklu máli í ókunnu
landi. Steinar og Karen kona
hans hjálpuðust að við að
greiða götu okkar strax frá
fyrstu stundu með gistingu og
uppihaldi á meðan við leituð-
um að húsnæði á stúdenta-
garði og með ófáum ferðum á
stjórnsýslustofnanir sem
fylgja því að koma sér fyrir í
nýju landi.
Heimili Steinars var barn-
margt því fyrir utan eigin
börn dvöldu hjá þeim hjónum
allmörg fósturbörn í lengri eða
skemmri tíma. Steinar hafði
sterkar skoðanir á samfélags-
málum og eyddum við ófáum
tímum í að ræða mál líðandi
stundar um samfélagsleg og
pólitísk málefni en þar vorum
við ekki alltaf sammála. Á
þessum árum einkenndist
sænskt samfélag af uppgangi
jafnaðarmanna. Þar var fé-
lagslegur stuðningur við al-
menning verulegur á öllum
sviðum. Áhrif ’68-kynslóðar-
innar voru enn áberandi í
sænsku háskólum og Svíþjóð
kom fram sem samviska þjóð-
anna í alþjóðlegri pólitík.
Kjarnafjölskyldan var í fyrsta
sæti hjá Steinari og Karen og
hann var óþreytandi að fræða
okkur um uppeldi og gildi
hreyfingar og útivistar en
sjálfur stundaði hann dagleg
hlaup á skógarstígum að lok-
inni vinnu.
Á dvalartíma okkar í Stokk-
hólmi urðum við fyrir þeirri
erfiðu reynslu að missa barn
stuttu eftir fæðingu. Ómetan-
legur stuðningur Steinars og
Karenar hjálpaði okkur að
takast á við sorgina, eins tóku
þau þátt í gleði okkar þegar
við eignuðumst dóttur einu og
hálfu ári síðar. Steinar heim-
sótti reglulega gröf dóttur
okkar eftir að við fluttum til
Íslands og eftir dauða konu
minnar hringdi hann oft til
mín til að sýna samhygð og
stuðning sem ég mun ávallt
meta.
Gunnsteinn
Gíslason.
Steinar Farestveit
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
EINAR GRÉTAR SVEINBJÖRNSSON
fiðluleikari,
sem andaðist 6. ágúst, verður jarðsettur frá
kirkjunni í Bara, Svíþjóð, föstudaginn
6. september klukkan 11.
Börnin