Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 LOS ANGELES Gunnar Valgeirsson gval@mbl.is Íslenska rokktríóið Kælan mikla opnaði Pasadena Daydream- tónlistarhátíðina hér í Los Angeles sem var haldin á tveimur sviðum á golfvellinum norðan við hinn fræga Rose Bowl-leikvang á laugardag, 31. ágúst. Tríóið, sem samanstendur af hljómborðsleikaranum Sólveigu Kristjánsdóttur, söngvaranum Lauf- eyju Þórsdóttur og bassaleikaranum Margréti Dóru- og Harrysdóttur, hóf leik á mínútunni tvö í um 35 stiga hita í Willow-tjaldinu sunnan til svæðisins. Þær byrjuðu rólega með „Nornalaginu“ en um leið og Sólveig setti raftrommutaktinn af stað skap- aðist góð stemning í tjaldinu og það fylltist fljótt eftir að þær hófu leik. Kælan fékk hálftíma til að spila og notaði hann vel með því einbeita sér að taktfastari lögum sínum – allt til að halda áhorfendum við efnið, enda var samsetning hljómsveitanna á há- tíðinni stemmd inn á þannig tónlist. Rétt eins og margar aðrar íslensk- ar hljómsveitir sem undirritaður hefur séð koma fram hér vestra var framkoma listakvennanna þriggja mjög blátt áfram og þeim óx ásmeg- in eftir því sem á leið á lögin sjö sem þær spiluðu. Þetta var góð fram- koma hjá Kælunni og hér er á ferð- inni ung og hungruð sveit. Robert Smith í fararbroddi Þessi hátíð var sú þriðja af um tíu árlegum tónlistarhátíðum sem Gol- denvoice-skemmtanafyrirtækið – sem er best þekkt fyrir að skipu- leggja Coachella-tónlistarhátíðina – samdi við Pasadena-borg um að fá að halda á golfvellinum við leikvanginn, en bæði borgaryfirvöldum og íbúa- samtökum nálægt leikvanginum er annt um að halda ekki of marga við- burði á þessum stað árlega. Vikuna fyrir þessa hátíð hélt bresk sveit á uppleið – Rolling Stones – tónleika á vellinum sjálfum. Við skipulagningu hátíðarinnar þetta árið leituðu forráðamenn Gol- denvoice til Robert Smith, söngvara The Cure, um að hann setti saman lista af sveitum sem hann vildi hafa á hátíðinni, en Smith hafði gert það sama á tveimur hátíðum í Evrópu í fyrra við góðan orðstír. „Að fá svona tækifæri til að setja listafólk sem maður dáist að er eins og draumur unglings, ekki rétt? Ég reyni því að hugsa um að samsetn- ingin sé þannig að það skapist ákveðin stemning og samkennd meðal tónlistarunnenda,“ sagði Smith í vikunni fyrir hátíðina. „Það var alveg ótrúleg stemning á hátíð- unum í fyrra, þannig að ég var alveg tilbúinn að reyna það aftur hérna í Kaliforníu.“ The Cure gefur hvergi eftir Alls komu tíu hljómsveitir fram á þessari dagslöngu hátíð og erfitt var að fylgjast með þeim um miðjan dag í hitanum, en þegar skyggja tók skapaðist betri stemning á svæðinu um leið og það fylltist smám saman. Eftir Kæluna miklu og viðtal við meðlimi hennar nokkru seinna var kominn tími til að líta á aðrar sveitir og þar fannst mér velska sveitin Joy Formidable vera best, en Mogwai, Deftones og Pixies eru sveitir sem spila rokk sem fellur ekki alveg í jarðveginn hjá undirrituðum. Það var svo enska sveitin The Cure sem lauk tónleikunum á aðalsviðinu. Þetta var í sjötta sinn sem ég sé sveitina og það var gaman að sjá að á þeim bænum er ekkert gefið eftir. Hljómsveitin fagnaði fjörutíu ára af- mæli sínu í fyrra með stórum úti- tónleikum í London, á sama ári og sveitin var kosin inn í Rock and Roll Hall of Fame hér í Bandaríkjunum. Söngvarinn og lagahöfundur sveit- arinnar, Robert Smith, hefur rekið þetta apparat í fjóra áratugi og hann og langvarandi meðlimir sveitar- innar eru enn toppsveit. Sú sem laðaði flesta að Kapparnir léku 27 lög á um tveim- ur og hálfum klukkutímum og voru eflaust um 40.000 manns á svæðinu að fylgjast með. Augljóst var að The Cure var sú sveit sem laðaði að lang- flesta áhorfendur á þessa hátíð, ef marka má útlit og stuttermaskyrtur áhorfenda. Hljómsveitin hefur úr löngum lista af góðum lögum í gegn- um áratugina að velja og það fékk mannmergðin að heyra, en áköfustu áhangendurnir finna þó ávallt í þeim tilfinningar um ótta, losta, einveru og ást. Fyrir undirritaðan var há- punkturinn lagið „A Forest“ sem kom í byrjun seinni hluta lagalistans. Það er einfaldlega ekki hægt að gera betra – sérstaklega þegar sveitin fór svo beint í „Primary“. Þetta eru drungalegu, taktföstu lögin sem við sem fylgst höfum með sveitinni síðan í byrjun dáumst svo mikið að. Bæði leikur sveitarinnar sem og rödd Smith voru í fínu formi og voru há- punktur hátíðarinnar. Það var því Smith sem á endanum náði best til áhorfenda, enda var hann líflegri en ég hef séð til hans í fimmtán ár. „Þetta hefur verið besti dagur sum- arsins – aldeilis frábært,“ sagði Smith þegar hann þakkaði fyrir sig í lokin og faðmaði bassaleikarann Simon Gallup. Viðeigandi endir á góðri tónlistahátíð. Rokkið er ekki alveg dautt á þessum tímum hipp- hopps og raftónlistar. Ljósmynd/Goldenvoice Á hátíð „Þetta hefur verið besti dagur sumarsins – aldeilis frábært,“ sagði Robert Smith, forsprakki The Cure. Besti dagur sumarsins  Hin unga og hungraða Kælan mikla hóf tónlistarhátíðina Pasadena Daydream í Kaliforníu á laugardaginn  The Cure kom fram í lokin og sýndi að hún hefur engu gleymt og laðaði flesta að Kælan mikla hefur tekið þátt í nokkrum tónlistarhátíðum und- anfarin ár eftir að hafa gefið út fyrstu plötu sína 2014, þar á meðal báðar hátíðirnar sem Smith setti saman í fyrra – en hann ku víst dást að tónlist Kælunnar. Þar að auki lagði sveitin í sín eigin tónleika- ferðalög síðasta haust og vetur eftir að hafa gefið út fjórðu útgáfu sína á síðasta ári. Hún er nú að hefja þriggja vikna hljómleikaferð þar sem sveitin spilar daglega, bæði á hátíðum og með sína eigin tónleika. Það virðist því nóg að gera hjá sveit- inni þessa dagana. Ég fékk að hitta meðlimi sveitar- innar eftir tónleika hennar í kældum húsakynnum blaðamannaafdrepis hátíðarinnar. Breikka sjóndeildarhringinn Sólveig segir tónleikana hafa tek- ist vel. „Við höfðum bara hálftíma og vildum taka svona gott og þétt sett [lagalista]. Við vorum bara ánægðar með það.“ Laufey bætti við að það hefði verið gaman að fylgjast með stíganda hjá áhorfendum. „Við vor- um að opna hátíðina og þegar við gengum á svið sáum við kannski hundrað manns, en um leið og við byrjuðum var ég ánægð að sjá að fólk flykktist að úr öllum áttum og fyllti tjaldið. Kælan mikla var að hefja þriggja vikna tónleikaferð vestra og er þríeykið spurt að því hvernig ferðin leggist í það. Sólveig segir að tími hafi verið kominn til að breikka sjóndeildarhringinn. „Þetta verður fyrsta Bandaríkjaferð okkar eftir fimm ferðir til Evrópu, en þar höf- um við fundið svona senu fyrir það sem við erum að gera og það hefur gert okkur kleift að vaxa og dafna þar. Okkur fannst þó orðinn tími til að fara eitthvert annað og hér erum við núna.“ Laufey segir sveitina hafa ákveðið að gera sem mest úr ferðinni. „Við fljúgum til New York á morgun. Við verðum í farartogi með annarri hljómsveit að hluta og spilum líka á minni tónleikahátíðum. Við áttum einn dag í frí þessar vikur en fylltum hann svo nýlega, þannig að við verð- um ekki með neinn frídag. Við höf- um unnið mjög mikið þessi ár sem við höfum verið saman og það hjálp- ar þegar í svona reisu kemur.“ Náttúrulegt ferli Að semja lög er fyrir þeim stöllum náttúrulegt ferli og Sólveig segist stundum byrja með hugmyndir í tölvunni. „Við setjumst svo niður saman og byggjum einhvern grunn og byrjum bara að spila yfir það. Þetta kemur svo bara einhvern veg- inn þegar þetta hellist yfir okkur – Kælan mikla,“ segir Sólveig. Fyrir Margéti er þetta allt hluti af þróun meðlima sveitarinnar. „Mað- ur er alltaf að vaxa sem listamaður. Maður lærir. Það er allt listafólk með fullt af hugmyndum í hausnum og það er þessi hvöt að koma því út. Manni finnst stundum að maður sé með geggjaða hugmynd en verður að reyna að koma henni í eitthvert vinnandi form. Þegar við svo vinnum saman verður þetta auðveldara.“ Laufey segir mikilvægt fyrir þær að staðna ekki. „Við erum alltaf að fara í nýjar áttir og viljum ekkert festa okkur í einhverju einu hljóði. Okkur finnst mikilvægt að gera það sem við höfum gaman af á þeim tíma. Það er ákveðin sál í bandinu en hún þróast og við viljum ekki alltaf vera að gera það sama aftur og aft- ur. Við höfum okkar eigið mix, en við höfum allar þrjár okkar eigin mismunandi tónlistaráhrif.“ – Ég sá fimm ára gamalt viðtal við ykkur á Youtube þar sem þið sögð- ust vonast til að þið gætuð gert þetta að aðalstarfi ykkar. Hefur það ræst? Margrét er fljót til svara. „Það er að rætast og í dag vorum við ógeðs- lega ánægðar. Hetjurnar okkur voru að bóka okkur þannig að það er bara geggjað.“ Ég hef séð margt íslenskt tónlistarfólk koma fram hér í Kali- forníu síðustu þrjá áratugi og er Kælan mikla í algeru samhengi við margt af því. Þær eru mjög blátt áfram og hafa trú á því sem þær eru að gera. Rétt eins og margir aðrir sem lagt hafa grundvöllinn hafa þær sína eigin list og koma til dyranna eins og þær eru klæddar. Hlustand- inn sker úr um hvað honum eða henni finnst um – án almanna- tengslafyrirtækis. „Fólk flykktist að úr öllum áttum“ Ljósmynd/Páll Grímsson Svalar Kælan mikla á tónleikum í Pasadena fyrir fáeinum dögum. Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.