Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019 Er stærsti framleiðandi sportveiðarfæra til lax- silungs- og sjóveiða. Flugustangir og fluguhjól í úrvali. Gott úrval af fylgihlutum til veiða stólar, töskur, pilkar til sjóveiða, spúnabox margar stærðir, veiðihnífar og flattningshnífar. Abulon nylon línur. Gott úrval af kaststanga- settum, fyrir veiðimenn á öllum aldri, og úrval af „Combo“ stöng og hjól til silungsveiða, lax veiða og strandveiða. Flugustanga sett stöng hjól og lína uppsett. Kaststangir, flugustangir, kast- hjól, fluguhjól, gott úrval á slóðum til sjóveiða. Lokuð kasthjól. Úrval af flugustöngum, tvíhendur og hjól. Balance Lippa, mjög góður til silungsveiða „Original“ Fireline ofurlína, gerfi- maðkur sem hefur reynst sérstaklega vel, fjölbreitt gerfibeita fyrir sjóveiði og vatnaveiða, Berkley flattnings- hnífar í úrvali og úrval fylgihluta fyrir veiðimenn. Flugnanet, regnslár, tjaldhælar, og úrval af ferðavörum Helstu Útsölustaðir eru: Veiðivon Mörkinni Vesturröst Laugavegi Veiðiportið Granda Veiðiflugur Langholtsvegi Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi Kassinn Ólafsvík Söluskáli ÓK Ólafsvík Skipavík Stykkishólmi Smáalind Patreksfirði Vélvikinn Bolungarvík Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki SR-Bygginavöruverslun Siglufirði Útivist og Veiði Hornið Akureyri Veiðiríkið Akureyri Hlað Húsavík Ollasjoppa Vopnafirði Veiðiflugan Reyðarfirði Krían Eskifirði Þjónustustöðvar N1 um allt land. Axelsbúð Akranesi Dreifing: I. Guðmundsson ehf. Nethyl 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com. Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum „Betri sportvöruverslunum landsins“ Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík- isráðherra segir heimsókn Mikes Pence til landsins vera vott um þá áherslu sem bandarísk stjórnvöld leggi á að rækta samstarf ríkjanna, en það hafi verið mjög farsælt að undanförnu. Segir utanríkisráðherra að aðaláherslan í þessari heimsókn hafi verið á viðskiptamálin en að auð- vitað hafi öryggismál alltaf skipað ríkan sess í samstarfi ríkjanna. „Við erum lítið land en mörg okkar fyrirtækja eru mikilvæg á banda- rískum markaði, eins og til dæmis Össur sem er stærsti stoðtækjafram- leiðandi Bandaríkjahers. Við erum sammála um að efla viðskiptatengsl- in okkar á milli,“ segir utanrík- isráðherra, en hann og Pence sátu saman ásamt fulltrúum íslenskra og bandarískra fyrirtækja á Höfða og fóru þar yfir þau helstu mál sem vörðuðu viðskipti ríkjanna. Aukið mikilvægi norðurslóða Spurður um þá miklu áherslu sem Pence virtist setja á öryggis- og varnarmál í ummælum sínum gær segir Guðlaugur Pence einkum hafa talað almennt um breytta heims- mynd sérstaklega á norðurslóðum. „Hann undirstrikaði að Bandaríkin stæðu þétt við hliðina á Íslandi sem samstarfsríki í Atlantshafsbandalag- inu og vegna varnarsamningsins,“ segir Guðlaugur Þór. Þá hafi Pence farið nokkrum orðum um aukið mik- ilvægi norðurslóða, sem og breytta hegðun annarra stórvelda í þeim heimshluta. Það vakti nokkra athygli að Pence gaf sig á tal við erlenda fjölmiðla að loknum fundahöldunum í Höfða og lýsti þar yfir sérstakri ánægju sinni með að íslensk stjórnvöld hefðu hafnað þátttöku í „Belti og braut- ar“-átaki (e. Belt and Road Initia- tive) Kínverja. Guðlaugur segir hins vegar að það sé ofsagt hjá Pence, þar sem engin endanleg afstaða hafi verið tekin til þess máls. „Þetta mál hefur verið til skoðunar um nokkra hríð af hálfu íslenskra stjórnvalda og hið sama gildir um flest okkar ná- grannaríkja. Engin endanleg af- staða hefur verið tekin til málsins en við höfum lagt áherslu á að núver- andi samningar sem við höfum við Kínverja, til að mynda fríversl- unarsamningur, komi að fullu til framkvæmda. Okkur hefur raunar orðið nokkuð ágengt í þeim efnum, eins og menn þekkja,“ segir Guð- laugur Þór. Vill bæta viðskiptatengslin Pence og Guðlaugur funduðu sem fyrr sagði með fulltrúum íslensks viðskiptalífs og var sá fundur mjög góður að sögn þeirra sem hann sátu. Var Pence að sögn Guðlaugs mjög áhugasamur um það sem íslensk fyrirtæki eru að gera og að það hafi komið honum kannski á óvart hversu umfangsmikil starfsemi fyr- irtækja eins og Marel og Kerecis er. „Ég undirstrikaði á fundinum hvað viðskipti eru almennt mikilvæg fyrir samskipti þjóða og stuðla að auknu öryggi og mér virðist varaforsetinn staðráðinn í því að bæta til muna við- skiptatengsl milli Íslands og Banda- ríkjanna,“ segir Guðlaugur Þór. Hafi Pence lagt áherslu á að öflug við- skiptatengsl ríkjanna skiptu jafn- miklu máli og öflug varnarsamvinna. „Hann tók fram að efnahagssamráð sem ég og Mike Pompeo ýttum úr vör gæti verið undanfari fyrir frí- verslunarviðræður og benti á í því samhengi að efnahagssamráð við Japan sem hefði byrjað fyrir fáein- um árum hefði leitt til fríversl- unarsamnings.“ Þá væri Pence mjög áhugasamur um að draga úr þeim hindrunum sem stæðu í vegi við- skipta. Ósamræmi í nálgun ríkjanna Ekki voru allir á því að heimsókn Pence hefði verið einkum ætluð til að ræða viðskipti ríkjanna. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræð- ingur segir áhugavert hversu mikla áherslu utanríkisráðuneyti Íslands hafi lagt á að fundurinn snerist um viðskiptamál, þegar augljóst sé að forgangsröðun Bandaríkjamanna hefði verið í þágu öryggis- og varn- armála. „Það gefur til kynna að ráðuneytið eða utanríkismálaráð- herra séu ekki tilbúin að taka upp þá umræðu og ég myndi halda að utan- ríkismálanefnd [Alþingis] ætti að kalla eftir frekari upplýsingum um málið.“ Aðspurð hvort að þessi nálgun ut- anríkismálaráðuneytisins geti að einhverju leyti skýrst af núverandi stjórnarmynstri segir Silja Bára að það sé þá mjög yfirborðskennt ef svo sé. „Vegna þess að það hefur legið ljóst fyrir frá því að Bandaríkja- menn gáfu út bakgrunnsskýringar á ásetningi Bandaríkjanna fyrir heim- sókninni að hún var gerólík þeirri sem utanríkisráðherra Íslands hefur sett fram, og mér finnst mjög und- arlegt að ráðuneytið og ráðherra þá sérstaklega leggi sig fram við að setja fram skýringar sem eru í ósamræmi við það sem kemur frá Bandaríkjunum.“ Vottur um velvilja Bandaríkjanna  Utanríkisráðherra segir samstarfið við Bandaríkin farsælt  Pence áhugasamur um umsvif ís- lenskra fyrirtækja  Stjórnmálafræðingur segir misræmi hafa ríkt um tilgang heimsóknarinnar Morgunblaðið/Hari Varaforsetinn Mike Pence skoðaði meðal annars aðstöðu Atlantshafsbandalagsins í Keflavík. Heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.