Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 36
Sala á fólksbílum dróst saman um
45% í ágústmánuði. Nam fjöldi
seldra bíla í mánuðinum 804 miðað
við 1.465 í fyrra. Ágústmánuður í
fyrra og árið 2017 voru aftur á móti
með stærri bílasölumánuðum frá
upphafi, að því er fram kemur í upp-
lýsingum frá Bílgreinasambandinu.
Það sem af er ári, eða frá janúar til
ágústmánaðar, hefur sala á fólksbíl-
um dregist saman um 39,3%. Nemur
fjöldi seldra bíla á tímabilinu í ár
9.123 miðað við 15.033 í fyrra. Salan
nam 17.035 á þessu tímabili árið
2017, 14.898 árið 2016, 10.793 árið
2015 og 7.617 árið 2014.
Sá samdráttur sem sést hefur í
bílasölu á árinu hófst í september-
mánuði í fyrra. Þá seldust 935 bílar.
Hugsanlegt er að samanburður við
árið í fyrra verði því ekki eins mikill í
næsta mánuði og á fyrstu átta mán-
uðum ársins 2019.
Met í nýskráningum rafbíla
Met var aftur á móti sett í ný-
skráningu rafbíla í ágústmánuði. Ný-
skráðir rafbílar voru 146, sem er
14,2% af öllum nýskráningum í
ágúst. Bensínbíllinn var aftur á móti
enn vinsælastur með 37% í ágúst.
Það sem af er ári nemur hlutfall ný-
skráðra rafbíla af heildarnýskrán-
ingum 7,3%.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bílar Sala á fólksbílum hefur dreg-
ist saman um 39,3% á milli ára.
45% samdráttur í sölu á
fólksbílum í ágústmánuði
Hlutfall nýskráðra rafbíla aldrei verið hærra en í ágúst
36 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019
BAKSVIÐ
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Dregið hefur verulega úr hagvexti
hér á landi og er orsökin meðal ann-
ars rakin til samdráttar í einka-
neyslu. Þetta var meðal þess sem
kom fram í ræðu Þórarins G. Péturs-
sonar, aðalhagfræðings Seðlabanka
Íslands, á morgunfundi Félags at-
vinnurekenda í gær. Þá sagði hann
einnig að sam-
dráttur hefði ver-
ið í fjárfestingum
og útflutningi,
sérstaklega
vegna loðnu-
brests. Hins veg-
ar eru áframhald-
andi jákvæður
viðskiptajöfnuður
við útlönd sem
dregur úr sam-
drættinum.
Utanríkisviðskiptin haldast já-
kvæð meðal annars vegna þess að
dregið hefur úr innflutningi tækja og
búnaðar til atvinnureksturs eins og
til að mynda flugvéla og annarra
stórra fjárfestingarliða fyrirtækja.
Jafnframt hefur dregið úr innfluttri
þjónustu, að sögn Þórarins. Benti
hann á að aukin eftirspurn eftir inn-
lendri framleiðslu og þjónustu hefði
vegið á móti samdrætti í útflutningi.
„Heimilin og fyrirtækin eru frekar
að beina eftirspurn inn í landið og
það dregur úr samdrætti.“
Þá kom einnig fram í ræðu aðal-
hagfræðingsins að krónunni hefði
tekist betur að sinna hlutverki sínu
með því að hækka í verði til þess að
halda aftur af uppsveiflu í hagkerf-
inu og að lækka til þess að mæta nið-
ursveiflu. Sagði þetta meðal annars
markvissri peningastefnu að þakka.
„Vextir hafa lækkað og enn færi á
að lækka meira ef þess er þörf,“
sagði Þórarinn og benti á að til sam-
anburðar er sumum seðlabönkum
erlendis ófært að lækka vexti meira
til þess að mæta samdrætti þar sem
þær væru orðin svo lágir fyrir. Einn-
ig væri orðið ljóst að smærri vaxta-
ákvarðanir þarf til að mæta verð-
bólgu en áður. „Það bendir til þess
að við séum með betri tök á málun-
um.“
Háð utanríkisviðskiptum
Spurður hvort efnahagsvöxtur í
Bandaríkjunum hafi dregið úr nei-
kvæðum áhrifum af samdrætti í Evr-
ópu, segir Þórarinn svo vera.
„Bandaríkin hafa verið aflvélin í hag-
vextinum í hinum vestræna heimi
undanfarið, en það sem er áhyggju-
efni er að það er farið að fjara undan
hagvextinum þar.“
Þá hafi hagvöxturinn vestanhafs
verið drifinn áfram af skattalækkun-
um og mikilli útgjaldaaukningu rík-
isins. „Nú eru þau áhrif að fjara út.“
„Það sem bætist við eru áhrifin af
þessu viðskiptastríði sem er að hafa
mjög neikvæð áhrif í Bandaríkjun-
um, fyrirtæki þar eru mun svart-
sýnni en þau voru áður. Horfurnar
hafa klárlega versnað þar,“ útskýrir
hann. „Miðað við spár eru þeir að
óbreyttu að fara niður í hagvöxt sem
sést annars staðar í hinum vestræna
heimi.“
„Já, við erum mjög undirsett af
því hvernig öðrum löndum gengur,“
svarar Þórarinn er hann er spurður
hvort samdráttur í Bandaríkjunum
samhliða samdrættinum í Evrópu
mun auka samdráttinn hér á landi.
„Við erum lítið opið útflutningsdrifið
land. Þannig að það skiptir okkur
verulegu máli að það sé góð staða í
okkar viðskiptalöndum og það verð-
ur ekki komist hjá því að evrusvæðið
er okkar langstærsti útflutnings-
markaður.“
Vaxtaþróun
Aðspurður vildi Þórarinn ekki spá
mikið um þróun stýrivaxta Seðla-
banka Íslands. „Við höfum sagt að
næstu skref ráðast einfaldlega af því
hvað gögnin eru að segja okkur og ef
þau eru að segja okkur að efnahags-
horfur séu verri en við reiknum með
á sama tíma og verðbólga og verð-
bólguvæntingar haldast í skefjum og
þær gætu orðið verri vegna þess að
ytri aðstæður eru að versna – alþjóð-
legur hagvöxtur verri eða eitthvað
slíkt – þá verður svigrúm til þess að
lækka vexti.“
Krónunni tekist að sinna
hlutverki sínu betur
Smærri vaxtaákvarðanir ná að mæta verðbólgu en áður
Innflutningur Heimili og fyrirtæki beina eftirspurn frekar inn í landið sem vegur á móti samdrætti í hagkerfinu.
Morgunblaðið/Ómar
Þórarinn G.
Pétursson
5. september 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.39 127.99 127.69
Sterlingspund 152.97 153.71 153.34
Kanadadalur 95.27 95.83 95.55
Dönsk króna 18.667 18.777 18.722
Norsk króna 13.899 13.981 13.94
Sænsk króna 12.871 12.947 12.909
Svissn. franki 128.52 129.24 128.88
Japanskt jen 1.2001 1.2071 1.2036
SDR 173.45 174.49 173.97
Evra 139.21 139.99 139.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.9897
Hrávöruverð
Gull 1532.45 ($/únsa)
Ál 1716.0 ($/tonn) LME
Hráolía 58.54 ($/fatið) Brent
STUTT
● Ferðaskrifstofan Heimsferðir tapaði
768 milljónum króna á síðasta ári,
samkvæmt tilkynningu frá félaginu.
Þar segir að undirliggjandi starfsemi
hafi gengið vel en neikvæð niðurstaða
skýrist af töpuðum kröfum vegna
gjaldþrots Primera Air og Primera
Travel Group.
Arion banki tók yfir rekstur Heims-
ferða í júní á þessu ári með það að
markmiði að tryggja áframhaldandi
starfsemi félagsins.
Heimsferðir töpuðu 768
milljónum króna
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Varmadælur
Hagkvæmur kostur til
upphitunar
Verð frá aðeins
kr. 145.000 m.vsk
Midea KMB-E09
Max 3,4 kW
2,65 kW við -7° úti og
20° inni hita (COP 2,85)
f. íbúð ca 40m2.
• Kyndir húsið á veturna
og kælir á sumrin
• Fyrir norðlægar slóðir
• Fjarstýring fylgir
• Hægt að fá WiFi sendi
svo hægt sé að stjórna
dælunni úr GSM síma
Uppsetningaaðilar og
umboðsmenn um allt
land
Mission Extreme
Umhverfisvænn kælimiðill
Halal ehf., félagið
sem rekur sýr-
lenska veitinga-
staðinn Mandi,
skilaði 23 milljóna
króna hagnaði á
síðasta ári.
Dregst hagnaður-
inn saman um
44% á milli ára.
Rekstrartekjur námu samtals 247
milljónum króna miðað við 208 millj-
ónir króna árið 2017. Í þeirri tölu eru
húsaleigutekjur upp á 11 milljónir og
33 milljóna hagnaður af sölu
rekstrarfjármuna.Tekjur vegna
seldra vara og þjónustu námu 203
milljónum króna miðað við 208 millj-
ónir króna árið 2017. Eignir fyrir-
tækisins námu samtals 567 milljónum
króna og aukast um rúm 205% en
eignirnar námu 186 milljónum króna
í lok árs 2017. Virði fasteigna félags-
ins nam 532 milljónum króna í lok árs
2018 en 122 milljónum árið 2017.
Heildarskuldir fyrirtækisins nema
418 milljónum króna. Mandi hefur
verið í töluverðri sókn að undanförnu,
en í sumar opnuðu rekstraraðilar
staðarins nýjan stað í Skeifunni.
23 milljóna
hagnaður
hjá Mandi