Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 62
ÍBV Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Sigurbergur Sveinsson, stórskytta ÍBV, telur að litlar mannabreytingar á milli tímabila í Vestmannaeyjum muni hjálpa liðinu á komandi leiktíð. Sigurbergur mun þó sjálfur að öllum líkindum missa af fyrstu fjórtán deildarleikjum ÍBV, þar sem hann gekkst undir aðgerð á hné á dög- unum. ÍBV hefur leik í úrvalsdeild- inni á sunnudaginn kemur þegar Stjarnan kemur í heimsókn, en liðið endaði í fjórða sæti deildarinnar og féll úr leik í undanúrslitum Íslands- mótsins gegn Haukum á síðustu leiktíð. Eyjamönnum er spáð þriðja sæti af fyrirliðum og þjálfurum deildarinnar. „Tímabilið leggst mjög vel í mig persónulega. Undirbúningstímabilið hefur gengið mjög vel og hollningin á liðinu er góð. Menn eru tilbúnir og klárir í slaginn og það er komin mikil tilhlökkun í hópinn að byrja þetta. Ég held að þetta sé bara fínasta spá og að enda í topp þremur yrði bara ágætis niðurstaða held ég eins og staðan á liðinu er í dag þótt við för- um auðvitað í alla leiki til þess að vinna þá. Hvort deildin í ár verður jafnari en oft áður þarf eiginlega bara að koma í ljós því það hafa verið einhverjar hræringar á milli liða, hér og þar, og það verður for- vitnilegt að sjá hvernig þetta spilast fyrir áramót.“ Litlar breytingar jákvæðar Litlar mannabreytingar hafa átt sér stað í Vestmannaeyjum í sumar, ólíkt sumrinu 2018, þegar margir lykilmenn yfirgáfu liðið og nýir menn voru fengnir inn í staðinn. „Ég held að það sé bara jákvætt fyrir liðið hversu litlar breytingar hafa átt sér stað á milli ára. Hópur- inn breyttist mikið fyrir síðasta tímabil og við erum í raun einu ári ríkari núna ef svo má segja. Menn eru farnir að þekkja vel inn á hver annan og þegar allt kemur til alls er bara fínt að vera ekki ráðast í of miklar breytingar alltaf á milli ára. Við fengum nýjan markmann sem lítur vel út en annars er þetta nánast bara sami hópur og í fyrra. Ungir strákur eins og Dagur, Elliði og Gabríel fengu allir ágætlega stór hlutverk í fyrra og það mun pottþétt skila sér á komandi leiktíð. Þeir fengu allir góðar og mikilvægar mín- útur og þeir eru bæði orðnir reynd- ari og skynsamari. Innkoma þeirra stækkar hópinn okkar til muna, sem er bara jákvætt fyrir liðið.“ Sigurbergur telur liðið fullfært um að berjast um alla titla sem í boði eru í ár, en tímabilið 2017-2018 unnu Eyjamenn þrefalt. „Það heltist aðeins úr lestinni hjá okkur í leikmannahópnum undir restina á síðasta tímabilinu, sem var slæmt. Við vorum mjög nálægt því að fara alla leið, þrátt fyrir þessi skakkaföll, og það vantaði í raun bara herslumuninn upp á. Það tekur alltaf tíma fyrir nýja þjálfara að koma inn með sínar áherslur og Er- lingur og Kristinn eru að fara inn í annað tímabil sitt núna, sem er mjög jákvætt fyrir liðið. Markmiðið okkar í ár er fyrst og fremst að vera í bar- áttunni á öllum vígstöðum og ég tel okkur vera hópinn og mannskapinn til þess að gera það,“ sagði Sigur- bergur í samtali við Morgunblaðið. Lið sem getur barist á öllum vígstöðum  Sigurbergur segir Eyjamenn reynsl- unni ríkari eftir miklar breytingar 2018 Ljósmynd/Sigfús Gunnar Skytta Sigurbergur Sveinsson mætir væntanlega til leiks hjá Eyjamönnum um áramótin en hann verður frá keppni vegna meiðsla fyrri hluta vetrar. 62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019  Mikil gæði eru í leikmannahópnum hjá ÍBV og flestir lykilmenn eru heilir núna.  Heimavöllurinn og varnarleikur sem veldur mótherjum vandræðum eru lykilþættir.  Toppbarátta er fram undan hjá ÍBV og jafnvel titill ef markvarslan verður góð.  Áhugavert: Munu Kristján Örn (Donni) og Dag- ur ná öðru skrefi upp á við? Sebastian Alexandersson um Eyjamenn MARKVERÐIR: Björn Viðar Björnsson Haukur Jónsson Petar Jokanovic HORNAMENN: Friðrik Hólm Jónsson Gabríel Martínez Grétar Þór Eyþórsson Hákon Daði Styrmisson Theódór Sigurbjörnsson LÍNUMENN: Elliði Snær Viðarsson Kári Kristján Kristjánsson Örn Bjarni Halldórsson ÚTISPILARAR: Arnór Viðarsson Dagur Arnarsson Fannar Friðgeirsson Ívar Logi Styrmisson Kristján Örn Kristjánsson Magnús Karl Magnússon Magnús Stefánsson Róbert Sigurðsson Sigurbergur Sveinsson Þjálfarar: Erlingur Birgir Rich- ardsson og Kristinn Guðmunds- son. Árangur 2018-19: 5. sæti og undanúrslit. Íslandsmeistari: 2014, 2018. Bikarmeistari: 1991, 2015, 2018.  ÍBV fær Stjörnuna í heimsókn í fyrsta leik deildarinnar á sunnu- daginn klukkan 16. Lið ÍBV 2019-20 KOMNIR Magnús Karl Magnússon frá Víkingi Petar Jokanovic frá Red Boys Differdange (Lúxemborg) Örn Bjarni Halldórsson frá Lemvig (Danmörku) FARNIR Daníel Örn Griffin í KA Breytingar hjá Eyjamönnum Þýskaland Melsungen – Lemgo ............................ 26:23  Bjarki Már Elísson skoraði 10 mörk fyr- ir Lemgo. Hannover-Burgdorf – Balingen ........ 31:23  Oddur Gretarsson skoraði eitt mark fyr- ir Balingen. Magdeburg – Nordhorn ..................... 39:27  Geir Sveinsson þjálfar Nordhorn. Füchse Berlín – Minden ...................... 25:29  Staðan: Magdeburg 6, Hannover-Burg- dorf 6, Leipzig 6, Flensburg 5, Kiel 4, RN Löwen 4, Wetzlar 3, Bergischer 3, Melsun- gen 3, Erlangen 2, Füchse Berlín 2, Minden 2, Lemgo 2, Balingen 2, Stuttgart 0, Göpp- ingen 0, Ludwigshafen 0, Nordhorn 0. Spánn Meistarakeppni Spánar: Cuenca – Barcelona ............................ 22:33  Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir Barcelona. Danmörk Esbjerg – Nyköbing ............................ 27:21  Rut Jónsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Es- bjerg. Frakkland Istres – París SG.................................. 25:35  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 2 mörk fyrir PSG. Noregur Halden – Elverum ............................... 27:28  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 3 mörk fyrir Elverum. Meistarakeppni karla Selfoss – FH................................. (frl.) 33:35 HANDBOLTI HM karla í Kína A-RIÐILL: Fílabeinsströndin – Pólland ................ 63:80 Venesúela – Kína.................................. 72:59  Lokastaðan: Pólland 6, Venesúela 5, Kína 4, Fílabeinsströndin 3. B-RIÐILL: Suður-Kórea – Nígería ...................... 66:108 Rússland – Argentína .......................... 61:69  Lokastaðan: Argentína 6, Rússland 5, Nígería 4, Suður-Kórea 3.  Í milliriðli I leika Pólland, Venesúela, Argentína og Rússland. C-RIÐILL: Púertóríkó – Túnis ............................... 67:64 Spánn – Íran ......................................... 73:65  Lokastaðan: Spánn 6, Púertóríkó 5, Tún- is 4, Íran 3. D-RIÐILL: Angóla – Filippseyjar.................. (frl.) 84:81 Ítalía – Serbía ....................................... 77:92  Lokastaðan: Serbía 6, Ítalía 5, Angóla 4, Filippseyjar 3.  Í milliriðli J leika Spánn, Púertóríkó, Serbía og Ítalía. KÖRFUBOLTI TUDOR rafgeymar TUDOR TUDOR Er fjórhjólið tilbúið fyrir fyrir fjallaferðina? Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu öruggt start með TUDOR NÝTT NÝTT, Lithium rafgeymar fyrir mótorhjól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.