Morgunblaðið - 05.09.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2019
Hin árlega sveitasöngvahátíð Ice-
land Country Music Festival verður
haldin í þriðja skipti í Hvíta húsinu á
Selfossi næstkomandi laugardags-
kvöld.
Axel Ó. er frumkvöðull hátíðarinn-
ar og einn listamannanna sem koma
fram á tónleikunum. Hann sagði að
aðsóknin hefði vaxið ár frá ári og nú
væri m.a. von á gestum frá Banda-
ríkjunum. Þeir hafi drifið sig í Ís-
landsferð í tilefni hátíðarinnar.
Auk Axels Ó. koma fram Stefanía
Svavars, sem hefur getið sér gott orð
fyrir flutning sveitatónlistar, og Sar-
ah Hobbs, sem er rísandi kántrí-
stjarna í Texas. Hljómsveitina skipa
Magnús Kjartansson, píanó- og
hljómborðsleikari, Dan Cassidy
fiðluleikari, Sigurgeir Sigmundsson,
gítar- og slædgítarleikari, Finnbogi
Kjartansson bassaleikari og Birgir
Nielsen trommuleikari.
Húsið verður opnað kl. 18 fyrir
matargesti og tónlistardagskráin
hefst klukkan 20. gudni@mbl.is
Sveitasöngva-
hátíðin á Selfossi
Söngvararnir Axel Ó., Stefanía Svavars og
Sarah Hobbs koma fram ásamt hljómsveit
Sarah Hobbs
söngkona frá Texas
Axel Ó.
sveitatónlistarmaður
Stefanía Svavars
söngkona
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fornleifarannsókn á lóð Stjórnar-
ráðsins er að hefjast og verður
væntanlega byrjað undir lok
næstu viku, að sögn Völu Garðars-
dóttur fornleifafræðings. Fyrir-
tæki hennar, VG-fornleifarann-
sóknir, hefur fengið leyfi
Minjastofnunar Íslands til rann-
sóknarinnar.
Eins og fram hefur komið kærði
Fornleifastofnun Íslands ses. út-
boð Framkvæmdasýslu ríkisins
vegna forn-
leifauppgraftar á
lóð við Stjórn-
arráðshúsið.
Kærunefnd út-
boðsmála hafn-
aði kröfunni.
Hellur og lagnir
ehf. buðu lægst í
verkefnið en
VG-fornleifa-
rannsóknir eru
undirverktaki hjá þeim.
„Við erum komin á svæðið, er-
um að koma okkur fyrir og að
opna svæðið,“ sagði Vala. Svæðið
sem á að rannsaka er 1.100 til
1.200 fermetrar að flatarmáli.
Reiknað er með að um tíu manns
samtals vinni við rannsóknina.
Verkinu verður skipt í tvo áfanga.
Byrjað verður á áfanga 1 næst
Bankastræti og unnið þar a.m.k.
fram í janúar. Síðan verður byrjað
á áfanga 2 næst Hverfisgötu í apr-
íl 2020. Gert er ráð fyrir að því að
fornleifauppgreftrinum ljúki fyrir
næsta haust. Fyrr verður ekki
hægt að hefja framkvæmdir á lóð-
inni.
Vala kvaðst búast við að þarna
fyndist margt, sérstaklega frá því
eftir 1750. Til eru kort og heim-
ildir um byggingar sem þarna
hafa staðið eftir 1750. Bygging
Tukthússins hófst 1765 en það er
nú þekkt sem Stjórnarráðshúsið
og hýsir forsætisráðuneytið. „Við
eigum von á að finna hluta af 20-
25 byggingum frá ýmsum tímum,“
sagði Vala. „Svo eru heimildir um
eldri minjar frá því að Stjórn-
arráðshúsið var tekið í gegn að
innan árið 1997. Þá fundust leifar
af torfvegg undir gólfinu og í hon-
um var gjóska frá 1226. Það er því
ekki ólíklegt að upp komi minjar
frá 12.-13. öld og jafnvel eldri.“
Teikning/Framkvæmdasýsla ríkisins
Stjórnarráðsreitur Fornleifarannsókn fer fram á lóðinni þar sem nýbygg-
ingin mun rísa. Svæðið er um 1.100 til 1.200 fermetrar.Vala Garðarsdóttir
Leita fornleifa við
Stjórnarráðshúsið
Verkefninu lýkur næsta haust
m.
Lítil og létt loftpressa. Kemur með
fjórum stútum sem passa á dekk,
bolta, vindsængur og fleira.
REDLITHIUM-ION™ rafhlaða.
Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar
með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu
Verð 16.900 kr. (án rafhlöðu)
M12 Inflator
Alvöru loftpressa
fráMilwaukee
vfs.is
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888
Veðrið á höfuðborgarsvæðinu síð-
astliðnar vikur hefur veitt vinnu-
flokkum færi á að sinna nauðsyn-
legu viðhaldi á götum og
gangstígum. Hafa þessir hópar því
verið nokkuð áberandi undanfarið.
Þessir vösku menn sem ljósmynd-
ari Morgunblaðsins rakst á við
Kauptún í Garðabæ voru önnum
kafnir við vegmerkingar. Skýrar
veglínur og sebrabrautir geta skipt
sköpum þegar kemur að umferðar-
öryggi.
Götumálun hefur einnig farið
fram í íbúðahverfum í borginni í
sumar. Þannig mátti t.a.m. nýverið
sjá vinnuhóp í Hlíðahverfi í Reykja-
vík. Vann sá að því að merkja bíla-
stæði, gangbrautir og miðlínur.
Útlit er fyrir að viðhald þetta
stöðvist tímabundið næstu daga en
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir
fremur vætusömu veðri á suðvest-
urhorni landsins.
Hugað að mikilvægum öryggisatriðum í umferðinni
Merkingar
gerðar
sýnilegar
Morgunblaðið/Hari