Morgunblaðið - 19.09.2019, Side 28
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Tignarlegur Eyjafjallajökull blasti
við úr langri fjarlægð þegar þota
Icelandair kom sunnan úr Evrópu
og nálgaðist landið. Sveitabæir
undir hlíðum fjalla, græn tún og
gulir kornakrar á mjóu belti milli
fjöru og fjalls, háar hamrahlíðar og
dalskorur sem ganga upp í fjöllin
þar sem hvítur jökullinn myndar
sterkan bakgrunn. Þjóðvegurinn,
sem frá eru afleggjarar og út-
úrdúrar, er síðan eins og ósæð
þvert í gegnum búsældarlega sveit
við suðurströndina. Upplagt var því
að kanna aðstæður á landi örlítið
betur.
Frá Markarfljóti til Jökulsár
Alls búa í dag um 270 manns
undir Eyjafjöllum, sem áður skipt-
ust í tvö sveitarfélög, Vestur- og
Austur-Eyjafjallahrepp en eru nú
hluti af sameinuðu Rangárþingi
eystra. Fólk undir Fjöllunum sækir
því í dag flesta opinbera þjónustu á
Hvolsvöll. Tugir bæja eru á svæð-
inu, kúabúskapur
á átján jörðum,
margir með ann-
an búskap og
talsvert um að
fólk sæki vinnu
út í frá. Í vestri
eru landamæri
Eyjafjalla í vestri
við Markarfljót
en í austri um
Jökulsá á Sól-
heimasandi. Þarna á milli eru 33
kílómetrar á hringveginum, en að
vestan bætist við leiðin að Merkur-
bæjunum sem eru við veginn inn í
Þórsmörk.
Stóra-Mörk er innstur Merkur-
bæja þar sem á bæjarhlaðinu er að
finna skrúfublöð úr B-17-sprengju-
flugvél bandaríska flughersins sem
fórst á jöklinum í september 1944.
Mannbjörg varð. Flakið, sem grófst
fljótt í fönn, fannst 1990 og skrúf-
urnar losnuðu úr jöklinum 1995.
Voru þá fluttar að Stóru-Mörk und-
ir Eyjafjöllum og mega kallast
sögulegar minjar.
Næsti bær er Syðri-Mörk; bær
undir fjallshlíð þar sem lækir renna
niður. Hér eru vatnsríkar lindir og
frá þeim lögn til Vestmannaeyja
þar sem engin eru vatnsbólin. Í
Eyjum var vatnsskortur lengi
vandamál sem leystist með leiðsl-
unni sem var tekin í gagnið sum-
arið 1968.
Falleg ástarsaga
Eyjafjöllin eru sveit ástarævin-
týra. Þekkt er sagan um hefðar-
konuna Önnu á Stóruborg undir
Austur-Eyjafjöllum sem uppi var á
sextándu öldinni og festi ást á
Hjalta Magnússyni, sem var fátæk-
ur smalapiltur og henni yngri.
Þetta var ást í meinum; ættingjum
Önnu mislíkaði ráðahagurinn svo
Hjalti fór í útlegð og dvaldist lengi í
helli upp af bænum Fit undir Vest-
ur-Eyjafjöllum. Þar heitir síðan
Paradísarhellir og er leiðin að hon-
um skýrt merkt á skilti skammt
fyrir vestan Seljalandsmúla. Saga
þessi er efniviður í skáldsögu Jóns
Trausta Anna á Stóruborg frá 1914;
sígildu verki.
Einn eftirtektarverðasti stað-
urinn í sveitinni er annars Selja-
vallalaug, sem stendur í þröngri
dalkvos og myndar fjallshlíð einn
af fjórum veggjum hennar. Laugin
var byggð 1923 og var um skeið
stærsta sundlaug landsins. Ekki
mátti tæpar standa með laugina
eftir eldgosið í Eyafjallajökli vorið
2010. Þá fylltist hún af ösku og
sandi sem var mokað burt. Um-
fangsmikið hreinsunarstarf þurfti
undir Eyjafjöllum eftir eldgosið,
sem náttúran var furðu fljót að
jafna sig á. Jafnvel voru græðandi
efni í öskunni sem svo margir töldu
eyðingarafl.
Unga fólkið snýr aftur
„Auðvitað sagði ég já þegar for-
eldrar mínir spurðu mig fimmtán
ára gamlan hvort ég vildi verða
bóndi í framtíðinni,“ segir Sverrir
Guðmundsson, bóndi á Núpi undir
Vestur-Eyjafjöllum. „Þegar áhugi
minn var skýr byrjuðu foreldrar
mínir að byggja nýtt fjós, það var
rétt fyrir hrunið 2008 og því tóku
framkvæmdir mun lengri tíma en
annars hefði verið. Alllangt er síð-
an fjósið komst í gagnið, þar sem
við erum nú með 55 kýr og gengur
vel.“
Sverrir og Ásta Þorsteinsdóttir
kona hans eru að mestu tekin við
búskap á Núpi af foreldrum hans,
þeim Guðmundi Guðmundssyni og
Berglindi Hilmarsdóttur. „Það er
eftirtektarvert í dag að ungt fólk á
mínum aldri, fætt 1985-1995, er í
ríkum mæli að snúa aftur í sveitina
sína. Á þessu reki voru strákar í
miklum meirihluta og þorri okkar
hefur sest hér að,“ segir Sverrir
sem kveðst hafa mikla ánægju af
bústörfum. Möguleikarnir í sveit-
inni séu margir, s.s. í ferðaþjón-
ustu, hrossarækt, iðnstarfsemi og
svo megi áfram telja. Margir láti
sig síðan ekkert muna um að
sækja vinnu í þéttbýlið. Þannig
sækir Ásta á Núpi vinnu daglega
út á Hellu og sonurinn Guðmundur
Fróði, eins og hálfs árs, er á með-
an í leikskóla á Hvolsvelli.
Fossar hvor á sínum enda
Tveir fossar, hvor á sínum enda
Eyjafjallasveitar, eru vinsælir við-
komustaðir ferðafólks; Seljalands-
foss í vestri og Skógafoss í austri;
báðir formfagrir þar sem þeir falla
tugi metra fram af hamrabrún.
Setur fossinn við Skóga sér-
staklega sterkan svip á umhverfi
sitt, þar sem er gamall héraðsskóli
og byggðasafn sem er einstakt í
sinni röð.
Undir Fjöllum
Sveit við suðurströndina Búsældar-
legt og gróið Vinsælar ferðamanna-
slóðir Ástarsagan á Stóru-Borg
Flugsýn Eyjafjallajökull til vinstri og Mýrdalsjökul fjær. Undir hömrum á
sléttunni fram til sjávar er blómleg sveit, þar sem búa nú um 270 manns.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Útreiðartúr Hestafólk á fallegum degi við Írafoss undir Vestur-Eyjafjöllum.
Eyjafjallajökull
Holtsós
M
ar
ka
rfl
jó
t
Eyjafjöll
■ Seljalandsfoss
■ Steinar
■ Núpur ■ Þorvaldseyri
■ Stóra-Borg
■ Seljavallalaug
■ Skógar
Stóra-Mörk ■
1 Vík
Hvols-
völlur
Lan
d
eyja-
h
öfn
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Skútinn Heimkynni Hjalta. Seljavallalaug Einstakt mannvirki.
Sverrir
Guðmundsson
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019
„Eyjafjöllin eru um margt dæmi-
gert samfélag í dreifbýli. Hlutir og
mál þróuðust fremur en breyttust
og gamlir siðir
héldust lengi,“
segir Dýrfinna
Sigurjónsdóttir,
kennari á Sel-
fossi. Hún ólst
upp í Skógum,
þar sem for-
eldrar hennar
bjuggu og störf-
uðu. Allt skóla-
starf á staðnum er löngu aflagt og
bragurinn því breyttur.
„Milli fólks í gömlu sveitahrepp-
unum tveimur, Vestur- og Austur-
Eyjafjöllum, var alltaf talsverður
rígur. Sjálfsagt var þetta á sínum
tíma nokkuð algengt í sveitum
landsins. Í dag heyrir þetta að
mestu leyti sögunni til enda hafa
sveitarfélög verið sameinuð og í
dreifbýlinu er einfaldlega miklu
færra fólk en áður var,“ segir Dýr-
finna. Bætir við að þessar slóðir
séu sér afar kærar. Hún leggi leið
sína oft austur undir Eyjafjöll þar
sem móðir hennar býr enn.
„Nálægð við hafið ræður því að
vorið kemur alltaf nokkru fyrr und-
ir Eyjafjöllum en annars staðar á
landinu. Bændur geta gjarnan
byrjað að slá og plægja fyrr en aðr-
ir. Annað sem er eftirtektarvert við
veðráttu undir Eyjafjöllum er að
þar verður hvassara en almennt
gerist. Í norðaustanátt getur allt
verið á tjá og tundri; hús fljúga og
annað gengur úr skorðum. Alveg
ótrúlegt.“
Þegar allt er á tjá og tundri
VORIÐ KEMUR SNEMMA OG NORÐAUSTANÁTTIN ER VARASÖM
Dýrfinna
Sigurjónsdóttir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skógafoss Formfagur fellur fossinn fram af hamrabrún og setur svip á umhverfið.