Morgunblaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 22
SKÓLI FYRIR ALLA? Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Aðalnámskrá grunnskóla á að vera rammi um skólastarfið og leiðsögn um tilgang þess og markmið. Hún er ætluð stjórnendum skóla, kennurum og öðru starfsfólki í skólakerfinu. Einnig veitir hún nemendum og for- eldrum þeirra upplýsingar um til- gang og starfsemi skóla. En er aðal- námskráin ráðgáta miklu frekar en góður leiðarvísir eða handbók fyrir skólafólk að fara eftir? Meyvant Þórólfsson, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands og sennilega helsti sérfræðingur landsins þegar kemur að námskrár- fræðum og námsmati, tekur undir með foreldrum og skólafólki sem blaðamaður hefur rætt við að und- anförnu um að erfitt sé að átta sig á inntaki hennar og að innleiðingin hafi ekki gengið sem skyldi. Því verði kannski best lýst sem einhvers konar „haltu mér – slepptu mér“ hugsun, segir hann. „Þetta meinta ráðaleysi kom m.a. fram í afstöðu eins skólastjórnanda á málþingi sem við héldum í vor, þ.e. að námskráin virkaði frekar eins og ráðgáta heldur en góður leiðarvísir eða handbók til að fara eftir. Það skal þó áréttað að um þetta út af fyr- ir sig eru og hafa alltaf verið skiptar skoðanir, þ.e. hversu stýrandi nám- skráin ætti að vera. Við gildistöku námskránna fyrir öll skólastig var rík áhersla lögð á samfellu milli skólastiga. Það er samt engu líkara en menn hafi átt erfitt með að gera upp við sig hvað þessi samfella skyldi fela í sér. Í það minnsta er erfitt að koma auga á samfellu eða samræmingu þegar fyrirkomulag námsmats er skoðað. Mér sýnist t.d. flestir túlka grunn- skólanámskrána svo að tölfræði eigi að koma þar sem minnst við sögu, helst alls ekki. Námsmat framhaldsskólans virð- ist hins vegar byggjast að mestu á tölfræði þegar kemur að námsmati. Bókstafaeinkunnir sem nemendur koma með úr grunnskólum eru jafn- vel umreiknaðar í tölur og þær not- aðar sem viðmið við inntöku í fram- haldsnám. En ég tel hæpið að treysta umræddum bókstafaein- kunnum sem áreiðanlegum og rétt- mætum upplýsingum um náms- stöðu,“ segir Meyvant. - En hvað þýðir það fyrir stjórn- endur framhaldsskóla, unglinga og foreldra þeirra þegar ekki er sam- ræmi á milli skóla hvað einkunnagjöf varðar? „Að mínu mati mun það virka á þetta fólk eins og að reyna að kom- ast leiðar sinnar í ófærð eða þoku. Vegurinn er ógreinilegur og eins og skólastjórnandi komst að orði, þá verður þetta ferðalag óþægileg ráð- gáta og basl. Ósamræmi þýðir að t.d. tvö ungmenni sem sækjast eftir skólagöngu í tilteknum framhalds- skóla með sömu bókstafseinkunnir í þeim greinum sem eru metnar, t.d. A, C+, B, B+ og B+, sitja að öllum líkindum ekki við sama borð hvað raunverulega getu snertir. Ósamræmið gæti þess vegna ríkt innan sama skóla. Merking einkunn- arinnar B+ við lok skyldunáms frá tveimur skólum er nokkuð örugg- lega ekki sú sama. Sú staðreynd, sem gerir þennan vanda enn áþreif- anlegri, er að samfélag okkar er lítið og skyldleiki og önnur tengsl því víða. Margir kennarar lenda óhjá- kvæmilega í því að meta náin skyld- menni eða börn vina og kunningja, jafnvel óvina,“ segir Meyvant. Hann segir að „haltu mér – slepptu mér“ hugsunin birtist skýrt í því hve samræming virðist vera heitt átakamál. „Eins og öllum mun kunnugt heyra samræmd lokapróf sögunni til vegna þeirrar trúar margra að þau samræmist ekki hugmyndafræði skóla fyrir alla. En þýðir það að við ættum þar með alfarið að hverfa frá miðlægri samræmingu? Um þetta virðast vera skiptar skoðanir, en rökin óljós. Eins og flestum mun vera kunnugt er það nú alfarið á ábyrgð kennara og stjórnenda hvers skóla að meta námsframvindu og námsárangur, jafnt á yngri stigum sem við lok unglingastigs og þar með við lok skyldunáms. Hæfnivið- miðum og matsviðmiðum aðalnám- skrár er beitt á mismunandi hátt. „Sumir velja úr rúmlega 200 hæfni- viðmiðum námskrárinnar eftir hent- ugleika nánast eins og að velja af hlaðborði, aðrir umskrifa þau og skrifa jafnvel ný hæfniviðmið sem þeim þykja við hæfi. Skoði maður matsviðmiðin fer ekki milli mála að huglægt og eigindlegt mat er óhjá- kvæmilegt og þar með afstætt,“ seg- ir Meyvant. - Er lausnin að koma á samræmd- um prófum að nýju í tíunda bekk? „Í raun er ekki hægt að svara þessari spurningu beint, já eða nei. Svarinu verða að fylgja nokkur „ef“. Ef við viljum halda í það kerfi sem nú er við lýði við inntöku í fram- haldsskóla þá verðum við a.m.k. að brjóta til mergjar þetta vandamál sem ég nefndi hér á undan. Ég sé ekki aðra lausn en að innleiða vand- að samræmt kerfi um inntak í náms- greinum (þar með beina þekkingu og kunnáttu ekki síður en t.d. „getu til aðgerða“) og samræmt mat á ár- angri, þar sem hugsanlega þarf ekki að fylgja skylda til að gangast undir hið samræmda mat. En þegar ég tala um vandað, samræmt mat, þá á ég ekki við þann bunugang sem tíðk- aðist við framkvæmd samræmdra prófa fyrir og eftir síðustu aldamót, heldur faglega þróað kerfi sem kost- ar óhjákvæmilega fjármagn og að- komu hagsmunaaðila og sérfræð- inga, ekki einhvers svonefnds „fagráðs“, sem mér þykir a.m.k. oft ráðgáta hvernig er skipað,“ segir Meyvant Þórólfsson.  Greinaflokkurinn birtist í heild á mbl.is og verða síðustu greinarn- ar birtar þar á sunnudag. „Haltu mér – slepptu mér“  Flestir túlka námskrá grunnskólans svo að tölfræði eigi að koma þar sem minnst við sögu, helst alls ekki, segir dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands Morgunblaðið/Hari Skólamál Meyvant Þórólfsson, dósent við Háskóla Íslands, segir að oft sé ekki samræmi í einkunnagjöf skólanna. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 Ekki hægt að velja börn og hafna þeim Fáir með eins stundatöflu Hrósað mikið á kostnað gagnrýni Hagræðing með ömurlegum afleiðingum Skólaforðun alvarlegt vandamál Fann ekki taktinn í hverfisskólanum Greining orðin töfraorð Þyrfti fleira fagfólk inn í skólana „Ég hef bara því miður ekki tíma“ Skóli fyrir alla? Greinaflokkur á mbl.is m. Lítil og létt loftpressa. Kemur með fjórum stútum sem passa á dekk, bolta, vindsængur og fleira. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu Verð 16.900 kr. (án rafhlöðu) M12 Inflator Alvöru loftpressa fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.