Morgunblaðið - 19.09.2019, Side 50

Morgunblaðið - 19.09.2019, Side 50
Marta María mm@mbl.is „Ég er almennt bara þokkalegur í dag en það hefur samt rosalega margt gengið á hjá mér og því miður alls ekki allt gott. Ég er til dæmis fráskilinn í dag, sem ég hef forðast að ræða opinberlega hing- að til, og svo missti ég móður mína í júní. Þetta tekur allt á og stund- um er erfitt að halda áfram en á móti kemur dóttir mín sem stöð- ugt heldur mér við efnið og lætur mig vilja verða besta útgáfan af sjálfum mér þó að ekki væri nema til að geta alið hana sem best upp og verið til staðar fyrir hana,“ seg- ir Eyþór en hann og fyrrverandi eiginkona hans eiga saman dóttur sem fæddist haustið 2015. Eftir að Eyþór tók þátt í Biggest Loser fann hann ástina á Tinder og gekk í hjónaband sumarið 2015. Í janúar í fyrra skildi leiðir og segir Eyþór að hjónabandið hafi verið komið á endastöð. „Það má eiginlega segja að hjónabandið hafi ekki virkað þótt við höfum gert okkar besta. Á endanum var þetta besta lausnin að fara sitt í hvora áttina,“ segir hann og játar að þetta sé búið að vera mjög erfitt. „Við barnsmóðir mín eigum í fínu sambandi í dag og dóttir okk- ar er það sem skiptir mestu máli. Við faðir minn búum saman núna, eftir að móðir mín féll frá, og svo er alltaf yndislegur tími þegar Búinn að léttast um 62 kíló á þessu ári Eyþór Árni Úlfarsson varð landsþekktur á einni nóttu þegar hann keppti í Biggest Loser Ísland 2014. Hann hafði nokkra sérstöðu því hann var þyngsti keppandinn í sjónvarpsþáttaröðinni. Nú stendur hann á tímamótum því hann er léttari en nokkru sinni fyrr eftir hjáveituaðgerð. Síðustu misseri hafa verið honum erfið því auk aðgerð- arinnar gekk hann í gegnum skilnað í byrjun árs 2018 sem tók á hann. Erfitt tímabil að baki Eyþór varð fertugur í mars á þessu ári og ákvað að snúa vörn í sókn MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heimili & hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 27. september Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 23. september.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.