Morgunblaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Það var margt um manninn í opn- unarathöfn á stærri og endurbættri íþróttamiðstöð Seltjarnarness á laugardaginn. Formleg dagskrá fór fram í fimleikasalnum þar sem há- punkturinn var sýning 160 fimleika- barna á öllum aldri undir stjórn Berglindar Pétursdóttur og fleiri þjálfara. Í árslok 2016 undirrituðu þau Ás- gerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri samstarfssamning á milli Sel- tjarnarnesbæjar og Reykjavíkur- borgar um að standa sameiginlega að stækkun íþróttaaðstöðu Gróttu til að bæta aðstöðu til fimleikaiðk- unar. Upphaf viðræðna var í kjölfar samþykktar á fundi sambands sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu árið 2010, en þá stefndu sveitarstjórnir á aukið samstarf á sviði íþróttamála. Sameiginlegur rekstur Samstarfssamningur Seltjarnar- nesbæjar og Reykjavíkurborgar fól í sér að sveitarfélögin tvö myndu standa sameiginlega að rekstri fim- leikadeildar Gróttu og mun Reykja- víkurborg greiða leigu á fimleika- aðstöðunni fyrir iðkendur sem búsettir eru í Reykjavík. Leigu- samningurinn er til 20 ára með ákvæði um framlengingu á fimm ára fresti. Hinn 25. mars 2018 tóku svo borgar- og bæjarstjóri fyrstu skóflustunguna að stærri og endur- bættri íþróttamiðstöð Seltjarnar- ness að viðstöddum fjölda ungra íþróttaiðkenda. Nú tæpum 18 mán- uðum síðar iðar nýtt og endurbætt hús af lífi, segir í frétt á vef Sel- tjarnarness. Iðkendur hafa aldrei verið fleiri hjá Íþróttafélaginu Gróttu eða um 1.200. Þess má geta að þar af er fjöldi iðkenda í fim- leikadeildinni um 575 manns þar sem 65% þátttakendanna eru frá Reykjavík. Framkvæmdin á íþróttamann- virkinu var afar umfangsmikil því auk nýrrar viðbyggingar fyrir stór- bætta aðstöðu fimleikadeildarinnar, sem hefur nú fengið 1.300 fermetra undir starfsemi sína, ákvað Sel- tjarnarnesbær að ráðast samhliða í endurbætur á íþróttamiðstöðinni sjálfri. Stóri íþróttasalur hússins var færður til vesturs, öll búnings- aðstaða bætt til muna og 170 fer- metra styrktarsalur útbúinn fyrir félagsmenn. Gerð var breyting á að- komu í íþróttamiðstöðina, anddyrið stækkað sem og afgreiðslan og að- staða starfsmanna. Það var Munck ehf. á Íslandi sem annaðist framkvæmdirnar á hús- næðinu en Þjónustumiðstöð Sel- tjarnarnesbæjar annaðist breyt- ingar á lóðinni og aðkomu að íþróttamiðstöðinni. Eftirlit með verkinu hafði Strendingur ehf. Undirritaður var verksamningur milli Munck og Seltjarnarnesbæjar um stækkun og endurbætur á íþróttamiðstöð bæjarins hinn 16. janúar 2018. Tilboðið hljóðaði upp á 703 milljónir króna. Var það mjög nálægt upphaflegri kostnaðar- áætlun bæjarins sem var 690 m.kr. Líf og fjör í nýjum fimleikasal  Seltjarnarnes og Reykjavík byggðu húsið  Iðkendur eru nú 575 talsins Ljósmynd/Jón Svavarsson Tímamót Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Rúnarsson, formaður fimleikadeildar Gróttu, héldu ávörp í til- efni tímamótanna. Athöfninni í fimleikasalnum lauk með flottu hoppi og sterku klappi allra í salnum með bæjarstjóra og borgarstjóra í fremstu röð. Tvö áhyggjulaus ár á notuðum Mercedes-Benz. Klettháls 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · notadir.is Opnunartímar Virka daga 10–18, laugardaga 12–16 Þú finnur okkur á Facebook facebook.com/askjanotadirbilar Verð 15.990.000.– GLS 350d 4MATIC Árgerð 2019, ekinn 2 þús. km, dísil, 2.987 cc., 259 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Raðnúmer: 170298 Verð 7.490.000.– GLE 250d 4MATIC Árgerð 2017, ekinn 60 þús. km, dísil, 2.143 cc., 205 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Raðnúmer: 994386 Verð 9.950.000.– GLC 350d 4MATIC Árgerð 2017, ekinn 48 þús. km, dísil, 2.987 cc., 259 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Raðnúmer: 993566 Verð 6.490.000.– CLA 220d 4MATIC Árgerð 2018, ekinn 19 þús. km, dísil, 2.143 cc., 177 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Raðnúmer: 341356 Tveggja ára ábyrgð og þjónusta innifalin með viðurkenndum Mercedes-Benz. Skoðaðu úrvalið á notadir.is Verð 6.890.000.– C-Class 200 4MATIC Árgerð 2018, ekinn 9 þús. km, bensín, 1.991 cc., 184 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Raðnúmer: 994006 Draumaferð til Siglufjarðar. Gisting á Sigló Hótel fylgir notuðum Mercedes-Benz frá 17.september til 31. október. Tvær nætur í tveggja manna herbergi, ásamt morgunverði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.