Morgunblaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ísraelar genguað kjörborð-inu í annað sinn á þessu ári í fyrradag, eftir að ekki tókst að mynda starfhæfan meirihluta á ísraelska þinginu eftir fyrri kosningarnar, sem fram fóru í apríl. Og ekki minnkaði óvissan við niðurstöð- urnar nú. Þegar þetta er skrifað og nær öll atkvæði hafa verið talin er útlit fyrir að Likud-bandalag Benjamíns Netanyahus, for- sætisráðherra Ísraels, fái 31 sæti, einu minna en flokkur sósíaldemókrata, Blá-hvíta bandalagið, sem fyrrverandi hershöfðinginn Benny Gantz hefur leitt í stjórnarandstöðu. Stóru flokkarnir tveir töpuðu samtals tíu þingsætum frá því í apríl, en sjö þeirra komu frá Likud-bandalaginu. Þegar aðrir flokkar í stóru kosningablokkunum tveimur eru taldir með munar einnig að- eins einu þingsæti á milli hægri og vinstri flokkanna, en hvorug blokkin er með nægan þing- styrk til þess að mynda starf- hæfan meirihluta, eða 61 þing- mann af þeim 120 sem sitja á ísraelska þinginu. Sá sem helst hefur hagnast á niðurstöðunni er Avigdor Lieberman, fyrrver- andi varnarmálaráðherra. Flokkur hans, Yisrael Bei- tenu, var upphaflega stofnaður sem málsvari rússneskumæl- andi gyðinga í Ísrael. Nú fylgir flokkurinn hins vegar þjóðern- issinnaðri stefnu, og hefur með- al annars sett á oddinn kröfur um að lögum um herskyldu verði breytt, þannig að þeim gyðingum sem aðhyllast orþó- dox-trú verði einnig gert að sinna henni. Þessar kröfur Lie- bermans voru ein helsta ástæð- an fyrir því að ekki tókst að mynda hægristjórn eftir kosningarnar í apríl. Nú er þó önnur staða uppi, og hef- ur Lieberman hvatt eindregið til þess að mynduð verði nokkurs konar „þjóðstjórn“ milli stóru flokkanna tveggja með þátt- töku Yisrael Beitenu. Slík stjórn myndi hafa 73 þingsæti af 120 og traustan meirihluta, en óvissara er hvort flötur sé á slíkri stjórnarmyndun, sér í lagi í ljósi forsögunnar sem knúði fram kosningarnar nú. Þá flækir stöðuna að Net- anyahu hefur ekki beinlínis set- ið á friðarstóli sem forsætisráð- herra, og hefur stjórnar- andstaðan, með Benny Gantz í broddi fylkingar, verið mjög gagnrýnin á embættisfærslur hans. Þá hafa nokkur spilling- armál komið upp sem beinast að Netanyahu og eiginkonu hans, sem eflaust hafa átt sinn þátt í fylgistapi hans í kosning- unum nú. Líklegt er að auki, að Gantz muni gera kröfu um að fá stjórnarmyndunarumboðið, enda er flokkur hans nú orðinn sá stærsti á þinginu. Það ásamt fylgistapi Netanyahus gerir það líklegra en ella að forsætis- ráðherrann muni þurfa að gefa sæti sitt eftir. Óhætt er að segja að vegna þeirrar ólgu sem ríkir í Mið- austurlöndum nú, meðal annars eftir sprengjuárásirnar um síð- ustu helgi, sé afar óheppilegt að ekki hafi fengist skýrar línur í ísraelsku kosningunum. En þessi ólga kann þó einnig að verða til þess að leiðtogarnir leggi ágreining sín á milli til hliðar og þar með að sú lausn sem Lieberman hefur bent á sé möguleg, þó að hún hafi ekki verið það áður. Staða Netanyahus veiktist í kosning- unum sem hann boðaði til} Áframhaldandi óvissa Fyrir mörgumáratugum var sagt frá því sem dæmi um mannleg undur veraldar að njósnahnettir Bandaríkjanna væru færir um að mynda eld- spýtustokk á garðflöt hvar sem væri í heiminum og lesa þar texta. Frá þessum tíma hefur furðuverkfærum njósnara fleygt fram og hnöttum þeirra fjölgar ört og linsur batna. Það veikir því óneitanlega trúverð- ugleikann ef ekki má auðveld- lega rekja ekki seinna en strax hvaðan flaugar koma sem fara hundruð kílómetra til að sprengja í loft upp mikilvægar olíuhreinsunarstöðvar í Sádi- Arabíu. Sprengjum hef- ur misserum sam- an rignt yfir bandamenn Írana í Jemen og ólíklegt að bækistöðvar séu enn til ólask- aðar þar sem nota má til svo umfangsmikilla árása. Yfirvöld í Riyadh sýndu í gær brot úr flaugunum sem notaðar voru til árásanna og Pompeo utan- ríkisráðherra fullyrðir að klerkarnir í Teheran beri ábyrgð á þeim. Trump forseti segir að skrúfur viðskipta- þvingana gegn Íran verði enn hertar en herskárri mönnum vestra og meðal bandamanna hans þykir meinleysis gæta í viðbrögðum við ósvífnum árás- um. Veikleikar virðast vera í vörnum þeirra svæða sem við- kvæmust eru núna} Göt í vörnunum? S íðustu misseri höfum við fengið fregnir af því í flensutíðum, að staðan á bráðamóttöku Landspít- ala sé það slæm vegna ofgnóttar verkefna að fólki með minniháttar verki eða flensueinkenni sé eindregið ráðlagt að koma ekki. Staðan er grafalvarleg enda ljóst að með fulla deild er ekki hægt að vera í viðbragðsstöðu eins og gert er ráð fyrir á bráðadeildum ef stórt slys verður eða aðrar hörmungar. Þær fréttir sem okkur hafa borist á undan- förnum dögum, fyrir flensutímabil, eru slíkar að nú verður eitthvað að breytast. Staðan á bráðamóttökunni getur beinlínis verið hættu- leg bæði sjúklingum og starfsfólki. Starfsfólk bráðadeildar hefur hvað á eftir öðru stigið fram og lýst því hvernig það reynir allt hvað það getur til að sinna þeim sem þangað leita, á göngum og í óútbúnum herbergjum, á biðstofum og hvar sem er bara til að reyna að veita hjálp. Við heyrum af því að allt að tvö hundruð einstaklingar leiti á deildina á sólarhring. Að allt að fimmtíu sjúklingar liggi inni í einu og hópur fólks bíði frammi á biðstofu. Að á dögunum hafi tuttugu og tveir sjúklingar legið beinlínis á gangi bráðadeildar- innar vegna þess að allar stofur voru fullar. Það er ekk- ert nýtt að sjúklingar liggi á ganginum, jafnvel dögum saman, en við verðum að sjá í hvaða stöðu við erum að setja sjúklinga, aðstandendur og ekki síður starfsfólkið. Samtal á sér stað, upplýsingum deilt um ástand, líðan og ástæður komunnar. Á bráðamóttöku er tekið á móti fólki eftir slys, fólki eftir heimilis- og kynferðisofbeldi, fólki með alvarlega sjúk- dóma jafnvel á síðustu stigum lífs síns. Þá eru þarna börn og eldri borgarar, andlega veikir sem líkamlega, fólk í annarlegu ástandi sök- um vímuefnaneyslu. Já, og þarna er líka starfsfólk sem gerir betur og betur, leggur sig allt fram um að standa við eið sinn sem það sór í upphafi ferilsins um að gera allt sem í þess valdi stendur til að lækna sjúka og hlúa að þeim. Ástæða þessa alls er fráflæðisvandi vegna þess að ekki er hægt að útskrifa fólk af bráða- deild og engin deild innan Landspítala eða ut- an getur tekið við sjúklingunum. Okkur er tjáð að húsnæðisskortur sé ekki eini vandinn heldur einmitt skortur á faglærðu starfsfólki sem leitað hefur í önnur störf vegna þeirra starfskjara sem í boði eru á Landspítala. Nú á svo að spara að beiðni stjórnvalda, fella þarf niður vaktaálag svo ekkert tillit verður tekið til þess hversu mikið álag það er að ganga vaktir allan sólarhringinn. Ég átta mig hreint ekki á því hvernig stjórnvöld sjá fyrir sér að Landspítali, þjóðar- og héraðssjúkrahús, eigi að sinna grunnþjónustu við íbúa landsins. Ég held að það hafi hreinlega farið eitt- hvað úrskeiðis við áætlun stjórnvalda og þau hljóta bara að geta gert betur. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Gerum betur, gerum miklu betur Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þrátt fyrir að útlit sé fyrirað flest sveitarfélagannasex á höfuðborgarsvæð-inu, sem eiga Byggða- samlagið Sorpu, muni á endanum samþykkja að gangast í ábyrgð fyr- ir 990 milljóna króna láni fyrir Sorpu hjá Lánasjóði sveitarfélaga, er ekki útséð um að lántakan geti gengið eftir. Það er skýr krafa hjá Lánasjóði sveitarfélaga að lán verða ekki veitt byggðasamlögum nema fyrir liggi samþykki allra sveitarfé- laga sem að þeim standa um að þau gangist í ábyrgð fyrir lántökunni. Fram hefur komið að bæjarráð Sel- tjarnarness hefur neitað að gangast í ábyrgð fyrir láninu til Sorpu til að fjármagna viðbótarkostnaðinn við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi o.fl., sem fyrirtækinu láð- ist að gera ráð fyrir og í ljós kom að stafar af mistökum við gerð síðustu fjárfestingaáætlunar. Sá viðbótarkostnaður sem tryggja þarf fjármögnun fyrir hefur verið talinn vera um 1,3 milljarðar en gæti skv. fráviksspám legið á bilinu 1.183 til 1.641 milljón kr. Meirihluti borgarstjórnar sam- þykkti í fyrrakvöld að gangast í ábyrgð fyrir láninu en fulltrúar minnihlutans nema fulltrúi Sósíal- istaflokksins, greiddu atkvæði á móti. Sjálfstæðismenn sögðust leggjast alfarið gegn því að veita veð í útsvarstekjum skattgreiðenda vegna lausataka í rekstri. Í Kópavogi var lántakan sam- þykkt með 9 atkvæðum en tveir sátu hjá. Bæjarráð Garðabæjar samþykkti að vísa erindinu um ein- falda ábyrgð vegna lántökunnar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir að er- indið verði tekið fyrir í bæjarstjórn í dag og á hann frekar von á að það verði samþykkt. ,,Það er ekki hægt að stöðva framkvæmdina eða bara bíða því þetta er á fullri ferð. Þetta er ekki að hafa áhrif á fjárhags- áætlanir sveitarfélaganna. Þarna er um að ræða lengingu í lánum og ný lán sem greidd eru af rekstrinum í framtíðinni,“ segir hann. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti í byrjun mánaðarins að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgð- inni tekjur sínar vegna láns Sorpu hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Bæj- arráðið harmaði þau mistök sem gerð voru við áætlun fjármögnunar stöðvarinnar við Álfsnes. Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti sambæri- lega heimild 12. september. Hlutur sveitarfélaganna í Sorpu er misstór. Reykjavíkurborg á t.d. rúm 66% en Seltjarnarnes tæp 3%. Þurfa allir að ábyrgjast lánið ,,Til að byggðasamlag fái lán þá þurfa allir eigendurnir að ábyrgjast sinn hluta lánsins,“ segir Óttar Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Lánasjóðs sveitarfélaga. Hann getur ekki tjáð sig um ein- stakar lánveitingar en segir að þessi krafa sjóðsins sé skýr. ,,Það er alltaf regla hjá okkur að ef byggðasamlag sækir um lán, þá þurfa allir sem eiga aðild að því að ábyrgjast lánið og veita veð í tekjum,“ segir hann. Breytir engu þar um þó að eitt eða fleiri sveitar- félaga eigi aðeins örlítinn hlut í byggðasamlagi. Reglan er til komin vegna ákvæða sveitarstjórnarlag- anna um að sveitarfélögum er óheimilt að ábyrgjast skuldir ann- arra sveitarfélaga. ,,Byggða- samlögin eru á ábyrgð sveitarfélag- anna saman þar sem hver á sinn hluta og það er ekki heimild í sveit- arstjórnarlögum að eitt sveitarfélag geti ábyrgst skuldir annars,“ segir Óttar. Fá ekki Sorpu-lánið nema öll standi að því Morgunblaðið/Styrmir Kári Urðunarstöðin í Álfsnesi Gas- og jarðgerðarstöðin á að koma í gagnið á árinu 2020 og taka við yfir 95% heimilisúrgangs frá höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúar í nágrannasveitar- félögum borgarinnar sem rætt var við í gær eru auðsjáanlega alls ekki sáttir við þá miklu framúrkeyrslu sem orðið hefur hjá Sorpu. Fara verði ítarlega í saumana á þessu máli og verk- ferla og gera úttekt á rekstr- inum. En sú afstaða virðist þó ráða hjá mörgum að ekki verði hjá því komist að samþykkja ábyrgðina, þó með semingi sé gert, og veita stjórn Sorpu heimild til að taka umrætt lán til 15 ára, af þeirri einföldu ástæðu að úr því sem komið er megi ekki tefja áframhaldandi framkvæmdir við gas- og jarð- gerðarstöðina í Álfsnesi og kaup á tækjabúnaði í stækkaða móttökustöð Sorpu í Gufunesi. Gert hefur verið ráð fyrir að gas- og jarðgerðarstöðin verði tekin í notkun á næsta ári en hætta á urðun á lífrænum heim- ilisúrgangi fyrir lok næsta árs. Þetta setur þrýsting á fram- gang verkefnisins. Samþykkja með semingi SVEITARFÉLÖG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.