Morgunblaðið - 19.09.2019, Síða 59
ÍÞRÓTTIR 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019
Í starfi íþróttablaðamannsins
þarf því miður oft að ræða við
íþróttafólkið um meiðsli sem
það hefur orðið fyrir. Þau eru
víst fylgifiskur afreksíþróttanna
þótt ábyggilega geti þeir sem
eru lengra komnir í fræðunum
tekist á um hvort forðast megi
þau betur en gert er.
Bakvörður dagsins minnist
þess ekki að hafa fyrr en á þessu
ári rætt við íþróttafólk sem hafði
glímt við að hælbeinið stækkaði
um of. Svo mikið raunar að það
var til mikilla vandræða.
Á hálfu ári hef ég hins vegar
tekið viðtöl við þrjá íþróttamenn
sem allir glímdu við afleiðinagar
þessa. Körfuknattleiksmanninn
Kára Jónsson og knatt-
spyrnumennina Sigurð Egil Lár-
usson og Emil Pálsson. Fram að
því hafði ég varla heyrt á þetta
minnst.
En afleiðingarnar geta greini-
lega verið alvarlegar því beinið
getur valdið meiðslum í hásin
með tímanum. Kári fór í viða-
miklar aðgerðir hjá Barcelona til
að koma í veg fyrir hásinarslit
síðar á ferlinum. En hann hafði
þá spilað kvalinn um hríð.
Emil sleit hásin í desember og
hælbeinið átti þátt í að veikja
hásinina. Sigurður Egill fór í að-
gerð í nóvember en komst þá
ekki lengur í skó með góðu móti
eins og hann tjáði Morg-
unblaðinu.
Nú veit ég ekki hvort íþrótta-
fólk, og þau sem annast það,
hafi gefið þessu meiri gaum að
undanförnu. Ef til vill er einungis
um tilviljun að ræða. Á heildina
litið er hins vegar örugglega orð-
ið algengara að reynt sé að fyrir-
byggja meiðsli. Auk þess horfir
íþróttafólkið meira fram í tím-
ann í stað þess að þjösnast
áfram þrátt fyrir smávægileg
meiðsli sem verða þá alvarlegri.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
SUND
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Sundmaðurinn Már Gunnarsson
sprakk út með miklum látum á
heimsmeistaramóti fatlaðra í Lond-
on á dögunum. Már vann til brons-
verðlauna á mótinu í S11 (flokki
blindra) og setti alls tíu Íslandsmet.
Már er aðeins á tuttugasta aldurs-
ári og á því sín bestu ár eftir í laug-
inni kjósi hann að vera í sundinu af
fullum krafti næstu árin. Már er
hins vegar ýmsum hæfileikum
prýddur og lætur til sín taka á fleiri
sviðum.
Hver er helsta skýringin á því að
Már var í jafn frábæru formi á HM
og raun ber vitni?
„Nú styttist í Paralympics í Tók-
ýó á næsta ári og maður þarf að
leggja allt í sölurnar til að komast
inn á leikana og hvað þá að ná gull-
inu eins og ég stefni að. Ég ætla
bara að vera svo háfleygur að setja
stefnuna á gullverðlaun og legg allt
undir til að ná því. Í sumar gaf ég
mig allan í sundið fyrir HM og æfði
tólf sinnum í viku. Ég er með flott
teymi í kringum mig og held að það
skipti mestu máli ásamt því að
reyna að gera hlutina eins og vel og
hægt er og hafa gaman af,“ sagði
Már þegar Morgunblaðið spjallaði
við hann.
Már fékk bronsverðlaunin í 100
metra baksundi og á þá grein legg-
ur hann mesta áherslu og mun gera
áfram. „100 metra baksund er al-
gerlega mín besta grein. Ég myndi
segja að ég eigi mesta möguleika í
þeirri grein.“
Tónleikar handan við hornið
Már hefur tekið miklum fram-
förum síðustu árin og segist á und-
anförnum árum hafa verið með
Paralympics 2020 í sigtinu. „Tókýó
2020 var þannig séð fjarlægt verk-
efni en eitthvað sem ég hugsaði um
síðustu þrjú árin eða svo. En nú er
svo stutt í þetta. Fljótlega verða
komin jól, svo páskar og svo er
bara komið að þessu. Þetta er nán-
ast að bresta á og tíminn hefur
flogið frá mér síðustu mánuði, með-
al annars vegna þess að ég hef haft
mikið að gera,“ sagði Már sem er
hæfileikaríkur og er jafnframt tón-
listarmaður en hann leikur á píanó
og syngur. Hann gaf út sína fyrstu
plötu á árinu og mun á næstunni
fylgja henni eftir með tónleikum í
Póllandi.
„Verða það mínir fyrstu stór-
tónleikar á erlendri grund. Í raun
eru þetta lokatónleikar áður en
platan verður öll aðgengileg á net-
inu. Ég fer út í næstu viku og þessa
dagana er ég í smá fríi frá sundinu.
Þegar ég kem heim frá Póllandi
mun ég fara aftur á fullt í sundæf-
ingunum,“ sagði Már en platan var
öll tekin upp í Póllandi. Upp-
tökustjórinn er pólskur og á meðal
ýmissa gestasöngvara er pólska
söngkonan Natalia Przybysz. Árið
hefur því verið viðburðaríkt hjá Má
á ýmsum sviðum. Hann hefur auk
þess lagt drög að stúdentsprófi í
Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Ég er
nánast búinn með FS en fæ ekki
stúdentshúfuna fyrr en ég lýk mið-
stigi í píanóleik sem verður ann-
aðhvort í haust eða næsta vor.“
Var erlendis í grunnskólanámi
Augnbotnahrörnun gerði það að
verkum að Már hefur alfarið misst
sjónina á síðustu árum en hún var
ekki mikil áður.
„Ég hef alltaf verið lögblindur en
ég fæddist með um 8% sjón. Á því
stigi skiptir hver einasta komma
máli en þetta kallast augnbotna-
hrörnun. Nú er sjónin komin niður í
hálft prósent eða varla það. Því
miður,“ útskýrði Már en hann fór
til útlanda 6 ára til að geta menntað
sig við góðar aðstæður.
„Ég bjó í Lúxemborg í sex ár
vegna þess að mér bauðst ekki sú
aðstoð sem ég þurfti í skólum á Ís-
landi. Þekkingin var ekki til staðar
til að mennta mig. Ég þurfti því að
fara til útlanda til að fá kennslu við
hæfi en ég fór út í 1. bekk í grunn-
skóla. Síðustu sjö árin hef ég búið í
Keflavík,“ sagði Már og þar æfir
hann sund undir handleiðslu þjálf-
aranna Steindórs Gunnarssonar og
Davíðs Hildibergs Aðalsteinssonar.
Már gæti hugsað sér að sinna
sundinu og tónlistinni jöfnum hönd-
um í náinni framtíð en segist taka
stöðuna hvað sundið varðar eftir
Paralympics næsta sumar.
„Næsta árið fer aðalpúðrið í
undirbúning fyrir leikana í Tókýó.
Mögulega mun ég halda einhverja
tónleika í millitíðinni og mun halda
áfram að semja lög. Reyndar er ég
einnig að vinna í því að skrifa
skáldsögu. Eftir leikana í Tókýó
mun ég skoða hvernig landið liggur.
Hvort ég muni þá leggja meiri
áherslu á sundið, tónlistina eða eitt-
hvað annað verður að koma í ljós.
Ég mun gera það sem stendur
hjarta mínu næst en á ekki von á
öðru en að vera íþróttamiðaður í
framtíðinni,“ sagði Már Gunnarsson
ennfremur.
Verðlaunahafi frá HM
með mörg járn í eldinum
Már Gunnarsson setur stefnuna á gullverðlaun í Tókýó á næsta ári
Á verðlaunapalli Már Gunnarsson veitir bronsverðlaunum sínum á HM í London viðtöku með bros á vör.
Ljósmynd/ÍF
EKKI GLEYMA AÐ SKRIFA UNDIR
Á FINNUMLAUSNIR.IS
Ingi Þór Einarsson er landsliðs-
þjálfari í sundi hjá Íþrótta-
sambandi fatlaðra og var því á HM
í London. Morgunblaðið spurði
hann út í árangurs Más.
„Þetta er langsterkasta HM sem
við höfum séð í sundi hjá fötluðum
og ég hef verið í þessu síðan
2000. Okkur fannst mikil breyting
hafa orðið á Paralympics í Peking
2008 en það var ekki sterkt mót
miðað við þetta,“ sagði Ingi en
hann kenndi Má tökin þegar Már
byrjaði að æfa. Ingi segir að Már
geti enn bætt sig töluvert því hann
hafi ekki æft mjög lengi og sé ein-
ungis tvítugur.
„Hann er bæði tiltölulega ungur
að árum og einnig ungur sem
íþróttamaður. Ég sá strax að hann
væri efnilegt eintak. Fyrstu árin
vorum við í kapphlaupi við tímann
þegar við reyndum að kenna hon-
um sem mest á meðan hann hafði
einhverja sjón. Hann átti frábært
mót í London og tókst að ná öllu
sínu fram. En hann á nóg inni,“
sagði Ingi og benti á að verðlaun
Más væru þau einu sem Norður-
landabúar fengu.
Langsterkasta HM til þessa
MÁR VAR EINI NORÐURLANDABÚINN SEM NÁÐI Í VERÐLAUN