Morgunblaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 52
Matgæðingur
Kolbrún Pálína
er mikill sælkeri
og veit fátt
skemmtilegra en
að elda fyrir vini
og vandamenn.
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir
thora@mbl.is
ÁST er ný þáttaröð í umsjón þeirra Kol-
brúnar Pálínu Helgadóttur og Krist-
borgar Bóelar Steindórsdóttur sem fjalla
um allt sem viðkemur ástinni, ástarsorg,
skilnuðum og fleira. Þættirnir, sem Kol-
brún segir afar mannbætandi fyrir
margra hluta sakir, eru framleiddir hjá
Saga Film af þeim Hauki Björgvinssyni
og Helga Jóhannssyni. Kolbrún segir
vegferðina hafa verið mjög lærdómsríka
enda búin að vera á kafi í að rannsaka
allt sem viðkemur málefninu núna í á
annað ár. „Það er mjög sérstök tilfinning
að sjá hugmyndina sína verða að veru-
leika eftir svona langa leið. Hún hefur
breyst og þróast mikið á leiðinni enda
unnin af geggjuðu teymi. Með aðstoð
hugrakkra viðmælenda og hæfileikaríks
fólk er útkoman dásamlega heiðarlegt og
einlægt sjónvarp.“
Kolbrún skellti í stórskemmtilega takó-
pönnu sem hentar fyrir alla fjölskylduna.
Rétturinn er þess eðlis að það má leika
sér í allar áttir með að blanda saman hrá-
efnum eftir smekk og nota það sem til er
í ísskápnum. „Ég geri hana í mildara lagi
þegar ég elda hana fyrir litla fólkið en
gef svo aðeins í með chili og hvítlauk
þegar um stærra fólkið er að ræða.“
Hinn fullkomni takófimmtudagur
Einstaklega fljótleg og
fjölskylduvæn takópanna
Olía
1 pakki hakk
1 pakki takókrydd frá Old El Paso
hvítlaukur
chili
1 dós hakkaðir tómatar
½-1 dós nýrnabaunir
maísbaunir eftir smekk
ostur
Aðferð: Steikið
hvítlauk og chili upp
úr olíu á pönnu.
Bætið því næst
hakkinu við og steik-
ið vel og kryddið
með takókryddi.
Hellið tómötum og
baunum út í hakkið og
leyfið því að malla aðeins.
Að endingu er rifinn
ostur settur yfir hakk-
blönduna og honum leyft
að bráðna aðeins.
Ef pannan er falleg er skemmtilegt
að bera blönduna fram í henni, nú eða í
fallegu fati.
Að þessi sinni notaðist ég við
fajitas-pönnukökur en einnig er
skemmtilegt að nota takóskeljar með
þessum rétti.
Tómatsalsa
1 box kirsuberjatómatar
1 hvítlauksrif
chili eftir smekk
fetaostur
salt og pipar
kóríander
Aðferð: Skerið tómatana í grófa bita.
Skerið hvítlauk og chili smátt. Blandið
þessu saman og stappið svolítinn fetaost
saman við. Salt, pipar og kóríander eftir
smekk.
Gvakamóle
Þrjú vel þroskuð avókadó
límóna
olía
salt og pipar
Aðferð: Stappið avókadó með gaffli og
kreistið safann vel úr límónunni yfir.
Salt og pipar eftir
smekk. Allt það
meðlæti sem hug-
urinn girnist eða
leynist inni í ís-
skáp; rúkóla,
mangó, paprika,
gúrka, ananas eða
annað ferskt og
gott.
Sýrður rjómi
er nauðsynlegur
með þessum mat
sem og góð
takósósa. Og að
sjálfsögðu nachos-
-flögur. Fyrir þá
allra hressustu
má svo bæta við
sri-
racha-piparsósu.
Matarást Kolbrúnar Pálínu
Fyrsti þátturinn af ÁST verður frumsýndur í Sjónvarpi Símans í kvöld og af því tilefni leitaði matarvef-
urinn til fagurkerans og sælkerans Kolbrúnar Pálínu Helgadóttur, annars umsjónarmanns þáttanna og
verkefnastýru hjá Árvakri, eftir hugmynd að fullkomnum mat þetta fimmtudagskvöldið yfir sjónvarpinu.
Fullkominn fimmtudagur Takó er frábær fimmtudags-
matur enda bæði bragðgott og auðvelt í matreiðslu.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019
NÝTT!
Óðals Havarti krydd
og Cheddar í smærri
pakkningum