Morgunblaðið - 19.09.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.09.2019, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 9. S E P T E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  220. tölublað  107. árgangur  ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS HAFA JÓLASIÐIR BREYST? ERU SAMRÆMD PRÓF BESTA LAUSNIN? JÓL Í COSTCO 20 SKÓLI FYRIR ALLA 22FINNA VINNU 4 SÍÐUR  Harpa Ólafsdóttir, skrifstofu- stjóri skrifstofu kjaramála hjá Reykjavíkurborg, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að allir að- ilar í kjaraviðræðum vilji finna leið- ir til að stytta vinnuvikuna, en að útfærslan sé flókin. Þá sé ekki hægt að yfirfæra tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar á alla starfs- menn. Harpa segir að borgin hafi þegar lagt fram tilboð sem feli í sér stytt- ingu vinnuvikunnar um þrjár klukkustundir á viku. Ýmislegt þurfi hins vegar að taka með í reikninginn við útfærslu þess. »4 Morgunblaðið/Hari Kjaramál Stytting vinnuvikunnar hefur borist í tal í kjaraviðræðum borgarinnar. Allir vilja finna leiðir til að stytta vikuna  Fyrir sjö árum fann Guðrún Dóra Þórudóttir sendibréf frá árinu 1948 uppi á háalofti í húsi sínu. Henni þótti efni bréfsins, sem var frá ís- lenskum manni í Bandaríkjunum til bróður síns hér á landi, áhugavert. Hún hefur árangurslaust reynt að hafa uppi á afkomendum bræðranna og leitar þeirra nú á samfélagsmiðlum. »6 Leitar afkomenda bræðranna í bréfinu Bréf Það var skrifað árið 1948.  Rekstrartekjur Core ehf., sem meðal annars flytur inn orkudrykk- inn Nocco og prótínstykki frá Bar- bells, jukust um 57% á árinu 2018 miðað við árið 2017. Námu tekj- urnar 1,8 milljörðum króna en voru 1,1 milljarður króna árið 2017 og 440 milljónir árið 2016. Ársæll Þór Bjarnason, annar eigenda Core, segir breyttar neysluvenjur skýra vinsældir Nocco. »34 Ævintýralegur vöxt- ur orkudrykkjarsala Stefán Gunnar Sveinsson Ómar Friðriksson „Við frestuðum afgreiðslunni á að ábyrgjast frekara lán, þar til við er- um að minnsta kosti búnir að fá að vita hvað fór úrskeiðis þannig að hægt sé að koma í veg fyrir að þetta geti gerst aftur,“ segir Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs Seltjarnar- ness. Ráðið ákvað á síðasta fundi sín- um að það vildi bíða eftir niðurstöðu úttektar, sem stjórn Sorpu bs. ætlar að biðja um, um ástæður þess að við- bótarkostnaður hefur komið fram við tvö verkefni á vegum byggða- samlagsins, áður en samþykkt yrði að bærinn ábyrgðist lán upp á 990 milljónir króna hjá Lánasjóði sveit- arfélaga. Sú samþykkt er skilyrði þess að lánveitingin geti gengið eftir, þar sem öll sveitarfélögin sem eiga hlut í Sorpu þurfa að samþykkja að ábyrgjast hana. Magnús Örn segir að ráðið hafi ekki verið sátt við þær skýringar sem það fékk frá forráðamönnum Sorpu um ástæður þess að lánveit- inguna þurfti. Segir Magnús að ann- ars vegar sé um að ræða dæmigerða framúrkeyrslu fjárfestinga þegar kemur að opinberum rekstri og hins vegar að það gleymdist að gera ráð fyrir kostnaði við allan tækjabúnað í viðbyggingu. „Og það er ekki ásætt- anleg skýring án þess að því fylgi hver beri ábyrgðina,“ segir Magnús. Hann segir að það gangi ekki upp að byggðasamlög geti komið aftur til eigenda sinna með skýringar á borð við að það hafi „láðst“ að gera ráð fyrir kostnaði. Þetta sé því eðlilegt aðhald af hálfu sveitarfélagsins. Þarf skýra leiðsögn eigenda Birkir Jón Jónsson, stjórnarfor- maður Sorpu bs., segir að félagið sé að vinna að undirbúningi úttektar- innar og að málið verði lagt fyrir stjórnina í næstu viku. „En það er ljóst í ljósi afstöðu Seltjarnarness að eigendavettvangur þarf að koma saman til að fara yfir þá stöðu sem komin er upp, því við þurfum skýra leiðsögn frá eigendum þess um næstu skref,“ segir Birkir Jón, en framkvæmdastjórar sveitarfélag- anna og stjórn Sorpu eiga sæti í þeim vettvangi. Birkir á von á því að sá fundur verði haldinn fljótlega. Aðspurður hvenær niðurstöðu sé að vænta úr úttektinni segir Birkir Jón það fara eftir eðli úttektarinnar. „Og mér þykir eðlilegt í ljósi forsögu málsins að við vöndum okkur þegar kemur til þessarar skoðunar og setj- um upp raunhæfan tímaramma, og það er það sem við ætlum að gera.“ Ósátt við skýringar Sorpu  Eigendavettvangur Sorpu hittist á næstunni til þess að ræða stöðuna MFá ekki Sorpu-lánið nema … »36 Hinar árlegu haustlægðir eru farnar að láta að sér kveða á ný, og eru viðbrigðin mikil fyrir marga eftir eitt hlýjasta sumar í manna minnum. Rok og rigning réðu hins vegar ríkjum í gær og var því gott að geta beðið eftir strætisvagni í skjóli, líkt og þessi stúlka gerði. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Beðið eftir strætó í skjóli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.