Morgunblaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Gangur náttúrunnar er meðsama móti, sama hver teg-undin er. Gangmál kúa ogkvíga er 21 dagur, það er
kallað að þær beiði. Og þá þarf að
svara kalli fljótt og vel,“ segir Eyþór
Karl Ingason frjótæknir. Sæðinga-
maður er dagleg lýsing á þessu
mikilvæga starfi sem fyrir austan
fjall er sinnt af átta manna flokki á
vegum Búnaðarsambands Suður-
lands. Bændur senda á hverjum
morgni inn beiðni um að fá sæðara í
fjósið, en á bæjum er víða uppi daga-
tal þar sem sést staðan á gang-
málum gripa. Almanak þetta er
grundvallargagn í búskapnum.
Plasthanskar og pípa
„Jú, auðvitað eru sæðingamenn
útsettir fyrir allskonar brandara og
grín um starfið. Maður tekur því nú
bara létt,“ segir Eyþór sem býr í
Bræðratungu í Biskupstungum, Blá-
skógabyggð. Þaðan gerir hann út á
þjónustusvæði sitt sem er uppsveitir
Árnessýslu; Eyþór ekur um 200 kíló-
metra á dag og fer á 8 til 10 bæi. Og
þegar náttúran kallar þarf sæðinga-
maðurinn að vera til taks, en í þess-
ari þjónustu er aðeins hlé sex daga á
ári.
„Þegar ég kem í fjósið byrjar
bóndinn á því að vísa mér á gripinn
sem sæða skal; kvígur eru eftir
fyrsta burð kallaðar kýr. Í tösku er
ég með sprautu og í nál hennar er
sæðið, sem er á staðnum tekið úr
frosti og þýtt upp í vatni. Svo set ég
á mig plasthanska og fer svo með
pípuna um leggöngin inn í kvíguna
og sprauta. Auðvitað er allur gangur
á því hvort kýrin eða kvígan heldur
fangi eða hvort koma þarf aftur
þremur vikum síðar. Yfirleitt tekst
þetta þó ágætlega og starfið er ekk-
ert annað en æfing, segir búfræðing-
urinn Eyþór sem nam sæðingar-
fræðin á sínum tíma hjá Þorsteini
Ólafssyni dýralækni.
Fjórðungi bregður til fósturs
segir máltækið og hver skepna ber
svip af móður og föður. Meðal
bænda í dag er eftirsótt að fá kálfa
sem svo verða stórir og háfættir
gripir – og kýr sem eru með góð júg-
ur og spenastöðu.
Með sæði úr 25 tuddum
„Yfirleitt erum við með í kútn-
um okkar sæði úr um 25 tuddum, og
þar hafa þeir Bárður frá Villingadal í
Eyjafirði og Sjarmi frá Hrepphólum
í Hrunmannahreppi komið sterkir
inn að undanförnu. Sæði úr þeim er
mikið notað um þessar mundir enda
eru þetta góðir gripir til undan-
eldis,“ segir Eyþór sem kann starfi
sínu afar vel. Það sé gaman að fara
um sveitir og spjalla við bændur og
búalið.
„Svo er líka oft gaman að koma
inn í fjósið þegar kvígur kannski
fleiri en ein eru þar beiddar. Þá ólg-
ar í þeim krafturinn og stundum
stökkva þær hver upp á aðra. Alveg
ótrúlegt,“ segir sæðingamaðurinn að
síðustu.
Ólgandi kraftur í kvígum
Þegar náttúran kallar
mætir sæðingamaðurinn
á svæðið. Eyþór Karl
Ingason fer vítt um sveitir
Suðurlands með töskuna
sem í er sæði og sprautur.
Bárður frá Villingadal í
Eyjafirði og Sjarmi frá
Hrepphólum eru vinsælir
til undaneldis.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skyldustörf „Jú, auðvitað eru sæðingamenn útsettir fyrir allskonar brandara og grín um starfið,“ segir Eyþór
Kú Beiða á þriggja vikna fresti og þá er líf í básnum, eins og nærri má geta.
Sextán myndlistarmenn tóku ný-
verið saman höndum og opnuðu
sýningargallerí við Skólavörðustíg
20 er nefnist einfaldlega Galleríið.
Formleg opnun átti sér stað sl.
laugardag að viðstöddu fjölmenni.
„Markmið Gallerísins er að vera
með breitt úrval myndlistarverka
frá áhugaverðum sem og reyndum
myndlistarmönnum. Við kapp-
kostum að myndlistin nái til sem
flestra í sem víðastri mynd. Gall-
eríið mun jafnframt halda reglu-
bundnar kynningar á myndlistar-
mönnum Gallerísins sem og
standa fyrir öðrum listrænum við-
burðum,“ segir í tilkynningu frá
Galleríinu.
Listamennirnir 16 eru Ása
Heiður, blönduð tækni, Gunnella,
olíumálverk, Erna Jónsdóttir,
skúlptúr og leirlistaverk, Jón
Baldur Hlíðberg, vatnslitaverk,
Kolbrún Friðriksdóttir, olíu-
málverk, Kristjana S. Williams,
blönduð tækni, Laufey Jensdóttir,
skúlptúr, grafíkverk og blönduð
tækni, Margrét Zoponíasdóttir,
olíumálverk, Ólöf Einarsdóttir,
textílverk og blönduð tækni, Ósk-
ar Thorarensen, vatnslitaverk,
Sara Vilbergsdóttir, akrílmálverk
og skúlptúr, Sigrún Einarsdóttir í
Bergvík, glerverk og skúlptúr,
Sigurður Sævar Magnúsarson,
olíumálverk, Thomas Flecken-
stein, ljósmyndaverk, Vilborg
Gunnlaugsdóttir, vatnslitaverk, og
Þorgrímur Andri Einarsson, sem
er með olíumálverk.
Galleríið er opið alla daga frá
kl. 10 til 18.
Sextán myndlistarmenn opnuðu Galleríið við Skólavörðustíg
Breitt úrval myndlistarverka
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Myndlistarmaður Gunnella, Guðrún Ólafsdóttir, er meðal forsprakka
Gallerísins við Skólavörðustíg 20, sem 16 listamenn opnuðu nýverið.
Ljósmynd/Galleríið
Skólavörðustígur Galleríið var formlega
opnað um síðustu helgi með viðhöfn.
Öryggismiðstöðin hefur sett svo-
nefndan snjallhnapp á markað; nýja
lausn fyrir eldri borgara, fatlaða og
aðra þá sem þurfa aðstæðna sinna
vegna að njóta öryggis heima við og
geta kallað eftir aðstoð án tafar.
Leysir snjallhnappurinn af hólmi
hefðbundna öryggishnappa sem hafa
verið á markaðnum um árabil. Í til-
kynningu frá Öryggismiðstöðinni
segir m.a. að hnappurinn veiti meira
öryggi en eldra kerfi. Gefur hann
stöðu á viðkomandi einstaklingi,
fylgist með og lætur vita ef eitthvað
bregður út af vana, t.d. ef fólk skilar
sér ekki inn í eldhús í hádeginu eða
er óvanalega lengi á salerninu.
Býður kerfið upp á að setja upp
nokkra skynjara á heimili fólks. Geta
aðstandendur fengið app í símann
sem gefur þeim upplýsingar um vel-
ferð og heilsu þess sem er með
hnappinn.
Öryggi Snjallhnappur er sagður fylgj-
ast betur með fólki en áður þekkist.
Fylgist vel
með fólki
Snjallhnappur á markað
Um þessar mundir eru liðin 100 ár frá
því fyrsti Waldorfskólinn í heiminum
hóf starfsemi sína, en þeir eru byggð-
ir á kenningum sem Rudolf Steiner,
austurrískur heimspekingur og
fræðimaður, setti fram.
Af því tilefni munu börn sem
stunda nám við Waldorfskólann í
Lækjarbotnum ofan við Reykjavík,
starfsfólk og foreldrar koma saman á
Klambratúni klukkan átta á fimmtu-
dagsmorgun. Þar mun heyrast söng-
ur og ýmsar verur úr Mikjálsævintýr-
inu mæta á staðinn á hátíð sem
stendur í stutta stund – eða þar til
skólarútan leggur af stað um klukkan
hálfníu í Lækjarbotna.
Waldorfskól-
arnir í heila öld
Samkoma á Klambratúni
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu.
Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu
tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða lengur.
Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er
hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og
mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunarferðir fyrir
hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur í höllum,
köstulum eða húsum frá miðöldum.
www.transatlantic.is Sími 588 8900
GLÆSILEGARMIÐALDA
BORGIR Í A-EVRÓPU
Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg
Póllands. Wroclaw var kosin menningarborg
Evrópu 2016. Wroclaw hefur svo mikið uppá
að bjóða. Borgin er ægifögur menningarborg
með svo margt fyrir ferðamanninn sem gerir
hana svona vinsæla. Gamli bærinn er augna-
yndi með fagrann arkitektur frá fyrri tímum,
mikið er af söfnum og menningarviðburðir í
borginni hafa ætíð verið fjölbreyttir.
Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji
tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka.
Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er vernd-
aður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í
Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi
hvert sem litið er og setur borgina á stall
með fallegri borgum Evrópu.
RIGA Í LETTLANDI
WROCLAW
TALLINN EISTLANDI
NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ
Vilnius,
Budapest, Prag
Gdansk, Krakow,
Varsjá, Bratislava
Vínarborg og
Brugge
Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu
og er gamli bæjarhlutinn sá hluti borga-
rinnar sem mesta aðdráttaraflið hefur á
ferðamenn. Þar eru götur steini lagðar,
byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að
varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni
beint aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best
varðveitta miðaldaborg N-Evrópu hefur
henni verið bætt við á heimslista UNESCO.