Morgunblaðið - 19.09.2019, Qupperneq 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019
✝ Ída Sigurðar-dóttir fæddist 5.
ágúst 1934 að
Hamraendum í
Stafholtstungum.
Hún lést 19. ágúst
2019 á Landspít-
alanum við Hring-
braut.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Gíslason frá
Hvammi í Dýrafirði,
f. 29. mars 1889, d. 12. mars
1982, og Ólöf Ólafsdóttir frá Kal-
manstungu, f. 13. júlí 1894, d. 17.
des. 1960.
Systkini hennar voru: Sigríð-
ur, f. 7. maí 1916, d. 19. apríl
2008, Ólafur, f. 17. feb. 1918, d.
17. feb. 1918, Sesselja, f. 15. maí
1919, d. 1. jan. 2002, Ólöf, f. 8.
okt. 1920, d. 3. sept. 2012, Svein-
björn Gísli, f. 6. des. 1922, d. 25.
feb. 1972, Þórunn, f. 16. júní
1925, d. 18. jan. 1990, Bjarn-
fríður, f. 13. nóv. 1929, d. 23. des.
sonar er Birgir Berg Birgisson.
Eiginmaður Sesselju er Ólafur
Hilmarsson. Synir Ólafs og stjúp-
synir Sesselju eru: Arnór, Örvar
og Jökull Ingi.
Ída bjó ásamt fjölskyldunni að
Hamraendum fyrstu 13 æviárin
og gekk í barnaskóla að Hlöðu-
túni, en flutti til Reykjavíkur árið
1947. Að loknu skyldunámi
gegndi Ída ýmsum störfum, m.a.
sem au pair á Englandi og við
Bændaskólann á Hvanneyri.
Ída og Jón áttu bjuggu á Pat-
reksfirði 1960-1966 en fluttu þá
til Borgarness, reistu sér hús og
bjuggu þar í rúm 40 ár. Ída var
húsmóðir en vann samhliða því
ýmis hlutastörf, m.a. við garð-
yrkju, ræstingar og umsjón kaffi-
stofu á skrifstofum Borg-
arbyggðar. Hún söng um árabil í
Kirkjukór Borgarneskirkju og
var virk í flokksstarfi Sjálfstæð-
isflokksins.
Eftir að Jón lést 2008 flutti Ída
til Reykjavíkur, fyrst í eigið hús-
næði í Hjallaseli en síðustu árin
dvaldi hún í Seljahlíð.
Útför Ídu fór fram 3. sept-
ember 2019.
2007, Sigurður, f. 5.
des. 1931, d. 17.
ágúst 2006.
Ída giftist árið
1959 Jóni Þórarni
Björnssyni, f. 2. apr-
íl 1936, d. 20. júní
2008. Jón var yfir-
kennari og org-
anisti í Borgarnesi.
Börn þeirra: 1)
Ólöf Hildur, f. 1959.
Börn hennar og
Inga Hans Jónssonar eru: Jón
Hans, Hanna Sif, Ída María og
Ingi Björn. 2) Björn, f. 1961. Börn
hans og Önnu Margrétar Kalda-
lóns eru: Jón Kaldalóns og Hildur
Kaldalóns. Kona Björns er Katr-
ín Sveinsdóttir. 3) Anna Guðrún,
f. 1966. Synir hennar og Grettis
Gunnarssonar eru: Þórarinn
Freyr og Gunnar Þór. Eigin-
maður Önnu er Birgir Skúlason.
Dætur Saga Hlíf og Tindra Gná.
4) Sesselja Þórunn, f. 1972. Sonur
hennar og Birgis Rafns Reynis-
Kæra frænka, eitt sendibréf að
lokum. Ída var vön að senda mér
bréf núna síðustu árin varðandi
það sem henni bjó í hjarta. Sendi
mér góð ráð og kveðjur eins og
hennar var von og vísa. Ég hefði
getað verið duglegri að skrifa til
baka, sendi henni þó alltaf bréf í
lengri kantinum á jólunum.
Henni þóttu bréfin trúlega betri,
þar sem heyrnin hafði brugðist
henni. Ég held að ég hafi ekki og
muni varla kynnast ættræknari
konu en Idu. Ég kynntist föður-
systur minni og fjölskyldu hennar
fyrst þegar ég flutti í Borgarnes
1981. Hún var svo áhugasöm um
fólkið sitt, vildi vita hvað allir voru
að bauka. Ættarmót voru drifin
upp að frumkvæði hennar og ég
og fjölskylda mín tekin með. Hún
kynnti mig fyrir föðurfjölskyld-
unni og gat þulið upp nokkrar
kynslóðir fram og til baka og
stundum var maður var alveg
hættur að botna í þessum fjölda
og tengingum sem hún kunni upp
á hár.
Í nokkur ár bjuggum við í
sömu götunni í Borgarnesi. Eftir
að Jón féll frá árið 2008 sótti að
henni einmanaleiki og við áttum
þá oft gæðastundir í eldhúsinu
hvor hjá annarri, vorum þá meira
vinkonur en frænkur. Borgar-
fjörðurinn, Kalmanstunga og
Húsafell voru henni hjartfólgnir
staðir. Hún nefndi líka oft hvað
þeim hafði liðið vel á Patreksfirði
þau ár sem fjölskyldan bjó þar.
Við fórum nokkrum sinnum í bíl-
túra hér á árum áður upp í
Hvítársíðu frænkurnar og hún
fékk alltaf eins og blik í augað af
gleði. Eitt af þvi sem var eftir-
minnilegt við Idu var hennar
mikli garðyrkju áhugi. Hún var á
sumrin endalaust að dedúa við
garðinn á Böðvarsgötu 19. Oft
kom ég við og þá beint út í garð
þar sem hún var að hlúa að ein-
hverju, planta eða hreinsa beð.
Við hjónin keyptum árið 2016
húsið sem Ída og Jón byggðu á
Böðvarsgötu 19.
Þó að garðurinn hafi þá verið
kominn í tölvuverða órækt sáum
við hversu mikið hafði verið lagt í
gróðursetningu og grjóthleðslur.
Ég trúi því að hún væri hæst-
ánægð með það hvaða stakka-
skiptum húsið og garðurinn hafa
tekið hjá okkur á síðustu árum.
Hún Ída föðursystir mín var um-
hyggjusöm og hlý við sitt fólk,
sagði skoðun sína þó umbúðalaust
og sagði okkur örlítið til synd-
anna ef henni þótti ástæða til.
Síðustu árin bjó hún í Reykja-
vík, heilsunni tekið að hraka og
samskipti okkar síðustu árin ekki
mikil nema í formi sendibréfa.
Ég vil að leiðarlokum þakka
frænku minni ást hennar og um-
hyggju fyrir mér og fjölskyldunni
frá okkar fyrstu kynnum. Ég vil
trúa því að hún sé alsæl í sum-
arlandinu núna með Jóni sínum.
Börnum hennar Ólöfu Hildi,
Birni, Önnu Guðrúnu og Sesselju
Þórunni og fjölskyldum þeirra
sendum við Gunnar innilegar
samúðarkveðjur.
Helga Halldórsdóttir.
Ída Sigurðardóttir
Helgi fæddist 19. ágúst 1932 á
Bókhlöðustíg 7 í Reykjavík, sonur
hjónanna Sveinsínu Jórunnar
Kristjánsdóttur og Sæmundar
Helgasonar Briem, póstfulltrúa í
Reykjavík. Helgi lauk stúdents-
prófi frá Verzlunarskóla Íslands
vorið 1952 og hóf þá um haustið
Helgi Sigurður
Briem Sæmundsson
✝ Helgi SigurðurBriem Sæ-
mundsson fæddist
19. ágúst 1932 í
Reykjavík. Hann
lést 2. september
2019 í Stuttgart.
Foreldrar hans
voru Sveinsína Jór-
unn Kristjánsdóttir
og Sæmundur
Helgason Briem.
Systkini: Elín
Rannveig Briem Finborud, f.
13.3. 1937, og Sigurlaug Sæ-
mundsdóttir, f. 14.12. 1938.
Helgi verður jarðsunginn í
Stuttgart í dag, 19. september
2019.
nám í lögfræði við
Háskóla Íslands.
Eftir nokkrar vikur
komst hann þó að því
að hugur hans
hneigðist frekar til
raungreina svo hann
las stærðfræði í MR
einn vetur, var hálft
ár í starfsnámi hjá
vélsmiðjunni Héðni
og sigldi síðan haust-
ið 1954 til náms í
matvælaverkfræði við tæknihá-
skólann í Karlsruhe í Þýskalandi.
Að loknu diplómaprófi 1961
stundaði Helgi vísindastörf við há-
skólann í Karlsruhe og lauk dokt-
orsprófi þaðan 1967. Um þetta
leyti flutti hann til Stuttgart, þar
sem hann bjó síðan. Á farsælum
starfsferli sínum vann Helgi
margvísleg stjórnunarstörf á sínu
fagsviði, lengst af hjá BASF Pig-
ment GmbH í Besigheim í ná-
grenni Stuttgart, uns hann settist
í helgan stein 2004, þá kominn á
áttræðisaldur.
Strax frá upphafi dvalar sinnar
var Helgi iðinn við ýmis fé-
lagsstörf. Þannig stofnaði hann,
skömmu eftir komu sína Félag Ís-
lendinga í Karlsruhe, sem nú, hart-
nær 60 árum síðar, er enn við lýði
þótt mjög hafi fækkað í stúdenta-
hópnum í Karlsruhe. Félagið hélt
uppi margs kyns starfsemi, svo
sem hátíðahöldum í tilefni þjóðhá-
tíðardaganna 17. júní og 1. desem-
ber, auk þess að halda þorrablót og
treysta sambönd við önnur Íslend-
ingafélög í Þýskalandi sem og félög
annarra norrænna námsmanna,
sérstaklega Norðmanna, sem voru
fjölmennir í hópi verkfræðinema í
Þýskalandi á þessum árum.
Einnig í Stuttgart tók Helgi
virkan þátt í félagslífi Íslendinga
en hugur hans stefndi hærra því
hann vildi einnig efla kynningu Ís-
lands og íslenskrar menningar fyr-
ir Þjóðverjum. Í því skyni stofnaði
hann, ásamt nokkrum þýskum Ís-
landsvinum, árið 1990 félagið
„Deutsch-Isländisches Kulturfor-
um Stuttgart“ (DIS), sem starfaði
til ársins 2018. Helgi stýrði félag-
inu til 2004 og lét sér eftir það mjög
umhugað um velfarnað þess. Fé-
lagið stóð á tæplega þrjátíu ára
ferli sínum fyrir fjölda viðburða á
sviði bókmennta, tónlistar og al-
mennrar landkynningar, ekki síst í
tilefni þess að Ísland var heiðurs-
gestur bókahátíðarinnar í Frank-
furt 2011. Væri of langt mál að
rekja hér, þó ekki væri nema það
sem hæst stæði á þessari við-
burðaskrá, en þeir munu fáir nú-
lifandi rithöfundar íslenskir, sem
ekki hafa lesið úr verkum sínum á
vegum DIS.
Auk framangreindra opinberra
félagsstarfa í þágu Íslands og Ís-
lendinga má nefna að margir fyrr-
verandi námsmenn í Karlsruhe og
Stuttgart eiga Helga þakkarskuld
að gjalda vegna margs kyns að-
stoðar sem hann veitti þeim af al-
kunnri alúð sinni. Á heimili hans
og lífsförunautar hans, Sotirios
Michou, prófessors við listahá-
skólann í Stuttgart, sem lést árið
2010, var Íslendingum ávallt tekið
opnum örmum.
Helgi Sæmundsson lést eftir
langvinna baráttu við krabbamein
aðfaranótt mánudagsins 2. sept-
ember. Við munum minnast hans
með vinsemd og virðingu.
Fyrir hönd Íslendinga í Stutt-
gart og Karlsruhe,
Jórunn Ragnarsdóttir,
Ágúst Lúðvíksson.
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
GYLFA ÞÓRS ÓLAFSSONAR,
Kirkjuvegi 1, Keflavík.
Hjartans þakkir til starfsfólks blóðrannsókna, heimahjúkrunar
og D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Með kærleikskveðju,
Kristín Gestsdóttir
Dóra Magda Gylfadóttir Steindór Einarsson
Ólafur Þór Gylfason Guðmunda Sigurðardóttir
Gestur Arnar Gylfason Siv Mari Sunde
Svandís Gylfadóttir Friðrik P. Ragnarsson
Guðjón Helgi Gylfason Anna Hulda Einarsdóttir
afa- og langafabörn
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við fráfall okkar
ástkæra
ARNAR HELGASONAR
prófessors emeritus.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeilar
LSH og hjúkrunarfræðinga Heru fyrir alúðlega umönnun.
Bjarney Kristjánsdóttir
Ívar Örn Arnarson Guðný Ævarsdóttir
Hörður Hinrik Arnarson Emelía Victorsdóttir
Lúðvík Arnarson Nína Sigurðardóttir
Eftir andlát og útför okkar yndislegu
GUNNHILDAR VÖLU HANNESDÓTTUR
læknis
vill fjölskyldan þakka fyrir stuðning,
samkennd og hlýhug sem okkur hefur verið
sýndur á erfiðum tímum.
Arnar Jan Jónsson
Ragnheiður Elín Þorgerður Anna
Elín J. Oddsdóttir
Hannes Þorsteinsson Sigrún Harðardóttir
Valgerður Anna Hannesd.
Agnes Nína Hannesdóttir
Oddur Krummi Magnússon
Jan Ólafsson Sveinbjörg Guðmundsdóttir
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og hjálpsemi
vegna andláts og við útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGURGESTS INGVARSSONAR
múrarameistara,
Sævangi 14.
sem lést sunnudaginn 1. september.
Sigrún Erlendsdóttir
Þórdís B. Sigurgestsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson
Áslaug Sigurgestsdóttir Dagbjartur Jónsson
Frosti Sigurgestsson Sigurlín Hrund Kjartansdóttir
og barnabörn
Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Sléttuvegi 23.
Innilegar þakkir færum við starfsfólki
hjúkrunardeildar aldraðra á Akranesi fyrir einstaka umönnun
og væntumþykju.
Jóhann Guðmundsson Guðrún G. Kristinsdóttir
Helga Guðmundsd. Sördal
Bjarnfríður Guðmundsdóttir Guðmundur Ingi Haraldsson
Ófeigur Guðmundsson Friðgerður María Friðriksd.
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og
útför föður, tengdaföður, afa og langafa
okkar,
ÁSGEIRS KARLSSONAR
húsasmíðameistara.
Sérstakar þakkir til Dýrfinnu Hansdóttur
sjúkraliða á Hrafnistu Reykjavík ásamt hjúkrunar- og starfsfólki
fyrir hlýja og góða umönnun.
Edith Randý Ásgeirsdóttir Jón Sigurðsson
Guðbrandur Ívar Ásgeirsson
Rut Bech Ásgeirsdóttir Arnar Geirdal Guðmundsson
Hjördís Bech Ásgeirsdóttir Guðni Birgir Sigurðsson
Þórdís Ásgeirsdóttir Steinar Helgason
Karl Þórhalli Ásgeirsson
Sigríður Bech Ásgeirsdóttir
Jóhanna Bech Ásgeirsdóttir
Ásgeir Magnús Ásgeirsson Jóhanna Harðardóttir
afa- og langafabörn
Við minnumst afa
fyrst þegar við bjugg-
um á Kjalarnesinu og
hann bjó hjá okkur
fyrst eftir hjartaaðgerðina á meðan
hann var að jafna sig.
Afi var oftast frekar þögull og
fundum við lítið fyrir honum dags-
daglega. Stundum sat hann í sóf-
anum inni í stofu og spjallaði við
okkur.
Við minnumst afa alltaf sem ró-
legs og frekar þöguls manns,
stundum brosti hann út í annað
eða hló. Afi heimsótti okkur oft í
Ásgeir Karlsson
✝ Ásgeir Karls-son fæddist 2.
mars 1934. Hann
varð bráðkvaddur
6. september 2019.
Útför Ásgeirs
fór fram 13. sept-
ember 2019.
Álfaborgirnar þegar
við bjuggum þar og
svo á Tunguveginn
og Engjaselið, alltaf
á leigubílnum og allt-
af að vinna. Hann
kom stundum með
súkkulaðikúlur eða
útlenskan konfekt-
poka handa okkur.
Afi átti alltaf til
súkkulaðikúlur, þær
voru í uppáhaldi hjá
honum. Afi gaf okkur stundum
sinn þúsundkallinn hvoru og sagði
okkur alltaf að setja hann í bauk-
inn, þannig gætum við eignast
mikið af peningum. Yfirleitt þegar
afi kom þá borðaði hann með okk-
ur kvöldmat eða kom í kaffi.
Síðan, þegar afi flutti á Dvalar-
heimilið Fell og var hættur að
keyra leigubíl fækkaði heimsókn-
um hans til okkar verulega.
Síðan fluttum við til Noregs og
þá heyrðum við af afa símleiðis í
gegnum mömmu. Afi flutti á
Hrafnistu í Reykjavík fyrir tveim-
ur og hálfu ári. Honum leið mjög
vel þar.
Hvíl í friði afi.
Páll Lúthersson, Edith Bech,
Stella Sif, Rakel Ösp,
Benjamín Aron.