Morgunblaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 LAND ROVER HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK, SÍMI: 525 6500 Range Rover Sport HSE PHEV Verð frá: 13.690.000 kr. Range Rover Sport HSE P400e tengitvinnbíll setur ný viðmið. Einstök hönnun, framúrskarandi aksturseiginleikar og 404 hestöfl gera þennan sportlega lúxusjeppa að hagkvæmum og umhverfisvænum kosti. Verið velkomin í reynsluakstur! RAFMAGNIÐ ER KOMIÐ Í RANGE ROVER www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 9 5 5 8 9 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Svona vandamál byrja heima fyrir. Það er á kristaltæru. Foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir samfélagsmiðlanotkun barnanna sinna,“ segir Guðmunda Áróra Pálsdóttir, móðir sem lenti í því að sérstök síða var stofnuð á sam- skiptamiðlinum TikTok í þeim tilgangi að lítils- virða tíu ára gamla dóttur hennar. Þar var móðgandi ummælum dreift ásamt myndum af dóttur Guðmundu sem var hvött til að skaða sig. „Á þriðjudagskvöld lét foreldri vinkonu dótt- ur minnar mig vita af síðunni. Hún vildi segja mér frá því að þetta væri í gangi svo ég gæti unnið úr því vegna þess að hún hefði viljað fá að vita af því sjálf ef svona væri gert við dóttur hennar,“ segir Guðmunda. Dóttir Guðmundu vissi af síðunni en hafði ekki þorað að láta foreldra sína vita. Hún sá síðuna þegar síðan byrjaði að elta (e. follow) hennar eigin TikTok-síðu. „Mann órar ekki fyrir þessu og maður veit ekki hvað börnin eru búin að ganga lengi með þetta og hvort börnin fari að skaða sig eitthvað út frá svona einelti. Þetta er hrikalegt og mað- ur verður einfaldlega reiður við tilhugsunina um að það séu fleiri dæmi til.“ TikTok er samfélagsmiðill þar sem fólk deil- ir myndskeiðum og er hann vinsæll á meðal barna á grunnskólaaldri. Hver sem er getur skoðað miðilinn og búið sér til aðgang nafn- laust. Aðgangsnöfn sem hefjast á „hötum“ og enda á nafni þess einstaklings sem hatrið bein- ist að eru orðin mjög algeng á TikTok að sögn Guðmundu. „Dóttir mín er því ekki sú eina sem er að ganga í gegnum þetta. Hún er bara dropi í haf- ið af börnum sem eru að lenda í neteinelti. Þetta á ekki að líðast.“ Dóttir Guðmundu hefur áður lent í einelti. „Hún hefur tekist á við mótlæti af og til sem maður hefur alltaf getað tekist á við því það hefur ekki verið í gegnum netið. Þá hefur mað- ur alltaf getað rætt við foreldra og unnið úr því en núna er það ekki hægt. Það er ekkert hægt að gera og maður er orðinn voðalega ber- skjaldaður gagnvart þessu. Krakkar eru ber- skjaldaðir gagnvart netinu og gera sér ekki grein fyrir því hvað þetta er alvarlegt.“ Dóttirin „dropi í hafið“ Dóttir Guðmundu er í sjötta bekk. Guð- munda bendir á að börn á þeim aldri séu ekki óvitar lengur og ættu að vita að svona hegðun hafi afleiðingar. „Það eru svo margir sem benda á að hafa samband við skólayfirvöld og við höfum auðvit- að gert það. Þau eru boðin og búin til þess að hjálpa en það er mikilvægast að foreldrar séu vakandi fyrir þessu. Dóttir mín er bara dropi í hafið af krökkum sem eru að lenda í svona ein- elti.“ Guðmunda setti inn færslu á Facebook um málið. Þar setti fjöldinn allur af ungmennum sig í samband við hana og sagði frá svipaðri reynslu. „Það er ofboðslega sorglegt hversu margir hafa lent í þessu. Við eigum að geta rætt við börnin okkar og börnin okkar eiga að geta rætt við okkur, ef ekki við okkur þá við einhvern annan.“ Börn berskjölduð gagnvart netinu  Fjölmargar hatursfullar síður sem beinast að börnum settar upp á samfélagsmiðlinum TikTok  Móðir sem uppgötvaði slíka síðu sem beinist gegn dóttur hennar telur nauðsynlegt að ræða vandann Meiðandi Skjáskot af síðunni sem beindist gegn dóttur Guðmundu, en andlit hennar er skyggt á myndinni. Ummælin eru mjög særandi. TikTok » Á TikTok hafa hatursfull ummæli fengið að grassera á síðustu árum. » Meðal annars hafa þar viðgengist ras- ísk ummæli, hatursorðræða, einelti og kvenfyrirlitning. » Miðillinn er vinsæll á meðal ungs fólks, helst á meðal þeirra sem fæddust í byrjun aldarinnar. Síða Á mörgum síðnanna eru börn hvött til sjálfsskaða. Guðmunda segir það mjög alvar- legt, erfitt sé að vita hvaða áhrif slíkt hafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.