Morgunblaðið - 19.09.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 19.09.2019, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Það var margt um manninn í opn- unarathöfn á stærri og endurbættri íþróttamiðstöð Seltjarnarness á laugardaginn. Formleg dagskrá fór fram í fimleikasalnum þar sem há- punkturinn var sýning 160 fimleika- barna á öllum aldri undir stjórn Berglindar Pétursdóttur og fleiri þjálfara. Í árslok 2016 undirrituðu þau Ás- gerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri samstarfssamning á milli Sel- tjarnarnesbæjar og Reykjavíkur- borgar um að standa sameiginlega að stækkun íþróttaaðstöðu Gróttu til að bæta aðstöðu til fimleikaiðk- unar. Upphaf viðræðna var í kjölfar samþykktar á fundi sambands sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu árið 2010, en þá stefndu sveitarstjórnir á aukið samstarf á sviði íþróttamála. Sameiginlegur rekstur Samstarfssamningur Seltjarnar- nesbæjar og Reykjavíkurborgar fól í sér að sveitarfélögin tvö myndu standa sameiginlega að rekstri fim- leikadeildar Gróttu og mun Reykja- víkurborg greiða leigu á fimleika- aðstöðunni fyrir iðkendur sem búsettir eru í Reykjavík. Leigu- samningurinn er til 20 ára með ákvæði um framlengingu á fimm ára fresti. Hinn 25. mars 2018 tóku svo borgar- og bæjarstjóri fyrstu skóflustunguna að stærri og endur- bættri íþróttamiðstöð Seltjarnar- ness að viðstöddum fjölda ungra íþróttaiðkenda. Nú tæpum 18 mán- uðum síðar iðar nýtt og endurbætt hús af lífi, segir í frétt á vef Sel- tjarnarness. Iðkendur hafa aldrei verið fleiri hjá Íþróttafélaginu Gróttu eða um 1.200. Þess má geta að þar af er fjöldi iðkenda í fim- leikadeildinni um 575 manns þar sem 65% þátttakendanna eru frá Reykjavík. Framkvæmdin á íþróttamann- virkinu var afar umfangsmikil því auk nýrrar viðbyggingar fyrir stór- bætta aðstöðu fimleikadeildarinnar, sem hefur nú fengið 1.300 fermetra undir starfsemi sína, ákvað Sel- tjarnarnesbær að ráðast samhliða í endurbætur á íþróttamiðstöðinni sjálfri. Stóri íþróttasalur hússins var færður til vesturs, öll búnings- aðstaða bætt til muna og 170 fer- metra styrktarsalur útbúinn fyrir félagsmenn. Gerð var breyting á að- komu í íþróttamiðstöðina, anddyrið stækkað sem og afgreiðslan og að- staða starfsmanna. Það var Munck ehf. á Íslandi sem annaðist framkvæmdirnar á hús- næðinu en Þjónustumiðstöð Sel- tjarnarnesbæjar annaðist breyt- ingar á lóðinni og aðkomu að íþróttamiðstöðinni. Eftirlit með verkinu hafði Strendingur ehf. Undirritaður var verksamningur milli Munck og Seltjarnarnesbæjar um stækkun og endurbætur á íþróttamiðstöð bæjarins hinn 16. janúar 2018. Tilboðið hljóðaði upp á 703 milljónir króna. Var það mjög nálægt upphaflegri kostnaðar- áætlun bæjarins sem var 690 m.kr. Líf og fjör í nýjum fimleikasal  Seltjarnarnes og Reykjavík byggðu húsið  Iðkendur eru nú 575 talsins Ljósmynd/Jón Svavarsson Tímamót Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Rúnarsson, formaður fimleikadeildar Gróttu, héldu ávörp í til- efni tímamótanna. Athöfninni í fimleikasalnum lauk með flottu hoppi og sterku klappi allra í salnum með bæjarstjóra og borgarstjóra í fremstu röð. Tvö áhyggjulaus ár á notuðum Mercedes-Benz. Klettháls 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · notadir.is Opnunartímar Virka daga 10–18, laugardaga 12–16 Þú finnur okkur á Facebook facebook.com/askjanotadirbilar Verð 15.990.000.– GLS 350d 4MATIC Árgerð 2019, ekinn 2 þús. km, dísil, 2.987 cc., 259 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Raðnúmer: 170298 Verð 7.490.000.– GLE 250d 4MATIC Árgerð 2017, ekinn 60 þús. km, dísil, 2.143 cc., 205 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Raðnúmer: 994386 Verð 9.950.000.– GLC 350d 4MATIC Árgerð 2017, ekinn 48 þús. km, dísil, 2.987 cc., 259 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Raðnúmer: 993566 Verð 6.490.000.– CLA 220d 4MATIC Árgerð 2018, ekinn 19 þús. km, dísil, 2.143 cc., 177 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Raðnúmer: 341356 Tveggja ára ábyrgð og þjónusta innifalin með viðurkenndum Mercedes-Benz. Skoðaðu úrvalið á notadir.is Verð 6.890.000.– C-Class 200 4MATIC Árgerð 2018, ekinn 9 þús. km, bensín, 1.991 cc., 184 hö, sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Raðnúmer: 994006 Draumaferð til Siglufjarðar. Gisting á Sigló Hótel fylgir notuðum Mercedes-Benz frá 17.september til 31. október. Tvær nætur í tveggja manna herbergi, ásamt morgunverði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.