Morgunblaðið - 20.09.2019, Side 2

Morgunblaðið - 20.09.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég ólst upp við þetta sem barn, aftur í fornöld. Þetta var mikið not- að þá, á árunum á milli 1940 og 1950,“ segir Davíð Atli Ásbergs efnaverkfræðingur sem keypti slát- ur á sláturmarkaði SS í verslun Hagkaupa í Kringlunni í gær. Sláturmarkaðurinn var opnaður í gær. Hann er í þessari einu versl- un Hagkaupa en einnig verður slát- ur frá SS í verslun Krónunnar á Selfossi frá og með 24. þessa mán- aðar. Vekur góðar minningar Davíð Atli segir að sláturgerð hafi lagst af en „ég og mín fjöl- skylda tókum þetta aftur upp á miðjum aldri. Það var skemmtileg fjölskyldusamkoma að vinna þetta saman.“ Hann er nú einn og segist taka slátur annað hvert ár eða svo. Hann keypti í gær kassa með þremur slátrum og byrjaði strax á slátur- gerðinni en reiknaði með að ljúka henni í dag. „Þetta er ekki mikið mál þegar maður er byrjaður. Mér finnst gaman að stússa í þessu og það vekur góðar minningar.“ Davíð Atli er ekki einn um það að vilja halda í hefðirnar og taka slát- ur. Þetta er ódýr matur. Hagkaup vekja til að mynda athygli á því að þrjú slátur duga í níu máltíðir fyrir fjögurra manna fjölskyldu ef allt hráefnið er notað og bæði gerð lifrarpylsa og blóðmör. Hægt er að fá slátrið bæði ferskt og frosið í kössum. Í kössunum eru 3 eða 5 slátur með blóði, söxuðum mör, nýrum, hjörtum, lifur, sviðnum hausum og próteinkeppum. Fólk getur einnig keypt kalónaðar vambir aukalega. Unga fólkið fúlsar við blóðmör Það virðist mest vera eldra fólk sem tekur slátur enda fór slátur- gerð mjög þverrandi í þéttbýli eftir miðja 20. öldina. Davíð segist aðallega gera slátur fyrir sjálfan sig en gefi þó þeim ætt- ingjum sem vilja með sér. Hann segir að lifrarpylsan sé vinsæl hjá öllum aldursflokkum en blóðmör- inn síður. Ólst upp við sláturgerð  Davíð Atli keypti þrjú slátur við opnun sláturmarkaðar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sláturmarkaður Davíð Atli Ásbergs heldur við gömlum hefðum og tekur slátur, þó ekki alveg á hverju ári. „Matarsóun er meðal brýnustu við- fangsefna nútímans,“ segir Guð- mundur Ingi Guðbrandsson, um- hverfis- og auðlindaráðherra, sem hefur hrundið af stað verkefnum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Eru þau liður í aðgerðaáætlun landsins í loftslagsmálum og verða í umsjón Umhverfisstofnunar. Könnun á viðhorfi Íslendinga til matarsóunar verður meðal aðgerða en einnig verður efnt til viðburðar um matarsóun þar sem boðið verður upp á illseljanlegar og útlitsgallaðar matvörur til að vekja athygli á hve miklum matvælum er sóað. Ráðist verður í samstarfsverkefni með Matvælastofnun og heilbrigðis- eftirlitum sveitarfélaga þar sem matvælaöryggiskröfur eftirlitsaðila verða endurskoðaðar með tilliti til matarsóunar. Umhverfisstofnun stendur að auki að rannsókn á um- fangi matarsóunar en niðurstöður rannsóknarinnar verða lagðar til grundvallar vinnu starfshóps um- hverfis- og auðlindaráðuneytisins sem mun sjá um að koma með til- lögur að fleiri aðgerðum til að draga úr matarsóun. Vinna gegn matarsóun á Íslandi  Bjóða upp á útlits- gallaðar matvörur HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf „Aðalatriðið er að samkomulagið sem er í smíðum er um stórfellda uppbyggingu á samgöngum á höfuð- borgarsvæðinu til að greiða fyrir umferð,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í umræðum á Al- þingi í gær. Enn er beðið kynningar á sam- komulagi ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuð- borgarsvæðinu. Komið hefur fram í fjölmiðlum að bæjarstjórum á höfuð- borgarsvæðinu hafi verið send ný drög að samkomulagi fyrr í vikunni. Stýrihópur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fundaði í gær um samkomulagsdrögin. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, sagði í fréttum RÚV að ekki kæmi til greina að skrifa undir umrædd drög því í þeim væru setningar sem hann hefði ekki umboð til að skrifa undir. Morgunblaðið náði hvorki í Gunnar í gær né Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra í Hafnarfirði. Rætt var um þessa stöðu mála á þingi í gær og samráðsleysi við minnihluta meðal annars gagnrýnt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði að sér virtist sem fólk ætti að greiða fyrir það eitt að fara um götur borgarinn- ar sem það hefði þegar verið búið að borga með sköttum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, sagði að allir þing- menn hefðu komið að vinnu sam- gönguáætlunar. Hann benti á að starfshópur, með fulltrúum allra flokka, hefði verið skipaður þar sem rætt væri um umferðarvandræði á höfuðborgarsvæðinu. Bíða enn kynning- ar á samkomulagi  Umræða um veggjöld á Alþingi Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Búist er við að áfram muni rigna töluvert á Vesturlandi í dag en Veð- urstofa Íslands gaf út appelsínugula viðvörun fyrir Faxaflóa og Breiða- fjörð upp úr hádegi í gær vegna úr- hellisrigningar. Varað er við aukn- um líkum á skriðuföllum á vesturhelmingi landsins. Skriður hafa þegar fallið, m.a. á Skarðs- strönd við Breiðafjörð í gær. „Þetta er mestallur vesturhelm- ingur landsins sem við erum að fylgjast með,“ sagði Einar Bessi Gestsson, sérfræðingur í vatnafari hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. Einar kveður vatnavexti vera í fjölda áa og lækja á vesturhelmingi landsins og segir Norðurá í Borgarfirði til að mynda hafa risið hratt frá því í fyrrinótt. Segir hann að sérstaklega hafi verið mikil úrkoma á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum í gær. Ferðamenn í sjálfheldu Úrhellisrigningin hefur valdið ýmiss konar vandræðum í þjóð- félaginu síðustu daga. Niðurföll hafa til að mynda víða stíflast og flætt hefur í kjallara og bílskúra fólks. Íslenska Umhverfishetjan lét slag standa á móti veðrinu og losaði m.a. stífluð niðurföll. Í samtali við mbl.is segir ofurhetjan, sem er grímu- klædd og hefur enn ekki komið fram undir nafni, það vera valdefl- andi að láta gott af sér leiða. Þrír ferðamenn lentu einnig í sjálfheldu vegna rigningarinnar en þeir urðu innlyksa í Langavatnsdal þar sem vegur fór í sundur vegna vatnavaxta. Þurfti að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar þeim til bjargar. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að áfram sé spáð töluverðri rigningu í dag. Segir hann þó von á að laugardag- urinn verði töluvert úrkomuminni þó að áfram verði vætusamt. Veður fer þó hlýnandi, en spáð er allt að 20 stigum á norðaustanverðu landinu á sunnudag. Úrhellið víða til vandræða  Björgunarsveitir og ofurhetjur hafa látið til sín taka vegna veðurs Ljósmynd/Landsbjörg Vatnavextir Björgunarsveitir og Vegagerðin voru að störfum í Langavatnsdal í gær og lokuðu veginum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.