Morgunblaðið - 20.09.2019, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 20.09.2019, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2019 Sími 577 1313 • kistufell.com Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 Allar almennar bílaviðgerðir Sérfræðingar í vélum Eigum úrval af varahlutum á góðu verði í flestar gerðir bíla Við höfum endurnýtt og byggt vélar og vélahluti frá árinu 1952 TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Rannveig Sig- urðardóttir og Unnur Gunn- arsdóttir hafa verið fluttar í starf varaseðla- bankastjóra en í nýjum lögum um Seðlabanka Íslands sem samþykkt voru í júní síðast- liðnum er kveð- ið á um að skipaðir verði þrír varaseðlabankastjórar til fimm ára í senn. Einn varaseðlabankastjóri á að leiða málefni sem varða pen- ingastefnu, annar málefni er varða fjármálastöðugleika og sá þriðji málefni er varða fjármála- eftirlit. Þetta kemur fram í til- kynningu á vef fjármálaráðu- neytisins. Rannveig var áður aðstoðar- seðlabankastjóri og hóf störf í því starfi í júlí í fyrra. Unnur var áður forstjóri Fjármálaeft- irlitsins. Katrín Jakobsdóttir hef- ur flutt Rannveigu Sigurðar- dóttur í starf varaseðlabanka- stjóra peningastefnu frá og með 1. janúar 2020 með hliðsjón af bráðabirgðaákvæði hinna nýju laga. Í því kemur fram að emb- ætti aðstoðar- seðlabanka- stjóra verði lagt niður þeg- ar lögin öðlast gildi um næstu áramót og að forsætisráð- herra sé heim- ilt án auglýs- ingar að flytja núverandi að- stoðarseðla- bankastjóra í nýtt embætti vara- seðlabankastjóra. Bjarni Benediktsson, fjár- mála- og efnahagsráðherra, hefur þá flutt Unni Gunn- arsdóttur í starf varaseðla- bankastjóra fjármálaeftirlits frá og með 1. janúar 2020 með hliðsjón af bráðabirgðaákvæði laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Þar kemur fram að embætti forstjóra Fjármálaeftirlitsins verði lagt niður þegar samein- ing Seðlabanka Íslands og Fjár- málaeftirlitsins öðlast gildi um næstu áramót sem og að fjár- mála- og efnahagsráðherra sé heimilt án auglýsingar að flytja forstjóra Fjármálaeftirlitsins í nýtt embætti varaseðla- bankastjóra. Skipaðar vara- seðlabankastjórar Rannveig Sigurðardóttir  Unnur og Rannveig í ný embætti Unnur Gunnarsdóttir Fyrirtæki leita margvíslegra leiða til þess að auglýsa sig og vörur sín- ar og er Reyka Vodka sem fram- leitt er í brugghúsi í Borgarnesi fyrir William Grant & Sons engin undantekning, en í fyrsta skipti í sögu mannkyns verður þar starf- ræktur „jöklabar“ þegar Reyka Vodka Bar heldur opnum bar í fimm daga á Langjökli 16. til 20. október næstkomandi, að því er segir í fréttatilkynningu frá Reyka Vodka. Væntanlegum gestum verð- ur þó ekki einfölduð ferðin á barinn þar sem þeim eru aðeins gefin GPS-hnit svo þeir geti ratað þang- að. Taka við umsóknum William Grant & Sons segist vera að höfða til „innri víkings“ Breta með því að gefa þeim tækifæri til þess að gerast norrænir sjófarar og fá einstaka íslenska upplifun. Telur fyrirtækið gestina verða uppfulla af undrun við að heimsækja fyrsta bar á jökli. „Langjökull er í hjarta Ís- lands og vill svo til að vatnið sem notað er við framleiðslu Reyka Vodka er úr Langjökli,“ segir í markaðssetningu barsins. Áhersla á hreinleika Íslands Ferðalöngum sem leggja leið sína á Langjökul og finna barinn fyrirheitna verður boðið upp á Puffin Collins, sem er sérstakur kokteill hannaður fyrir Reyka Vodka. Þeim sem kunna að hafa áhuga á að fá ferð á hið umrædda öldurhús er bent á að senda inn umsókn á vef Reyka Vodka, en skorað er á þá sem eru svo óheppn- ir að verða ekki fyrir valinu að komast á barinn aðeins með GPS- hnitin sem leiðsögn. Vodkinn kom fyrst á markað árið 2005 og hefur hann orðið æ vinsælli með árunum. Vann hann meðal annars til verðlauna árið 2011 á al- þjóðlegri vínsýningu í Lundúnum. Varan er markaðssett sem hágæða- vodki og er hreinleiki íslenskrar náttúru fyrirferðarmikill í markaðs- setningu vörunar. gso@mbl.is Ljósmynd/Reyka Vodka Kaldur Það er allsendis óvíst hve margir gætu verið reiðubúnir að leggja leið sína á Langjökul í leit að vodka, en ferðin gæti orðið eftirminnileg. Fyrsta öldurhúsið opnað á Langjökli  Jökulbarinn fyrsti sinnar tegundar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.