Morgunblaðið - 20.09.2019, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2019
✝ VilmundurÞorsteinsson
fæddist í Brekkna-
koti í Þistilfirði 18.
nóvember 1925.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Ísa-
fold í Garðabæ 12.
september 2019.
Foreldrar hans
voru Þorsteinn
Stefánsson, f. 1894,
d. 1957, og Jó-
hanna Sigfúsdóttir, f. 1899, d.
1969. Systkini Vilmundar eru
Guðný Soffía, f. 30. apríl 1921,
d. 26. október 1996, Ásmundur,
f. 18. júlí 1923, d. 24. október
2013, Fjóla, f, 8. apríl 1930, Jak-
ob, f. 24. maí 1934, d. 6. ágúst
2019, og Kolbrún, f, 26. ágúst
1936.
Friðrik, f. 12. apríl 1962, kvænt-
ur Önnu Jónsdóttur, f. 29. apríl
1964. Börn Odds af fyrra hjóna-
bandi eru Karl Svanur, f. 1. des-
ember 1984, Jóhanna Stella, f.
14. janúar 1987, Friðrik Jó-
hann, f. 31. október 1989, og
Helga Guðrún, f. 7. maí 1992.
Dóttir Önnu af fyrra sambandi
er Sigrún Harpa, f. 22. janúar
1983. Vilmundur átti orðið góð-
an hóp af langafabörnum.
Vilmundur ólst upp í
Brekknakoti og fór ungur að
heiman að vinna. Hann vann
mest við viðgerðir, vélgæslu-
störf og smíðar.
Vilmundur og Gunnhildur
hófu búskap á Þórshöfn þar
sem þau bjuggu í tæp 10 ár.
Þaðan fluttu þau til Þorláks-
hafnar þar sem þau bjuggu
næstu 17 árin. Þá lá leiðin í
Garðabæinn, þar sem þau
bjuggu til dánardags.
Útför Vilmundar fer fram frá
Vídalínskirkju, Garðabæ, í dag,
20. september 2019, klukkan
13.
Vilmundur
kvæntist Gunnhildi
Vilhelmínu Frið-
riksdóttur, f. 15.
desember 1926, d.
8. maí 2013, frá
Felli í Finnafirði
hinn 27. júlí 1952.
Börn þeirra eru: 1)
Helga, f. 13. maí
1952, d. 19. maí
2010. Börn hennar
eru Gunnhildur Jó-
hanna, f. 17. júní 1975, og Hlíf-
ar Vilhelm, f. 19. mars 1987. 2)
Þorsteinn Jóhann, f. 23. október
1953, kvæntur Ragnheiði Lúð-
víksdóttur, f. 17. maí 1954.
Börn þeirra eru Vilmundur, f.
7. nóvember 1975, Edda Lydia,
f. 4. maí 1978, og Auður Ósk, f.
31. október 1984. 3) Oddur
Elsku pabbi. Þú vildir vera
mikið lengur hjá okkur pabbi
minn, en veikindin sem þú lentir í
urðu þess valdandi að þú náðir
ekki árunum sem þú stefndir á.
En nú ert þú á góðum stað þar
sem við vitum að þér líður vel. Mig
langar að segja svo margt en það
kemur best frá mér í þessu fallega
ljóði, Föðurminningu, sem segir
allt pabbi minn.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabbi minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum
okkar hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og
góðleg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara
það ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú
á braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig
sem förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um landið
út og inn
er fjársjóðurinn okkar pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Hvíl í friði, elsku pabbi.
Þinn
Oddur.
Elsku afi og langafi. Við erum
heppin að hafa átt svona góðan afa
eins og þig. Þú varst alltaf til stað-
ar með ömmu Gógó. Við gerðum
svo margt saman; fórum í ferða-
lög um Ísland, veiðiferðirnar
óteljandi, kenndir okkur umferð-
arreglurnar þegar við vorum að
taka bílprófið og heimsóknirnar í
Kirkjulundi. Það var alltaf hægt
að koma og fá að vera eða læra
þegar maður var yngri.
Varst alltaf að segja okkur frá
því hvað þið amma gerðuð þegar
þið voruð yngri, náðir í bílprófið til
Húsavíkur um vetur hlaupandi,
keyrðir suður til að vinna, byggðir
húsin í Þorlákshöfn, ferðirnar til
Evrópu.
Við munum sakna þín, elsku
afi, allar sögurnar þínar munu lifa
áfram í okkur.
Hvíldu í friði og amma tekur á
móti þér.
Nú sefur þú í kyrrð og værð
og hjá englunum þú nú ert.
Umönnun og hlýju þú færð
og veit ég að ánægður þú sért.
Ég kvaddi þig í hinsta sinn
Ég kveð þig nú í hinsta sinn.
Blessun drottins munt þú fá
og fá að standa honum nær.
Annan stað þú ferð nú á
sem ávallt verður þér kær.
Ég kvaddi þig í hinsta sinn
Ég kveð þig nú í hinsta sinn.
Við munum hitta þig á ný
áður en langt um líður.
Sú stund verður ánægjuleg og hlý
og eftir henni sérhvert okkar bíður.
Við kveðjum þig í hinsta sinn
Við kvöddum þig í hinsta sinn.
(Þursi 1981)
Þín barnabörn og barnabarna-
börn,
Karl Svanur, Jóhanna Stella,
Friðrik Jóhann, Helga
Guðrún, Elías Oddur
og Odin Neva.
Elsku afi Villi er látinn. Frísk-
legri, jákvæðari og glaðlegri afa
er erfitt að finna. Hann var ein-
staklega hraustur allt fram á síð-
ustu stundu, hugsaði vel um heils-
una og fór út að ganga á hverjum
degi. Er við horfum til baka þá
minnumst við hans alltaf á iði, að
huga að þessu eða hinu, fyrir sig
eða aðra og alltaf með bros á vör.
Hann var einstaklega handlag-
inn og vandaði vel til verka, það
voru aldrei nein vandamál því allt-
af fann hann lausnir enda virtist
hann geta allt. Honum fannst ein-
staklega gaman að ferðast og voru
þau amma mjög dugleg að fara í
ferðalög jafnt innanlands og utan
og var alltaf gaman að heyra
ferðasögurnar þeirra. Ófáar voru
einnig veiði- og berjamósferðirn-
ar sem við fórum saman í en alltaf
vissi hann hvar best væri að tína
ber og hvar vænlegast væri að
veiða fisk.
Það var alltaf gaman að kíkja til
hans í heimsókn og átti hann alltaf
heitt á könnunni og var þá mikið
spjallað.
Síðustu árin hafði hann ósjald-
an orð á því hversu vænt honum
þætti um heimsóknirnar og það
var svo sannarlega gagnkvæmt
enda var það alltaf góð samveru-
stund með yndislegum manni.
Hann var afskaplega stoltur af
okkur barnabörnunum og mjög
áhugasamur um allt sem við tók-
um okkur fyrir hendur. Það sama
á við um langafabörnin sem hann
hafði mjög mikla ánægju af og
spurðist oft fyrir um.
Hann sagði við okkur rétt áður
en hann lést að hann væri afskap-
lega sáttur við líf sitt og þau spil
sem honum höfðu verið gefin. Við
erum þakklátar fyrir allar góðu
minningarnar sem við munum
alltaf eiga um yndislegan afa.
Við eigum minningar um brosið
bjarta,
lífsgleði og marga góða stund,
um mann sem átti gott og göfugt
hjarta
sem gengið hefur á guðs síns fund.
Hann afi lifa mun um eilífð alla
til æðri heima stíga þetta spor.
Og eins og blómin fljótt að frosti falla
þau fögur lifna aftur næsta vor.
(Guðrún Vagnsdóttir)
Með ást og söknuði kveðjum
við þig, elsku afi.
Edda Lydía og Auður Ósk.
Vilmundur Þorsteinsson á eng-
an sinn líka. Hann var uppalinn í
afskekktri sveit í Þistilfirði. Villi
var í okkar huga einn þeirra sem
náðu að upplifa hvað mestar
breytingar á samfélagi og háttum.
Sveitin mótaði hann og þar kynnt-
ist hann Gógó, stúlku úr næsta
firði. Heimili var stofnað á Þórs-
höfn og fjölskyldan stækkaði. Síð-
an lá leiðin í Þorlákshöfn, byggt
hús í svörtum sandinum og gjöfult
svartbaksvarpið dásamað þar
sem ættmenni komu og sóttu sér
egg.
Svo ekki sé talað um alla sjó-
birtingsveiðina á Hrauni. Gógó og
Villi vissu upp á hár hvar hann
gæfi sig og hvenær, hvernig ætti
að veiða og beita. Ef vel veiddist
var ekki beðið með að njóta fengs-
ins, soðið og etið áður en farið var
í háttinn.
Eftir að flutt var í nýbyggt hús
í Garðabænum upp úr 1970 ríkti
lengi helgidómur yfir veiðiferðum
á Hraun. Sögur sem gengu til
barna og barnabarna þegar Ölf-
usáin var enn og aftur reynd á að-
fallinu. Þessar veiðar vöru vísindi.
Villi spígsporaði í sandinum, vildi
sitt kaffi og spjall um daginn og
veginn undir gargi mávanna á
meðan Gógó dró hvern fiskinn á
eftir öðrum.
Villi var annars annálaður
dugnaðarforkur og lét sér fátt fyr-
ir brjósti brenna. Vinnusamari
mann var vart hægt að hugsa sér.
Það lék allt í höndunum á honum.
Sjálfmenntaður grúskari og gafst
aldrei upp. Var eftirsóttur í fiski-
mjölsbræðslum um landið. Lærði
á vélarnar og sinnti þeim.
Gat eiginlega allt. Sagði okkur
eitt sinn þá sögu að um áramót á
byggingartíma Búrfellsvirkjunar
hefði fólkið verið sent heim í frí.
Gerði grimmdarfrost og allar
lagnir í vinnubúðunum við það að
frjósa. Hóað var í mannskap til að
stöðva leka og frostskemmdir.
Hjá Villa var þetta verkefni sem
þurfti að ljúka. Held á þriðja sól-
arhring og ekki hætt fyrr en mið-
stöðin komst í lag.
Sjálf nutum við verkgleði Villa.
Skömmu fyrir aldamótin fylgdi
hann eftir flutningi og smíði sum-
arbústaðar okkar. Allt sem áður
og tekið alla leið. Þá var nú oft
gaman og Gógó móðursystir
hvatti, en gerði gott úr öllu á sinn
einstaka hátt. Þusaði líka góðlát-
lega í Villa eins og vant var. Sam-
band Gógóar og Villa við Sigga
mág sinn var einkar náið og fal-
legt alla tíð. Öll börn löðuðust að
Villa. Þegar hlé var gert á vinnu
og borðaðar pönnsur fór Villi í
boltaleiki og kaffið drukkið stand-
andi.
Fjölskyldan var stór og Kirkju-
lundur í Garðabæ var í raun
félagsmiðstöð. Brást aldrei að
ættmenni héðan og þaðan af land-
inu litu inn hjá Gógó og Villa.
Þar til undir það síðasta var
Villi á gangi. Margir hér í Garða-
bæ könnuðust við hann í sjón.
Gekk hratt, oft upp og niður Víf-
ilsstaðaveginn.
Snemma á ferðinni og gjarnan
aftur síðdegis. Vilmundur var
göngugarpur allt sitt líf og naut
útiveru. Og lengst af mjög hraust-
ur.
Sem ungum manni þótti Villa
ekkert tiltökumál að ganga frá
Þistilfirði til Húsavíkur, jafnvel
þegar dagur var hvað skemmstur.
Nú hefur hann gengið sinn síð-
asta spotta og honum er hér með
þökkuð samfylgd og tryggð í
gegnum þykkt og þunnt.
Ólöf Sigðurðardóttir og
Einar Sveinbjörnsson.
Vilmundur
Þorsteinsson
✝ Sigurður AxelGunnarsson
fæddist 30. desem-
ber 1958 á Ísafirði.
Hann lést á heimili
sínu og systur sinn-
ar á Selfossi hinn
10. september
2019.
Sigurður var
sonur hjónanna
Ebbu Dahlmann og
Gunnars Kristjáns-
sonar. Þau eru bæði látin. Eldri
systir hans var Guðlaug Ebba, d.
11. mars 2012. Eftirlifandi er
systirin Hanna
Lára.
Sigurður átti
dæturnar Fanneyju
Ebbu og Rakel
Björk, með þáver-
andi konu sinni,
Dagmar Gunn-
arsdóttur, og gekk
hennar dóttur,
Fjólu Katrínu, í föð-
urstað.
Minningarathöfn
um Sigurð Axel verður haldin í
Fossvogskapellu í dag, 20. sept-
ember 2019, klukkan 13.
Fallinn er frá náinn vinur og
frændi, Sigurður Axel Gunnars-
son, langt um aldur fram.
Við Sigurður Axel, eða Bóbó
eins og hann var ávallt kallaður,
kynntumst á okkar fyrstu ævi-
árum þar sem við vorum fæddir
á sama árinu og mikill sam-
gangur var á milli mæðra okkar
sem voru systur.
Reyndar hélst þetta samband
okkar Bóbós á meðan hann lifði
en með hléum þó. Í viðbót við
reglulegar heimsóknir hans frá
Ísafirði til okkar í Reykjavík á
sínum yngri árum þá bjó ég eitt
sumar heima hjá honum á Ísa-
firði.
Þar bjó Bóbó ásamt foreldr-
um sínum, Gunnari Kristjáns-
syni og Ebbu Dahlmann, svo og
systrum sínum Guðlaugu Ebbu
Gunnarsdóttur og Hönnu Láru
Gunnarsdóttur. Þar undi ég mér
vel í góðu yfirlæti þessarar
gestrisnu fjölskyldu.
Síðar bjuggum við bræðurnir
með Bóbó á Ásvallagötunni í
nokkur ár þegar við vorum ná-
lægt tvítugsaldrinum. Þetta
voru árin sem við vorum enn að
mótast og íhuga hvert við ætl-
uðum að stefna í framtíðinni.
Ekki vorum við þó svo upptekn-
ir af þeim hugleiðingum að ekki
gæfist tími til umtalsverðra
skemmtanahalda. Verður ekki
farið nánar út í það hér en þetta
voru góðir tímar.
Bóbó var stór maður og
sterkur á þessum árum sem
kom sér oft vel ef einhverjir
voru ekki alsælir með tilsvör
okkar eða athugasemdir þegar
við heimsóttum skemmtistaði í
höfuðborginni eða nágranna-
bæjum. Það réðst enginn á þann
mann sem hafði Bóbó sér við
hlið sama hvað sá maður hafði
unnið sér til saka. Bóbó var
nefnilega, fyrir utan að vera
stæðilegur, bæði fórnfús og
hjálpsamur einstaklingur sem
gætti vel að sínum.
En Bóbó var líka með gott
skopskyn og sagt er að fyndnu
fólki sé allt fyrirgefið og það á
vel við hann Bóbó.
Bóbó var góður skákmaður
og stundaði þá íþrótt á yngri ár-
um. En einhvern veginn minnk-
aði sá skákáhugi þegar hann
flutti til okkar bræðranna á Ás-
vallagötuna.
En síðan skildi leiðir, Bóbó
stofnaði fjölskyldu og ákvað
hann að flytja til Svíþjóðar með
fjölskyldu sína. En hann kom þó
ávallt heim til Íslands á ætt-
armótin okkar sem haldin eru
reglulega á Tannstaðabakka í
Hrútafirði. Og þar var aftur
tekinn upp sá grallaraskapur og
ungæðisháttur sem við höfðum
að mestu skilið eftir á Ásvalla-
götunni mörgum árum áður.
Bóbó ákveður síðan fyrir
nokkrum vikum að flytja aftur
heim til Íslands og flutti þá til
systur sinnar, Hönnu Láru enda
börn hans orðin fullorðin og
flutt að heiman. Það var eftir
því tekið hvað hann var jákvæð-
ur og fullur bjartsýni þegar
hann flutti heim, honum hafði
ekki liðið svona vel lengi. Því er
það einstaklega sorglegt að ein-
mitt þá skuli hjarta hans hafa
gefið sig eins sterkt og gott
hjartað hans þó ávallt var.
Þetta fráfall Bóbós skilur
Hönnu Láru eftir eina af fimm
manna fjölskyldu Gunnars
Kristjánssonar og Ebbu Da-
hlmann en áður hafði Guðlaug
systir hennar einnig fallið frá.
Því er erfitt að hugsa til þess
hve þungbært þetta fráfall er
fyrir hana og börn Bóbós.
Ég votta fjölskyldu Bóbós
samúð mína og vona að þær
dragi úr söknuðinum minning-
arnar góðu sem Bóbó skilur eft-
ir sig og verða aldrei frá okkur
teknar.
Sigurður Bragi
Guðmundsson.
Skemmtilega stríðinn og
glettinn var hann móðurbróðir
minn Sigurður Axel. Nú þegar
leiðir skilur hefur maður góðar
minningar um uppáhaldsfrænda
til að hugga sig við. Ber þar
hæst heimsóknirnar á Engja-
veginn í æsku. Þar tók frændi
vel á móti manni ekki síður en
afi og amma. Á Engjaveginum
var ýmislegt gert og lært með
stóra frænda, s.s. kíkja á gauk-
inn, lesa heimsbókmenntir
(Andrésblöð) á eldhúsbekknum
og eyru manns stækkuðu um
allan helming þegar hann upp-
lýsti mann um að „fiskur er
fiskur en kjöt er matur“. Stríðn-
in var þó hans aðalsmerki.
Ávallt beið maður spenntur eftir
hver næsti grikkur væri. Iðu-
lega var það góðlátlega stríðn-
isglottið sem sat svo oft á andliti
Sigurðar Axels, sem gaf til
kynna að hann væri líklegast að
stríða einhverjum. Jafnvel
manni sjálfum. Ég sakna míns
kæra frænda fjarska mikið,
bæði gæsku hans og glettni.
Sólveig Sif.
Þá er höggvið enn eitt skarð í
móðurlegg fjölskyldu minnar.
Sigurður Axel hefur kvatt okk-
ur allt of fljótt aðeins sextugur
að aldri. Ég þekkti Sigurð nægi-
lega vel til þess að geta fullyrt
að það síðasta sem hann hefði
viljað væri einhver lofræða um
hann í minningargrein í Morg-
unblaðinu. Hins vegar verður
ekki hjá því komist að þegar
kemur að vali á uppáhalds-
frænda stelur hann fyrsta sæt-
inu auðveldlega. Allt frá
bernsku minni til fullorðinsára
héldum við góðu sambandi. Þótt
stundum liði langt á milli þess
sem við hittumst gátum við allt-
af tekið upp þráðinn þá og þeg-
ar eins og ekkert hefði ískorist
og fagnaðarfundirnir voru inni-
legir og ekta.
Þótt líf þitt frændi hafi oft á
tíðum verið brekka barstu alltaf
höfuðið hátt, varst alltaf léttur,
kátur og hrókur alls fagnaðar.
Árin á milli okkar voru nokkur
en við gátum alltaf brúað bilið
og fundið okkur sameiginlegan
flöt. Þú gafst þér tíma til að
rækta frændsemina af kost-
gæfni og við gátum endalaust
spjallað um fótbolta, golf, Leeds
Utd., Rolling Stones og allt þar
á milli. Þessar stundir eru mér
mikilvæg minning, sem ég
geymi um aldur og ævi.
Ég er svo þakklátur fyrir að
hafa átt þig að sem frænda kæri
vinur og gleðst yfir því að hafa
náð að hitta á þig í lok sumars
ásamt Lindu og að þú hafir
fengið tækifæri til að hitta og
kynnast örverpinu okkar, hon-
um Vigfúsi Þorra. Á sama tíma
finnst mér sárt að strákarnir
mínir þrír fái ekki að njóta
uppáhaldsfrænda míns lengur,
heldur einungis heyra af honum
skemmtilegar sögur.
Takk fyrir samfylgdina í
gegnum lífið, kæri frændi og
vinur.
Fjóla Katrín, Fanney Ebba,
Rakel Björk og fjölskyldur, ég
og fjölskylda mín sendum ykkur
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur á þessum erfiðu tímum.
Minning um góðan og
skemmtilegan mann lifir.
Jón Vídalín Halldórsson.
Sigurður Axel
Gunnarsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar