Morgunblaðið - 20.09.2019, Side 26

Morgunblaðið - 20.09.2019, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2019 ✝ Margrét Krist-jánsdóttir (Maddý) fæddist á Ísafirði 8. sept- ember 1935 og ólst þar upp. Hún lést í faðmi fjölskyldu sinnar 11. septem- ber 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristján Hannes Jónsson forstjóri og hafnsögumaður og Anna Sig- fúsdóttir húsmóðir. Bróðir Mad- dýjar var Jón Símon Krist- jánsson og uppeldisbróðir hennar Sigmundur Sigfússon. Maddý útskrifaðist frá Verzl- unarskóla Íslands árið 1954. Hún stundaði nám í píanóleik og tónsmíðum við Tónlistaskóla Reykjavíkur. Á námsárum sín- um í Reykjavík bjó Maddý hjá fjölskylduvinum, þeim Láru Arnardóttur og Steingrími Jónssyni. Maddý gegndi um tíma starfi hjá Útvegsbankanum í Reykja- Örn, f. 1970. Barnabörnin eru átta. Maddý vann við gluggaútstill- ingar í stórversluninni Daytońs til ársins 1962 og aftur snemma á áttunda áratug síðustu aldar. The American Swedish Institute hefur árlega sett upp norræna jólasýningu. Maddý nýtti hönn- unarhæfileika sína við uppsetn- ingu þessara sýninga þar sem hún hannaði íslensku jólaborð- stofuna í yfir fjörutíu ár. Auk húsmóðurstarfa tók Maddý virk- an þátt í íslenska samfélaginu í Minneapolis, m.a. í kvenfélaginu Heklu og Íslendingafélaginu. Frá árinu 1997 aðstoðaði Maddý Örn í starfi hans sem ræðismað- ur Íslands í Minneapolis. Sem menntaður tónlistamaður var Maddý einnig virk í tónlistalífi tvíburaborganna St. Paul og Minneapolis, eins og t.d. í „Thursday Musical". Síðast en ekki síst stóðu Maddý og Örn í áraraðir fyrir fjölmörgum sam- komum fyrir íslenska námsmenn sem komu til tvíburaborganna til náms við Háskólann í Minnesota. Útför Margrétar Kristjánsdóttur Arnar; Maddýar, fer fram frá Normandale Lut- heran Church, Edina í dag, 20. september 2019, kl. 11. f.h. að Minnesota-tíma. vík. Árið 1957 hélt Maddý utan til náms og útskrif- aðist í gluggaút- stillingum frá hönnunarskólanum Bergenholtz í Kaupmannahöfn. Heim komin að námi loknu vann hún við fag sitt í versluninni Kjör- garði í Reykjavík. Árið 1960 flutti Maddý til Bandaríkjanna þar sem verð- andi eiginmaður hennar, Örn Arnar, var við framhaldsnám í læknisfræði. Maddý og Örn giftust í des- ember 1960 í Minneapolis og hafa búið þar síðan, að und- anskildum tveimur árum er þau bjuggu á Íslandi í upphafi átt- unda áratugar síðustu aldar. Maddý og Örn eignuðust fjögur börn sem öll eru búsett í Banda- ríkjunum. Þau eru Anna Sigríð- ur f. 1962, Bernhard, f. 1964, Rannveig, f. 1965, og Kristján Með hlýju og þakklæti minnist ég Maddýjar. Tæp 60 ár eru síð- an foreldrar mínir og foreldrar Önnu Siggu kynntust sem Ís- lendingar í útlandinu. Mikill vin- skapur var á milli fjölskyldnanna og við Anna Sigga mikið saman fyrstu fjögur ár ævi okkar. Í gegnum frásagnir og ljósmyndir „man“ ég þessa ljúfu tíma vel. Fölskylda mín flutti til Íslands og Maddý, Örn og börnin bjuggu áfram úti og fluttu til Íslands árið sem við Anna Sigga urðum átta ára gamlar. Það var líflegt og gaman. Maddý einstaklega frum- leg og hafði endalausa orku og tíma fyrir okkur börnin. Afmæl- isveislur voru eftirminnilegar, húsið skreytt, nýstárlegir leikir og flottar veitingar. Maddý hélt hrekkjavöku og það var eins og að ganga inn í ævintýraheim. Ár- in tvö á Íslandi voru dýrmæt. Elstu börnin lærðu íslensku og eignuðust vini. Leiðin lá aftur út. Tengslin slitnuðu ekki. Eftir að ég varð fullorðin breyttust þau. Maddý var ekki lengur bara mamma Önnu Siggu heldur líka kær vinkona. Á Arnarhóli var vel tekið á móti öllum. Við sátum tvær og spjölluðum langt fram á nótt. Maddý ung í anda, óhefð- bundin, bætti allt í kringum sig og gerði lífið litríkara. Brosið hlýtt, innilegt og náði til augn- anna. Maddý alltaf í núinu. Við fjölskyldan dvöldum um jólaleyt- ið hjá Maddý og Erni og dvöldum með Önnu Siggu og fjölskyldu í Litlu-Hlíð yfir áramótin. Þegar við komum heim á Arnarhól á ný- árskvöld var búið að setja upp ný- ársskreytingar. Sonur minn varð svo heillaður að síðan höfum við dekkað með dimmbláum dúk með silfruðum stjörnum um áramót. Maddý ólst upp á Ísafirði, fór í framhaldsskóla og tónlistarskóla í Reykjavík og virtan hönnunar- skóla í Kaupmannahöfn. Átti kæra ættingja í Danmörku. Bjó og starfaði í nær sex áratugi í Bandaríkjunum. Maddý sagði mér að það hefði verið stórt skref fyrir sig að fara til Ameríku og alls ekki auðvelt. Örn hefði verið í námi, mikilli vinnu og lítið sést heima fyrir. Lífið hefði oft verið erfitt og hún stundum einmana. Ýmis félagsstörf og samskipti við Íslendinga hjálpuðu henni. Maddý vann að góðgerðarmálum m.a. á sviði heilbrigðismála. Setti árlega upp íslenskt jólaborð og hélt barnajólaböll í „The Swedish Institute“. Greiddi götu íslenskra nemenda og fjölskyldna þeirra í áratugi. Þá eru ótaldar allar stór- veislurnar og móttökurnar sem hún hélt fyrir Íslendinga heima á Arnarhóli eða í Grænuhlíð. Þess- ari opinberu hlið á Maddý kynnt- ist ég bara af afspurn. Ég þekkti fjölskyldukonuna. Elli kerling fór ekki blíðum höndum um Maddý og tók mikið frá henni. Það var sárt. Maddý, sem hafði ánægju af að vera með fólki, spjalla, syngja og hafa gaman, missti málið og fleira. Það var erfitt. Maddý breyttist þó ekkert, fylgdist vel með öllu, hafði sama brennandi áhuga á lífinu og unga fólkinu og brosti sínu fallega, hlýja brosi. Með hjálp tölvu gat hún verið í samskiptum. Örn og Maddý ferð- uðust mikið, sinntu vel fjölskyldu sinni og stórum vinahópi, komu reglulega til Íslands og tóku virk- an þátt í menningarlífinu þar sem þau voru stödd hverju sinni. Við fjölskyldan sendum Erni og fjölskyldunni innilegar samúð- arkveðjur. Sigurbjörg (Idda). Meira: mbl.is/minningar Ég kvaddi hana Maddý mína í hinsta sinn á undurfögrum sept- emberdegi, fjórum dögum fyrir afmælið okkar, vitandi að þetta gæti verið síðasta kveðjan. Hún var ótrúlega hress miðað við veikindin og þrátt fyrir að geta ekkert talað gat hún tjáð sig með snertingu og brosi; þessu ein- staklega fallega brosi sem allt og alla bræddi. Við ræddum afmæl- isdaginn og hvað við ætluðum að gera til að halda upp á hann, þ.e. ég talaði og hún brosti, kreisti höndina mína, strauk kinnina mína og hló og gaf mér allt sem hún átti. Við kynntumst fyrir 29 árum þegar við fjölskyldan flutt- um til Minnesota en þá voru þau heiðurshjón búin að búa hér í 30 ár. Ég ætlaði svo sannarlega ekki að búa hér vestra í meira en eitt ár, hámark tvö, en 29 árum seinna erum við enn hér og með mikilli hjálp Maddýjar og hennar einstöku hlýju og góðu nærveru höfum við stungið niður rótum og orðið stoltir Minnesota-búar. Hún sagði mér einhvern tímann að Gulla Björnsson heitin hefði sagt að þegar við værum farnar að bíða eftir því árlega að State Fair byrjaði og nytum þess að vera í 35 stiga hita og raka þá fyrst værum við orðnar „Minne- sotan“. Við Maddý vorum sam- mála um að þessu fyrra myndum við aldrei ná en ákváðum að það þýddi það að við værum íslenskar fyrst og „Minnesotan“ í okkur væri svo í öðru sæti. Íslending- urinn í Maddý hvarf aldrei og stoltari landa hef ég sjaldan hitt. Maddý kenndi mér ótal margt og þá sérstaklega það að „blómstra þar sem mér er plant- að“ en hún var meistari í því. Bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu því hún var mikil og góð garðyrkju- og blómakona en ekki síður var hún einstaklega já- kvæð manneskja sem átti gott með að sjá það góða í öllu, hversu erfitt sem það virtist við fyrstu sýn. Hún blómstraði í Minnesota sem manneskja, eiginkona, mamma, amma og tengda- mamma og gerði öllum í kringum sig kleift að blómstra. Það var ekki alltaf auðvelt, hún sagði mér einhvern tímann að einu sinni sem oftar hefði hún fengið bréf í pósti sem skrifað var til Mrs. Örn Arnar og hún velti fyrir sér hvað hefði orðið um hana Margréti Kristjánsdóttur frá Ísafirði en hún fann leiðir til að blómstra og lét ekki smámuni lífsins byrgja sér sýn. Hún var stolt, tignarleg og einstaklega glæsileg kona og það var mannbætandi að um- gangast hana. Maddý og Örn voru höfðingjar heim að sækja og þær eru ófáar veislurnar sem þau hafa haldið fyrir Íslendinga og þau hafa verið miðpunkturinn í íslenska sam- félaginu í Minnesota í tugi ára. Þau hjónin voru samstiga í því að ekkert væri nógu gott fyrir Ís- lendinga og þau gerðu líf okkar sannarlega ríkara og skemmti- legra með örlæti sínu, umhyggju og gæsku. Elsku Örn, Anna, Benni, Rannveig og Kristján, við finnum til með ykkur en minningin um yndislegu Maddý gerir sorgina aðeins bærilegri. Það var svo fal- legt að sjá hversu vel þið önnuð- ust Maddý í veikindunum; óeig- ingjörn, hlý og örlát. Þið eruð einstök. Katrín Frímannsdóttir og Haraldur Bjarnason (Kata og Halli). Kæra Maddý. Við kveðjum þig með söknuði og þökkum þér ára- langa vináttu. Ég man mjög vel hvenær og hvernig við hittumst fyrst í Minnesota. Ég var nýbyrjuð í hjúkrunarfræðinámi haustið 1986 og Arnór búinn að vera lengur. Þið Örn áttuð miða á tón- leika sem þið gátuð ekki notað og vilduð láta stúdenta njóta góðs af. Ég man ekkert eftir tónleikun- um, en man mjög vel þegar við Arnór komum að sækja miðana. Þið tókuð svo einstaklega vel á móti okkur. Við vorum, eins og margir aðr- ir íslenskir stúdentar, tíðir gestir á heimili ykkar. Það var alltaf veisla þegar við heimsóttum ykk- ur, vetur, sumar, vor og haust, og tilefnin margvísleg. Og þú pott- urinn og pannan í öllu. Það er svo margt að þakka fyrir og gott að rifja upp á þessum tímamótum. Boðin á ykkar fallega heimili voru okkur stúdentum ótrúlega mikilvæg í mörgum skilningi. Það var alltaf gaman! Boðin voru ekki einvörðungu tilbreyting í oft mjög einhæfu og jafnvel fátæk- legu stúdentalífi, við fengum góð- an mat og skemmtum okkur vel. En það var ekki allt; við vorum einstaklega velkomin til ykkar og fundum vel hversu annt þið létuð ykkur um velferð okkar. Þið fylgdust svo vel með, á ykkar hógværa og glaðlega máta, hvernig okkur vegnaði og við vissum að í ykkur áttum við bak- hjarl ef eitthvað bjátaði á. Eitt 17. júní-boð í Grænuhlíð er sérlega eftirminnilegt. Þið buðuð fjölda manns eins og vanalega og það var glatt á hjalla. Við sigldum á Lake Minnetonka, Kristján son- ur þinn dró okkur á sjóskíðum þvers og kruss yfir vatnið og söngur ómaði fram eftir kvöldi. Þið hafið margsinnis boðið mér Margrét Kristjáns- dóttir Arnar ✝ Hagalín Guð-mundsson fæddist 20. júlí 1921 í Innri- Hjarðardal, Önund- arfirði. Hann lést 11. september 2019 á Hjúkrunarheim- ilinu Grund. Foreldrar hans voru Sigríður Hagalínsdóttir, f. 1885, d. 1947, og Guðmundur Gilsson, f. 1887, d. 1978. Systkini Hagalíns eru níu: Gils (1914-2006), Ingibjörg (1916-2014), Helga (1918-1940), Þórunn (1920-2011), Kristján (1923-2013), Magnús (1924- 2006), Ragnheiður (1925-2014), Páll (1927-2016) og Bjarni, f. 1930. eiga þrjú börn og átta barna- börn. Hagalín stundaði nám við Núpsskóla 1939-40 og síðar við Bændaskólann á Hvanneyri 1943-1945. Þau Þórdís tóku al- farið við búinu í Innri-Hjarðar- dal 1950 og bjuggu þar til ársins 1988 er þau fluttust í Kópavog þar sem Hagalín bjó þar til hann fór á Hjúkrunarheimilið Grund 2016. Hagalín sinnti ýmsum störf- um meðfram búskapnum. Hann var mjólkurbílstjóri og slát- urhússtjóri á Flateyri, var í hreppstjórn Mosvallahrepps, formaður Búnaðarfélags Mos- vallahrepps, Ræktunarfélags V- Ísafjarðarsýslu, og sat í skóla- nefnd Holtsskóla. Hagalín kom á fót sjóminjasafni við Hjarð- ardalsnaust. Á seinni árum fékkst hann við ýmiskonar handverk, svo sem bókband en þó einkum glerlist. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 20. sept- ember 2019, klukkan 13. Árið 1950 kvænt- ist Hagalín Þórdísi Guðmundsdóttur (1924-1992) frá Ytra-Vatni, Skaga- firði. Börn þeirra eru: 1) Yngvi, f. 1950, kvæntur Guð- björgu Halldórs- dóttur. Fyrri kona hans var Sólveig Victorsdóttir. Þau eiga einn son, fjög- ur barnabörn og eitt barna- barnabarn. 2) Sigríður, f. 1952, gift Skafta Þ. Halldórssyni. Þau eiga þrjú börn og þrjú barna- börn. 3) Guðrún, f. 1953, gift Arne B. Vaag. Þau eiga þrjá syni og fimm barnabörn. 4) Guð- mundur, f. 1956, kvæntur Ágústu Halldórsdóttur. Þau Ekki veit ég með vissu hvað lífið er – eða dauðinn, ef því er skipta. Gerir það nokkur? Hitt veit ég líkt og aðrir að við eigum þetta ljósblik, lífið. Það er því best að baða sig í birtunni og láta ekki myrkrið yfirtaka okkur á meðan það er hægt. Mér fannst tengdafaðir minn, Haga- lín Guðmundsson, bóndi í Innri- Hjarðardal í Önundarfirði, löngum gera það betur en flestir aðrir þótt lífið væri honum stundum mótdrægt. Hann var ljúfur maður og elskulegur, barngóður og börnin hans og barnabörn dáðu hann og elsk- uðu. Hagalín var af þeirri kynslóð bænda sem tóku tæknina í notk- un, rafvæddi heimilið með ljósa- vél áður en rafmagnið var lagt í sveitina, átti vörubíla, dráttar- vélar, hleðsluvagna, mjaltakerfi, yfirleitt af nýjustu gerð. Hann átti alltaf góða bíla og góðar vél- ar. Hann var verkmaður góður og hafði jafnan á orði um óunnin verk að best væri að þeim væri lokið strax í gær. Eitt það fyrsta sem ég skynj- aði þegar ég kynntist honum var að hann var bæði frár og skyggn eins og sagt var um Arnfirðing nokkurn í Gísla sögu. Á yngri árum mátti sjá hann hlaupa upp um fjöll og sjón hans var svo góð að hann gat greint í sundur hvaða fé væri á fjalli í mikilli fjarlægð. Hann sá líka lengra en flestir aðrir, var bæði berdreyminn og draumspakur og hjálpaði mörgum sem áttu erfitt andlega. Draumar skiptu hann miklu. Í lok 9. áratugarins neyddist Hagalín til að bregða búi og flytja í Kópavog vegna sjúk- dóms konu hans, Þórdísar Guð- mundsdóttur, sem veiktist af alzheimer. Það var jafnræði með þeim hjónum fram að því að sjúkdómurinn heltók hana og heimili þeirra mikið kærleiks- heimili. Eftir að hún dó tók við langvarandi sjúkdómstímabil í ævi hans. Kannski lagðist líka sorgin svona þungt á hann. En einn góðan veðurdag hittum við kona mín hann við góða heilsu og glaðan í bragði. Hann hafði dreymt draum sem hann varð að segja okkur. Þegar hann sá Þórdísi, konu sína fyrst fór hann yfir Breiðadalsheiði á vörubíl sem hann átti á þeim árum. Hún hafði ráðið sig sem vinnukona á bæ innar í firðinum. Í draumn- um var hann kominn til að sækja hana á Ísafjörð. Þau óku af stað og fóru einhverra hluta vegna oft utan vegar þýfða og grýtta heiðina. Bíllinn hristist og skalf og Hagalín tók eftir því að rifa myndaðist milli hans og Þórdísar í bílnum. Að lokum datt sæti hennar niður og hún greip í sæti hans og hékk á því nokkra stund. Að síðustu missti hún takið og féll niður. Í seinni hluta draumsins sá hann Þórdísi á gráum hesti. Hann var svo stór að Hagalín velti fyrir sér hvort hann væri íslenskur. Þau voru stödd á miklu túni og hún benti blíðlega á brúnan hest í fjarska og sagði: „Þarna er þinn hestur.“ Svo var hún horfin. Í botni þessa draums skynj- um við vissulega vægðarlausa aðför veruleikans eins og Sigfús Daðason orðaði það í einu ljóða sinna en einnig birtuna; trúna, vonina og kærleikann. Megi Hagalín hvíla í friði. Skafti Þ. Halldórsson. Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (121. Davíðssálmur) Nú hefur elsku afi Hagalín kvatt þetta líf. Það tók hann tíma að sleppa tökum á lífinu, lífstakið var þétt. Líkt og vest- firska aldan sleppir seint taki á sendinni strönd Önundarfjarðar. Önundarfjörður, þar fæddist afi og ólst upp og bjó lengst af, í faðmi fjallanna. Þórustaðahorn og Þorfinnur gnæfa yfir Hjarð- ardalnum. Hér kunni afi best við sig, hér átti hann heima. Ég var svo heppinn að fá að upplifa síðustu búskaparár afa og ömmu í Hjarðardalnum. Ég fór hvern morgun eftir mjaltir fram að Stórasteini með kýrnar og hljóp sem fætur toguðu heim í hafra- graut og súrt slátur. Ég fékk að upplifa og læra hvernig afi og amma báru endalaust virðingu fyrir náttúrunni og skepnunum. Hvernig þau voru hluti af þess- ari fallegu en hörðu náttúru og afi var svo sannarlega náttúru- barn. Hann þekkti hvern stein, hverja öldu, hverja þúfu og hvert mið í fjöllunum þegar far- ið var á sjó til veiða. Hann var bóndi af Guðs náð. Hann las búnaðarritið og kyn- bótaskýrslur þegar hann lagði sig eftir hádegismatinn. Engar ákvarðanir voru teknar án ná- kvæmrar yfirlegu. Hann og amma Dísa umgengust sínar skepnur af virðingu, án alls asa. Þau kunnu best við sig í sam- spili við náttúruna. Við erum mörg sem kunnum best við okk- ur í náttúrunni og í návist við dýrin. Kannski er það vegna þess að náttúran minnir okkur á hvaðan við erum og hvar við eig- um heima. Þessi harða náttúra Vestfjarða sem gerir manneskj- una ógnarsmáa. Fjöllin eru þar ár eftir ár, öld eftir öld, há, fög- ur og hrikaleg. Þau vaka yfir og umvefja kynslóðir sem koma og fara. Afi Hagalín var einn af þeim síðustu af sinni kynslóð sem kveðja. Kynslóð sem ólst upp við að allir þurftu að leggja sitt af mörkum, hversu gamall sem maður var. Hann sagði mér sög- ur af því þegar hann gekk til prestsins í Holti í undirbúningi fermingar. Margar nætur áður var farið á sjó og þreytan var farin að segja til sín hjá ungum dreng. Það endaði þannig að afi sofn- aði undir kirkjuveggnum og kom allt of seint til fræðslunnar og fékk tiltal fyrir. Hann vann einnig sem unglingur við að bera 50 kg sekki allan daginn í Síldarvinnslunni á Sólbakka og þegar heim var komið tóku hefðbundin bústörf við. Svona liðu dagarnir og árin í skjóli fjallanna. Í Biblíunni er Guði oft líkt við klett eða fjall. Og á sama hátt og fjallið er stöðugt og bærist ekki, er Guð stöðugur og bærist ekki, þrátt fyrir að margt í okk- ar lífi sé óreiðukennt og úr jafn- vægi. Þá er Guð þar, sama hvað. Hann vakir yfir kynslóðum sem koma og fara, alveg eins og fjöll- in háu fyrir vestan. Í dag felum við traustasta fjallinu afa Haga- lín. Í skjóli þess hittir hann ömmu Dísu sem finnst hún örugglega vera búin að bíða allt of lengi eftir afa en að lokum sleppti hann takinu á vestfirsku ströndinni og sigldi á ný mið. Elsku afi, takk fyrir allt og allt. Haraldur Örn Gunnarsson. „Jáá jááá, það er nú líkast til.“ Afi okkar ljúfmennið og barnakallinn er nú farinn til ömmu og eflaust farinn að hjálpa henni að sinna blómunum og hitta Binna vin sinn. Það var alltaf ljúft að komast Hagalín Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.