Morgunblaðið - 20.09.2019, Blaðsíða 27
að búa hjá ykkur í ferðum mínum
til Minneapolis; eftirminnilegast
fyrir nokkrum árum þegar ég
sárlasin hírðist á hóteli við há-
skólann og þú vildir láta Örn
sækja mig svo mér gæti batnað
almennilega. Þið voruð okkar
fjölskylda í margvíslegum skiln-
ingi og nú eigið þið ótrúlega stór-
an barnahóp, auk hins myndar-
lega hóps sem stendur ykkur
næst.
Það er svo dýrmætt að hafa
fengið að njóta vináttu þinnar og
ykkar Arnar í öll þessi ár. Sér-
staklega var gaman að þið skyld-
uð koma í sextugsafmælið okkar
Arnórs í Gróttu fyrir tveimur ár-
um. Þú áttir orðið erfitt með tal
en lést það ekki á þig fá og not-
aðir I-paddinn til að tala við fólk.
Áhuginn fyrir fólki og málefnum
var samur og fyrr og gleðin í fyr-
irrúmi.
Við sendum Erni, Önnu, Rann-
veigu, Bernharði, Kristjáni og
þeirra fjölskyldum innilegar
samúðarkveðjur. Megi góðar
minningar um yndislega konu
ylja ykkur í sorginni.
Helga og Arnór.
Þó þú langförull legðir
sérhvert land undir fót,
Við í stjórn Hollvinafélags
Minnesotaháskóla viljum minn-
ast Margrétar Arnar eða
Maddýjar, eins og hún var alltaf
kölluð, með nokkrum orðum.
Íslendingar hafa ætíð verið
víðförulir, sótt sér menntun er-
lendis eða ákveðið að flytjast bú-
ferlum. Þá skiptir samveran við
landann miklu máli. Fjölmargir
Íslendingar hafa sótt menntun
sína til Háskólans í Minnesota
(University of Minnesota) í
Bandaríkjunum og í því ríki er
einnig fjöldi Vestur-Íslendinga.
Þannig hófst saga Maddýjar
Arnar vestanhafs þegar hún
fluttist með eiginmanni sínum,
Erni Arnar lækni, sem var að
hefja sérnám við Minnesotahá-
skóla. Þau hjón tóku virkan þátt í
samfélagi Íslendinga og Vestur-
Íslendinga sem var og er mjög
samheldið. Maddý var ein af
máttarstólpum þessa samfélags,
hún tók virkan þátt í starfi „The
Hekla Club“, elsta kvenfélagsins
í Vesturheimi, ásamt því að sinna
menningarstarfi og var óþreyt-
andi að kynna land og þjóð.
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót.
(Stephan G. Stephansson)
Ætíð var talað um Maddý og
Örn í sömu andrá, þau voru teymi
og sinntu af mikilli trúmennsku
vesturíslenska samfélaginu auk
annarra Íslendinga sem fluttust
búferlum eða dvöldu í Minnesota
til skamms tíma. Að vera stúdent
erlendis getur verið flókið en
jafnframt spennandi. Það tekur
tíma að koma sér fyrir í öðru
landi og annarri menningu, kynn-
ast kerfinu og takast á við annað
það sem fylgir. Það fyrsta sem ís-
lenskir stúdentar fengu að vita
var að alltaf væri hægt að leita til
Maddýjar og Arnar eftir aðstoð
eða upplýsingum og síðan var
heimboð að hausti eða vori á
heimili þeirra hjóna, sem þau
nefndu Arnarhól. Heimili þeirra
var mikið menningarheimili og
þau höfðingjar heim að sækja.
Einnig verður að minnast á
óþrjótandi starf þeirra hjóna við
að styðja við stúdenta frá Há-
skóla Íslands sem komu til
Minnesota í gegnum Styrktar-
sjóð Valdimars Björnssonar.
Maddý og Örn hafa unnið mikið
starf við að bæði efla sjóðinn og
kynna hann.
Maddý sinnti óeigingjörnu
starfi fyrir samfélagið fyrir vest-
an meðfram því að sinna sínu eig-
in heimili og stórri fjölskyldu.
Hún tók öllum fagnandi með sínu
fallega viðmóti og hafði einlægan
áhuga á því sem hver og einn var
að gera í sínu námi og vellíðan
þeirra. Fyrir það verður seint
fullþakkað.
Stjórn Hollvinafélags Minne-
sotaháskóla sendir Erni, börnum
og öðrum ættingjum innilegar
samúðarkveðjur. Hugur okkar er
fyrir vestan á þessari kveðju-
stund.
Fyrir hönd stjórnar Hollvina-
félags Minnesotaháskóla,
Jónína Kárdal
formaður.
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2019
✝ Halldóra Dav-íðsdóttir fædd-
ist 19. október 1926
í Dældarkoti í
Helgafellssveit og
ólst þar upp. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Eir 10.
september 2019.
Halldóra var
dóttir Davíðs Guð-
mundar Davíðsson-
ar sem var fæddur í
Helludal í Beruvík undir Jökli
1879. Hann fórst með vélbáti frá
Elliðaey 1935. Móðir Halldóru
var Katrín Júlíana Albertsdóttir.
Hún var fædd á Gríshóli í Helga-
fellssveit 1883. Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Grund 1968.
Systir Halldóru var Dagbjört
Davíðsdóttir fædd 21. október
1922 í Hrappsey. Hún lést 6. maí.
Hálfsystkini Halldóru sam-
feðra voru: 1) Eggert Svein-
björn, fæddur á Hraunhálsi í
Helgafellssveit 1901. Hann lést
lést 1952. 2) Guðráður Þorsteinn
Cesil fæddur á Hraunhálsi 1904.
Hann lést 2003. 3) Kristín Bryn-
hildur fæddist á Hraunhálsi
1908. Hún lést 2007.
Halldóra giftist árið 1951
Andrési Árnasyni húsasmíða-
meistara og verktaka, f. 2. mars
1926, frá Vík í Mýrdal. Foreldrar
fædd 23. apríl 1957, prests- og
leiðtogamenntuð í Svíþjóð. Börn
Elínborgar og Árna Jóhanns-
sonar eru: a) Andrés Heimir,
fæddur 17. mars 1981, verkfræð-
ingur. Sambýliskona hans er
Berglind Rósa Halldórsdóttir.
Sonur Andrésar og Berglindar
er Kristófer Högni, fæddur 2016.
b) Sandra Theódóra, fædd 26.
júní 1986, lögfræðingur. Sam-
býlismaður hennar er Einar
Jónsson vélfræðingur. Börn
Söndru og Einars eru Aldís Eva,
fædd 2014, og drengur fæddur 4
ágúst 2019. 4) Hannes Bergur
Andrésson, fæddur 8. júní 1958,
trésmiður. Maki er Ingibjörg
Jóna Baldursdóttir, fædd 14. maí
1955. Barn Ingibjargar, fóst-
ursonur Hannesar er: a) Baldur
Andri Regal. Sambýliskona hans
er Elínborg Sigurðardóttir.
Baldur á tvö börn; Petru og Sig-
urð Rúnar. b) Helgi Pétur, fædd-
ur 7. júlí 1983, tónlistarmaður og
matreiðslumaður. Sambýliskona
hans er Inga Huld Tryggvadótt-
ir. Þeirra dóttir er Jóní, fædd
2017. Sonur Helga er Flóki,
fæddur 2009. Móðir hans er
Andrea Marel Þorsteinsdóttir.
Barn Andrésar Árnasonar og
Guðbjargar Guðmundsdóttur
var Guðmundur, fæddur 31. maí
1948. Hann lést 13. júní 2011.
Halldóra var húsmóðir og eftir
hana liggur mikið safn mál-
verka, leirmuna og margar aðr-
ar gerðir af listaverkum.
Útför Halldóru fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 20. sept-
ember 2019, klukkan 11.
hans voru Árni
Einarsson versl-
unarmaður frá Vík í
Mýrdal og Arnbjörg
Sigurðardóttir hús-
móðir frá Akranesi.
Andrés lést 5. nóv-
ember 1988 í
Reykjavík.
Andrés og Hall-
dóra eignuðust
fjögur börn, þau
eru: 1) Arnbjörg
Andrésdóttir, fædd 30. janúar
1950. Hún á einn son Þorstein
Sigurðsson fæddur 2. september
1973, hugbúnaðarfræðingur. 2)
Davíð Karl Andrésson, fæddur
23. ágúst 1951, húsasmíðameist-
ari og matsmaður. Davíð á þrjú
börn, þau eru: a) Snorri Páll,
fæddur 8. júní 1970, líffræð-
ingur. Móðir hans er Greta Þur-
íður Eyland Pálsdóttir. b) María
Sjöfn Dupuis, fædd 7. febrúar
1974, myndlistarkona, hönnuður
og kennari. c) Styrmir Þór,
fæddur 16. maí 1976, húsasmíða-
meistari. Sambýliskona hans er
Fanný Kolbrún Bogadóttir. Dæt-
ur þeirra eru Birna Ósk, fædd
2009, og Elísa Unnur, fædd 2012.
Móðir Maríu Sjafnar og Styrmis
er Bonnie Laufey Dupuis fædd í
Bandaríkjunum 1954. 3) El-
ínborg Hanna Andrésdóttir,
Mamma er farin. Ég hef oft
hugsað um að það kæmi að því.
Mamma elskaði börnin sín og
gerði miklar kröfur á móti. Hún
var dæmigerð húsmóðir eins og
var á sjötta áratugnum. Ég man
eftir henni í stígvélum í þvotta-
húsinu.
Þvottavél með spaða og vindu
sem var handsnúin. Síðan var
þvotturinn settur í bala og slanga
ofan í til að skola þvottinn. Hún
söng af hjartans lyst.
Það sama var að ske hjá hús-
móðurinni uppi. Við vorum sendar
til að kaupa inn, Svana dóttir Sig-
ríðar uppi og ég. Við stálumst til
að kaupa sælgæti. Akranesárin
voru skemmtileg. Mamma fór
með Akraborginni til Reykjavíkur
og keypti föt á sig og okkur krakk-
ana. Hún var flott til fara eins og
konur voru á þessum árum. Ég
var eins og sést best á myndum
mjög flott klædd.
Eldri systir mömmu giftist
ekki og kom oft frá Reykjavík til
Akraness. Það var skemmtilegt.
Hún gaf okkur þvílíkar gjafir.
Pabbi vann og vann. Það kom
strákur í heimsókn. Við fórum í
leiki, mjög gaman. Mamma sagði
mér að hann væri bróðir minn,
Guðmundur. Pabbi átti hann áður.
Þetta fannst mér toppurinn þá
stundina. Ég fór með pabba að
heimsækja hann og tína egg. Á
Akranesi voru bræðurnir Karl
Sighvatsson og Sigurjón Sig-
hvatsson. Þeir áttu heima í næstu
götu. Ameríkanar voru mikið á
ferðinni að taka myndir og gefa
krökkum sælgæti. Við fluttum í
Kópavog 1961. Pabbi fékk betri
vinnu hjá Vita- og hafnamálum að
byggja bryggjur úti um allt land
og í Sundahöfn. Hann sá um hita-
veituframkvæmdir í Kópavogi og
víðar.
Mamma var mikill dýravinur. Í
sveitinni þar sem hún ólst upp átti
hún hvítan hest sem hún nefndi
Fjöður. Hundur sem kallaður var
Kaffon var dýrkaður. Mamma tal-
aði aldrei illa um foreldra sína.
Faðir hennar fórst með vélbát frá
Elliðaey þegar hún var níu ára.
Hún var hjá fósturforeldrum í
Dældakoti eftir það. Heitir núna
Borgarland. Mamma fór á Hús-
mæðraskólann á Staðarfelli í Döl-
um. Hún kynntist pabba um það
leyti á balli á Skildi í Helgafells-
sveit. Þau hófu búskap fljótlega
eftir það á Akranesi, á Kirkju-
braut. Það var sami sjarminn og
alltaf. Oddur í Brú, karl sem var
hinum megin við götuna seldi
Moggann. Mamma átti vinkonur á
Akranesi; Henný Didda og
Hadda, Dúnna og Hedda. Hedda
var frá Bolungarvík og var snill-
ingur í heimilisstörfum að strauja
og stífa.
Mamma elskaði barnabörnin
sín og að fylgjast með öllu. Eftir
að við fluttum í Kópavog var
mamma í Samkór Kópavogs í
mörg ár. Mamma átti vinkonur í
Kópavogi. Man ég eftir konu sem
var kölluð Lóa, einnig var Ásta og
fleiri.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að vera hjá mömmu síðustu
stundirnar sem hún lifði. Hún var
falleg kona og sérstaklega aðlað-
andi.
Ég kveð þig, elsku mamma, en
vildi samt vilja hafa þig alltaf.
Þín dóttir
Arnbjörg.
Amma mín og ég deildum sömu
ástríðunni fyrir myndlistinni sem
hafði áhrif á mig í uppvextinum og
líklega vegna áhrifa hennar fór ég
listabrautina í lífinu. Ég mun
sakna samræðna okkar um listina
og þeirra óendanlegu hugmynda
sem við ræddum fram og til baka
en aldrei skorti á hugmyndaauðgi
hennar varðandi listina (og aldrei
var léttur húmorinn langt und-
an!). Hún vann myndlist sína í
mismunandi miðla, sem dæmi
málverk, leirverk og textílverk, og
fjallaði hún þá helst um náttúru
og landslag.
Ég kveð ömmu mína með sorg
en í senn með þakklæti í hjarta
fyrir að auðga líf mitt.
María Sjöfn.
Halldóra
Davíðsdóttir
✝ Hlynur Jón-asson fæddist
26. janúar 1944 á
Rifkelsstöðum í
Eyjafjarðarsveit.
Hann lést á Sjúkra-
húsinu á Akureyri
14. september
2019.
Hann var sonur
hjónanna Þóru
Kristjánsdóttur, f.
9.5. 1909, d. 25.4.
1995, og Jónasar
Halldórssonar, f. 9.11. 1903, d.
5.2. 1987. Hann átti fimm
systkini, þau eru: Marselína, f.
9.12. 1933, Kristján, f. 4.3.
1937, d. 6.5. 1998, Gunnar, f.
16.8. 1939, Héðinn, f. 20.7.
1946, og Sigurður, f. 21.10.
1954.
Hlynur kvæntist Vilborgu
Gautadóttur árið 1976. Þau
eiga þrjár dætur: Ragnheiði
Baldursdóttur, gift Sigfúsi Að-
alsteinssyni; Eddu
J. Baldursdóttur,
gift Sigmari Grét-
arssyni; og Þóru
Hlynsdóttur, gift
Hallgrími Friðriki
Sigurðarsyni.
Barnabörn hans
eru sex talsins,
Guðrún, Egill og
Hlynur Sigfúsar-
börn, Orri og Álf-
heiður Sigmars-
börn og Iðunn Vil-
borg Hallgrímsdóttir.
Hlynur ólst upp á Rifkels-
stöðum, fluttist svo til Akur-
eyrar og bjó þar til dán-
ardags. Hann starfaði sem
mjólkurbílstjóri, vörubílstjóri
hjá Stefni og frá 1979-2011 á
skrifstofu Menntaskólans á
Akureyri.
Útför Hlyns fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 20. sept-
ember 2019, klukkan 10.30.
Kær skólabróðir minn og vinur
er nú fallinn frá. Í haust eru 60 ár
síðan við hittumst fyrst við setn-
ingu á Laugaskóla í Reykjadal.
Þar dvöldum við í þrjá vetur og
með okkur tókst mikil og góð vin-
átta sem aldrei hefur borið
skugga á. Við tókum námið ekki
alltaf mjög alvarlega og oft stóð-
um við að ýmsum prakkarastrik-
um, sem okkur hefur þótt gaman
að rifja upp í hópi skólafélaga
okkar. Við stríddum oft hvor öðr-
um enda vorum við sessunautar
öll árin á Laugum. Eitt sinn þeg-
ar mér varð á að dotta í tíma, þá
hnippir Hlynur í mig og segir að
kennarinn sé að kalla á mig upp
að töflu, þar stóð ég eins og illa
gerður hlutur, horfði á kennarann
sem var ekki minna hissa því
hann hafði ekkert verið að kalla á
mig! Ég launaði honum þetta
seinna.
Hlynur var góður í brids og oft
spiluðum við einnig borðtennis
saman, en fótboltinn var í uppá-
haldi hjá honum og það varð hlut-
skipti hans að verja markið í
Laugaliðinu. Hann hafði alla tíð
mikinn áhuga á fótbolta bæði sem
stuðningsmaður KA og ekki síst
fylgdist hann vel með sínu uppá-
haldsliði, Manchester United, og
fór hann stundum utan til að
horfa á þá leika í ensku deildinni.
Mér er minnisstætt hvað það var
gaman að fara með honum á krá
og horfa á leiki í ensku deildinni
og hversu vel hann lifði sig inn í
leikinn.
Á síðari árum höfum við Bjarn-
ey átt því láni að fagna að ferðast
oft með þeim hjónum Hlyni og
Vilborgu bæði innanlands og utan
og betri ferðafélaga er ekki hægt
að hugsa sér. Nú seinast í ágúst
fórum við saman að Laugarhóli í
Bjarnarfirði og áttum þar
skemmtilega daga með útskrift-
arhópnum okkar frá Laugum eins
og svo oft áður. Þar var Hlynur
hress og kátur að vanda og tók
þátt í umræðum um hvar og hve-
nær hópurinn ætti að hittast
næst.
Það var einnig mjög gaman að
vera boðinn í grill í fallega sum-
arbústaðinn þeirra hjóna.
Hlynur var íhugull og fylgdist
vel með þjóðmálaumræðunni og
það var gaman að ræða við hann
um framfaramál, sérstaklega
málefni sem snerta Akureyri og
Eyjafjörð. Eftir því sem hann
ferðaðist meira varð hann æ
sannfærðari um að þetta land-
svæði væri eitt það besta á jörð-
inni.
Nú hefur Hlynur yfirgefið
þessa jörð en eftir sitja minningar
um góðan dreng og þakklæti fyrir
vináttu og ófáar samverustundir.
Vilborgu og fjölskyldu sendum
við innilegar samúðarkveðjur,
Haukur og Bjarney.
Kveðja frá Mennta-
skólanum á Akureyri
Við kveðjum með söknuði Hlyn
Jónasson fyrrverandi starfsmann
Menntaskólans á Akureyri. Hlyn-
ur vann við skólann í 33 ár og var
skólanum trúr og hollur starfs-
maður. Hann starfaði lengst af
við ljósritun og bóksölu en gekk í
þau störf sem þurfti. Starfsstöð
hans var framan af í suðurenda
Gamla skóla en þegar nýjasta
byggingin, Hólar, var tekin í
notkun var hans bækistöð í and-
dyri hennar. Hann var því alltaf í
miklum og góðum samskiptum
við nemendur. Þegar hann lét af
störfum gáfu nemendur skólan-
um trjáplöntu, hlyn, sem gróður-
sett var sunnan við Gamla skóla
og dafnar þar og vex.
Hlynur var fjölhæfur sam-
starfsmaður og úrræðagóður og
gott að leita til hans með hvað
eina.
Menntaskólinn á Akureyri
minnist Hlyns með þökkum og
sendir eiginkonu hans og fjöl-
skyldu samúðarkveðjur.
Menntaskólanum á Akureyri,
Jón Már Héðinsson
skólameistari.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíl í friði, kæri vinur, með
kærri þökk fyrir allt.
Karl Ottesen, Sigurjóna
Þórhallsdóttir og fjölskylda.
Hlynur Jónasson
í sveitina til afa og ömmu, þar
tóku þau á móti okkur með opn-
um örmum og besta hafragraut
í heimi. Hjá þeim lærðum við að
bera virðingu fyrir öllu lifandi
en þau voru bæði natin og um-
hyggjusöm gagnvart dýrunum
og hugsuðu vel um gróðurinn.
Sumrin í Hjarðardal gáfu
okkur þær dýrmætustu minn-
ingar sem við berum í brjósti.
Fegurð fjarðarins og væntum-
þykjan alltumvefjandi frá bæði
afa og ömmu. Dagarnir voru
teknir snemma í mjöltum, Bragi
fór snemma að fá ýmis krefj-
andi störf.
Allt frá því að rabba við
Sokku og Ljómalind (kýr), leika
við Kát og Snotru (hundar),
gefa morguntöðuna og rölta
með kýrnar í úthagann.
Afi var okkur fyrirmynd í
nánast öllu. Hann var gríðar-
lega vinnusamur og sinnti því
sem sinna þurfti án þess að
þurfa sérstaka hvatningu til.
Sveitastörfin voru mörg og ekki
einangruð við hefðbundin hús-
dýr heldur sinnti hann æðar-
varpi, herti fisk, reykti kjöt og
verkaði.
Við sem vorum svo heppin að
eiga þennan afa fengum svo að
fylgja með í flest verk enda
sótti hann í félagsskap og hafði
gaman af fólki. Þegar fólk upp-
lifir einstaklinga eins og Haga-
lín afa er erfitt að einangra fá
atvik sem skilgreina manneskj-
una.
Nóg er að hugsa um afafang,
ímynda sér lyktina og hlýjuna
og finna ástina sem streymdi fá
honum til okkar allra.
Þegar amma og afi fluttu í
Kópavoginn nutum við þess að
hafa þau nær okkur. Afi kom og
passaði þegar eitthvert okkar
var lasið, keyrði í tónlistarskól-
ann, fór með á slysó og bakaði
heimsins bestu jólakökur og
hafrakex, sem var svo smurt
með allt of miklu smjöri.
Honum var margt til lista
lagt og þurfti alltaf að hafa eitt-
hvað fyrir stafni.
Hann tók upp glerlist og bók-
band eftir að amma dó og var
sérstaklega iðinn við glerlistina.
Varla er til það heimili Önfirð-
inga sem ekki skartar glerlist
eftir afa.
Að minnsta kosti eru heimili
okkar skreytt með listaverkum
eftir afa sem við höldum mikið
upp á og þykir vænt um.
Þó að honum þætti nú gott að
fá kökur og sérstaklega ís, þá
passaði þessi mikli sælkeri sig
alltaf á því að gæta hófs. Hann
hugsaði vel um heilsuna, borðaði
hollt og hreyfði sig mikið á
hverjum degi og gaf okkur oft
góð ráð varðandi heilsu.
Það var alltaf stillt á Rás 1
hjá afa og hann tók samvisku-
samlega þátt í morgunleikfim-
inni í útvarpinu á hverjum degi.
Þegar við vorum saman í bú-
staðnum okkar í Hjarðardal tók-
um við að sjálfsögðu líka þátt í
henni.
Við erum þakklát fyrir að
hafa fengið að hafa afa hjá okk-
ur öll þessi ár og hugsum til
baka með hlýju í hjarta. Hagalín
afi er í okkar huga allt það besta
sem mannkynið hefur boðið upp
á.
Enn þann dag í dag höfum
við ekki hitt manneskju sem
getur talað um afa Hagalín á
neikvæðan hátt. Hann var hjálp-
samur, góður við bæði dýr og
menn og tók ábyrgð sína í sam-
félagi manna alvarlega.
Bragi Skaftason,
Sólveig Skaftadóttir,
Sigrún Skaftadóttir.